Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 4
4 V1SIR . Þriðjudagur 16. júM 1963. «1 SN/tFELLSNESh y Eftir að hafa ekið allt frá Lóndröngum, eða Malarrifi, þar sem viti er, vestur undir Jökul og út fram hjá Öndverðar- nesi á Snæfellsnesi, þar sem öll byggð hefur lagzt í eyði, stingur það sannarlega í stúf, þegar komið er að Gufuskál- um, og litin eru öll þau mannanna verk, sem þar eru í uppsiglingu. Og þar munar ekki um þau, því þar er mastrið stóra, lór- anstöðin og allar þær byggingar sem henni fyigja. • - •:; Sigurberg Árnason, yfirverkstjóri íslenzkra aðaiverktaka á Gufuskálum, og til vinstri er íbuðarhús það sem verið er skyldur Landssimamanna. fyrir fjöl- ið reisa TEXAS-karlar imm m „vonda fólkið" Það hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta, að á íslandi risi hæsta mannvirki í Evrópu, hvað þá þegar það er reist yzt á annesjum. Svo er um mastrið, sem nú er verið að reisa að Gufuskálum. Það er nú komið ’ í Í2ÓÖ'lfét, en áJ að'Jv?lW§1fIíálm ; stærð, i 350 fet?. á©'rifr{iiP4ÖÖ metrar. Fyrri möstur, sem á staðnum eru ,líta út eins og eldspýtur við hlið þessa himna- stiga. Þess skal getið, ef menn geta gert sér frekari grein fyrir stærð mastursins, að þungi þess er um 1.4 millj. pund. Það eru Bandaríkjamenn sem sjá um að reisa mastrið, 12 þrautþjálfaðir úrvalsmenn í klif- urverkum sem þessnm, harð- soðnir Texaskarlar, aldir upp í olíuturnunum í heimahéraðinu stóra. Þeir þekkja víst ekki loft- hræðslurlá, sem greip okkur Is- lendinga við það eitt að líta upp eftir hinum óralanga mastri. ★ Með mastri þessu, verður kom ið þarna upp á Snæfellsnesinu, móðurstöð fyrir öll skip á bæði Norður- og Suður-Atlantshafi, en slík stöð hefur ekki verið til fyrr. Áður var þarna minnihátt- ar lóranstöð, sem byggð var 1959, og bætt við hana 1961. Fyrir eru því tvö möstur á staðn um, sem nú verða rifin niður. Eins og fyrr segir eru það Bandaríkjamenn, sem sjá um byggingu mastursins, en þeir eru á vegum fyrirtækisins Gunn- ar Olsen & Co. Hins vegar sjá íslenzkir aðal- verktakar um allar framkvæmd- ir að Gufuskálum og er því Ol- sen fyrirtækið undirverktakar íslenzkra aðalverktaka. Og það má vissulega tala um ,allar fram kvæmdir1, því verið er að reisa Framh. á bl~. 10. Við urðum lofthræddir, þegar við litum upp 1200 feta Iangt mastrið. Hér er hið harðsnúna lið Bandaríkjamannanna sem fæst við að reisa mastrið háa. í efri röð, annar frá hægri er Kristján Sigurðsson, sem er til aðstoðar við verkið, einn íslendinga. I *»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.