Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 9
V1 S IR . Þriðjudagur 16. júlí 1963. 9 ALDARMINNING: Sigurður Thoroddsen yfirkennari 1 dag, 16. júlí 1963, eru 100 ár liði'ri frá fæðingu fyrsta íslenzka verkfræðingsins, er tekið hafði fullnaðarpróf við háskóla í bygg- ingaverkfræði, Sigurðar Thorodd- sen. Sigurður var fæddur að Leirá í Borgarfirði, sonur Jóns Thorodd- sens sýslumanns þar og skálds, sem öllum er enn kunnur af skáldsögum hans og ættjarðar- kvæðum, og konu hans Kristínar Þorvaldsdóttur umboðsm. og al- þingismanns í Hrappsey, Sívert- sens. Sigurður ólst upp í foreldra- húsum, en missti fóður sinn vorið 1868, er hann var tæplega 5 ára gamall. 13 ára gamall kom hann í Latínuskólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan tæplega 19 ára gamall árið 1882. Móður sína missti hann haustið 1899 þá ný- byrjaður í 4. bekk skólans. Um sumarið 1882 hélt hann til Kaupmannahafnar til að hefja þar verkfræðinám. Hann lauk prófi í forspjallsvísindum við Kaupmannahafnarháskóla vorið 1883, en það próf þurfti hann að taka vegna Garðsstyrkjarins. Á þeim tíma voru stúdentar frá Lærðaskólanum i Reykjavík málastúdentar og á ttu þá ekki inngen gt í Fjöltækniskólann í Kaupmannahöfn fremur en nú. Varð Sigurður því að ganga á sérstakan undirbúningsskóla áð- ur en hann fengi inngöngu, en síðan sótti hann nám í bygginga- verkfræði og lauk fullnaðarprófi í ársbyrjun 1891. Að loknu háskólanáminu gerð- ist hann starfsmaður hjá vega- málastjóra Kaupmannahafnar 1891—’92 og síðan hjá vegagerð ríkisins i Noregi 1892—’93, en á árinu 1893 var hann ráðinn af landshöfðingja til Landsjóðs sem landsverkfræðingur, til að annast vega og brúargerð hér. Hélt hann þvi starfi I 12 ár eða til 1905. Starf þetta var alger nýjung hér á landi og menn kunnu lítt að meta það. Sagt er að þegar byrjað var að ræða um vegagerð héðan frá Reykjavík austur yfir fjall og hafizt var handa um ein- hvern kafla vegarins um Svína- hraun, hafi bændur austan fjalls skrifað landshöfðingja bréf um að láta hætta verkinu, því það myndi setja landslýð á höfuðið, ef því væri haldið áfram. Starf landsverkfræðings var því algert brautryðjandastarf. Á þessum starfsárum mældi hann, meðal annarra verka, fyrir Hellisheiðar-, Kamba og Flóavegi og hafði umsjón með byggingu vegarins 1893—’95. Þá gerði hann áætlanir og uppdrætti og hafði umsjón með byggingu brúar á Þjórsá 1894—’'95, á Blöndu 1897, Ömólfsdalsá 1898—’'99, Hörgá 1898—,1901, Lagarfljótsbrú 1901 —’04, Jökulsá í Axarfirði 1905 og Sog 1905. Þá voru starfskilyrði öll önnur en nú. Þá var landið vega- og brúarlaust að kalla. Fara varð allt á hestbaki. Sumartlminn hjá landsverkfreeðingi fór mestur í ínælingar með ónógri aðstoð, jafnframt umsjón með fram- kvæmdum. Á vetmm voru upp- drættir gerðir og áætlanir undir- búnar og efniskaup og annað til framkvæmda næsta sumar. Þeg- ar t. d. hengibrúin yfir Sog var gerð 1905, vom mestu erfiðleikar á að koma byggingarefninu að brúarstæðinu. Fara varð yfir mýrar að vestanverðu, því veg- urinn var ekki enn kominn þama alla leið. Hestar og kerrur lágu óvíða í fenjum og hið mesta basl að koma verkinu áfram. Þetta sama átti og við ýmsar aðrar brúargerðir og vegalagn- ingar. Verkfærin voru tvihjóla- kerra með einum hesti fyrir, skófla, haki og páll. Sigurður var tápmaður mikill. Hann hafði á námsámm sínum verið leikfimismaður hinn mesti og stundað íþróttir af kappi. Kom honum nú i góðar þarfir að vera vel þjálfaður líkamlega, þvi í þessu starfi landsverkfræðings þurfti á þreki að halda í erfiðum ferðalögum með mælitækin stundum á bakinu, en þó mun litill skilningur á starfi verkfræð- ingsins