Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 22. júnf 1963.
9
Það hafði verið erfitt
að bíða, en nú loksins
var ævintýrið að hefjast.
Dagurinn, sem þeir allir
höfðu beðið eftir með ó-
þreyju, var runninn upp.
Á þilfari v/s Sæbjargar
stóðu 13 stæltir strákar,
sem margir hverjir voru
að leggja upp í sína
fyrstu sjóferð.
Sæbjötg er að leggja frá
landi með hóp stráka sem fara
á vegum Æskulýðsráðs, til þess
að læra sjóvinnu og veiðiað-
ferðir. Á hafnarbakkanum
standa foreldrarnir og veifa
sjómönnunum. Ferðin á að taka
3 vikur. Siglt verður kringum
landið, veitt á flestum þekkt-
ustu veiðisvæðunum og komið
Sægarparnir 13 ásamt skipstjóranum Helga Hallvarðssyni og Herði Þorsteinssyni, stýrimanni.
Þorkelsson, einn yngsti skip-
verjinn hamaðist við að draga
inn Maríufiskinn, sem reyndist
vera hinn fallegasti þorskur.
Annar vélstjórinn kom Kristjáni
til hjálpar og sýndi honum
hvernig blóðga ætti fiskinn.
„Sá er vitlaus að láta gabba
sig svona á sjálflýsandi plast-
iki,“ segir Kristján og vélstjór-
inn bætti því við að líkiega
væri bezt að færa skipið svo-
lítið, því sennilega hefði Krist-
ján veitt þennan eina sem einn
þeirra sá áðan, svo meira væri
ekki að fá! En það leið ekki »
langur tími, þangað til að það
fóru að koma kippir í færin hjá
flestum. Áhuginn og spenn-
ingurinn var svo mikill að flest-
ir hristu höfuðið, þegar að kall-
að var á þá í mat. Eftir að skak-
að hafði verið í eina og hálfa
klukkustund, þá voru færin tek-
in inn og ákveðið var að Ieita
á nýjar slóðir.
Ekkert
sælgætisát leyft.
Á meðan að siglt er röbbuð-
um við við Hörð Þorsteinsson,
sem veitt hefur sjóvinnunám-
skeiðunum forstöðu og er stýri-
maður á skólabátnum.
SKAKI
I FORUNUM
inn á margar hafnir til þess að
leggja upp aflann.
Allir vildu
hjálpa til.
Skipstjórinn eða skipherrann,
eins og strákamir kalla hann,
því annað sæmir ekki skóla-
skipinu Sæbjörgu, gefur skipun
úr brúarglugganum um að
sleppa. Allir vildu hjálpa til
við að leysa landfestar og kom-
ust færri að en vildu. Skipandi
rödd stýrimannsins kveður við:
„Svona strákar ekki þessi læti,
þið fáið allir einhvern tíma að
Helgi Hallvarðsson skipstjóri i
jómfrúarferðinni.
leysa“. Sæbjörg siglir rólega frá
bryggjunni, síðan út hafnar-
kjaftinn og stefnan er tekin á
„Forirnar", mið þeirra Akur-
nesinga. Veðrið er eins og bezt
verður á kosið, glaðasólskin og
logn. Aftur kemur skipun frá
stýrimanninum: „Takið niður
húfurnar, strákar". Þeir taka
allir niður einkennishúfur skóla-
bátsins, sem eru svartar prjóna-
húfur með rauðum dúsk, en
það má aðeins nota þær við há-
tíðleg tækifæri eins og þegar
komið er til hafnar.
Jómfrúarferð
skipstjórans.
Okkur höfðu borizt spurnir
af þvl að þetta væri jómfrúar-
ferð skipstjórans, Helga Hall-
varðssonar og héldum þvl upp
í brú, þar sem hann stóð sjálfur
við stýrið. Helgí kvað það rétt
vera, sérstaklega ánægður yfir
þvl að fara út með strákana.
Samtalið varð ekki Iengra því
kokkurinn kallaði kaffi.
— Hvaða sjóari heldurðu að
þambi alltaf eintóma mjólk?
sagði einn strákanna, Guð-
mundur Elías, þegar við Iétum í
ljós undrun okkar yfir því
hversu mikið kaffi þeir drykkju.
Guðmundur Ellas er orðinn al-
vöru sjómaður og veit hvað á
við til sjós. Búinn að vera á
skólabátnum áður og fór einn-
ig tvisvar sinnum út með bát í
vetur, af ógleymdri bátsmanns-
tigninni, sem hann bar á skóla-
bátnum í fyrrasumar.
Ekki þurfti kokkurinn að
kvarta undan því að strákarnir
borðuðu ekki meðlætið, kringl-
ur, vfnarbrauð og kex, því disk-
urinr. var ekki fyrr kominn á
borðið en hann var sendur fram
í eldhús aftur.
Fljótlega eftir kaffi byrjuðu
flestir að búa sig undir að
renna . Eljan og áhuginn skinu
úr hverju andliti. Rétt fyrir
klukkan fjögur er fyrsti slóðinn
tilbúinn.
Nú ætlar séra Bragi að halda
ræðu heyrist sagt og strákana
setur hljóða. Séra Bragi teygir
sig niður I skjalatöskuna, en í
staðinn fyrir að taka upp ræð-
una, tekur hann upp gallabux-
ur, sem hann bregður sér I. —
Strákarnir eru nú orðnir hálf-
óþolinmóðir eftir því að fá að
renna. Einn þeirra segir íbygg-
inn á svip um leið og hann snýr
sér frá borðstokknum: „Hérna
hlýtur að vera gott að veiða,
þvl ég sá fisk synda hérna
fram hjá.“
Byrjað að veiða.
Sæbjörg er stöðvuð hvort
sem það hefur verið af þvl að
stráksi sá fisk I sjónum eða af
einhverjum öðrum orsökum.
Hörður Þorsteinsson, stýrimað-
ur og aðalleiðbeinandi drerigj-
anna, gengur á milli þeirra á-
samt nokkrum yfirmönnum og
hjálpar strákunum að koma
færunum fyrir. „Það er nóg fyr-
ir þig að draga fimm I einu,“
segir hann við Guðmund Elías
sem er búinn að setja átta króka
á færið og Guðmundur Elías
verður að taka þrjá króka af
færinu hjá sér.
Það er alltaf sama góða veðr-
ið, en fiskiríið er ekki jafngott.
Skroppið út á Faxaflóa á
skólabátnum Sæbjörgu
Þegar búið var að skaka I
stundarfjórðung heyrðist fyrsta
sigurhrópið: „Það er einn á hjá
mér, ég er búinn að veiða einn“.
Það færðist nýtt líf f strákana
og leiðindasvipur sem kominn
var á suma hvarf. Kristján
„Ef mig minnir rétt þá er
þetta sjötta sumarið, sem skóla-
bátur er gerður út og enginn
efast lengur um nauðsyn þess
að hafa skólabát. Undanfarin
ár hefur það verið stór hópur
Framh. á 10. síðu.
Guðmundur Elias er nú f annað sinn á skólabátnum.
u