Vísir


Vísir - 16.07.1963, Qupperneq 2

Vísir - 16.07.1963, Qupperneq 2
2 V í S I R . Þriðjudagur ltt. júlí 1963. _ ^ % gr /r 1 ^XJT1Tb'í' fcö Hafnarfjörður vann óvænt á rykmettuðum veili 5:3 Það var hart sótt og var- izt af miklum móði á leik- velli Hafnarfjarðar í 2. deild í fyrradag. Rykið af vellinum huldi oft hin hörðu einvígi sjónum áhorf endanna. Hafnfriðingar reyndust úthaldsbetri og unnu sanngjarnt 5:3, en Siglfirðingar voru óheppn- ir, eyðilögðu t. d. tvær vítaspymur á sömu mínút- unni, en báðar komu á gróf brot innan vítateigs. Hafn- firðingar náðu mjög hættu legum upphlaupum eftir vítaspyrnuna og komust þeir yfir í 5:1, en á síðustu fi mínútunum voru skomð 3 mörk, án efa íslandsmet. Friðleifur Stefánsson, kunnur sem landsliðsmaður í þrístökki, skoraði á 10. mfniátu Ieiksins 1:0 fyrir Siglfirðinga, nokkuð sem fólk bjóst við, því sigur Siglfirð- inga var yfirleitt talinn öruggur fyrir leikinn. Markið var skorað eftir herfileg mistök í vörn Hafn- firðinga. Ekkert markvert skeði annars í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 15. mín. seinni hálfleiks að Henning Þorvaldsson, hinn skæði framherji iBH, skoraði jöfnunar- markið 1:1. Þetta mark, sem Henn- ing skoraði fyrir mikið harðfylgi má þó reiknast á bakvörð eða markvörð, sem báðir hefðu getað tekið þetta skot, sem kom úr homi. Eftir þetta fylgir skot Ásgeirs Þorsteinssonar, hörkuskot sem markvörður hálfvarði, en Henning fylgdi eftir og skoraði. Markvörð- urinn, hinn efnilegi Ásgrímur Ing- ólfsson, var óheppinn og skall með höfuðið í markstöngina og varð að yfirgefa völlinn. Læknir kom á staðjnn og sagði Ásgrim hafa fengið snert af heilahristing. Siglfirðingar áttu sannarlega tækifæri til að jafna þetta. Ekki færri en tvær vítaspyrnur féngu þeir á 35. mín. leiksins. Fyrst brenndi Þröstur innherji gróflega af, en í seinna skiptið var Sigþór útherji að verki og skaut þrumu- skoti í þverslá og yfir markið. Þetta réði miklu um úrsiitin. Tvær velheppnaðar vítaspyrnur hefðu fært Siglfirðingum forystuna, sem þeir hefðu án efa reynt að varð- veita, en mistökin drógu hins vegar úr þeim kjarkinn og áður en varði fóru heimamenn að skora svo um munaði. Það vom aðeins rúmar 5 mínút- ur eftir. Leikurinn stóð enn 2:1 fyrir Hafnarfjörð og von á hverju sem var. Ragnar Jónsson skoraði 3:1 og má segja að þar hafi sigur Hafnarfjarðar verið innsigluður, en svo var ekki. Mark Hennings á 42. mín. innsiglaði mun betur, 4:1 fyrir Hafnarfjörð. Rúmum tveim mínútum fyrir leikslok skoraði Henning enn. Markvörðurinn missti boltann og Henning pressaði, 5:1. Siglfirðingar voru ekki af baki dottnir og skoruðu tvívegis. Frið- leifur fyrst á 45. mín. 5:2 eftir að sóknin boraði sig á gott færi og síðan Ásgeir Gunnlaugsson er að- eins um 5 sek. voru eftir, laglegt skot af vítateig. 5:3 fyrir Hafnar- fjörð, sanngjörn úrslit þegar öllu er á botninn hvolft, því Hafnfirð- ingar voru dugmeiri, en Siglfirð- ingar reyndu meira að leika já- kvæða knattspyrnu án árangurs á hinum hrjúfa og þurra leikvelli. Skozka liðið Drumchapel, sem hér er á vegurn KR þessa dagana, leikur sinn fjórða leik í kvöld, þá gegn II. flokki Fram. Skozku unglingarnir hafa vakið athygli fyrir skemmtilega og vel leikna knattspyrnu, enda hafa þeir sigrað þá leiki sem þeir hafa leikið. í fyrsta leikn- um sigruðu þeir KR, 21—1, og um helgina fóru þeir til Vest- mannaeyja og sigruðu þar tvisvar sinnum gegn Eyja- skeggjum, 4—2 og 2—0. Á fimmtudaginn fara þeir síðan til Aktaness og leika þar en síðasti leikurinn verður á sunnudagskvöldið á Laugardals- vellinum gegn úrvalsliði II. flokksliða (Rvk.