Vísir - 25.06.1963, Side 9

Vísir - 25.06.1963, Side 9
V i S IR . Þriðjudagur 25. juní 1963. 9 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ 1. DRANGEYJARGREIN □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□(>□□□□□□□□□□□□□□□ Hinar illræmdu flekaveiðar við Drangey. Flestir fuglamir em dasaðir orðnir og hreyfa sig ekki þótt að þeim sé komið, en lengst til hægri em tveir eða þrír fuglar enn í fullu fjöri og berjast um og busla. Það em þeirra síðustu fjörbrot. Á bak við sér á duflin sem fiekinn er festur við. Sigið i Drangeyjarbjarg. Eftir þessa einu för niður kom Sig- maðurinn upp með nær 350 egg. „tJt f bláum ægisveg una fáir betur. Drangey há og hrikaleg húfu gráa upp setur“. Þessa vísu hafði ég einhvern tíma heyrt án þess þó að muna eða vita eftir hvern hún var. Mér fannst þessi vísa hrein öf- ugmæli og það á fleiri en einn veg. Ég minntist orða Ásdísar Grettismóður, er hún sagði að sonur sinn myndi enga heill sækja í Drangey. Áþekk orð lét Þorbjörn öngull sér um munn fara við Gretti, „muntu ills bíða“, sagði hann þegar útlag- inn neitaði að hverfa brott úr eynni. Ekkert af þessu fannst mér benda til þess að Drangey væri þeim sérstaklega happasæl, sem hana byggju eða sæktu heim. Auk þess vissi ég mý- mörg dæmi um slysfarir úti þar og loks hafði ég illan bif- ur á uppgöngunni, sem margir höfðu lýst fyrir mér sem glæfra- legu einstigi. Það síðastnefnda hafði ráðið mestu um það að mig brast kjark til Drangeyjarfarar. Hafði meira að segja allt að því Ferð strengt þess heit að þangað upp skyldi ég aldrei fara. Lífhræðsl- an var mér í blóð borin. Svo skeði það einn góðan veðurdag í vor, að lífhræðslan var í einni svipan horfin úr búk mínum og sál. Hvernig á því stóð veit ég ekki. Ég fann það aðeins að ég þorði að ganga upp á ös"kjuhlíð án þess að hafa sigkaðal og ann an öryggisútbúnað meðferðis, og þorði að ganga yfir Lauga- veginn án þess að biðjast fyrir áður og meira að segja gat ég staðið úti á svölunum heima hjá mér án þess að finna til lofthræðslu. Voru þær þó fulla tvo metra frá jörðu. Fór til Siglufjarðar. Um líkt leyti og undur þessi öll skeðu barst mér boð norðan úr laiidi um flutning og fylgd út í Drangey. Það boð gat ég ekki afþakkað eins og á stóð. Því var það ,að ég bjó mig út með nesti og nýja skó og lagði leið mína til Siglufjarðar, en það an skyldi farkosturinn til Drang eyjar gerður út. Drangey rís úr hafi. Til vinstri sér á lítinn drang upp úr sjónum. Það er Kerling. Á bak við hana sér á Tindastól. Þótt komið væri til Siglufjarð- ar leit á engan hátt byrlega út með framhald ferðarinnar. Ég beið dag eftir dag að veður batnaði. En það batnaði aldrei. Eilíf suðvestan átt með stinn- ingskalda og allt upp í rok. Þá er ólendandi í Drangey. Svo kom að þvl að ég var stein- hættur að hugsa um Drangeyj- arför, hugsaði um það eitt að komast heim til Reykjavíkur, en þá var það heldur ekki hægt. Siglufjarðarskarð lokað og einu skipaferðirnar, sem til greina komu, voru með flóabátnum Drang til Sauðárkróks. En Drangur tók stefnuna beint út í hafsauga og sigldi til Gríms- eyjar, þegar hann átti að fara til Sauðárkróks. Þangað átti ég ekkert erindi og Grímsey var — þegar öllu var á botninn hvolft — enn afskekktari staður en nokkurn tíma Siglufjörður. Löngu nokkuð eftir að síðasti vonarneistinn var fjaraður út um að ég myndi nokkru sinni komast til Drangeyjar, var ég allt í einu rifinn upp úr rúm- inu kl. 2 um hánótt og mér skipað að hypja mig í buxurn- ar. Suðvestanáttin hafði skyndi lega snúið baki við Drangey og það tækifæri mátti ekki láta ganga úr greipum sér. Staldrað í Málmey. Klukkustundu síðar vorum við lagðir af stað, fimm saman I stórri og góðri trillu og höfð- um litla skektu um borð til að róa á henni til lands hvort held- ur væri í Drangey eða annars staðar, sem okkur fýsti. Okkur sóttist ferðin vel. Ég hef aldrei séð sléttari sjó og það var ein- göngu í kjölfari bátsins, sem gárur mynduðust. Við höfðum nokkra viðstöðu í Málmey, rer- um í land og skoðuðum eyna. Hún er stór og gróðursæl og útsýn er þaðan mikil og fögur. En hana skortir glæsileik og hrikaleik Drangeyjar og þess vegna dveljum við aðeins skamma hríð í Málmey og höld- um í áttina til klettaeyjunnar fögru, sem bíður framundan böð uð í árdegissól. Það tók okkur um þrjá stund- arfjórðung að fara milli eyjanna. Vegalengdin sýnist skemmri en hún í rauninni er. Við getum ekki slitið augun af þessum sæ- bratta vegg, sem báturinn okk- ar stefnir á. Hann heillar. Þeg- ar Vestmannaeyjar eru undan- skildar er Drangey fegursta eyja á íslandi. Síórbrotin íþrótt. Við erum komnir um það bil mitt á milli Málmeyjar og Drang eyjar, þegar einn félaga okkar þrífur, i« ■ sjónaukatin,.. ;; horfir skamma stund yfir til Drang- eyjar og kveðst ekki betur sjá en verið sé að síga í berginu. Sjónaukinn gengur mann frá manni og allir virða þessa und- arlegu sýn fyrir sér. Sig er stór- brotin íþrótt, krefst leikni, fjað- urmagns og dirfsku. Það var furðulegt að sjá manninn spyrna sér frá berginu, slöngv- ast að því aftur og ná fótfestu einhvers staðar á tæpri sillu, þar sem hann staðnæmist örlitla stund til að grípa egg. Víða hag- aði þannig til að sigmaðurinn gat fikrað sig áfram stað úr stað án þess að þurfa að kasta sér frá berginu í kaðlinum. Við sáum manninn grípa hvert egg- ið af öðru og stinga í poka sinn, sem var bundinn á bak honum. Eitthvað hafði farið forgörðum af eggjunum, því við sáum leka í stríðum straumum úr pokan- um. Samt var þetta góð ferð hjá honum, því seinna — þeg- ar við komum upp á bjargbrún- ina — fréttum við að hann hafi komið upp með 342 egg heil í þessari einu ferð. Það er með því mesta sem gerist. Flekaveiðar. Nú erum við að komast upp undir eyna og áður en varir sigl um við framhjá einhverjum fjöl- um á sjónum ,er voru alsetnar fugli. I fyrstunni datt mér ekk- Framh. á bls. 13 til Drangeyjar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.