hjá yfirboðumm hans, ónóg aðstoð og fjárveitingar af skornum skammti hafa fallið honum þyngra I skaut. Svo kom að lokum, að hann sagði lausu starfi landsverkfræðings 1904 og gerðist fastakennari í stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík, er þá tók til starfa I framhaldi af Lærðaskólanum 11. bekk ög síð- an smám saman í öilum skólan- um 1909. Sigurður var þá á bezta aldri, 41 árs, og rækti kennslu- starfið síðan um 31 árs skeið með frábærri alúð. Þegar hann kom að skólanum, hafði verið róstusamt í honum. Var talið að rektor hefði ekki haft lag á stjórn skólans, svo að piltar gerðust uppivöðslusamir úr hófi fram. Sigurður tók stjóm kennslu sinnar og skólans að þvi er til hans tók föstum tökum. Hann var fylginn sér og einbeitt- ur, en þó gætinn í umgengni'við pilta. Þótt þeim þætti hann stjórn- samari en áður hafði verið venja í skólanum, hafði hann þó lag á því að lægja í óróaseggjum og mun friður sá, er á komst I skól- anum um þessar mundir og hélzt lengi við, verið hafa festu hans og stillingu mikið að þakka, þótt auð vitað eigi þar ýmsir aðrir kenn- arar einnig hlut að máli. 1 byrjuninni komu einstaka sinn um fyrir óspektir hjá honum, en hann barði þær fljótlega niður með festu og vægði ekki, en aldrei erfði hann það við nokk- um nemanda sinn, þótt erjur hefðu verið á milli og síðar kom aldrei fyrir nein misklíð af því tæi hjá honum, þótt það brynni við öðru hverju hjá sumum öðr- um kennurum. Sem kennari í stærðfræði náði hann mjög góðum árangri og ekki sízt meðal þeirra, sem taldir vom miðlungs námsmenn. Það lá stund um það orð á að stærðfræðina væri ekki hægt að læra, nema það væru geni, sem kallað var, þó ekki skáldgeni, eða hún væri svo leiðinleg, að ekki væri hægt að leggja út I að reyna við hana. Þetta fór stundum sem faraldur um heila bekki, en hjá Sigurði bar Iitið á þessu. Með elju og þrautseigju skýrði hann leyndar- dóma námsefnisins og honum tókst oft að opna augu nemend- anna, þannig að þeir urðu ekki eins vonlausir um árangur og þeir höfðu haldið. Varð námsárangur hjá honum, yfir heildina litið, með þvi bezta sem gerist. Þótt Sigurður annaðist kennsl- una af frábærri alúð, lagði hann verkfræðina ekki alveg á hilluna. Hann var bæjarverkfræðingur I Reykjavík jafnframt á árunum 1908—’'11, 1914—’16, 1919 og 1920—’21. Bæjarverkfræðings- störfin voru þá miklu umsvifa- minni en nú er orðið. Þá var hann í fasteignamatsnefnd Reykja vikur 1916—’28 og aftur síðar um mörg ár, í merkjadómi Reykja- víkur frá 1919, í lóðavalsnefnd 1916—’28 og oft síðar um mörg ár. Hann var í bæjarstjórn Reykja víkur 1900—1906. Formaður I stjórnarnefnd sjóðs Þorvaldar Thoroddsens, bróður síns, frá því er hann var stofnaður, 1924. Hann var einn stofnandi Verk- fræðingafélags íslands 1912 og heiðursfélagi þess. Hann var og heiðursfélagi í Taflfélagi Reykja- víkur og Skautafélagi Reykjavík- ur. Hann hafði mikinn áhuga á Iþróttum alla ævi og iðkaði tölu- vert skautahlaup. Mátti sjá hann á Tjörninni í Reykjavík á hverj- um vetri fram um nírætt. — Þegar sundkeppni milli Norð- urlanda skyldi halda hér I fyrsta sinni með 200 m. bringusundi, vildi hann taka þátt í henni, þótt hann hefði ekki iðkað sund lengi, en vinir hans gátu talið hann ofan af því. Heilsa hans var þá farin að láta sig. Hann andaðist í Reykjavík 29. sept 1955 fullra 92 ára gamall. Var hann heilsu- góður alla ævi, en síðustu árin var minni hans farið að bila. Hann var sæmdur stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. Hann kvæntist 1902 Maríu Claesen, kaupmanns á Sauðár- króki, síðar landsféhirðis. Minnist hún í dag manns síns ásamt 6 Thoroddsen. börnum