Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 11
VIS IR . Miövíkudagur 19. júní 1963. n Slysavarðstofan i Heilsuverndar- stööinni er opin allan sólarhring- inn. Næturlæknir kl. 18—8. Sfmi 15030. Neyðarvaktin, sími 11510, hvern virkan dag nema laugardaga kl. 13—17. Næturvarzia vikunnar 15.—22. júnl er í Vesturbæjar Apóteki. Otivist barna: Börn yngri en 12 ára til kl. 20.00. 12—14 ára til kl. 22.00. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill að- gangur að veitinga-, dans- og sölu- stöðum eftir kl. 20.00. ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 19. júní. Fastir iiðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. 20.00 Vamaðarorð: Sigurður Þor- steinsson varðstjóri talar um umferðarmál. 20.05 Islenzk tónlist: Lög eftir Kristin Ingvarsson. 20.20 Brautryðjendur íslenzkrar sundmenntar, 2. erindi. 20.45 Ungverskir dansar eftir Brahms. 21.00 „Hin hvítu segl“, bókarkafli eftir Jóhannes Helga (Birgir Sigurðsson les). 21.25 Tónleikar í útvarpssal: Lista- fólk frá Bandarikjunum, Derry Deane og Roger Drin- kall, leika saman á fiðlu og píanó. 21.50 Uþplestur: Snorri Sigfússon fyrrv. námsstjóri les „Vísur Kvæða-Önnu“ eftir Fornólf. Hann Hilmar bað að heilsa og sagöist alveg hafa gieyint því, að hann fer alltaf út með Gunnu á miðvikudagskvöldum. — Gætuð þér ekki notast við mig í kvöld. 22.10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al- aska“ eftir Peter Groma, I. (Hersteinn Pálsson þýðir og les). . 22.30 Næturhljómleikar: Sænsk nú- timatónlist frá tónlistarhátíð- inni í Stokkhólmi í fyrra mán uði. 22.30 Dagskrárlok. TILKYNNING Frá skrifstofu borgarlæknis: — Farsóttir í Reykjavík vikuna 19.— 25. maí 1963 samkvæmt skýrslum 34 (38) starfandi lækna. Hálsbólga 84 (120). Kvefsótt 105 (101). Lungnabólga 4 (0). Iðrakvef 14 (9). Ristill 1 (0). Influenza 3 (4). Heila- himnubólga 2 (1). /Hettusótt 2 (1). Kveflungnabólga 10 (12). Skarlats- sótt 2 (5). Munnangur 2 (2) Hlaupa bóla 6 (0). ÁRNAÐ HEILLA Um og fyrir þjóðhátiðina voru gefin saman af séra Árelíusi Níels- syni eftirfarandi brúðhjón: Ung- frú Renate Jóhanna Scholz og Þórir Einarsson viðskiptafræðing- ur, Vesturbrún 10. Ungfrú Eygló Sigfúsdóttir og Ágúst Bent Bjarnason rakari, Skip- holti 28. Ungfrú Jóhanna Fjóla Ólafsdótt- ir og Hrafn Eðvald Jónsson (Jóns Magnússonar fréttastjóra) stúdent, Langholtsvegi 135. Ungfrú Sigurbjörg ísaksdóttir og Sigurbjörn Finnbogason húsasmið- ur, Framnesvegi 29. Jóna Herdfs Hallbjörnsdóttir og Gunnar Ingólfsson vélamaður, Langholtsvegi 53. ORÐSENDING Umferðamefnd Reykjavíkur sam þykkti fyrir nokkru á fundi sínum að biðskylda yrði ákveðin á horni því við Eiríksgötu og Barónsstíg, sem svo margir árekstrar hafa orð- ið á að undanfömu. Verður bið- skyldan á Eiriksgötu, þegar ekið er yfir Barónsstíg. Á sama fundi var samþykkt að Skólavörðustígur verði gerður aðalbraut. MINNINGARSPJÖLD Munið minningarsjóð Guðrúnar Gísladóttur Björns. — Minningar- spjöld fást hjá frú Sigríði Eiríks- dóttur Aragötu 2, Sigurlaugu Helga dóttur yfirhjúkrunarkonu Bæjar- spítalanum, Sigríði Bachman yfir- hjúkrunarkonu Landspítalanum, Jónu Guðmundsdóttur Kópavogs- braut 11, Guðrúnu Lilju Þorkels- dóttur Skeiðarv. 