Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Þriðjudagur 16. júlí 1963. 5 Marfeili vill starfa áfram á Bretlandi ítalski kjarnorkusérfræðingur- inn dr. Martelli sagði í gær, er hann hafði verið sýknaður af að hafa látið erindrekum Rússa leyni- legar upplýsingar í té: Mér geðj- ast að Bretlandi og vildi helzt starfa hér áfram, ef mér verður leyft það. Kviðdómendur voru í 9 klukku- Rær eínn — Framhald at bls. 16 Hann bjó um borð í bátnum, sem hét Þorsteinn, svaf þar og dvaldi meðan hann hafði land- vist. Mat fékk hann í landi, „kaupi mér snarl“. Þegar við fórum frá Rifi, var hann enn á bryggjunni, beið þar hinn rólegasti, horfði yfir fjörð- inn og gaf bárunni nánar gæt- ur. Ekki rak áhöfnin á eftir. stundir rúmar að komast að niður- stöðu sinni. í varnarræðu hafði verjandi lagt 'iherzlu á, að ekkert lægi fyrir um það, að dr. Martelli hefði nokkru sinni reynt að afla sér leynilegra, vísindalegra upplýsinga, og að Martelli væri saklaus af ákærunni um undirbúning að njósnum. Dr. Martelli neitaði þvi ekki fyr- ir réttinum, að hann hefði haft samband við erindreka Sovétríkj- anna, — þeir hefðu reynt að nota nota sér einkaerfiðleika hans til þess að beita kúgunum við sig, er hann hefði engar upplýsingar látið þá fá, en dregið á langinn að bíta þá af sér vegna þess vanda sem þeir höfðu sett hann í. Dr, Martelli starfaði í brezku kjarnorkurann'-óknastofunni í Chulham og kom þangað frá Evrópu-kjarnorkustofnuninni EUR- ATOM. Fjölmennt héraðsmót Sjálf- stæð'smanna í S!rmdösýslu Síðastliðið sunnudagskvöld efndu Sjálfstæðismenn í Strandasýslu til héraðsmóts, er haldið var á Hólma- vík. Var mótið fjölsótt og komu menn á það víðs vegar að úr sýsl- unni. Samkomuna setti og stjórnaði séra Andrés Ólafsson, prófastur. Dagskráin hófst með því, að Þor- valdur Garðar Kristjánsson, fram- kvæmdastióri Sjálfstæðisflokksins, flútti ræðu. Þessu næst söng Guðmundur Guð jónsson, óperusöngvari, einsöng við undirleik Skúla Halldórssonar, pía- nóleikara. Þá flutti Þór Vilhjálmsson, borg- ardómari, ræðu Að lokinni ræðu Þórs söng Guðmundur Guðjónsson einsöng öðru sinni. Siðast á dagskránni var gaman- þáttur, er þeir fluttu leikaramir Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson. Var ræðumönnum og listamönn- unum ágætlega fagnað. Lauk síðan þessari samkomu með því að stig- inn var dans fram eftir nóttu. Jarðarför mannsins míns föður, tengdaföður og afa JÓHANNESAR HELGASONAR kaupmanns. Njálsgötu 43A fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. þ. m. kl. 1,30 e. h. Eirný Guðlaugsdóttir Elsa Jóhannesdóttir Hilmar Magnússon Dagmar Jóhannesdóttir Katrín Jóhannesdóttir Guðlaugur Jóhannesson og barnaböm. Ceðve'k* — Fram 'aio ols ! — Verðið þér aðeins eitt ár hérlendis? — Ef rannsóknir mínar sýna einhvern árangur má búast við að styrkurinn til rannsóknanna verði framlengdur, kannski til margra ára. Það fer sem sagt eftir árangri. — Hver greiðir kostnaðinn? — National Institute of Health í Bandarikjunum. Allt fé sem Bandaríkjastjóm veitir til læknarannsókna fer um hendur þessarar stofnunar ,sem dreifir þvi til rannsóknarstofnana um öll Bandaríkin. Styrkurinn, sem ég nýt góðs af er 21 þúsund dollarar, fyrir árið, og er veitt- ur læknadeild Californíuháskóla. Jón Löve er fjömtíu ára gam- all, fæddur og uppalinn á ís- landi, en fór um tvitugt til Bandaríkjanna til náms. Þar las hann, fyrst með íslenzkum styrk en síðar með bandarískum styrkjum. Hann lauk prófi í erfðafræði, doktorsprófi í líf- efnisfræðilegri efnafræði og síð- an læknisprófi og gerði barna- lækningar að sérgrein. Hann hefur starfað undanfarin ár sem prófessor