úrval). Leikurinn gegn Fram í kvöld hefst kl. 8.30. Myndin sem hér birtist af DRUMCHAPEL kom fyrir helg- ina í stórblaðinu Scottish Daily Express. Þegar skozku piltarnir koma heim munu þeir ekki standa lengi við, — þeir fara mánuði síðar til San Remo og leika við ítaiska jafnaldra sína. Hinn frábæri markvörður Drumchapel, Rody McKenzie leikur hér sína síðustu ieiki fyrir lið sitt, en hann hefur gert samning við Airdrie og hefur atvinnumennsku í haust. Á myndinni eru frá vinstri: McKenzie, Smith, Rogan Cunningham, Nugeton, Shields, Rugby, Hope, Gilfillan, Sharp, Hume, Gemmel og Aird. m L BOYS FLY OUT TO ICELAND er aKs — segir Floyd Potterson Sérfræðingar í hnefaleik i inn út á rúmum tveim um eru á einu máli um mínútum hvernig endalok bardagans Patterson-Liston þ. 22. júlí n. k. verði. Þeir spá allir skjótum sigri Listons, og einnig að Patterson muni ekki standa sig betur en síðast, þegar hann var sleg Sjálfur er Patterson rólegur yfir spádómum sem þessum. „Væri ég hræddur, færi ég alls ekki út í þessa keppni“, sagði hann um daginn við blaðamenn. „Ég er al- gjörlega óhræddur að þessu sinni og trúi á mun betri frammistöðu en sfðast. Ég varð fyrir geysileg- um vonbrigðum þegar ég tapaði krónunni til Listons á svo leiðin- legan hátt, — en ég er kominn yfir það. Ég er viss um að ég hef aldrei verið í betra formi en nú. Ég veit að Liston slær fast og þess vegna þarf ég að vera fljótur að komast undan höggum hans og þá kemur það sér vel að vera í góðri æfingu. Ég mun sýna og sanna að æfing mín mun færa mér titilinn öðru sinni. Hverja minútu sem ég stend Floyd Patterson. pnnanannaaaniaHnnQaanan n □ □ n | iýtf §?eimssnef | g s stangasto&k' | D 3 GJohn Pennel setti í fyrrad, nýtta Qheimsmet í stangarstökki, ogg ntók þar með met hins lamaðaa §Sternbergs. Hann stökk í fyrstug gtilraun yfir 5.10, en tókst ekkia gað stökkva næstu hæð, 5.19 m.g jjjHæðin var fyrst mæld 5.09 ents asíðar kom í ljós að hún varj| °5.10. Mótið sem Pennel settin nmetið á var í London . S n n □ □DDDDDDaaaaaDDDaaaaaaa gegn Liston aukast möguleikarnir fyrir mig.“ Vinni Patterson keppnina mun 'iann keppa við Cassius Clay í haust, en tapi hann: „ — þá sezt ég undir stýri á bílnum mínum og ek burtu frá Miami. EN ÉG TAPA EKKI“, segir Patterson ákveðinn. Óvanalega lítill áhugi er fyrir keppninni að þessu sinni, sem stafar eingöngu af því hve litlar vonir menn binda við sigur Patter- sons, sem þó yrði mjög kærkom- inn, því Patterson er án efa lang- vinsælasta nafnið í heimi hnefa- leikanna . . . SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTGCRÐ RIKISINS , Ms. ESJA fer vestur um land í hringferð 20. þ.m. Vörumóttaka í dag til Pat- reksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á fimmtudag. Ms Herdubreið fer austur um land í hringferð 22. þ.m. Vörumóttaka á miðvikudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóa- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarð- ar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Rauf- arhafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á föstudag. Ms BALDUR fer til Rifshafnar, Króksfjarðarness, Skarðsstöðvar, Hjallaness og Búð- ardals. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ a f a □ i «■ " m/ / □ SEIUR BiL^S°\ gVolvo 444 ’55 kr. 75 þús.g iútb. Volvo 544 ’Gl 150° □ Ei gþús. útb. Mercedes Benzg □’54 samkomul. VW ’63g |nýr bíll, vill skipta á° gOpel Caravan ’62. §.Opel Record ’58, selst □ ggegn góðu fasteigna- ° □fryggðu bréfi til tveggjag cára. Scoda Combi ’63, | gkeyrður 2000 km, kr. 125° iþús. VW ’62, fallegur g |bíll. Plymouth ’58, selsti ggegn ve! tryggðu fast- ° inignabréfi. Bifreiðasýn- | ging i dag. | gjPrinz ’62, keyrður 7 þús.g □Samkomulag. VW ’63. □ □Gjörið svo vel og skoðiðg gbílana. BÍFREIÐASALAN BORGARTÚNI 1 □ □ □ □ □ Q n E2 jjSímar 18085 og 19615. g a n □ s.í □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ RAMMAGERÐINI nSBRIJ GRETTISGÖTU 54 S í IVI 1-1 9 1 O 8Í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.