Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Laugardagur 22. júni 1963 v- - ■ TIMBIÍR LESTAD TIL ÍSLÁNDS A undangengnum árum hefir mikið af timbri verið flutt til landsins frá Finnlandi og Rúss- landi. Fjallfoss og Tungufoss hafa verið f þessum flutningum og eru meðfylgjandi myndir teknar af Guðbjarti Ásgeirssyni matsveini á Fjallfossi, þegar skipið var að ferma tllmbur- farm í Kotka. — Efri myndin sýnir hvar timburprammi liggur við hiið Fjalifoss og er verið að iyfta timburhlassi úr pramm- anum um borð f skipið. Er það mjög venjulegt erlendis, að vörur séu fluttar að sklpshlið á flotprömmum eða komið f járnbrautarvögnum niður á bryggjumar. — Neðri myndin sýnir, er verið er að hlaða timbri á þilfar skipsins, eftir að Iestamar em fullar, en vegna þess hve eðlisþungi timburs er lítill ber skipið allmiklu meira en unnt er að koma f lestamar og er þá hlaðið á þilfarið. ★ Fremur lítill gras- vöxtur um land allt Undangenginn viku tfma hef- ir grasvexti iítið farið fram vegna kuldanna. Búnðarmála- stjóri, sem Vísir leitaði frétta hjá f morgun, sagði m. a. um þetta: í byrjun mánaðarins breyttist veðurfar tii batnaðar og hlýn- aði verulega svo að gróðri fleygði fram og á hálfum mán- uði var komið gras fyrir búfén- að um Iand allt, en síðan hefir grasi lítið sem ekkert farið fram, eða viku tíma, vegna kulda, og fullyrða má, að gras- vöxtur sé fremur litill um land allt miðað við árstímann, en fyrir 10—12 dögum vom horfur um grasvöxt sérlega góðar. Ekkert, sagði búnaðarmála- stjóri, verður sagt um það á þessu stigi, hvenær sláttur hefst aimennt, — það er að sjálf- sögðu alveg undir tfðarfarinu komið. Grasi gæti fleygt ótrú- lega fram á einni viku, svo að sláttur byrjaði undir eða um mánaðamótin þar sem hann vanalega byrjar fyrst, eins og í Eyjafirði — en þetta er sem sagt alveg háð veðráttunni. — Vorverk munu yfirleitt hafa gengið vel að undanförnu og víðast viðrað sæmilega til þeirra. ,, , Það er kunnugt, ,að stökp menn hafa þegar slegið bletti hér í bænum og í grennd, svo sem á Keldum, en litlar álykt- anir af slíku er hægt að draga varðandi það hvenær sláttur hefst almennt. 46 laxar úr LAXÁ Akureyri í gær, A fyrstu 10 dögum laxveiðitfma- bilsins f Laxá f Þingeyjarsýslu veáddust þar 46 laxar, aliir yfir- leitt mjög vænir. Veiði í ánni hófst 10. þ.m. og má segja að veiðin hafi verið f góðu meðallagi ,ekkl sízt með tilliti til hinnar mjög svo óhagstæðu veðr- áttu sem rfkt hefur undanfarið. Suma dagana hefur alls ekki verið hægt að veiða sökum óveðurs. Laxarnir sem á land hafa komið á þessum fyrstu 10 dögum veiði- tfmabilsins eru 46 talsins, flestir 12-15 pund að þyngd, sá þyngsti 19 pund. Veiðiálagið á ánni er enn ekki nýtt til fulls og verður ekki gert fyrr en Iengra liður á tfmabilið. ALUR VERKFRÆDINGAR LANDSINS í VERKFALL Verkfall verkfræðinga breið- ist óðfluga út og f lok þessa mánaðar, ef samkomulagl hefur ekki verið náð, veröur öli verk- fræðingastéttin komin f verk- faH. Hafa þelr verkfræðingar, aem starfa hjá kaupstöðum, öðr ura en Reykiavfk og rfkinu, boð tfl tll vinnustöðvunar 27. júnf. Kröfur þær sem gerðar eru, fel aeí einkum í því að hækkaöir verði launastigar, sem svarar þeim hækkunum sem orðið hafa síðan 1961, en þá gerðu verk- fræðingar sfðast kjarasamning. Launastlgi verkfræðlnga er nú frá kr. 9.000,00 f kr. 17.000. 00 á mánuði, og gera þeir kröf ur um ,að launastigi þessi verði hækkaður bæði um þær 7.5% hækkanir, sem nú er verið af, semja um, og aðrar þær kaup- hækkanir sem geröar hafa ver- ið frá 1961. Þegar verkfall verkfræðinga verður orðið algjört, eins og allar lfkur eru til, munu um 130 verkfræðingar standa að því. Búið er að skjóta málinu til '•áttasemjara, en enginn fundur befur enn verið haldinn né boð aður. YFIRNEFND UM SÍLDARVERÐIÐ Á fundum Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, síldardeild Norðan- og Austanlands, fyrir skömmu, er fjallað var um verð á síld í bræðlu, náðist ekki samkomulag. Samkvæmt ákvæðum laga um Verðlagsráð sjávarútvegsins var verðákvörðuninni því vfsað til yfirnefndar. Yfirnefndina skipa þessir menn: Már Elísson, hagfræðingur, sem skipaður var af hæstarétti sem oddamaður nefndarinnar, og eftir- taldir menn tilnefndir af Verðlags- ráðinu: Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri, Siglufirði, Sigurður Péturs- son, útgerðarmaður, Reykjavík Tryggvi Helgason, sjómaður, Akur eyri, og Vésteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Hjalteyri. Yfirnefndin er á fundum þessa dagana og má því vænta verðsins innan skamms. Bílar skemmast Seint í fyrrakvöld urðu tveir bílar fyrir allnokkrum skemmdur.i á Súðavogi er strengjasteypubiti datt ofan á þá. Þetta atvikaðist með þeim hætti að komið var með krana að því að færa til strengjastoypubiU:, cn af einhverjum ástæðum féil eir.n bitinn úr krananum og lenti á 2 bifreiðum sem stóðu fyrjr frsmin Súðarvog 30. Báðar bifreiDarnar skemmdust og önnur þeirra þó all- miklu meira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.