Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 13
V1SIR . Þriðjudagur 16. júlí 1963. 13 Sigurður Thoroddsen Frh. af bls. 9: bæ hvatning til að gera slíkt hið sama. Hann undi sér ætíð vel í hópi ærslandi ungmenna á Tjörn- inni. Sigurður var maður vandur að virðingu sinni og samvizkusam- ur með eindæmum. Hann vildi á einskis manns hlut ganga og gera það eitt, sem réttlátt var. Af- sláttarsemi í þeim efnum mun ekki hafa verið til í skapgerð hans. Sem kennari í Menntaskól- anum í Reykjavfk hafði hann orð á sér meðal nemenda, hvað þetta snerti. En sama máli gegndi um öll önnur störf, að því kunnugir menn segja. Verk hans sem enn standa mörg hver vfða um land, bera því glöggt vitni, að samvizkusamlega var að þeim unnið. Kvæntur var Sigurður Maríu Claessen frá Sauðárkróki og eignuðust þau sex börn, þrjár dætur og þrjá syni, þá Valgarð yfirverkfræðing, Jónas borgar- fógeta og Gunnar fjármálaráð- herra, sem allt eru Iandskunnir menn. Dætur þeirra eru Sigríður, Kristín Anna og Margrét Herdfs. Er ekkja Sigurðar og öll böm þeirra hjóna enn á lífi. Með starfi þvf, sem Sigurður Thoroddsen tók að sér 1893, hefst nýr þáttur f atvinnulífi ís- lendinga, fyrst að vfsu og að sjálfsögðu á þröngu sviði, en ár- angurinn sagði fljótt til sín. Náttúruvísindin eru þá fyrst tekin í þjónustu atvinnulífsins svo um munar, og þróunin á því sviði, sem á eftir fór, er svo alkunn, að óþarft er að nefna dæmi þar að lútandi. Er það og sannast sagna, að án kunnáttu- manna f hagnýtum náttúruvfsind- um gæti þjóðin alls ekki lifað við þau lífskjör, sem nú eru hér, þau myndu vera miklu lakari og áreiðanlega harla bág. Lands- menn allir standa þvf f þakkar- skuld við manninn, sem ruddi brautina á þessu sviði, átti hlut að upphafi þróunar, sem enn er vart búin að slíta barnaskónum, en hefur þó þegar orðið til mik- ils gagns og blessunar fyrir landslýð allan, og er þvf fyllsta ástæða til að minnast hans á ald- arafmæli hans. Sigurður var landsverkfræðing- ur samfellt í 12 ár, eða til ársins 1905. Þegar hann hóf starf sitt, voru hér því nær engir vegir og aðeins ein brú úr varanlegu efni, hengibrúin á Ölfusá. Var því við enga innlenda reynslu að styðj- v/Miklatorg Sími 2 3136 ast fyrir hinn unga verkfræðing, og aöstoóarmenn við hin margvís legu störf, sem eitthvað kunnu til verka, lítt eða alls ekki fáanlegir. Hefur honum því komið að góðu liði reynsla sú, sem hann fél^k um , tveggja ára skeið við vega- og brúargerð í Danmörku og Noregi, enda þurfti hann í upphafi að kenna verkstjórum sínum og öðru starfsfólki til verka. Landmæling ar allar, útreikninga og uppdrætti þurfti hann sjálfur að frarm kvæma. Voru aðstæðurnar til starfs því með langerfiðasta móti, þegar svo þar við bættist, að ferðalög öll um landið, sem ekki varð hjá komizt, tóku ótrúlega langan tíma miðað við það, sem nú er. Má því teljast undravert, hve miklu Sigurður kom f verk á þessu tólf ára tímabili. Hann mældi fyiir Hellisheiðar-, Kambs- og Flóavegi og hafði umsjón með byggingu vegarins, hann gerði á- ætlanir, uppdrætti og hafði um- sjón með byggingu brúa á Jökulsá í Axarfirði, Ömólfsdalsá, Hörgá og Sog, og hafði umsjón með byggingu brúa á Þjórsá, Blöndu og Lagarfljót. Em öll hans störf á þessu tímabili þar með engan veginn upptalin. Sum þessi mann virki standa enn eða hafa verið f notkun fram á sfðustu ár. Eftir tólf ár hvarf