Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 4
V1SIR . Föstudagur 28. júnl 1963. 4 næaa Samtai við Stefán Edelstein, skóiastjóra Barnamúsíkskólans Ættjarðarástin hefur löngum verið talin ríkur þáttur í skapgerð hvers góðs íslendings. En það eru líka til sannir íslend ingar, sem af einhverri undarlegri tilviljun hafa fæðzt meðal annarra þjóða og eru því erlendir að ætterni, þótt hjarta þeirra sé rammíslenzkt. Einn þessara erlendu íslend- inga og fóstursona Fjallkonunn- ar er Stefán Edelstein, skóla- stjóri Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Hann fæddist f Frei- burg árið 1931, en fluttist hing- að til lands sex ára gamall, þeg- ar faðir hans, dr. Heinz Edel- stein, gerðist kennari við Tón- listarskólann og cellóleikari f Hljómsveit Reykjavfkur, sem þá var verið að setja á stofn. Allir meðlimir fjölskyldunnar gerðust íslenzkir ríkisborgarar, jafn- skjótt sem leyfi fékkst til þess, og þegar Stefán talar um landið sitt, á hann við tsland. Hann hefur menntazt erlendis um margra ára skeið, en er nú setzt ur að hér heima, og hvergi vill hann frekar vera. ,,Ég gat alls ekki hugsað mér að setjast að f útlöndum", segir hann sjálfur. „Ég vildi afla mér sem mestrar reynslu erlend is til að geta komið aftur heim og orðið að einhverju gagni, en að setjast að þar — nei, til þess Iangaði mig ekki. Ég hef alltaf hugsað um ísland sem mitt rétta heimili og tslendinga sem landa mína, og ég get ekki ímyndað mér neitt betra en að fá að taka þátt í því uppbygg- ingarstarfi, sem hér á sér stað á öllum sviðum. Hugsaðu þér | bara þaer gífariegu breytingar, sem orðið hafa á öllu seinustu tíu árin, að ekki sé meira sagt. Manni finnst það ganga krafta- verki næst“. Krókaleiðir að marki. „Hefur þig alltaf virkar símstöðvar — „elec- tronics" eða rafeindavísindi í einu orði sagt. Ég var nefnilega orðinn dálítið latur við æfing- arnar, og foreldrum mínum fannst betra, að ég lærði eitt- hvað nytsamt, svo að eftir landspróf var ég sendur til Eng- lands og fór þar f „University- College of Southampton", sem síðar varð „The University of Southampton", svo að ég var orðinn háskólaborgari alveg ó- vænt án þess að hafa nokkuð gert til þess!“ „Hvað kom til, að þú skyldir velja þér þessa námsgrein?" „Svei mér ef ég veit það sjálf- ur. En mér fannst mjög gaman að náminu og kunni vel við mig f Englandi. Ég lauk námi eftir 3 ár, en bætti þá við svonefndu „post-graduate course", sem tók ár í viðbót, og loks fimmta árinu, en þá vann ég við sjálf- stæðar rannsóknir í rafeinda- fræðinni, þó undir handleiðslu prófessors eins við háskólann. Það munaði minnstu, að ég settist að í F.nglandi, en þá fékk ég ekki atvinnuleyfi — ég held bara, að forsjónin hafi sjálf tek- ið f taumana, þvf að þetta var áreiðanlega ekki mín rétta hilla. Svo kom ég heim til íslands og ætlaði að fá vinnu á símanum. Gunnlaugur Briem tók því mjög vel, en ég fékk eftirþanka og langaði að afla mér praktfskrar reynslu erlendis, áður en ég færi að vinna hér fyrir alvöru, og það varð úr, að ég fór til Kaupmannahafnar og fékk þar ágæta vinnu hjá Philips við rannsóknastörf f sambandi við sjálfvirkar