Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 22. júní 1963. 7 Heimsækir Island eftir 76 ára dvöl í Ameríku „Það er eins og draum ur að vera komin aftur til íslands. Ég þorði ekki að vona, að sú ósk myndi nokkurn tíma rætast. Nei, ég get varla trúað því sjálf. Þetta er fyrsta heimsóknin mín eftir sjötíu og sex ár í Ameríku“. Frú Eggertína Sigríður Egg- ertsdóttir Sigurðsson, svo að maður nefni hana fullu nafni, fluttist með foreldrum sínum til Kanada árið 1887. Þá var hún fimm ára gömul, þrettánda í röðinni af systkinunum. Hún er ættuð úr Borgarfirðinum, systir Árna Eggertssonar fast- eignasala, föðursystir Grettis og Árna Eggertsson. „Ég man nú ekki mikið eftir íslandi", segir hún og talar móðurmálið hiklaust, en með amerískum tónblæ og einstaka „well“ inn á milli. „Það eru helzt fjöllin. Jú, og það, sem ég man bezt — þegar ég fór, var bara eitt pólití hérna í Reykjavík. Og ég gleymi aldrei, hvað allir voru sjóveikir á leið- inni út. Ekki ég reyndar, því að ég hljóp um á þilfarinu og hafði gaman af ölduganginum. En skipið var vont, og við vor- um þrjár vikur á leiðinni. Ein- hver munur nú á dögum, þegar maður sezt bara upp í flugvél og er svo kominn á leiðarenda eftir nokkra klukkutíma". „Þú getur þá kannske ekki gert þér grein fyrir, hvað Reykjavik hefur breytzt mikið? Þú sérð þó a .m. k., að lög- regluþjónunum hefur fjölgað, þótt enn sé verið að kvarta um, að þeir séu alltof fáir“. „Jú, jú, ég veit, að allt er gerbreytt, þv£ að ég hef séð fullt af myndum frá íslandi og hef heyrt mikið um það, sem hefur gerzt hérna heima. Ég ■hef alltaf talið mig íslending, og þegar ég er spurð að þjóð- erni, segist ég vera íslenzk. Það er hreint og beint stór- kostlegt að sjá, hvað allt er flott hérna. Og húsin, sem ég hef komið í, eru svo falleg og vinaleg. Ég hlakka til að segja frá förinni, þegar ég kem aftur heim. Sonardóttir mín spurði, hvort ekki væri sæti fyrir sig í vélinni hjá mér. Hana langaði líka að sjá ísland". „Áttu kannske mörg barna- börn?“ „Ég á sex börn, fimmtán barnabörn og sjö barnabarna- böm. Núna ferðast ég milli barnanna minna og er dálítinn tíma á hverjum stað. Maðurinn minn dó fyrir 10 árum. Hann hét Sigurður Jónsson Sigurðs- son frá Ásólfsstöðum í Árnes- sýslu. Ég vonast til að hitta einhverja af ættingjum hans frú Eggert- hér. Ég er búin að hitta mikið af ættfólki mfnu, og ég vildi heizt fara upp í Borgarfjörð, þar sem ég á víst frændfólk á hverjum bæ. Ég hef haft mikla skemmtun, síðan ég kom hing- að. Já, mjög mikla“. „Tala börnin þín íslenzku?" „Nei, við reyndum að kenna þeim hana, en það gekk ekki nógu vel. Þau skilja hana, en gætu ekki haldið langt samtál á íslenzku. Barnabörnin kunna hana alls ekki. Þau eru blönduð alls konar blóði, ensku, dönsku og bandarísku". „Hvað gerði maðurinn þinn?“ „Hann var bóndi úti á lands- byggðinni, rétt hjá Swan River. Við fluttum frá Winnipeg 1918, þegar kreppan var í borgunum. Við höfðum nautgriparækt og svínarækt, hveiti og korn“. „Og hefurðu ferðazt mikið?" „Nei, ég skrapp nokkrum sinnum yfir landamærin til Bandaríkjanna, en ég hafði t. d. aldrei komið til New York fyrr en núna á leiðinni til ís- lands. Og það var gaman — ég átti sonarson í New York, sem ég hafði ekki séð I 16 ár, og hann kom út á flugvöll til að hitta mig. Svona er heim- urinn lítill, síðan flugvélarnar komu til sögunnar". „Var ekki talsverð loftslags- breyting að koma hingað frá Swan River?“ „Ja, veðrið hérna er eins og september þar. Við höfum ann- ars breytilegt veðurfar og vit- um aldrei, hvort sumrin verða heit eða köld, þurr eða rign- ingasöm“. „Áttuð þið ekki við mikla erfiðleika að stríða fyrst í stað, þegar þið fluttuzt til Kanada?“ „Ójú, ég þykist vita, að það hafi verið erfið ár, en ég var of ung til að skilja það. Pabbi hafði mjólkursölu, svo fluttum við út á land og vorum þar fjögur ár, og þá dó pabbi, svo að við seldum allt og fórum til Winnipeg. Elzti bróðir minn var Eggertína Sigurðsson. orðinn fullvaxta, svo að hann sá um heimilið í staðinn fyrir pabba“. „Og hvað ætlarðu að vera hér Iengi?