9, Halldóru Andr- ésdóttur Kleppsvegi 48, og í verzl- un Guðlaugs Magnússonar Lauga- vegi 22 A. Mlnningarspjöld Friklrkjunnar fást í verzluninni Mælifelli, Aust- urstræti 4 og ' verzluninni Faco, Laugavegi 37. Minningarspjöld blómsveigssjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá: Áslaugu Ágústsdóttur, Teiga- gerði 17s Guðfinnu Jónsdóttur, Mýrarholti við Bakkastíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laugarásvegi 49, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Ásvalla- götu 24, í skóverzlun Lárusar Lúðvíkssonar, Bankastræti 5 og í bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti. stjörnuspá * morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þar eð sálarfriður þinn og mikilvæg áhugamál gætu hang- ið á bláþræði, þá ættirðu ekki að segja neitt sem talizt gæti móðgandi. Nautið, 21. april til 21. maí: Styrktu viðnámsþrótt þinn, þar eð talsvert er nú lagt að þér til að breyta um. Atvinna þín og heiður eru aðalvandamál þin núna. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þegar á allt er litið og framtíðin tekin til greina, þarftu ekki að vera óánægður þótt ým islegt bjáti á sem stendur. Láttu liggja vel á þér. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú getur friðað samvizku þína með þvi að viðurkenna að fyrra bragði hvað það er sem þú hef- ur áhyggjur af. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Fylgdu áður settum reglum til varðveizlu fjármuna þinna. Haltu þig meðal náinna sam- starfsmanna þinna. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Komdu ekki of nálægt fólki sem vill troða upp á þig róttækum skoðunum. Það er miklu örugg- ara að halda sig að sinni vinnu. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það væri ekki sanngjarnt af þér að halda að lífið hafi ekki boöið þér upp á nóg tækifæri að und- anförnu. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: „Sjálfs er höndin hollust". Á þann hátt tryggirðu bezt per- sónulegar tekjur þínar og eign- ir. Láttu það ekki koma þér á óvart, þó að loforð séu svikin. Bogmaðurinn, 23. nðv. til 21. des.: Hugleiddu hinar ánægju- legri hliðar Iífsins, það gerir það sem verr hefur farið ekki eins leiðinlegt. Þroskaðu með þér þolinmæði. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Taktu fullyrðingar annarra ekki of alvarlega, jafnvel þótt þær séu á prenti. Einbeittu þér að skyldustörfum þinum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Hafðu ekki of miklar áhyggjur út af deiluefni unn- enda. Haltu þig að tjaldabaki og leyfðu öðrum að standa í stór- ræðunum. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þér er í blóð borið að vera þolinmóður og umburðar- Iyndur. Vera má að þú þurfir á þessu að halda við einstakl- inga, sem hafa enga sjálfstjórn. Fjöfmennasta leikferð sem farin hefur verið Leikferð Þjóðleikhússins með leikritið Andorra mun vera fjöl- mennasta Ieikferð, sem farin hef ur verið hér á landi. 25 lcikarar og aukaleikarar taka þátt í þess- ari ferð. Ekki nægir að hafa nnnna en tvo stóra bíla í ferð- ina. Það þarf að hafa sérstaka bifreið fyrlr Ieiktjöld og annan lciksviðsútbúnað. Að undan- fömu hefíir leikurinn verið sýnd ur í nágrenni Reykjavíkur við mjög góða aðsókn. Húsfyllir hef ur verið á öllum stöðunum. — Með fylgjandi mynd var tekin fyrir utan Þjóðleikhúsið þegar flokkurinn var að Ieggja af staö f ferðina. Þegar fangarnir koma að dóms- húsinu er Kirby búinn að opna viðbragð og þýtur burt, með heila herdeild af löggum á eftir sér. Róninn, sem stendur eftir, gátt- aður af þessu framferði „hlekkja- nauts“ síns, hrópar ánægjuléga: „Hey, þakka þér fyrir frakkann." handjárnin. Hann tekur þá snöggt - i TrT-r-rKVSTW--.-'-nms:-.w.irr*v>-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.