Sigurður frá starfi sem landsverkfræðingur,, þrátt fyrir ágætan árangur. Mun þar mestu hafa valdið mjög tak- markaður skilningur jafnt yfir- manna sem undirmanna á störfum hans. Verkfræðin var sú nýlunda hér, að menn kunnu lítt að meta hana, og eimir reyndar víða enn af þeim hugsunarhætti, Mun Si&- urður ekki hafa haft skap tií ao eiga len^ur við það skilningsleysi um verkfræðistörf, sem hann átti hvarvetna að mæta. Þegar Sigurður lét af störfum landsverkfræðings, tók hann að sér kennslu í stærðfræði við Menntaskólann f Reykjavík og hélt því starfi til ársins 1935, en lét þá af embætti fyrir aldurs sakir. Eigi að síður hélt hann tryggð við verkfræðina, þvf að mörg verkfræðistörf vann hann allt til æviloka. Þannig vann hann að undirbúningsrannsóknum á virkiunarmögul, Þjórsár fyrir Títan h.f. á öðrum og þriðja tugi aldarinnar, gerði margvfslegar landmælingar á vatnasvæði fljóts- ins og kannaði möguleika á virkj- un þess við Búrfell, þeirri virkjun, sem nú í dag er einna helzt á dagskrá hér á landi. En námsgrein sú, stærðfræðin, sem hann kenndi við Menntaskólann meira en ald- arfjórðung, er undirstaða allrar tæknimenntunar, og bjó hann því einnig á því sviði vel í haginn fyrir allri tæknimenntun hér á landi um langt árabil. Sigurður Thoroddsen var mikils virtur meðal félaga sinna f verk fræðingastétt. Og á áttræðisaf- mæli hans var hann kjörinn heið ursfélagi Verkfræðingafélags ís- lands, hinn fyrsti, er sá sómi var FASTEIGNAVAL sýndur. Við það tækifæri var honum afhent skrautritað ávarp, þar sem m. a. segir: „Ómetanlegt gagn hefur orðið af verkum yðar. Þau hafa aukið álit verklegrar menningar í Iand- inu og orðið þjóðinni hvatning til framfara. Þér hafið rutt braut fjölmennri stétt verkfræðinga, er vottar yður fyllstu virðingu sína“. Jón E. Vestdal. ☆ Á sunnudaginn bar það til tíðinda að þrír ferðalangar óku vagni sínum alla leið upp á HeklubifreiB upp Heklu litlu Heklu, svokallaða, en hingað til hefur sú leið verið talin nær ófær bifreiðum. Óku þremenningarnir á Landrover, og gekk ferðin slysalaust. í sumar hefur ýta verið við Heklu, á vegum Halldórs Brynj- ólfssonar á Rauðalæk, en ætl- unin hefur verið að hún ryddi braut, þannig að auðveldara væri fyrir ferðamenn að komast upp Heklu. í fyrri viku bilaði ýtan, og er því enn órutt að mestu. Fór svo líka fyrir þeim Landovermönnum að spölurinn upp mesta brattann reyndist all erfiður. Eftir að hafa 1 étt á bifreiðinni nokkuð af farangri, komust þeir upp versta bratt- 1 ann og eftir það var leiðin greið fær. Jarðvegurinn þama er bruna-j ruðningur og klappir, sem þó eru sléttar. Frá litlu Heklu gengu þeir síðan upp, um1 tveggja tíma gang. Önnur bif-j reið, Volvo, fór einnig sömiij leið og áðurnefnd Landover] bifreið. snatb öam >jv fs mm: \ h *hí 1 \v y 'p Ferðalangarnir komnir á bifreiðinni upp á litlu Heklu. Lögfræðiskrifstofa og fasteignasala. JÓN ARASON GESTUR EYSTEINSSON Skólavörðustíg 3a, III Sími 14624 og 22911 T rúlofunarhringir Garðar ÖSafsson Orsmiður við Lækjartorg, simi 10081. ROYSÍl Y-7Q0 Hefur reynzt afburðavel við íslenzka stað- háttu. Hefur sérstaklega byggðan undirvagn fyrir íslenzka vegi. — Eyðsla 5—6 lítrar á 100 km. Rúmgóður. Kostar aðeins 114 þúsund krónur með ársábyrgð frá verksmiðjunum. Góð varahlutaþjónusta. Bolholti ö & STAL Sími 11-381. Ð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.