símstöðvar. Ég var þar eitt og hálft ár“. Leiddist starfið. og lauk prófi eftir veturinn og fékk þar með mín réttindi. En mig langaði að spreyta mig dá- lítið á raunhæfu starfi, áður en ég færi aftur út, og kenndi þess vegna einn vetur við Mið- bæjarskólann og Barnamúsfk- skólann, sem pabbi hafði stofn- að og var enn skólastjóri við. Þvínæst fór ég út til Freiburg, fæðingarborgar minnar, og nam tónlistarkennslu fyrir æðri skóla í tónlistarháskólanum þar“. „Þó að þú ætlaðir að kenna við Bamamúsfkskólann?" „Já, einmitt þess vegna. Það er alltaf nauðsynlegt að kunna „Það voru víst þrjú ár — fyr- ir utan fyrstu sex ár ævinnar. En eftir fyrsta árið langaði mig að fara heim og vinna úr þvf, sem ég hafði lært — auk þess sem ég var orðinn blankur — svo að ég kenndi eitt ár við Barnamúsíkskólann og tók að mér söngkennsluna í Laugar- nesskólanum, barnaskólastiginu. Eftir það fór ég aftur út og lauk þá námi“. „Og hvað voru helztu náms- greinamar?“ „Þær voru margar — píanó sem aðalfag, svo kór- og hljóm- sveitarstjórn, söngur, hljóðfæra- langað að fara út í músfkina?" til „Og þá fór músfkin aftur að kalla?“ „Já, einmitt. Ég varð þess var, þegar út í það var komið, að þetta starf átti eiginlega alls ekki við mig og mér dauð- leiddist það. Svo kynntist ég Axel Arnfjörð, píanóleikara og ljósmyndara, og fór f tíma til hans. Ég hafði lítið spilað sein- ustu átta árin, svo að ég var auðvitað óttalega ryðgaður, en Axel var afbragðskennari, og nú vaknaði aftur hjá mér áhug- inn á tónlistinni. 1 þetta sinn var það í nýrri mynd; mig lang- Edelsteinhjónin með son sinn, Kristján Hinrik, 10 mánaða gamlan. talsvert meira en maður þarf á að halda við kennsluna, þvf að annars er sífelld hætta á stöðn- un. Maður verður alltaf að eiga aukaforða til að taka af og viða að sér nýju og nýju efni, ef vel á að vera. Kennarinn má ekki verða rútíneraður, en þvf er erfitt að verjast, ef ekki er höfð á öllu gát. Það er ákjós- anlegt að geta skroppið til út- landa þriðja hvert ár eða svo til að „fylla tankinn", fylgjast fræði, tónsmíðar og kontra- punktur, raddskrárspil, tónlist- arsaga, kennsluaðferðir, uppeld- isfræði, impróvfsasjón og ýmis- legt fleira. Ég valdi það um- fangsmesta nám, sem hægt var að taka á þessu sviði, til að geta orðið sæmilega undir- byggður. Ég var svo heppinn að komast í „Meisterklasse" hjá afar góðum pfanókennara, en það var eiginlega í tilrauna- skyni — til að sjá, hvort fædd í Freiburg, ung og smá- vaxin, freknótt með eldrautt hár, og þau giftu sig fyrir tæp- um tveim árum. Hún segist miklu heldur vilja búa á íslandi en f Freiburg. „Hún er mjög óþýzk í sér — og er það enginn ókostur", seg- ir Stefán brosandi. En svo verð- ur hann alvarlegur. „Nei, ann- ■ ars, þetta ætti ég ekki að segja, það gæti misskilizt. Ég hef þekkt margt prýðisfólk í Þýzka- landi og meina ekkert ljótt". var alltaf ísland. „Hvernig var að koma aftur til Freiburg? Fannst þér það ekki eins og þú værir að koma heim?