Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 8
8 VISIR . Laugardagur 22. júní 1963 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. R!tstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: .\xel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Vonbrigði Þjóðviljans Það er auðséð á Þjóðviljanum, að samkomulagið um 7V2% kauphækkun, sem gert var á dögunum, hef- ur verið kommúnistunum þar þvert um geð. Þeir hefðu auðvitað helzt kosið að til vinnustöðvunar hefði kom- ið í sem flestum atvinnugreinum. Sú afstaða er í fullu samræmi við það markmið kommúnista, að grafa und- an efnahagskerfinu og skapa upplausn í öllum grein- um fjárhags- og atvinnulífsins. Er þess skemmst að minnast, hve vel þeir þóttust hafa komið ár sinni fyrir borð um það leyti, sem vinstri stjómin var að leggja upp laupana. Þá héldu sumir þeirra að sinn tími væri loksins kominn, nú mundi engin leið finnast til björg- unar. En þetta fór öðmvísi en kommúnistar vonuðu. Núverandi stjórnarflokkar fundu leið út úr ógöngun- um og hafa með óvenjulega góðu og heilbrigðu sam- starfi komið fjárhag ríkisins aftur á traustan grund- HARMLEIKUR MACMILLANS völl og leitt þjóðina inn á braut bættra lífskjara. Af- koma almennings hér á landi er betri en í flestum lönd- um heims, hvað sem kommúnistar segja, og borið sam- an við þau ríki, sem lúta kommúnistiskri stjóm, lifir verkalýðurinn hér hóglífi. Um þetta geta þeir bezt borið, sem kynnzt hafa hvorutveggja; og þótt sann- trúaðir kommúnistar, sem dvalið hafa austan járn- tjalds, veigri sér við að játa það, geta þeir eigi að síður fæstir leynt því, að þeir hafi orðið fyrir von- brigðum í „sæluríkinu“. Þjóðin sagði kommúnistum það í nýafstöðnum kosningum á eftirminnilegan hátt ,að hún óskaði ekki eftir forustu þeirra í kaupgjaldsmálum Þeir reyna að láta sem þeir hafi ekki skilið þetta, en það mega þeir vita, að þeir verða áminntir ennþá betur næst þegar kosið verður. Héðan af skiptir litlu máli, hvernig þeir láta, þeir eru dauðadæmdir í íslenzkum stjórnmálum. Sama stefnan Það atriði í svari samninganefnda verkalýðsfé- lgaanna, sem Þjóðviljinn smjattar mest á, er alrangt; en þar stendur að fagnað sé þeirri „stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar“, að hún telji nú, „að vaxandi þjóð- artekjur beri að nota til að tryggja launþegum sem mestar kjarabætur og einnig að varðveita beri verð- gildi gjaldmiðilsins“. Hér er sannarlega ekki um neina stefnubreytingu að ræða. Þetta hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar frá fyrsta degi. Hún hefur alltaf haldið því íram, að kauphækkanir, sem ekki ættu sér grundvöll í auk- ínni framleiðslu, væru óraunhæfar kjarabætur. Sú hag- íræðilega athugun, sem nú hefur samizt um að fram skuli fara, er því í fullu samræmi við þá stjórnar- síef'iu í kaupgjaldsmálum, sem mörkuð var um leið 02 samstarf núverandi stjómarflokka hófst. Það verður að segjast að afstaða íhaldsflokks- ins brezka til foringja síns er hin einkennileg- asta í alla staði. Meðan starf hans og stjórn gengur að óskum er vald hans takmarkalaust og tvímælalaust. Hann nýt- ur aðdáunar allrar þjóð- arinnar í ríkum mæli. En þegar honum verður á í messunni, einn góðan veðurdag, breytist af- staðan til hans á auga- bragðí og á miskunnar- Iausan hátt. Um hann er þá talað á jafn óvirðulegan hátt og hér sé á ferðinni minniháttar spámaður eða misheppnaður stjórnmála- maður. Þá, og aðeins þá, vaknar íhaldsflokkurinn til meðvitund- ar um að foringinn sé mann- legur og Ihaldsmenn leyfa sér þá fyrst að tala frjálslega um mistök MacMillans og veikleika hans. Cá dagur nálgast nú ört, að l' hann verður að ganga á fund drottningarinnar og leggja fram lausnarbeiðni sína. Sá dagur er nálægari en margur heldur. En hvað getur hann sagt henni, hvaða skýrslu get- ur hann gefið? Áður en Pro- fumomálið komst á dagskrá hefði hann getað gengið fram fyrir drottninguna og sagt: Þjóð in er vel á vegi stödd. Það er eining ríkjandi, engar deilur, engin klofningur og gott sam- komulag er á milli flokkanna tveggja. Og MacMillan hefði vissulega getað skoðað þetta ástand sem hinn ánægjulega og farsæla endi á löngum og góðum ferli sínum. En ástandið hefur sannarlega breytzt. Lausnarbeiðni hans mun sannarlega ekki vera gerð á hinn virðulega og fullnægj- andi máta, eins og vænzt hafði verið. Því er að þakka eða kenna, „lygara og lauslátri konu“. Þeim er að þakka (eða kenna) að flest af því, sem Mac- Millan hefur lagt af mörkum og afkastað síðasta sex og hálfa árið sem forsætisráðherra, gleymist eða hverfur bak við síðustu atburði. Allir nema óvinir hans hljóta að hafa hina dýpstu samúð með MacMillan vegna þessara bitru kringumstæðna. ‘pn auðvitað er margt fleira, sem stuðlar að falli eða hnignun MacMillans heldur en þetta Profumomál. 1 rauninni hefur verið talað um það, að hann hefði farið frá hvort sem væri, síðari hluta þessa sum- ars, hvort sem síðustu atburð- ir hefðu átt sér stað eða ekki. En hvers vegna? Hvað skeði? Þegar á allt er litið, þá eru ekki hema tvö ár síðan MacMill- an,,domineraði“ í þinginu og var almennt kallaður „SuperMac". Auðvitað er erfitt að svara því með afdráttarlausum full- yrðingum, en margt er, sem stuðlar hér að, og nokkrar stað- reyndir liggja fyrir sem óum- deilanlega eru líklegar. Margar af þeim ákvörðunum, sem hann hefur tekið síðustu tvö árin, benda til þess. Dómgreind hans hefur hrakað. Útnefning hans á Iain MacLeod sem flokksfor- manni og þrákelkni hans við að taka Selvyn Lloyd úr stjórninni þegar Ijóst varð um ágreining hans við rlkisstjórnina, var hvorttveggja alvarleg mistök. Sömuleiðis hafði það slæmar afleiðingar, þegar MacMillan tókst ekki að sjá hversu hneyksl anlega allir litu á Vassallmálið. Ákvörðunin um að fresta för Margrétar prinsessu til Parísar fyrr I vor var illa séð og skoð- að sem óviðeigandi og óþörf framkoma. Þetta og margt fleira hefur valdið því, að trdust margra á MacMillan hefur dvínað. Framh. á bls. 10 Hvað veldur því að „Super Mac“ riðar nú til fails? \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.