í barnalækningum við háskólann í Californíu. Dr. Jón Löve er kvæntur bandariskri konu og eiga bau fjögur börn. Öll fjölskyldan mun búa hér meðan rannsóknirnar fara fram. T § seltœris — Framhald at bls 16. hefur farið héðan vestur á und- anförnum árum og heldur hóp- inn. Þessi unglingaskipti á veg- um kirkjunnar hafa nú farið fram í nokkur ár og jafnan ver- i$ r sgmeiginleg altarisganga áð- ur en hóparnir hafa kvatt. Hóp- urinn, sém dvalizt hefur vestra s.l. ár, er væntanlegur heim 2. ágúst. Síldveiðis';Tslan — Framhald at öls 16 son 2629, Pétur Sigurðsson 3219, Runólfur 2007, Seley 2950, Sigrún 2909, Sigurður 2262, Sigurpáll 10546, Skagaröst 2389, Skarðsvík 3042, Snæfell 5115, Stapafell 2153, Stefán Árnason 2408, Stefán Ben. 3334, Steingrímur trölli 3091, Steinunn 2856, Stigandi 3822, Sunnutindur 3392, Svanur Reykja- vík 2513, Sæfari Tálknafirði 7265, Sæfaxi 3497, Sæúlfur 4405, Sæþór 2373, Tjaldur 2441, Valafell 4910, Vattarnes 5568, Víðir II. Garði 5830 Víðir Eskifirði 4370, Von 4938, Þorbjörn 6620, Þráinn 3182. Sveik sér út far Húsvíkingur nokkur, staddur á Siglufirði sneri sér í gær að bif- reiðarstjóra nokkrum frá ísafirði og bað hann að aka sér til Akur- eyrar, — lægi á að komast þang- ag, en farið gæti hann ekki greitt fyrr en við komuna til Akureyrar. ísafjarðar-bifreiðarstjórinn tók manninn trúanlegan og kvaðst mundu gera þetta fyrir hann og lánaði honum enda 500 kr. að auki, og var einnig lofað greiðslu á þeim við komuna til Akureyrar. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en til Akureyrar var komið. Furðuljós Um kl. eitt i nótt sáust furðuljós á lofti yfir Grafar- vogi eða þar inn í sundunum Hringdi allmargt fólk bæði til lögreglunnar og eins í flugturn- inn, tilkynnti sýnina og spurðist fyrir um hverju þetta sætti. Einn þeirra sem furðuljósið sá, var Þórður Guðmundsson i Dælustöðinni að Reykjum og segir hann svo frá, að það hafi . líkzt skærri stjörnu, hafi verið stutt, og neistar hafi gengið aftur úr þvf. Það fór yfir með flugvélahraða en hvarf fljótlega. Segja sjónarvottar að þeim hafi dottið flest í hug, brenn- andi þotur og annað eftir því. Enga skýringu hefur verið hægt að fá á furðuljósi þessu. Bað þá Húsvíkingurinn bílstjórann að aka sér að ákveðnu húsi, og er þangað kom, fór hann inn, en það dróst að hann kæmi út aftur, og er bílstjóranum tók að leiðast bið- in fór hann inn til þess að athuga hvernig á þessu stæði, og hitti hann þar fyrir stúlku, sem játaði að maðurinn hefði komið, — en hann væri farinn og hefði farið út um bakdyrnar. Stúlkan mun hafa þekkt til mannsins og getað sagt bílstjóranum hvar manninn væri að finna, og þar hafðist upp á honum með aðstoð Iögreglunnar, og var hann þá nokkuð undir á- hrifum áfengis. Var hann nú settur í steininn og er málið í rannsókn. í 1 'íUveili 23 skip fengu lítils háttar afla í nótt, en að öðru leyti var dauft á miðunum, suðaustur af Kolbeins- ey. Sæmilegasta veður var þar, en bræla var í landi. Síldin, sem veidd- ist, fór öll til söltunar. Þessi skip fengu afla: Guðbjörg 100, Ásúlfur 100, Krist- björg 250, Skirnir 300, Runólfur 100, Helgi Helgason 350, Helga Björg 500, Tjaldur 400, Guðm. Pét- ursson 1100, Sólrún 700, Strákur 300, Svanur IS 100, Baldur 200, Jón Finnsson 900, Valafell 350, Freyja IS 500, Sæúlfur 350, Reynir 250, Víkingur II 200, Sigurður SI 750, Faxaborg 300, Þórkatla 100. <(§* MELAVÖLLUR " ’^öld klukkan 8.30. íam — Drumchapel Aðgangur: Börn kr. 10 Fullorðnir kr. 25 KNATTSPYRNUDEILD KR. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN FERÐIZT í VOLKSWA3EN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.