Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 22.06.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Laugardagur 22. júní 1963. NÓATÚl OPNAÐ AFTUR Þura i Gurði jurðsungin í dag eyri liður í albióðarannsókn Húsbruni á Eyrarbakka Þura í Garði, hin Iandskunna skáldkona, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju í Mývatnssveit í dag. Þuríður hét hún fullu nafni og var fædd að Garði við Mývatn 26. janúar 1891. Hún var greind kona og skáldmælt og hafa vísur hennar orðið landfleygar. Vísur Þuru hafa verið gefnar tvívegis út, hið fyrra skiptið 1939, og náðu þegar mikl- um vinsældum. Þá er Þura í Garði ekki síður kunn fyrir blóma- og trjárækt sína og um mörg ár hafði hún umsjón lystigarðsins á Akur- eyri með höndum. Þura í Garði. estí hití í borholu á 265 metra dýpi Eins og kunnugt er hefur Norð urlandsborinn verið að verki í Námaskarði í Mývatnssveit und- anfarið, en þar er borað eftir jarð gufu vegna fyrirhugaðs reksturs Kísilgúrverksmiðju. Hinn 14. þ. m. var borinn kominn niður á 265 metra dýpi og var liitinn á botni borholunnar orðinn 210 stig á Celsíus daginn eftir að gert var hlé á boruninni. Er það mesti hiti sem mælzt hefur í borholu hér á landi á sambærilegu dýpi. Aðeins tvær holur hér á landi hafa gefið meiri hita, eða 230 stig. önnur þeirra er miklu dýpri, eða 11—12 hundruð metra djúp, og er hún í Krýsuvík. Hin er um Jarðskjálftamælingar á 300 metra djúp og í Hveragerði. Mesti hiti í borholum £ Reykjavík er 140 stig, en það eru miklu dýpri holur en £ Námaskarði, eða frá 600 upp £ 2200 metra djúpar holur. Sú dýpsta er á mótum Nóa túns og Hátúns. ísleifur Jónsson verkfræðingur hjá jarðboranadeild Raforkumála- skrifstofunnar var hinn ánægðasti með árangurinn af boruninni £ Námaskarði, þegar V£sir átti tal við han £ gærkvöld. Kvað hann hitann þegar vera orðinn nægileg an fyrir rekstur kfsilgúrverk- . Nóatún sunnan Laugavegs var < opnað £ gær eftir að farið höfðu < fram gagngerðar breytingar, gat ’ an malbikuð og rennur steypt- < ar. Eftir er að helluleggja gang-' stéttir eða steypa þær. Gatan er ] hin glæsilegasta braut, bein og < breið, eins og myndin ber með ] sér. Sfðar £ sumar mun verða< sett annað slitlag á götuna, en 1 á meðan mega bifreiðar lands- ] ins þjappa hana og þétta. Hér < er um að ræða enn einn áfang-1 ann að fulinaðargatnagerð í ] borginni. (Ljósm. I. M.). VWVWWWWWW/WVN smiðju. Hins vegar skorti það enn á, að holan væri ekki farin að gjósa og ekki væri vitað um það vatnsmagn, er hún kynni að gefa. Haldið verður áfram strax eftir næstu helgi að dýpka holuna og standa miklar vonir til þess að hún gefi vatn fyrr eða síðar, sök- um þess hve jarðlögin eru sprung in þarna. Fari hins vegar svo að ekki fáist nægilegt vatn úr henni, verður borað á öðrum stað f Námaskarði. Nýlega hafa verið sendir norður til Akureyrar sex jarðskjálftamæl- ar, sem hver fyrir sig gegnir sfnu ákveðna hlutverki, en tilsvarandi mæiakerfi verður komið upp i flest öilum Iöndum heims og eru þessar jarðskjáiftamælingar liður i aiþjóð- legum