þeirra, sem öll eru gift, og barnabörnum. Áttu þau heim- ili I húsinu við Fríkirkjuveg 3 og lifðu þar í farsælu hjónabandi og heimilislífi alla tið meðan hans naut við. Sigurður var meðalmaður á hæð, þrekinn og þéttur á velli. Á yngri árum gerðist hann feit- laginn um skeið, en með iðkun íþrótta tókst honum að halda sér við, þannig að hann samsvaraði sér vel. Hann var hæglátur I dag- fari, hýr á svip og viðkynningar- góður, þannig að þeir sem kynnt- ust honum varð vel til hans og fundu að þar var heilsteyptur sómamaður þar sem hann fór. Steingrímur Jónsson. ☆ Fyrir réttum sjötíu árum kom hingað til lands til starfa þrítug- ur maður, er numið hafði óvenju- leg fræði erlendis. Á íslenzku var sá skóli, er hann hafði numið fræði sín við, nefndur fjöllista- skóli, og er af nafninu einu harla einkennilegur hljómur. Gefur skólanafnið lítt til kynna, hvers konar fræði um kunni að vera að ræða, og bendir nafnið frekar til rangra átta. Enda hefur margur maðurinn hér á landi bæði þá og síðar lítt áttað sig á, í hverju fræði þau, sem kennd voru og kennd eru í skólanum með ein- kennilega íslenzka nafninu, væru fólgin og hvaða gagn mætti af þeim hafa. Ungi maðurinn var Sigurður Thoroddsen, og tók hann við starfi landsverkfræðings hér á landi. Hann hafði lokið prófi frá verkfræðiháskólanum I Kaup- mannahöfn, Polyteknisk Lære- anstalt, og var hann fyrstur Is- lendinga til að stunda þau fræði, taka hás!:51apróf í þeim og lofa landsmönnum að njóta kunnáttu sinnar. Var það 1891. En næstu tvö árin starfar hann hjá vega- og brúargerð Kaupmannahafnar og norsku vegamálastjórninni, sitt árið á hvorum stað, til enn frekari undirbúnings starfi sínu hér á landi, er hann tók við 1893. Það er ekki einasta, að Sig- urður Thoroddsen hafi fyrstur ís- lendinga lagt út á braut verk- fræðinnar með háskólaprófi sínu og starfi, heldur er hann einn starfandi verkfræðingur hér á landi í nær heilan áratug. Með námi sínu og starfi gaf hann for- dæmi, sem brátt varð til þess að aðrir fengu áhuga á þessum sömu fræðum, fyrst i stað einn og einn, síðar fleiri og fleiri, svo að nú er fjölmennur hópur verk- fræðinga starfandi hér. Brautryðjendanna skulum við minnast. Sigurður Thoroddsen fæddist á Leirá í Borgarfirði 16. júli 1863, sonur hjónanna Jóns Thorodd- sens skálds og sýslumanns og Kristínar Þorvaldsdóttur um- boðsmanns og alþingismanns í Hrappsey Sivertsens. Að honum standa landskunnar ættir, sem ó- þarft er að rekja. Hann varð stúdent frá Latinuskólanum I Reykjavík 1882, lauk prófi I for- spjallsvísindum frá háskólanum I Kaupmannahöfn 1883, en prófi I verkfræði lauk hann 1891 eins og áður er getið. Að lokinni við- bótarþjáifun I fræðigrein sinni um tveggja ára skeið I Danmörku og Noregi, hófst meira en hálfr- ar aldar starfsferill Sigurðar hér á landi. Sigurður var meðalmaður á hæð, sviphreinn og fríður sýnum, kvikur á fæti og ljúfmannlegur 1 viðmóti. Hann var glaðlyndur, hafði mikið yndi af tónlist og söngmaður góður. ! vinahópi söng hann gjarna og hafði dálæti á Gluntarne, sænsku sönglögun- um víðkunnu. Hann var Iþrótta- maður góður og stundaði göngu- ferðir af kappi fram á slðustu ár ævi sinnar. Á gönguferðum sínum hafði hann oftast þann hátt á að hlaupa við fót, og kom þá heitur og móður heim. Sund- maður var hann góður og synti helzt I köldum sjónum. Hér I bæ var Sigurður þó þekktastur af ungum og öldnum af skauta- ferðum slnum á Tjörninni, en þá íþrótt stundaði hann alltaf, þeg- ar færi gafst, allt til æviloka. Voru skautahlaup hans á Tjörn- inni mörgum unglingum hér I Framh. á bls. 13 Sigurður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.