“ „Við eigum að vera komin aftur til Winnipeg 8. júlí. Þang- að til ætla ég að skoða eins mikið og ég get af íslandi, svo að ég hafi mikið af fréttum til að segja, þegar ég kem heim“. Rabbað v/ð ínu Sigurðsson frá Swan River, Manitoba Aflar efnis BBC hér á landi D. G. Bridson. William Morris var mikið skáld og einn hinn mesti bók- menntamaður Breta á öldinni sem leið. Og hann var líka mikiil ferðamaður sem hafði unun af því að skyggnast inn í fortíðina og lyfta þeim hjúp sem hann hylur. Hingað til íslands kom hann fyrir einni öld. Hann var kunnug ur íslendingasögunum og kvæð- unum og hingað sótti hann yrkisefni í Ijóð sfn og ritaði ítarlega um íslandsferðina. Á sunnudaginn var, 16. júnf, fiutti brezka útvarpið nær stundar- langa dagskrá um William Morris ævi hans og Islandsferð. Var sú dagskrá tekin saman af brezka rithöfundinum D. G. Bridson sem starfar við BBC. Hér var ævi Morris færð í leik- ritsbúning, brugðið upp svip- myndum frá ýmsum atburðum í ævi hans og hann sjálfur lát- inn tala. Bridson er einn kunn- asti útvarpsmaður Breta. Hann hefir starfað þrjá áratugi við ritstörf fyrir útvarpið og farið víða um heim á þess vegum. Og nú er hann kominn hing- að til íslands. Verkefnið er að afla sér efnis í allmarga út- varpsþætti um ísland og íslend- inga. Og þá sækist hann auð- vitað eftir efni einnig um för Morris hingað til lands, og ætl- ar að heimsækja suma þá staði sem Morris kom á. Útvarpsþættirnir verða síðan fluttir í brezka útvarpinu eftir heimkomu Bridson til Lundúna. Bridson er ekki íslandi ókunnug ur. Hann kom hingað árið sem heimsst rjöldin seinni brauzt út, 1939, og ferðaðist þá víða um landið á sólheitu sumri. Rifjaði hann upp endurminning- ar sínar frá íslandsdvöldinni einn daginn í vikunni er frétta- maður Vísis sat með honum uppi í glersal Þorvaldar á þaki Bændahallarinnar. — Nú er ég kominn aftur til sögueyjunnar, segir Bridson. Ég verð hér í tvær vikur og viða að mér efni, kom með tæki mín og segulbönd svo ég nem það efni á þráð, sem mig langar til að láta landa mína Breta heyra. Það verða ýmsir þættir um stjórnmálaviðhorfið að lokn um kosningum hjá ykkur, um Reykjavík, um landið og fólkið sem hér býr. Og svo ætla ég að hitta ýmsa og spjalia við sem kynni hafa haft af verkum William Morris. Sigurður Nor- dal ætla ég að hitta að máli og austur ætla ég m. a. til að hitta Sigurð Greipsson í Haukadal en Greipur faðir hans var einn af fylgdarmönnum Morris á ferð hans um landið. ísland er land sem Bretar hafa ekki haft mik- il kynni af, þrátt fyrir sjón- varpsmynd Mai Zetterling. Hér er því æði girnilegt að seilast til fanga og af mikiu að taka. Ella frestar ferðinni Söngferð EIlu Fitzgerald um Norðurlönd hefur verið frestað, sennilega til haustsins. Einari Jónssyni, barst í gær skeyti mn þessa ákvörðun söngkonunnar. Hann tók það skýrt fram að hún mundi koma hingað, þetta væri aðeins tímabundin frestun. — Væntanlega kemur hún þá í október. Hefur sá tími einkum verið nefndur. Varðbergsfundur um samvinnu Evrópuríkja Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, efnir til fundar í Þjóðleikhús- kjallaranum laugardaginn 22. júni kl. 12 á hádegi. Þar m.rn forstöðumaður upplýsingadeild- ar Evrópuráðsins. Paul M. G. Levy, halda erindi um viðhorf- in í samvinnu ríkjanna í Vest- ur-Evrópu og hlutverk Evrópu- ráðsins. Eins og kunnugt er af fréttum, er hér um að ræða tímabært efni. Hafa ýmsir stjórnmálamenn undanfarið lát- ið í ljós þá skoðun, að etfir slit viðræðnanna í Briissel um að- ild Breta að EBE sé Evrópuráð- ið öðrum stofnunum líklegra til að geta fjallað um vandamálin með árangri. — Paul M. G. Levy er Belgíumaður. Hann er staddur hér á landi i þriggja daga heimsókn, og mun hann eiga viðræður við ýmsa stjórn- málamenn, embættismenn og blaðamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.