Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 16.07.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Þriðjudagur 16. júli 196S. »H3EM»>œ<3iBiai Assaúmiæmtimœuiats&mismœ\ ☆ Sigurjón Björnsson sálfræðingur: Skylda karl- mannsms á undanförnum árum og ára- tugum hefur birzt geysi- mikið af ritgerðum í fagtímarit- um sálfræðinga um samband móður og barns. Ekki er of mik- ið sagt, þótt fullyrt sé, að þetta hafi verið eftirlætisrannsóknar efni sáifræðinga um langt skeið Margt merkilegt hefur komið fram í þeim rannsóknum, m. a. hversu geysiháð barnið er móð- urinni fyrstu æviárin og hversu mikinn þátt hún á í þroska þess og mótun. Megnið af þessu er vissulega rétt og hefur táknað stórt skref fram á við í skiln- ingi manna á þroskaskilyrðum barna. En eftir því sem ég vinn lengur að málefnum barna og foreldra, hef ég orðið þess á- skynja, að eitt rannsóknarsviðið hefur orðið illilega útundan, en það er samband föður og barns. Ég þykist hafa sannfærzt um það, að þegar erfiðleikar barna standa í sambandi við óeðlileg tengsl þeirra við foreldra sína, er ekkert síður um að ræða vandkvæði í tengslum við föð- urinn. Reyndar er mér ekki al- veg grunlaust um, að þetta mál sé að einhverju Ieyti sérstætt fyrir okkar þjóð og felist bæði í sérstökum þjóðfélagsaðstæð- um og rótgróinni venju ís- lenzkra karlmanna. IJ'vaða þýðingu hefur- faðirinn fyrir barnið? Þeirri spurn- ingu er ekki unnt að svara nema að sára litlu leyti, en ég vil minnast á það, sem mér finnst helzt liggja í augum uppi. Fyrir telpuna er þýðing föðurins óefað mikil. Strax og telpan fer að stækka, er henni mikið kappsmál að njóta ást- úðar og aðdáunar föður síns. Margt af því, sem hún aðhefst, gerir hún til að geðjast honum. Hugmynd hennar um sjálfa sig sem verðand; kvenpersóna, er mjög undir því komin, hverjum augum faðirinn lítur dóttur sína. Er hann ánægður með hana eins og hún er? Sýnir hann henni kurteisi og nær- gætni? Kennir hann henni aö bera virðingu fyrir sjálfri sér? Hann á mjög ríkan þátt £ því að móta sjálfsmat og sjálfsvirð- ingu dótturinnar. Hann er fyrsti fuiltrúi karlkynsins, sem hún kynnist, og eftir sambandi þeirra fer viðhorf hennar og til- finningar gagnvart karlmönnum síðar meir. Ég er sannfærður um, að margar algengar hug- myndir kvenna, svo sem tilfinn ing þeirra fyrir því, að þær séu ranglæti beittar, að litið sé á þær sem óæðra kyn, og þessi hneigð margra til bess að stæla karlmenn, á mikið rætur að rekja til óeðlilegs uppeldis, eink um þess, að faðirinn hefur ekki gefið þeim nægilegt færi á að njóta réttar síns og þroskast í samræmi við kveneðli sitt. Fyrir drenginn er þýðing föð- urins jafnvel ennþá meiri. Drengnum er mjög svo nauð- synlegt að eiga föðurinn að fyr- irmynd og vini. Ef vel á að fara, þurfa samskipti þeirra að vera mikil og náin. Hvernig á dreng- urinn að læra að verða karlmað ur, ef hann lærir það ekki af föður sínum? Sé faðirinn af- skiptalaus, ónærgætinn eða jafn vel hrottafenginn, fer drengur- inn mjög mikils á mis, — hann verður einmana, fær þá tilfinn- ingu, að engum þyki vænt um hann. Honum verður oft erfitt um að eignast félaga. Honum hættir við vanmetakennd. Og oft vilja þessar tilfinningar brjótast út í kergju og þrjózku, eða þegar verst lætur: misferli. |yú eru aðstæður okkar íslend- inga til að kippa þessu í iag ekki hinar allra beztu. Fjöldinn allur af karlmönnum er Iangtím um saman fjarvistum frá heim- ilum sínum, sérstaklega sjó- mennirnir. Aðrir eru störfum hlaðnir og sjást lítið heima. Og þá sjaldan þeir eru heima, eru þeir þreyttir og þarfnast hvíld- ar. Við þessu er líklega ekki mikið að gera. Annað er svo, að mér virðist íslenzkir kárl- menn vera heldur lítið hneigðir fyrir