Vísir


Vísir - 25.06.1963, Qupperneq 10

Vísir - 25.06.1963, Qupperneq 10
10 wmmmmmv m >»■ n■ • ■-—** SVIPLEG ÖRLÖG - Framh. af bls. 4 kennslu? — Það var enginn barnaskðli né kennari í Héði’isfirði á upp- vaxtarárum mínum. Pabbi kenndi okkur það sem nauðsyn- legast þótti, en það var að lesa og skrífa og eitthvað í reikningi. Veturinn sem við fermdumst vorum við send til Siglufjarðar og fengum þá, auk kristindóms- fræðslu, nokkur undirstöðu- atriði f almennum námsgrein- um. Það var allt og sumt. Ekki venja að það væri meira. Kom aldrei póstur — Samgöngur við Héðins- fjörð og aðdrættir allir hafa að sjálfsögðu farið fram á sjó? — Nei, a. m. k. eins mikið landleiðina, ef ekki meira, þótt örðug væri. Það voru tvær að- alleiðir til Siglufjarðar, önnur um Hestskarð, hin um Hóls- skarð. Fyrrnefnda leiðin var erfið og hættuleg, ekki sízt vegna snjóflóða enda fórust menn þar stundum. Hólsskarð- ið var auðveldara. Þar var oft farið með hesta og faðir minn sótti aðdrætti alla til Siglufjarð- ar yfir það. Allir sem áttu leið um Hólsskarð komu að Ámá l.’ margir gistu. Það var gest- kvæmt hjá okkur og öllum var veittur beini eftir því sem föng voru á. Foreldrar mínir voru gestrisnir. — Hvaða leið kom pósturinn til ykkar? — Það kom aldrei póstur í Héðinsfjörð. Maður í slíkum erindum hefur aldrei stigið fæti sínum þar. Ef Héðinsfirðinga langaði í blöð að lesa eða áttu von á sendibréfum urðu þeir að sækja þau sjálfir til Siglufjarð- ar. Það var gert annað veifið þegar veður og aðrar aðstæður leyfðu. Læknir helzt ekki sóttur r —- En læknisvitjanir? Eftir hvaða leiðum sóttu Héðinsfirð- ingar Iækni? — Hann var helzt ekki sótt- ur. Það varð að vera eitthvað mikið að til þess. Meðalanotkun var heldur ekki meiri en brýn þörf gerðist. Til gamans skal ég segja þér að fyrir nokkrum árum Iét ég skera upp á mér augun á Akureyri. Það var eftir að ég fluttist alfarin til Siglu- fjarðar. Eftir aðgerðina vildi Guðmundur Karl yfirlæknir gefa mér einhver meðul til að draga Ur sársaukanum. Sagði að ég hefði t. d. gott af magnyl- töflum. Ég spurði til hvers ég ætti að taka inn meðul? Ég vissi ekkert hvað það var og hafði aldrei gert það á allri minni ævi. Ég sagði Guðmundi Karli að ég kærði mig ekkert um að byria á þeim andskota. En þannig held ég að bað hafi almennt verið í Héðinsfirði. Hvorki læknar né Ivfiabúðir höarnuðust á tilveru Héðinsfirð- inga. — Höfðuð þið ekki oft silung til matar úr Héðinsfjarðarvatni? — Ámá átti ekki veiðirétt í því. Það var heldur aldrei lögð mikil rækt við silungsveiði f vatninu, þótt veiði væri þar oft góð. Fiskurinn var fljótteknari úr sjónum. Menn þurftu ekki nema rétt út fyrir landsteinana, þar var gnægð fiskjar þangað til togbátarnir komu til sög- unnar. Þá hvarf fiskurinn. — En reki? ■— Hann var nokkur. Stund- um. Hann var þó sjaldnast not- aður til húsaviðar neroa f úti- hús, og svo eitthvað til eldivið- ar og annarra nota eftir þörfum. Hroðaslys — Var mikið um sjóslys í eða við Héðincf'örð á bínum uppvaxtar- eða búskaparárum þar? — Það urðu bar aldrei sjó- slys í mínu minni. Stundum skall hurð nærri hælum eink- um í norðanveðrum á haustin eða vetrum. Þá hlevntu Ólafs- firðingar oft inn á Héðinsfiörð. því Ólafsfifmðarböfn var bá ó- fær. í Héðinsfirð’ var betri lend- ing bar bevar f bsrðbaVkann sló Mesta hroðaslvs sem orðið hefur í Héðinsfirði fyrr og sfð- ar var begar fluavélin fórst þar á árunum. Það var hræðilegt. Þoka og dimmviðri grúfði sig niður undir sió. Það sá ekkert frá sér. Búið var bá enn í Vík, yzta bænum í Héðm'-fírði en fölkið bar varð einc-,,': gott fólk — Hvernig var sambýlið við nágrannana? — Ágætt. Héðinsfirðingar voru, svo lengi sem ég man eft- ir, gott fólk. Miög gott. Það rikti ævinlega friður og ánægja milli allra íbúanna. Og þegar Héðinsfirðingar komu i verzlun- arerindum til Siglufiarðar var þeim ævinlega vel tekið, jafnt fátækum sem ríkum. Það var