Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Föstudagur 28. júnf 1963. VÍSIB Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjðri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Væntanlegar tollalækkanir Þessa dagana þinga ráðuneytisstjórar viðskipta- mála Norðurlandanna hér í Reykjavík. Höfuðverkefni fundarins er afstaða Norðurlandanna til markaðs- bandalaganna tveggja í álfunni og þáu mörgu vanda- mál, sem þau skapa — og leysa. Norðurlöndin tóku umsókn sína um aðilu að Efnahagsbandalaginu aftur, sem menn minnast, og í dag reyna þau að leysa ýmis viðskiptavandamál á vettvangi Fríverzlunarsvæðisins og með einstökum samningum við sexveldin. En miklir atburðir í tollamálum eru á næstu grös- um. í haust hefjast hinar margumtöluðu Kennedy- viðræður í Genf um lækkun tolla á alþjóðagrundvelli. Þær viðræður fara fram innan ramma GATT, alþjóða tollabandalagsins. Þar erum við íslendingar ekki að- ilar, þótt þar eigi flestar þjóðir heim sæti. Einsýnt er, að við verðum þó að fylgjast mjög náið með Kennedy- viðræðunum í haust, einkum að því er varðar um- ræðurnar um fisktollana. Óhjákvæmilegt er því að við íslendingar eigum þar fulltrúa til áheymar og til þess að skýra okkar málstað, ef nauðsyn krefur og aðstæður leyfa. Og það hlýtur að vera eitt af þeim verkefnum, sem bráðast bíður ríkisstjórnarinnar og þings í haust að taka afstöðu til þess, hvort ekki sé ráðlegt að við íslendingar gerumst meðlimir GATT eins og allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Alþjóðleg samvinna á viðskiptasviðinu er okkur íslendingum lífsnauðsynleg , viðskiptaeinangrun er dauðamark. Því verðum við að nýta alla þá möguleika ti! viðskiptasambanda, sem okkur standa opnir er- lendis, samræmist þeir hagsmunum okkar sem lítillar, sjálfstæðrar þjóðar. Vonbrigöi austurfaranna Fyrir nokkm var því fagnað hér í forystugrein að sögunni hefði verið snúið við: íslendingar kæmu nú austur um haf heim til gamla landsins til þess að afla sér gulis og leita gæfunnar. En það hefir á daginn komið, sem flestir vissu reyndar áður, að hvorttveggja er þetta nokkuð tor- fundið. Líkt og vesturheimsagentarnir gylltu mjög hið nýja land fyrir 80 árum hafa austurfaramir greini- lega gert sér of miklar vonir um grænu skógana tæpri öld seinna. Ummæli eins þeirra hér í blaðinu í gær sýna, að þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Vinnan er erfiðari og vinnutíminn lengri en þeir bjuggust við. En það væri mjög illa farið ef þetta yrði til þess að vonsvikn- ír menn hyrfu heim, þegar þeir loks hafa unnið fyrir fargjaldinu vestur. Okkur, heimaþjóðinni, ber siðferði- leg skylda til þess að sjá um að þessi litli hópur fái starf við sitt hæfi á landi, eins og þeir virðast sjálfir vilja. Og það ætti ekki að vera erfitt á þeim einstöku S gósentímum, sem nú ganga yfir þetta land. ! Anna Maria prinsessa og Konstantin prins. Skólastúlkan verð- ur brátt drottning Allt frá þv£ menn muna fyrst eftir sér, hefur mannkynssagan sagt frá ólánssömum ástarævin- týrum tiginna manna og kvenna. Það eru sögurnar um þau tvö, sem elskast, en örlögin hindra, að þau geti gengið í heilagt hjónaband „og lifað hamingju- sömu llfi“, og það eru sögurnar um þau tvö sem verða að gift- ast, án þess að elska hvort ann að. Og svo eru allar hinar, sem eru afbrigði þessara algengustu, m. a. þær, sem segja frá misk- unnarlausum foreldrum, sem skikka böm sín til ráðahags, w sér og sínum til framdráttar. — ★ — Fyrir hina dönsku prinsessu, Önnu Marlu, og hinn griska prins, Konstantin, lítur nú út fyr ir, að þeirra ótvíræða ást og trúlofun verði einnig notuð í þágu hinnar stjórnmálalegu ref- skákar. Það verður þó vonandi ekki sá endirinn þar á, að upp úr slitni við grát og gnístran tanna og þær vonir eru bundnar við þann orðróm, að