börn. Þeim er heldur ekki vel sýnt um þá lipurð, lagni og þolinmæði, sem til þarf. Fjöldi þeirra hefur Iítið gaman af að tala við krakka. Oft er ekki hægt annað en undrast það á- byrgðar- og skilningsleysi á sál- arlíf barna, sem kemur fram í tali margra karlmanna við börn, einkum drengi, sem eru að stálp ast. Það er vissulega sjaldgæft að sjá karlmenn rabba hlýlega °g þægilega við börn. Þegar við fárumst yfir óspektum og virð- ingarleysi unglingspiita, ættum við karlmenn að spyrja: Hvað höfum við gert til þess að á- vinna okkur virðingu og traust drengjanna okkar? Höfum við lagt okkur fram um að byggja grundvöll vináttu og trúnaðar- sambands? Kannski þykir þetta nokkuð liarkalega sagt. En stundum er hollt að segja sannleikann um- búðalaust. Ef til vill erum við karlþjóð svona vegna þess, að við höfum sjálfir farið á mis við föðurlega handleiðslu og eigum því um sárt að bnda. Sé svo, er okkur það naumast sjálfrátt. En þega við höfum loks komið auga á bjálkann, er það engu að síð- ur skylda okkar að sjá um, að við verðum seinasta kynslóðin, sem líður undir föðurvanrækslu. Við megum ekki bera „smitið“ áfram, þegar við höfum fundið það. ginhver kann að hugsa, að þetta séu órökstuddar full- yrðingar. Til þess að svo verði ekki haldið, verður í næstu grein skýrt lítillega frá nýlegri rannsókn á áhrifum ónógs sam- bands feðra við syni sína (ein af sárafáum rannsóknum, sem gerðar hafa verið í þessu efni). n M sa n C n □ n a E3 □ n E3 D n □ n □ G a n B □ a □ □ B □ n □ □ a □ □ □ a n □ □ □ D a □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ EJ D □ □ □ a a □ □ □ □ n □ □ □ a □ □ 13 □ □ □ □ □ □ □ Qn □ □ □ □ □ □ □ □ n □ u □ □ u n □ □ u n H H tl a n a □ Q □ U E3 U □ □ u □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ u n □ □ □ D □ □ □ E3 □ B □ □ □ C □ □ □ □ u □ □ □ □ B C □ c c c c c c c c n i n i) sj w i n i Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafsson .V.V.V.’.V.V.V.V.V.’.V/.V.V.V.VV.V ■ n ■ ■ ■ ■ i verið. Átti mótið að fara fram í Leningrad og hefjast í byrjun ágúst n. k. Engin ástæða er tilgreind fyrir ákvörðun þessari, en almennt er talið, að fjárskorti sé um að kenna. Óvíst er hvar mótið verður hald ið, ef úr því þá verður, en Skák- samband íslands w búið að til- kynna bátttöku Braga Kristjáns- sonar T því. Þ.Ó. FRIÐRIK JAFN HEIMSMESTARANUM í LOS ANGELES. Friðrik Ólafsson hefur hlotið 50% vinninga eftir 6 umferðir á Piatakowsky-Cup skákmótinu £ Los Angeles. Þegar tekið er tillit til styrkleika andstæðinga hans, verður þetta að teljast mjög góð frammistaða og jafnvel heims- meistarinn Petrosjan gerir ekki betur, þvf að þeir eru jafnir ásamt Reshevsky frá Bandarikjunum. Greinilegt er, að Friðrik teflir af miklu öryggi og virðist eina tap- ið hans hafa orðið fyrir einskæra slysni. Og ef dæma má af orðum Petrosjans, átti Friðrik unna skák gegn honum. Einstök úrslit Friðriks hafa orð ið þessi: 1. umferð: Jafntefli við Gligoric. 2. umferð: Jafntefli við Najdorf. 3. umferð: Jafntefli við Reshevsky 4. umferð: Tap gegn Keres. 5. umferð: Jafntefli við Petrosjan. 6. umferð: Vinningur gegn Benkö. I 7. umferð teflir Friðrik við Panno (Arg.). Eftir sex fyrstu umferðirnar er röðin þessi: 1,—-2. Gligoric og Najdorf 4 v. 3. Keres 3]/2 v. 4. —6. Friðrik Petrosjan og Reshevsky 3 v. 7. Panno 2 v. 8. Benkö 1 \/2 v: INGÍ I SJÖtTA SÆTI I HALLE. 10 umferðum er lokið á svæðis- mótinu £ Halle og hefur Ingi R. Jóhannsson hlotið 6 vinninga. — Benda allar Iíkur til, að hann fái alþjóða meistaratitilinn fyrir frammistöðu sina. Ingi var kom- inn í fyrsta sæti eftir 7 umferðir ásamt Larsen og Uhlmann. En f 8. umferð taoaði hann fyrir Lar- sen, en sá virðist nú einhver sig- urstran.eleaasti keppandinn. Lar- sen bvriaði á því að tapa fyrir landa sínum Hamann, en hefur svo feneið 8 vinninga i 9 skákum! Við birtum hér eina af vinn- ingsskákum Inga frá svæðismót- inu: Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. Svart: Minev. Reti byrjun. 