Vísir - 16.07.1963, Síða 8
8
V 1S IR . Þriðjudagur 16. júli 1963.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
■^••ontsmiðia wBis. — Edda h.f.
Aðstoð v/ð húsbyggjendur
Þjóðviljinn bendir á það að lán til íbúðabygginga
í Svíþjóð eru 85—100% af áætluðum lcostnaði og eru
veitt mörg til 40 ára.
Það er góðra gjalda vert að fræða þjóðina um
áúsnæðismál í öðrum löndum. En það er skammsýni
og ósanngimi að ætla að bera þetta saman við íslenzka
staðhætti og segja ríkisstjómina standa illa í ístaðinu
í byggingarmálunum. Við fslendingar höfum orðið að
byggja upp landið á tveimur mannsöldmm og tæplega
þó. Og fjármagnið hefir alltaf verið af skornum
skammti, því ótal verkefni kalla á það.
Sannleikurinn er sá, að núverandi ríkisstjórn hef-
Ir haft forgöngu um að afla meira lánsfjár til íbúða-
bygginga en nokkur önnur ríkisstjórn, sem setið hefir
í landinu. Á þessu ári hafa þannig verið veittar 85
millj. króna í húsnæðislán. Er það jafn mikið og á
öllu árinu í fyrra. Er áætlað að alls verði lánaðar 110
millj. króna á yfirstandandi ári. Auðvitað hefir verð-
bólgan rýrt gildi peninganna, svo lánsupphæðin ein
segir ekki alla söguna. En sé litið á notagildi lánanna
kemur í ljós, að það er hærra síðustu tvö árin en
nokkm sinni fyrr. Sannanlega hefir því verið meira
gert fyrir húsbyggjendur nú en nokkru sinni fyrr.
Og er þá ótalin ein mesta hagsbótin: hinn frjálsi
innflutningur. Nú skortir ekki flesta hluti til húsbygg-
inga, eins og var í tíð vinstri stjórnarinnar og á ey-
steinsámnum eftir stríðið.
Það efni til bygginga og innréttinga sem þá fékkst
var oft svo lélegt að endumýja varð að skömmum
tíma loknum. Og á þessum ámm voru líka strangar
takmarkanir á stærð íbúða og hæð risloftsins. En tími
haftanna og vömvandræðanna er liðinn. Viturleg
stjómarstefna hefir bundið enda á hann og vonandi
verður ástandið aldrei þannig aftur.
Er skógræktin hégómi?
Einn af forystumönnum þýzkrar skógræktar hef-
ir verið hér á ferð að undanförnu og kynnt sér ís-
lenzka skógrækt. Hann segir, að nytjaskógur verði
hér víðn vaxinn eftir stutt árabil.
Hér staðfestir hann það, sera margir reyndar vissu
fyrir. En engu að síður má fagna því að þessi ummæli
hafa komið fram. Ennþá era þeir ýmsir, sem ekki
trúa á gildi íslenzkrar skógræktar, og telja hana pjatt
og hégóma. Sú tortryggni fær ekki staðizt dóm reynsl-
unnar. Þeim fjármunum og þeirri fyrirhöfn, sem e»
varið til íslenzkrar skógræktar, er vel varið. Þar er
lagt inn á banka fyrir framtíðina.
☆ .
Lönd þau i Austur-Afríku,
sem lotið hafa Bretuni og senni-
lega verða sambandsríki, eru á-
líka mikil að flatarmáli og Frakk
land, Belgía, Vestur-Þýzkaland,
Holland og Svissland. Tangany-
ika er stærst þessara landa. í
öllum eru náttúruauðlindir.
Einnig í Tanganyika eru hin
arabisku áhrif aldgömul, eins og
hin indversku. Það voru Þjóð-
verjar, sem settu þarna á stofn
nýlendu (1891) og nefndu þýzku
Austur-Afríku. Af 9 milljónum
landsmanna eru aðeins 22.000
hvftir, 20.000 Arabar og 70.000
Indverjar. Blökkumenn eru flest-
ir af Bantustofni. Meðan land-
ið var þýzk nýlenda kom oft
til uppreisnartilrauna, sem voru
bældar niður með róttækum að-
gerðum á þýzka vísu og með
þýzkum hrottaskap. Eftir fyrri
heimsstyrjöld var Þjóðabanda-
lagið þá ákvörðun, að Tangany-
Kilimanjaro — hæsta fjail Afríku — gnæfir 5889 m. yfir sjávarflöt.
blettur í sögu Tanganyika. Vana
lega fyrr á tímum var höfnin
í Bagamoyo full af skipum með
þræla, sem selja átti á þræla-
sölutorgunum I Zanzibar og Ad-
en. Leiðangrar voru sendir
langt inn i Iandið eftir þrælum
og fílabeini, sem þrælarnir urðu
að rogast með til sjávar.
Það var á austurbakka Tang-
meti, demantar, gull, blý, kop-
ar, glimmer o. m. fl.
1 héraðinu sunnan Victoriu-
vatns hafa fundizt feikn auðug-
ar demantanámur og ræður rík-
isstjórnin yfir þeim. Þessar auð-
ugu námur geta orðið eins mik-
ilvægar Tanganyika og Kimber-
leynámurnar í Suður-Afríku.
Það var hér, sem C. F. Swynn-
Tanganyika
ika skyldi vera verndarríki og
Bretum falið umboð til þess að
stjórna landinu sem slíku og
1946 gerðu Sameinuðu þjóðirn-
ar það að brezku eftirlitssvæði.
Með hinu brezka kerfi var
stefnt f þveröfuga átt við hið
þýzka, þ. e, að hjálpa hinum
innbornu á veg til sjálfstjórnar.