vegna þess að beir stóðu í skil- um og stóðu við orð sín hvað sem tautaði. Um leið og verzl- unarmaðurinn vissi að við- skÍDtamaðurinn var úr Héðins- firði vissi hann iafnframt að það var óhætt að Iána honum það sem hann vildi. Héðinsfirá- jpðar .höfðu miög gott orð á sér í einu og öllu. — Þú fórst ung að búa? — Ég giftist ung Páli Þor- steinssyni frá Þverá í Ólafsfirðí og hann hóf búskap á Ytri-Vík árið 1916. En sambúð okkar var stutt, því hann fórst í snióflóði þrem árum síðar, eða 12. apríl 1919. Vissi hvað skeð hafði — Hvernig vildi bað til? — Hann var að koma af beitarhúsum sem voru á svo- kölluðum Sandvöllum vestan við árósinn. Það var um hálfs annars kílómetra leið frá bæn- um. Hann fór þangað tvisvar á dag og þetta var í seinni ferð- inni hans. Undanfarinn hálfan mánuð höfðu gengið stöðug hríðarveður, látlausir byliir og eitthvert mesta fannfergi sem elztu Héðinsfirðingar minnast. Snjóflóðahætta var mikil í Vík- urhyrnu og þau höfðu stundum orðið mönnum að fjörtjóni. — Hvernig vissirðu það að bóndi þinn hafði farizt í snjó- flóði? —- Þegar mig tók að lengja eftir honum um kvöldið fór ég til sambýlismanns okkar, sem líka hafði verið á beitarhúsum um kvöldið og þau voru skammt frá fjárhúsum okkar. Hann hafði orðið þess var að snjóskriða hafði fallið úr Víkurhyrnu um kvöldið. Meira vissi hann ekki. En þegar Páll kom ekki heim, vissi ég hvað skeð hafði. Það þurfti ekki að fara í neinar grafgötur um það. — Varstu þá ein í bænum? — Ég var ein af fullorðnu fólki, en með dóttur á 3ja ald- ursári og var kominn að því að ala barn. Þetta voru erfiðar aðstæður. — Hvað tókstu til bragðs? — Helzta Iausnin fannst mér sú að senda eftir Ásgrími bróð- V í S IR . Þriðjudagur 25. júní 1963. ur mínum inn að Ámá. Við vor- um mjög samrýmd og ég vissi að hann myndi koma mér til hjálpar. Heimilisástæður voru líka að því leyti góðar á Ámá að þar voru fleiri bræður mínir fyrir, auk föður míns. Alit upp- komnir menn og duglegir. Ég bað því sambýlismann minn frá Vík að skreppa inn að Ámá og sækja Ásgrím bróður minn. Fórst í snjóflóði daginn áður — Og hann hefur komið? — Nei, hann kom ekki. Hann hafði sjálfur farizt í snjóflóði daginn áður. Það voru einu fréttirnar sem sendimaðurinn hafði að færa mér. Þetta með snjóflóðið á Ámá var næstum óskiljanlegt. Þar hafði aldrei komið snjóflóð áð- ur svo sögur færu af, og af öll- um öruggt talið að snjóskriður féllu ekki. Þegar það reið yfir voru bræður mínir þrfr og fað- ir minn að gefa fé í tveim fjár- húsum, sem stóðu skammt frá bænum. Það var stutt bil milli húsanna og var Ásgrímur bróðir minr í öðru þeirra, en faðir minn og hinir bræðurnir f hinu. Svo varð móðir mín, sem var í bænum, allt í einu vör við að snjóflóð hafði fallið því jaðarinn af þvf lenti á bæjárhúsunum og snjórinn þyrlaðist upp á bað- stofuglugga. Olli samt ekki neinu tjóni á bænum. Móðir mín varð ofsalega hrædd. Hana uggði að einhver ógæfa myndi hafa skeð. Það varð líka raun- in á. Sem betur fór slapp fjár- húsið sem faðir minn og bræð- urnir tveir voru inn í, en hitt sópaðist burtu með manni og öllum ánum rúmlega 60 að tölu. Það mun hafa farið allt að 500 metra vegalengd unz flóðið staðnæmdist á hinum bakka ár- innar. Þarna var ekkert að gera. Strax og tök voru á var brotizt yfir Hólsskarð til Siglufjarðar til að sækja hjálp. Það tók lang- an tíma að grafa Ásgrím heitinn og féð upp. 48 ær voru grafnar dauðar úr fönn, en 13 voru lif- andi. Þær dóu samt flestar eða allar sumarið næsta á eftir, hafa sennilega laskast eitthvað innvortis og drógust upp. Ó1 barn jarðarfarar- daginn. Þriðja áfallið á þessum tveim dögum var það að mamma brotnaði alveg saman, svo mjög fengu þessu óvæntu slysatíðindi á hana og hún náði sér aldrei eftir það. — Hvenær fannst lík Páls bónda þfns? — Ekki fyrr en mörgum dögum síðar. Snjóflóðið bar það á sjó út og þar fannst það rek- ið í fjörunni. Þeir voru jarð- sungnir