Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 2
VISIR ■ Föstudagur 19. júli 1963. I 1 J L«—| 1 i '/////////á i_ á////////á L_ Sverrir Þóroddson efstur á svifflugmótmu á HeHu Aðeins 2 gildir flugdngnr tii þessa Þessa viku stendur yfir á Hellu svifflugmót og eru keppendur fimm að tölu. Síðast þegar stigin voru reiknuð út, var Sverrir Þóroddsson frá Reykjavík efstur með eitt þúsund stig. Mótinu á að ljúka n. k. sunnudag, en komið hefur til mála að framlengja mótið um einn dag, því löggildir flugdagar eru að- eins orðnir tveir á mótinu. í gær var flugleiðin frá Hellu að Aðfallsbrúnni, þaðan að Keldum og síðan til baka að Hellu. Á sunnudaginn hófst keppnin, og var flugleiðin frá Hellu að Keld um og aftur til baka. Aðeins einn keppandi náði því að komast þessa leið, Sverrir Þóroddsson. Dagurinn náði þvf ekki að teljast gildur flugdagur, því Iágmark er að tveir keppendur nái settu marki. Flugleiðin á mánudag var að Breiðabólstað, þaðan að Krossj og slðan til baka að Hellu, eða alls 61 km. Þá komst lengst Leifur Magnússon, alls 51 km. Á þriðju- daginn var ekki hægt að keppa vegna óhagstæðrar veðráttu. Á miðvikudaginn var flugleiðin frá Hellu að Keldum, Grafarholti og til baka að Hellu og sðan aftur sama hring. Var flugleiðin alls 63 y2 km Að aflokinni keppni á mið- vikudaginn voru stigin reiknuð Ut. Reyndist Sverrir Þóroddsson þá hæstur með 1000 stig, næstur kom Þórhallur Filippusson með 605 stig, í þriðja sæti var Þorgeir Pálsson með 500 stig, en fjórði var Leifur Magnússon með 377 stig. Fimmti var Arngrímur Jónsson, Akureyri, eini keppandinn, sem ekki er frá Reykjavík, með 231. stig. í gær var flogið eins og fyrr segir frá Hellu að Aðfallsbrúnni, þaðan að Keldum og síðan aftur að Hellu, og var leiðin alls 52 km. Sverrir komst alla leið, en Þórhall Filippusson vantaði aðeins 8 km. til þess að ná alla leið að Hellu. Þegar Vísir hafði samband við mót stjórann, Ásbjörn Magnússon, var ekki búið að reikna út stigin. Keppni þessi er forgjafarkeppni. Vélamar eru dæmdar, og dæmd- r • ist vél Sverris Þóroddssonar vera bezta vélin. Komið hefur til grein að fram- lengja mótið um einn dag, þvl gildir flugdagar mega ekki vera færri en þrír eða fjórir, en flestir fimm. Dómnefndina á svifflugmótinu skipa þeir Þórður Magnússon, flug- umferðarstjóri, Ómar Tómasson flugstjórj °g Lúðvík Marteinsson. Tvær togvélar eru staðsettar austur á Hellu, en oftast hefur keppnin byrjað um 10 leytið á morgnana. Um 25 menn dveljast að staðaldri fyrir austan. Búa sum ir f tjöldum, en aðrir hafa fengið inni á Hellu. í heild má segja að mótið hafi gengið vel og eru keppendur og starfsmenn ánægðir með keppnina. ☆ Þrír þátttakendur búa eina sviffluguna til flugs. Handknattleiksmót Islands utanhúss: FRAM VERÐUR EKKI MEÐ islandsmótið í handknattleik utanhúss hefst í Hafnarfirði n. k. laugardag. Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna. Fimm félög hafa sent þátttöku- tilkynningar I meistaraflokki karla. Vekur það athygli að nú- verandi isiandsmeistarar í inn- anhúss handknattleik, Fram, eru ekki með í mótinu. í kvennaflokknum eru það einnlg fimm lið sem taka þátt í mótinu. Það er Fimleikafélag Hafn- arfjarðar sem sér um fram- kvæmd mótsins og verð.ur það haldið að Hörðuvöllum. Keppn- in hefst kl. 15,30 á laugardag með leik F.H. og K.R. I karla- flokki, en á eftir verður leikur í kvennaflokki milli Þróttar og F.H. Þriðji leikurinn verður milli Ármann og Í.R. Mótið heldur áfram á sunnudaginn og fara þá fram einnig þrír leikir. Án efa verður um skemmti- lega og spennandi keppni að ræða, því flest liðin hafa æft fremur vel í sumar. Víkingar eru þó taldir vera í sérstaklega góðri þjálfun, því þeir eru sem kunnugt er nýkomnir heim úr keppnisföt frá Tékkóslóvakíuog Þýzkalandi. Margir sakna þess að Fram, — liðið sem einna hæst hefur borið í handknatt- leik undanfarið —- skuli ekki vera með í mótinu. Það mun stafa af því að nokkrir liðs- manna Fram vinna um þessar mundir úti landi og einnig eru nokkrir með allan hugan við knattspymuna. AUTO-LITE kraftkerti í allar tegundir véla. Stórlækkað verð. Kraftkerti á kr. 25.75. New Power Tip NY GERÐ Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholt 6 Simar 19215,15362. PATTERS0N—LIST0N á mánudag Patterson. Með hverjum deginum sem líður eykst spenningurinn fyrir keppni þeirra Sonny Liston og Floyd Patterson, sem fram fer n. k. mánudag. Báðir dveljast þeir nú í æfingabúðum. Liston er hinn rólegasti og leggur ekki hart að sér. Lloyd æfir hins vegar af miklu kappi og slær hvern æfingahnefaleikarann út eftir annan. Floyd hefur unnið töluvert á, i skoðunarkönnun undanfarið þvt fyrir nokkrum vikum sýnd skoðunarkönnun að vinnings líkur voru 7 á móti einum List on í vil, en sfðasta skoðunar könnun sýndi 4 á móti einum Liston í vil. Þrátt fyrir það að ekki liðu nema 2:06 sek. þar til Patterson lá rotaður í hringnum virðist hann vera alls óhræddur og fyrir stuttu sagði hann við blaðamenn: „Ég er algjöriega óhræddur og trúi á mun betri frammistöðu en síðast". En Sonny Liston sem aðeins Iiefur eytt í keppni 10 min. og 53 sek. inni i hringnum sJ. 34 mánuði sparar ekki stóryrði: „Lj er viss um að ég slæ hann út á mun skemmri tfma en sið- ast“. — Sonny Liston, heimsmeistari lærði að skrifa og lesa fyrir þremur árum. Hann hefur 18 sinnum verið handtekinn af St. Louis Iögreglunni og setið 29 mánuð í fangelsi á 4 ára tímabili. 1 haust komandi mun hann keppa við Cassius Clay. Ef Floyd Patterson tapar aft- ur fyrir Liston er stjarna hans fallin og fyrrverandi heims- meistarinn, sem var og er jafn- vel enn í dag einn af vinsælustu íþróttamönnum Bandarfkjanna mun setjast undir stýri í bif- reið sinni og aka burt frá Miami. Liston.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.