Milli styrjaldanna höfðu margir
fyrrverandj þýzkir landnemar
fengið að koma aftur til lands-
ins, en margir af þeim voru
orðnir nazistar og komu af stað
ókyrrð með framkomu sinni. En
í Tanganyika var haldið áfram
á braut til sjálfstjórnar og í
desember 1962 fékk Tanganyika
sinn fyrsta forseta og gerðist af
frjálsum vilja brezkt samveldis-
land jafnrétthátt þeim, sem fyr-
ir voru.
Árið 1862 byggði soldáninn í
Zanzibar sér höll í litlu fiski-
mannaþorpi — Salaam — sem
nú er höfuðborg Tanganyika.
Þrælahald var lengi smánar-
anyikavatns, sem Livingstone og
Stanley hittust (í Kjiji). Þeir
hittust þar undir mangótré, sem
ekki er lengur til, en annað
var gróðursett þess í stað. 1
Tanganyika er minning Living-
stone enn í dag í heiðri haldin.
plyliljll breyting hefir orðið á
kjörum kvenna í landinu. Þær
hafa menntazt í æ vaxandi mæli
og hafa nú með höndum marg-
vísleg störf í opinberu Hfi, sem
kennarar, hjúkrunarkonur, skrif-
stofustúlkur o. fl., og kvenfélög
eru um land allt.
Á löggjafarþinginu eiga 5 kon-
ur sæti, 2 af Evrópustofni, 2
af Asíustofni og ein af Afríku-
stofni.
Fjölkvæni er enn leyft, en
það er miklum mun minna um
það en áður.
Efnahagur landsins er í fram-
andi. Aðalframleiðslu- og út-
för og kjör þjóðarinnar batn-
flutningsvörur eru: Baðmull, tób
ak, kaffi, jarðhnetur og græn-
erton hóf athuganir sinar á tse-
tse-flugunni og leiddu þær til
baráttu gegn þessu hættulega
skorkvikindi um land allt. WHO
eða heilbrigðisstofnun Samein-
uðu þjóðanna hefir stutt þá bar-
áttu, einkum með þvl að hjálpa
til að koma á fót sjúkrahúsum
og apótekum.
Sá, sem sér Kilimanjaro (fjall
hins illa anda) í réttu ljósi, eign
ast minningu, sem verður hon-
um ógleymanleg alla ævi. Þetta
risa-eldfjall gnæfir næstum 6000
metra yfir sjávarflöt. Þótt það
sé aðeins þremur gráðum fyrir
sunnan miðbaug er tindurinn á-
vallt snævi þakinn. Við rætur
fjallsins eiga ár upptök sín og
vatn þeirra er notað til virkjun-
ar ( vaxandi mæli og iðngrein-
ar landsins njóta góðs af.
Þar sem engin úlfúð ríkir milli
hvítra manna, blakkra og gulra
í þessu auðuga landi, ætti það
að vera aukin trygging góðri
framtíð.
Dr. Richard Beck:
,, Víða Gunnars frœgðin fer“
Allt vekur það eftirtekt okkar
Vestur-lslendmga, bæði þeirra í
okkar hópi, sem fædd erum á
lslandi, og einnig þúsunda ann-
arra af Islenzkum stofni f Vestur
heimi, þegar eitthvað, er Island
snertir, ber fyrir augu okkar i
prentuðu máli, hvort heldur er I
biöðum eða tfmaritum vestan
hafsins.
Þess vegna þótti okkur hjón-
unum, sem dveljum yfir sumar-
mánuðina í Victoriuborg vestur
á Vancouvereyju í British
Columbia, það mjög skemmti-
legt, þegar við tókum eftir þvf,
að hið víðlesna vikurit, Star
Weekly, sem út kemur f Toronto
borg í Canada, flutti 29. júnf í
fróðleiksþættinum „Believe It or
Not“, í litmyndabálki ritsins,
stærðar iitmynd af Gunnari á
Hlíðarenda hervæddum, með
hjálm á höfði og skjöld f hendi.
Fylgdi myndinni sú skýring, að
Gunnar hefði getað stokkið hæð
sfna (yfir sex fet) í öllum her-
klæðum, og verið svo fimur, að
hann gat stokkið jafnlangt aft-
ur á bak sem fram fyrir sig.
Geta má þess, að umrætt viku
rit hefir yfir 800.000 kaupendur.
En ofannefndur þáttur, sem
kalla mætti á íslenzku „Trúan-
legt eða ekki“, fjallar jafnan um
það, eins og sú fyrirsögn gefur
f skyn, sem sérstaklega óvenju
legt þykir eða Iftt trúaniegt, en
byggist þó á staðreyndum. Kem
ur þáttur þessi á sunnudegi
hverjum í hundruðum dagblaða
í Bandaríkjunum og einnig í
mörgum blöðum í Canada. Má
þvf óhætt að fullyrða, að mynd
in af Gunnari á Hlíðarenda og
frásögnin um fræknleik hans
hafi komið fyrir sjónir lesenda
vestan hafs svo milljónum skipt
ir. En af þessu tilefni kom mér
f hug eftirfarandi vfsa:
Vfða Gunnars frægðin fer,
foma hreystin ennþá lifir.
Hróður Islands hetjan ber
heimsins fjarstu byggðir yfir.
En jafnframt fræknleik hans,
verða mér, er ég rita þetta, rík
f hug ódauðleg orð Gunnars:
,Fögur er hlíðin“. Já, fögur er
hlfðin heima, og sígræn í minn-
ingu okkar heimaalinna íslend-
inga, sem dvöl eigum utan ætt-
jarðarstranda. Kærar kveðjur
heim um haf!