rannsóknum. Frá þessu skýrði Ragnar Stefáns son jarðskjálftafræðingur hjá Veð- urstofunni f gær. Hann sagði enn fremur að mælar þessir væru gjöf frá amerfskri vfsindastofnun til Veðurstofunnar f Reykjavík og Jónsmessuvaka að Árkæ á morgun Árbæjarsafn verður opnað fyrir almenning á morgun (sunnudag), daginn fyrir Jónsmessu, kl. 2, og 1 tilefni af því verða sérstök ■kemmtiatriði um daginn og Jóns- nessuvaka um kvöldið. Meðal skemmtiatriða er, að Lúðra ■veit Reykjavfkur leikur klukkan 3, en kl. 4 sýnir Þjóðdansafélag Reykjavíkur þjóðdansa. Um kvöld- ið leikur lúðrasveitin Svanur óg dansað verður eftir harmonikumús ik á palli — eingöngu gömlu dans- amir. Klukkan 11 um kvöldið verður kveikt Jónsmessubáiið. í fyrra tókst allt svo prýðilega á Jóns- messuhátíðinni, að til fyrirmyndar var. Sást ekki vín á nokkrum manni, og er þess að vænta, að Reykvíkingar sýni sama manndóm og þá. Veitingar verða í Dillonshúsi. Að gangseyri er f hóf stillt, 10 kr'. fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir börn. Tekið skal fram, að skemmtiatr iði eru boðuð með þeim fyrirvara, að veður leyfi. væri hugmyndin að mælingar með þeim yrðu liður í alþjóðlegum jarð skjálftarannsóknum. Væri sams konar eða tilsvarandi jarðskjálfta- mælum komið fyrir víðs vegar um heim í þessu skyni. Mælarnir eru sex að tölu og mis- munandi að gerð eftir þvf hvaða hlutverki hverjum þeirra er ætlað að gegna. Mæla þeir bæði lóðréttar Framh. á bls. 5 í fyrrakvöld um kl. 9 kom upp eldur í húsinu Skjaldbreið á Eyr- arbakka og stórskemmdist af eldi, reyk og vatni. Eldurinn breiddist svo hratt út, að engu varð bjargað af innan- stokksmunum eða vörum úr hús- inu, en verzlun er þar f kjallara. Fólk komst út ómeitt og varð að hafa hraðan á, en hefði verið f mikilli hættu, ef það hefði verið búið að taka á sig náðir. Hús þetta er steinsteypt með tréloftum og tréklæðningu innan. í kjallara er verzlunarpláss. Er þar verziunin Bræðumir Kristjáns. — Tvær fbúðir eru í húsinu ofan kjail ara. I annarri íbúðinni bjuggu hjón með 3 börn og í hinni, þeirri efri, hjón með ungbarn. Allt fólk var heima, er eldurinn kom upp, en engum vafa er undirorpið, að kvikn að hafi í út frá olíukyndingu. VARÐBERGS-FERÐ TIL PARÍSARNK. MÁNUDAG Þrjátíu til fjörutíu Varðbergs- félagar halda utan til Parísar og Berlínar nk. mánudagsmorgun. Tilgangurinn er að heimsækja aðalstöðvar - Atlantshafsbanda lagsinsins. En ferðin til Berlfnar er farin tii að skoða borgina og kynnast af eigin raun ástandinu þar. Flogið verður beint til Parfs- ar frá Keflavíkurflugvelli á mánudag, dvalizt í París þar til á föstudag og komið aftur til Islands sunnudaginn 30. þ.m. Hefur þá ferðaiagið tekið viku- tíma. Fararstjóri verður Óttar Þor- gilsson, framkvæmdastjóri.1 Varðbergsfélagar hafa efnt til I hliðstæðrar ferðar áður. Var < hún farin sl. haust. Ferðaáætl- unin var mjög svipuð þeirri1 sem nú verður fylgt. Þessar | ferðir njóta mikilia vinsælda og j komast færri í ferðirnar en vilja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.