1. Rf3, Rf6 2. g3, d5 3. c4, d4 4. d3, Rc6 5. Bg2, e5 6. 0—0, Bc5 Eðlilegra var 6. — a5. 7. b4!, Rxb4 Ef 7. — Bxb4, þá Rxe5 og síðan Da4f. 8. Rxe5, De7 9. Rf3, 0—0 10. Rbd2, Rb6 11. Ba3, a5 12. Hel, c5 13. Bb2, Dd8 Hvftur hótaði e3. 14. a3, Rc6 15. Dc2, h6 16. e3. — Hvitur ákveður að sprengja upp miðborðið til bess að fá betra spil fyrir menn sína. Peðastaða hans veikist að vísu nokkuð, en hreyfifrelsið verður þyngra á met- unum. 16. — dxe3 17. Hxe3, Bf5 18. h3, a4 19. Re4, Re8 Svartur of- metur stöðu sína og leggur nú drög að áætlun. sem verður hon- um sjálfum að falli. 20. Hbl, Bh7 21. He2, — Svart- ur er búinn að undirbúa framrás f-peðsins, en hvítur er við öllu búinn. 21. —, Ha6 22. Re5, f5 23. Rd2. f4 Svartur varast alls ekki gagn- sókn hvíts. 24. Bd5+!, Kh8 25. Rf7+, Hxf7 26. Bxf7, Bxd3 Litur vel út, en nú kemur krókur á móti bragði. <S>- 27. Dxd3!!, Dxd3 28. Hxe8t, Kh7 29. Bg8f, Kg6 30. He6t, Kg5 31. Re4+ og svartur gafst upp. Drottningartap er óumflýjanlegt, ella verður svartur mát. Staðan í Halle eftir 10 umferðir er þá þessi: 1. Larsen (Danm.) 8 v„ 2. Portisch (Ungv.l.) ll/2 v„ 3.—5. Ivkov (Júgósl.), Robatz (Austurr.) og Uhlmann (A.-Þýzk.) 6 y2 v. 6. Ingi R. Jóhannsson 6 vinninga. i ÍSLENDINGAR Á SKÁK- ÞING NORÐURLANDA. Tilkynnt hefur verið þátttaka 8 íslendinga á Skákþingi Norð- urlanda, sem hefjast mun í Oden- se í Danmörku 20. þ. m. í lands- liðsflokki tefla Jón Kristinsson og Magnús Sólmundsson. í meistara- flokki Lárus Johnsen, Sigurður Jónsson, Jón Hálfdónarson, Bragi Kristjánsson og Jón Ingimarsson og í I. flokki Gunnar Hvammdal. RÚSSAR GEFAST UPP. Rússar hafa tilkynnt FIDE það formlega, að þeir sjái sér ekki fært að halda Heimsmeistaramót unglinga eins og ráðgert hafði Höfnin — Framhald af bls. 6. braut, sem Iiggur frá húsinu og út að slippnum. Eftir að kerin koma f sjóinn, getum við snúið þeim. AÐSTAÐA FYRIR 30—40 BÁTA. — Hvað geta stór skip lagzt að bryggju, þegar þessum fram kvæmdum er lokið? — Sennilega geta öll islenzku vöruflutningaskipin Iagzt hér að bryggju. Og einnig verður að- staða fyrir 30 til 40 fiskibáta. Hingað hafa komizt öll „Fellin“, að Hamrafellinu undanskildu. Dýpið er 12 metrar á fjöru, botninn hreinn og aðsigling ágæt. Samtalið varð ekki lengra. Við þökkum fyrir og kveðjum mennina, sem vinna að einu mesta framfaramáli alls suður- landsundirlendis.ins hafnargerð í Þorlákshöfn. —p.sv. Heyskopar- horfur nú Vísir hefir átt stutt viðtal við búnaðarmálastjóra og spurt hann um heyskapar- og sprettuhorfur nú. Á Suðurlandi hefir heyskapartíð verið svo góð að undanförnu að allur þorri mun nú búinn að hirða meiri hluta fyrri sláttar, en yfir- leitt hafa horfur nú breytzt til hins verra, þó enn geti úr rætzt. Fer að horfa alvarlega með sprettu undir síðari slátt, nema fari að bregða til úrkomu, því að jarðvegur er yfirleitt orðinn allt of þurr. Norðanlands munu bændur hafa hirt mikið , þeir sem fyrst byrjuðu en undangengna 10 daga hefir tiðar farið verið mjög erfitt, verið kalt £ veðri og snjóað í fjöll, þokur tíð ar þótt ekki hafi verið miklar úr- komur, og þvi yfirleitt þurrklítið eða þurrkalaust. Vegna kuldanna horfir óvænlega með heyskapinn Skrúðgarðs- eigendur - RIÐFRÍTT - Smíðum grindur með frain gangstígum og blómabeðum. VÉLVIRKINN Skipasund 21 og sprettu- ulvorlsgri eins og er, nema tíð breytist til batnaðar, og eins með sprettuna vegna kuldanna. =HEÐINN = Vélavsrzlun . Siml 24260 a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.