Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 19. júní 1963. Ræti við séra Braga Friðriksson um æsku- lýðsmáí og atburð- ina í ÞJÓRSÁRDAL — Það þýðir ekkert að fela sig bak við þá stað reynd að Æskulýðsráð og hin ýmsu félagasam- tök hafa ekki náð til erf- iðari unglinga og ég held að þessi félög og sam- tök hafi enn ekki áttað sig nægilega á þörfum þessara unglinga. Þannig fórust séra Braga Friðrikssyni, æskulýðsleiðtoga m. a. orð, þegar að fréttamaður Vísis hitti hann að máli á skrif- stofu Æskulýðsráðs fyrir nokkru og talið barst fljótlega að atburðunum í‘Þjórsárdal. ekki kalla lengur unglinga. Þetta unga fólk skiptist í tvo hópa. Mun stærri hópinn skipa þeir sem hafa ekki beinan félags- legan áhuga. Það er ekki hjá honum löngun til að leita eftir viðfangsefnum, allra sízt þeim sem þarf að leggja mikla rækt og vinnu við. Hlutverk foreldr- anna er mjög stórt í þessum efnum og það er mjög misjafnt hvað foreldrar sinna börnum sínum, það kom m. a. í ljós þegar við efndum til hinna svo- kölluðu heimilisvöku. — En hvað er hægt að gera fyrir þennan hóp sem hefur ekki í sér þennan félagslega áhuga eða þá sem þú nefndir erfiðari unglingana? — í fyrsta Iagi tel ég þörf á því að það fari fram að hálfu hinna færustu manna gagngerð athugun á aðstöðu þessa fólks Ein af þeim mörgu myndum, sem Vísir birti af atburðunum í Þjóðsárdal um hvítasunnuna. væri það ekki svo vitlaust að reyna að boða fund með því. Ekki til þess að yfirheyra það og taka skýrslur, heldur til þess að rabba við það, vekja áhuga unga fólksins á einhverju og kynnast viðhorfum þess. — Og hvað heldur þú að þið gætuð gert fyrir þetta unga fólk? erum langt frá því ánægðir með þátttökuna. — En hvað geturðu sagt um starfsemi sjálfs Æskulýðsráðs? — Þá vil ég strax láta þess getið vegna misskilnings, sem oft vill verða þegar rætt er um Æskulýðsráð, að starf ráðsins er að vera ráðgjafi borgarstjóra í æskulýðsmálum. Á vegum ir um að Æskulýðsráð dragi úr starfsemi hinna ýmsu æskulýðs- félaga hér í borg. — Þessu vil ég svara neit- andi. Við höfum haft hjá okkur þá starfsemi sem æskulýðsfé- lögin eru yfirleitt ekki með og einnig höfum við haft talsverða samvinnu við æskulýðsfélögin. Það er mín skoðun, að í fram- LAUSN FEIST EKKI • • — Hverjar telurðu helztu á- stæðurnar fyriir því sem skeði I Þjórsárdal um hvítasunnuna? — Ástæðurnar eru margar. Að unglingunum sjálfum skal ég víkja seinna, en einnig finnst mér ástæða til að minn- ast á skort á löggæzlu og á- byrgðartilfinningu hjá þeim sem vfnið keyptu fyrir unglingana og svo auðvitað þeim sem tóku að sér að flytja hópana inn eftir. — En hvað telurðu að hægt sé að gera til þess að fyrirbyggja að sama sagan endurtaki sig, eins og t. d. um næstu verzlun- armannahelgi? — I fyrsta lagi, þá tel ég að það hafi enga þýðingu að banna og banna. Ef ekki er leyft að tjalda á einum staðnum, leitar fólkið eitthvað annað. Mín skoðun er sú, að það þurfi að gera eitthvað róttækt. í fyrra boðaði Æskulýðsráð tii fundar við sig ýmsa helztu forystu- menn æskulýðsfélaga og ferða- skrifstofanna og fjeiri sem að æskulýðs- og ferðamálum vinna. Þá vakti það fyrir Æskulýðs- ráði að þessir aðilar skipulegðu mót á þeim helztu stöðum sem fólk sækir. Nauðsynlegt er að hafa einhverja dagskrá svo fólk hafi við eitthvað að vera, en þó mega þessir hlutir ekki virka þvingandi. Það verður að undir- búa allt vel og það þarf að vera eitthvað „spennandi“ við Þetta. Svo er það hlutur hins opinbera að sjá um hluti eins og t. d. löggæzlu, sem hefur batnað mjög undanfarnar verzl- unarmannahelgar. Ekki unglingar Iengur. — Hvað geturðu sagt um æskufólkið og áhugamál þess? — Unglingarnir, eða ungt fólk er víst bezt að segja, því þá sem komnir eru yfir 16 ára má í þjóðfélaginu. í öðru lagi tel ég brýna nauðsyn á því í sam- bandi við öllu æskulýðsmál í Iandinu að sett sé sérstök æsku Séra Bragi Friðriksson. lýðslöggjöf. Það er til sérstök löggjöf um íþróttamál. En það vantar æskulýðslöggjöf sem seg ir til um í hvaða „formi“ hið opinbera eigi að láta æskulýðs- mál til sín taka og móti heild- arskipulag