konungurinn gríski geri nú allt, sem í hans valdi stendur, til að brúðkaupið geti farið fram nú þegar í haust, september, eða október. Því er haldið fram að konungs fjölskyldan gríska vilji með þessu þagga niður þær háðs- glósur og þá gagnrýni, sem ver- ið hefur þar í landi, vegna áður nefndrar trúlofunar. Alla þá gagnrýni á þá að kæfa með bumbuslætti og brúðkaupsdöns- um. En það er annað sem styður þessa skoðun — þ. e„ þá skoð- un, að brúðkaupið fari fram I haust. í'* — ★ — Anna María verður 17 ára 30. ágúst í ár. Hún ætti að taka sín lokapróf frá stúdentaskól- anum í Zahle nú í sumar. „Ætti að taka“, segjum við, í síðustu viku kom hún og faðir hennar til skólastjóra Zahle skólans, til að kveðja. Þau voru ekki aðeins að kveðja og þakka fyrir síð- asta ár, heldur fyrir öll skólaár- in — og það endanlega. Kveðju stundin gerði bæði föður og dóttur bljúg af tilefninu. í dag er Anna María ekki lengur skóla stúlka. Það getur jafnvel farið svo að I haust verði hún yfir- lýst sem uppvaxin stúlka og virðuleg drottning. — ★ — Það getur varla leikið nokkur vafi á því að brúðkaupið verður haldið gegn vilja konungsfjöl- skyldunnar dönsku. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, hversu Anna María er ung, eng inn veit nema brúðkaup sem þetta geti haft alvarlegar afleið ingar í för með sér. Orðrómurinn um að brúðkaup ið eigi að fara fram £ haust, er einnig byggður á þvf, að nýlega hefur verið keypt nýtt orgel f dómkirkjuna i Aþenu. Nýtt orgel er ekki keypt nema f einum til gangi, til að nota við konunglegt brúðkaup. I Aþenu hefur það verið opin- bert leyndarmál að Friðrika drottning er hlynnt því að brúð- kaupið verði sem fyrst, sérstak lega eftir atburðina sem áttu sér stað í London í vor. Þar spila stjórnmálin aftur inn í. Langmestur bílainnflutn ingur frá Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru fluttar inn til landsins 819 nýjar bifreiðir. — Þetta var í mánuðunum jan.- marz, en sem kunnugt er jókst innflutningurinn en til mikilla muna í mánuðunum aprfl og maí, svo að gera má ráð fyrir, að nú sé búið, það sem af er Íárinu að flytja inn nálægt 2 þúsund nýjar bifreiðir. Innflutningurinn skiptist þann ig niður, að fluttar voru inn I á umgreindu tfmabili 397 fólks- bifreiðir, 167 jeppabílar, .1 al- menningsbifreið, 1 snjóbíll, 87 l diselvörubílar yfir 3 tonn að ?: burðarmagni, 1 benzínvörubíll ’h yfir 3 tn að burðarm., 8 vöru- bílar undir 31 tonn, 108 sendi- | ferðabílar, 37 Station fólksbilar, Í1 slökkvibíll og 11 óyfirbyggð- ir bílar. Auk þessa hafa verið fluttar inn 59 notaðar fólksbif- reiðir, sem eru í flestum til- fellum eign íslendinga, sem dval izt hafa erlendis. Það er nokkuð athyglisvert, að fylgjast með innflutnings- tölunum á hverju landi. Þær sýna nokkuð hvaða áhrif frjáls- ræði f bílainnflutningi hefur haft. Fyrir fáum árum var nær eingöngu leyfður innflutningur á rússneskum eða öðrum aust- antjaldsbílum. Nú hafa hins veg ar aðeins verið fluttir inn tveir rússneskir fólksbflar og enginn rússneskur jeppi. Hins vegar hefur bílainnflutn- ingur verið langmestur frá V- Þýzkalandi eða 273 fólksbílar. Næst eru bilar frá Bretlandi 43 og frá Svíþjóð 31 og Frakklandi 29. Innflutningur á jeppum hefur verið mestur frá Bretlandi eða 139 stykki, frá Bandaríkjunum 27 og einn frá Svíþjóð. Flugslys S.l. miðvikudag fórst belgfsk herflutningaflugvél og með henni 38 hermenn af 45, sem í henni voru. Hún var i æfingaflugi yfir Vestur-Þýzkalandú Þeir, sem komust af, björguðust í fall- hlíf. Tveggja bandarískra flug- manna i orrustuþotu var saxn- að í gær frá Hanau-flugstöð- inni, en þeir höfðu nauðlent f Belfort, Austur-Frakklandi. í Yucatan-sýslu í Mexíkó varð flugslys og biðu tveir hermenn úr flughernum bana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.