saman Páll og Ásgrím- ur þann 25. apríl. Þá var enn ofstopa norðan hrið og þann sama dag ól ég sveinbarn. Sveinninn var iátinn heita í höfuðið á þeim báðum og nú er Páll Ásgrímur sonur minn dug- mikill skipstjóri. Það þykir mér vænt um. Ekki hægt að sækja yfirsetukonu. — Var ekki erfitt að ná í yfir- setukonu í þvílíku veðri? — Um það var ekki að ræða. Það var ekki nein yfirsetukona f Héðinsfirði og enda þótt að einhver dugmesta yfirsetúkona á öllu íslandi i þá daga sæti á Siglufirði, Jakobína Jónsdóttir f Saurbæ, var ekki viðlit að sækja hana. — Ólst þú barnið án nokkurr- ar hjálpar? — Það var hjá mér gömul kona, Halldóra Björnsdóttir. Hún hafði tekið á móti börnum áður í neyðartilfellum og farn- ast vel. Og ef ég stend í þakk- arskuld við einhverja mann- eskju í lífi mínu þá er það hún. Halldóra var góð kona, mikil- hæf kona. — Hélzt þú áfram að búa í Vík eftir þetta áfall? — Nei, ég fluttist með bæði börnin heim á Ámá til foreldra minna. Ég þurfti á aðstoð þeirra að halda og þau á minni. Kjark- ur mömmu var þrotinn og heim- ilið þurfti á kvenmannshjálp að halda. En átta árum seinna flutt um við öll alfarin frá Ámá og út i Vík, ég, börnin, foreldrar og tveir bræður. I Vik dóu báðir foreldrar minir. Þau vildu ekki yfirgefa Héðinsfjörð enda þótt byggðin væri að leggjast í auðn. Þau vildu eyða síðustu ævidög- unum heima í ættbyggðinni sinni. Héðinsfjörður krefs4 sterkra manna — og kvenna. — Og þú sjálf? — Ég hefði helzt kosið að vera áfram í Héðinsfirði. Þar hafði ég fæðzt og alizt upp og dvalið fram á fullorðinsár. Oft við óblíð örlög og hörð kjör. Samt er Héðinsfjörður falleg sveit og gjöful á ýmsa lund. Maður verður aðeins að kunna að umbera hana og skilja. Vita það að hún heimtar sínar fórnir og þær stórar á stundum. — En hvers vegna fórstu? — Var þrotin á heilsu. Héð- insfjörður krefst sterkra manna og kvenna. Ekki vanheilla eða kjarklítilla. Ég var ekki mann- eskja til að vera þar áfram. Þess vegna fór ég. — Áttu enn land í Héðins- firði? — Aðeins hluta úr Víkur- landi. En ég vildi ekki selja hann. Átti þess þó kost og þurfti stundum mjög á skilding- um að halda. En Héðinsfjörður er hluti af lífi mínu — af sál minni — og hvernig ætti ég þá að selja hann? Bíla- og varahlutasala Bílo- og bílpartosolan Hellisgötu 2 Hafnarfirði. Simi Sú271. Hjólbarðaviðgerðir Hefi ýmsat tegundii a> nýjum dekkjun til sö!. Einnig mikið af felgum ð vmsat tegundir bíla MYLLAN — Þverholfi 5 r- Aðalslúðurkerling Hollywood Hedda Hopper er nu búin að lofa lesendum sínum regluleg- um æsifregnum —og hjá þeim séu fréttirnar um Liz Taylo. og Burton hreinn barnamatur. Hún staðhæfir að fyrirmynd arhjónaband Audery Hepburn og Mel Ferrer sé að fara út Hedda Hopper um þúfur — og hún segir einn ig ástæðuna: Audery Hepbum varð ástfangin af William Holden þegar hún Iék nteð honum i kvikmyndinni „Sam- an i París“. Nú bíða menn þess spcnntir að i ljós komi hvort einhver fótur sé fyrir þessari fregn. * Soffía Loren hefur nú Iokið leik sinum í kvikmyndinni „Fall Rómaríkis“ og hefur nú sá einstæði atburður gerzt að kvikmyndatakan gekk alveg samkvæmt áætlun, ekki þurfti að vinna einn einasta auka- vinnutíma. Iburðarmiklar kvik myndir sem þessi sprengja yfir Ieitt utan af sér alla ramma áætlana (sbr. Kleópatra). Kvikmyndin er tekin á Spáni og mun kosta um 800 milljón krónur og þar af eru laun Soffíu um 50 milljónir. * Georges Simenon höfundur ,Maigret‘ skáldsagnanna frægu segir að begar hann sé á ferða- lögurn leiti hann alltaf að um hverfinu sem hann vill láta næstu skáldsögu sína gerast i Georges Simenon — en honum tekst aldrei að finna hið rétta. Engin furða þar sem þjón- ustufólkið á yfirleitt að vera rússneskt, yfirþiónn- inn svissneskur, kokkurinn franskur, garðyrkjumaðurinn brezkur og allt tæknilegt feng ið frá bandarísku fyrirtæki. nÉnbfcéiMM JáSUUU LJt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.