æskulýðsmála í landinu, ef ég mætti orða það svo. En einu vil ég skjóta inn í í sambandi við fyrra atriðið, atburðina í Þjórsárdal og ung- lingana sem voru þar. Okkur vantar að komast í sem beinust tengsl við þetta unga fólk, t. d. Vöntun á góðum samastað. — Að vísu hefur Æskulýðs- ráð Reykjavíkur ekki nógu góða aðstöðu f dag til þess að fram- kvæma allt það sem við vildum, en það er fullur vilji hjá þvf fyr- ir þessum málum. Ég álít að nauðsynlegt sé að byggja eða útvega góðan samastað í Mið- bænum fyrir ungt fólk, þar sem það getur komið saman. Þar þyrfti að gera tilraun til þess að vekja áhuga unglinganna á hinum ýmsu viðfangsefnum og koma til móts við áhugamál þeirra. Hvað unglinga á skyldu- námsaldri snertir, þá er það mín skoðun, að það sé f verkahring skólanna að fá þeim tækifæri til tómstundaiðkana. — Ertu ekkert hræddur um að tómstundastarfið dragi úr námi og vinnu unglinganna? — Nei, ekki get ég sagt það beinlínis. Að vísu eru til þess dæmi að sumir unglingar van- ræki nám sitt vegna mikils áhuga á viðfangsefnum sínum, en þá er það ekki lengur orðin tómstundavinna, en þetta er mjög sjaldgæft Það, sem við verðum að vara okkur á, er að gera ekki of mikið. Unga fólkið verður að hafa að mestu leyti fyrir þessu sjálft. Okkar er að Ieiðbeina þvf, skapa því aðstöð- una og fylgjast með. Heimilisvökur á 1100 heimilum. — Þú minntist á heimilisvök- ur, sem voru í vetur. Hvernig var þátttakan í þeim? — Við létum fara fram könn- un í bekkjum skyldunámsstigs- ins. Þessar kvöldvökur hafa ver- ið haldnar í vetur á um 1100 heimilum og víðast hvar voru kvöldvökurnar fastur heimilis- þáttur einu sinni í viku. En við <Þ- Æskulýðsráðs hefur Iangmest verið um tilraunastarf að ræða. Mér er óhætt að segja að þátt- taka hefur verið mjög mikil og úthald meiri hluta unga fólksins hefur verið gott. Æskulýðsráði hefur tekizt að vekja athygli al- mennings á þýðingu æskulýðs- starfs og skilningur almennings og velvild verið ráðinu mikil hvatning. Við höfum gert tilraun með námskeið og klúbba til þess að kynna undirstöðuatriði hinna almennu atvinnuvega okk ar, og hafa þau gefizt mjög vel. Æskulýðsráð hefur starfrækt töluverða klúbbastarfsemi, t. d. gengizt fyrir Ijósmyndaklúbb, vélhjólaklúbb, frímerkjaklúbb o. fl. o. fl. Æskulýðsráð dregur ekki úr starfseminni. • Stundum hafa heyrzt radd- tíðinni eigi fulltrúar frá æsku- lýðsfélögunum að eiga fulltrúa í Æskulýðsráði. — Hver telurðu brýnustu verkefni á sviði æskulýðsmála í dag? — Ég hef áður nefnt æsku- lýðslöggjöfina og samastað fyrir unglingana. Næst vil ég nefna þjálfun æskulýðsleiðtoga og síð- an sumarbúðir. Það er af mörgu að taka, en ég held að það fyrr nefnda sé með mest aðkallandi málunum. Það hefur margt áunn izt á sviði æskulýðsmála og skilningur hins opinbera er mjög góður. Að síðustu vildi ég vona að framkvæmd æskulýðsmála verði í höndum hinna frjálsu æsku- Iýðssamtaka og starf þeirra styrkt í hlutfalli við aðstæður og ábyrgð, sem þau taka á sig. — P. Sv. Fyrsta einleikara- prófið á píanó Tónlistarskólanum í Reykjavík var sagt upp 1. jún£ í húsakynnum skólans í Skipholti að viðstöddum kennurum og nemendum. Skólastjórinn, Jón Nordal, hélt ræðu og rakti starfsemi skólans í vetur. Gat hann þess að framan af vetri hefði skólinn verið á hrak- hólum með húsnæði, en 4. febrúar hefði nýtt húsnæði verið tekið í notkun, en það væri samt ekki fullklárað enn og yrði það ekki fyrr en í haust, en þá mundi húsið verða formlega tekið I notkun. Skólahald var í vetur með svip- uðu sniði og áður og nemendafjöldi sá sami, eða rúmlega tvö hundruð. Á þessu vori luku 9 nemendur prófi frá skólanum, 8 úr Kenn aradeild, en það er annar hópurinn sem lýkur þaðan prófi. Hæstu eink unn hinna nýútskrifuðu söngkenn ara hlaut Guðmundur Guðbrand«- son. Svo lauk Helga Ingólfsdóíl- einleikaraprófi á píanó. Er hOr fyrsti nemandi sem lýkur því pr*f* frá skólanum og fékk hún miv*f lof fyrir frammistöðu sína. Þrenr- nemendatónleikar voru haldni- vor, einn í samkomuhúsi Háskí !•-... og tvennir í Tónabíói.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.