“ „Nei, nei, mér fannst ég ekki vera heima hjá mér f Þýzka- landi — „heima“ var alltaf Is- land. Reyndar var ég á vissan hátt bundinn borginni og lands- laginu, en ég hef aldrei getað hugsað mér að setjast þar að. Ég fann það bezt, þegar mér var boðin ágæt staða sem tónlistar- kennari við Odenwaldskólann -— þú veizt, þennan sem Kurt Zier var skólastjóri við. Það var dálítið freistandi tilboð, því að Anne Marie er kennari að atvinnu og hefði lfka getað unnið þar, en ég varð að af- þakka, þvf að ég gat ekki hugs- að mér annað en fara heim til Islands". „Ög Anne Marie var á sama máli?“ „Já. Hún fór nefnilega í sex vikna ferð til Islands, eftir að við kynutumst, fór hér um allar trissur, var á bóndabæ norður í Mývatnssveit um tfma og kunni fyrirtaksvel við sig. Það var annars kostulegt; við upp- götvuðum, þegar við vorum far- in að þekkjast, að við höfðum verið saman í „Kindergarten", og það var meira að segja til hópmynd, sem við vorum bæði á — hún þriggja ára og ég fimm“. „Hvenær komuð þið heim?“ „Ja, ég kom í ágústlok sl. ár, en Anne Marie mánuði seinna með fjögurra vikna son okkar“. „Og nú ertu tekinn við skóla- stjórn Bgrnamúsfkskólans?" „Já, mig hafði lengi langað tll að taka við starfi föður mfns og fá að taka þátt f uppbyggingar- starfseminni, sem hér fer fram — og með því frelsi, sem hér er. Fólkið er svo furðulega sveigjanlegt og opið fyrir nýj- ungum. Mér finnst hugsunar- hátturinn víðast erlendis miklu þrengri og bældari. Hér er eng- inn hræddur við neitt, og þróun- in fer ekki hægt og sígandi upp á við, heldur í hopþum og stökkum. Það er hreint og belnt ævintýralegt". Óplægður akur. „Þér finnst þú ekkert einangr- F ors jónin „Nei, ég fór alls konar króka- leiðir að því marki eða réttara sagt í hring, því að ég nauðaði á pabba sem smákrakki, að hann kenndi mér að spila, og vildi þá endilega verða músík- ant, var í Tónlistarskólanum nokkur ár, en hætti við músík- námið 17 ára gamall og sneri mér að gjörólíku viðfangsefni". „Og hvað var það?“ „Útvarpsvirkjun, radar, sjálf- aði ekki eins mikið til að spila sjálfur, en hafði þeim mun meiri áhuga á hinni uppeldis- legu hlið tónlistarinnar, ef svo má að orði komast. Ég ákvað að fara heim og fá söngkenn- araréttindi, en læra síðan er- lendis eins mikið og ég gæti, áður en ég flyttist endanlega heim til íslands. Svo að ég var eitt ár í Kennaraskólanum gamla í söngkennaradeildinni tók í taumana með nýjungum, blása burt vissu skólaryki o. s. frv. Ekkert er eins niðurdrepandi og það hug- arfar að þykja allt „fullgott". Það er hættumerki, ef maður fer að verða of ánægður með sjálf- an sig". Umfangsmikið nám. „Hvað varstu lengi í Frei- burg?“ venjulegir músfkkennarar gætu lært á píanó sambærilega við þá, sem léggja píanóleik fyrir sig sem ævistarf". Óþýzk í sér: Nú er barið að dyrum, og Anne Marie gægist inn með blíðubros á vörum. „Má bjóða þér kaffi eða te?“ segir hún á ágætri íslenzku. Hún er llka aður eða langt frá umheimin- um?“ „Ja, ég hélt fyrst, að maður kynni að verða það, en nú er ég kominn á aðra skoðun. Að vísu má segja, að maður sé ein- angraður að því leyti, að það er nauðsynlegt að viða að sér bæklingum, bókum og ritum um -'lest sérfræðileg efni frá útlönd- um og erfitt að fá aðgang að Framh. á 10. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.