Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 3
3 V1SIR . Föstudagur 19. júlí 1963. —inmniTii' •• íiHMimrrrmiTriíTiim"" IHI UIDSMENN AÐ STARfí Gunnar varaslökkviliðsstjóri, Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn og Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri rseðast við á brunastað. Eins og í loftárás — Framhald af bls. 16. Sigurbjörku Runólfsdóttur, hálf tíma síðar. — Ég stóð Uti á svölum og var að horfa á eldinn, allt í einu sá ég eitthvað stórt járnstykki koma fljúgandi á ofsa hraða í áttina að húsinu. Það kom voða- legt fát á mig. Ég hljóp inn og niður stigann, en um leið kall- aði ég á mömmu og sagði henni að vara sig. Þegar ég kom út á tröppur heyrði ég vindgný fyrir framan mig og stórt gló- andi járnstykki flaug fram hjá. Lenti það á girðingunni, braut upp úr henni, og kastaðist síðan um 6 m til baka, sagði Sigur- björk og var hálf-miður sín. Eins og eftir loftárás TJÉTT ryrir kl. 4 í nótt hittum við að máli Þóri verzlunar- stjóra í Raftækjaverzlun Hall- dórs Ólafssonar. Verzlunin er staðsett á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs og var því næst brunastaðnum. — Nei, það verður sennilega ekki opið hjá okkur á morgun. Engin verzlun í nágrenninu hef- ur farið eins illa. Staðurinn lít- ur út eins og eftir loftárás. All- ar rúður eru brotnar bæði á framhlið og bakhlið hússins. Ég er ekki farinn að kanna skemmd irnar á vörunum, en ég veit að það er ekki hægt að selja nokk- uð stóran hluta þeirrasemfyrsta flokks vöru, sagði Þórir og hélt áfram að negla fyrir gluggana. Orð Frimanns verkstjóra T>ÉTT fyrir klukkan fjögur i nótt gengu tveir menn að brunarústunum. Það voru þeir Frimann Helgason, verkstjóri og Þorsteinn Jóhannsson, sem staddur var f súrstöðinni, þegar eldurinn gaus upp. Frímann verkstjóri hefur starfað hjá ís- aga í 34 .ár og er því orðinn öllu kunnugur. — Ég var nýkomin úr ferða- lagi ofan úr sveit og var stadd- ur vestur í bæ, þegar ég sá stór- an reykmökk leggja upp hér á þessu svæði. Ók ég hingað í áttina og f fyrstu datt mér einna helzt í hug að Skátaheimilið væri að brenna. Þegar ég sá að svo var ekki beygði ég inn Rauðarárstíginn. Sá ég þá hvar ísaga var að brenna og þungur niður sprenginganna barst að eyrum mér. Það er erfitt að lýsa því fyrir verkstjóra, sem veit hvað getur skeð, þegar eldur brýzt út, hvernig honum líður, þegar hann getur búizt við því að einhverjir af starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið inni f hinu logandi húsi, sagði Frf- mann og virti fyrir sér bygging- una, sem hann hefur starfað i yfir 30 ár og nú var ein bruna- rúst. — Hvað var f þeirri byggingu sem eldurinn kom upp í? — Gasverksmiðjan var þar. Þar býst ég við að hafi ekki verið færri en 200 til 300 hlaöin gashylki og einnig voru hylki úti sem sprungu. Gastankurinn sprakk ekki, en gasið lak út. — Telurðu ekki hættulegt að verksmiðjan skulj vera staðsett inni í miðjum bænum? — , Nærtækasta dæmið eru Norðurlöndin og þar er mér kunnugt um að verksmiðjur séu staðsettar inni í miðjum bæ. Hins vegar er mér kunnugt um bað, að áhugi hefur verið hjá forráðamönnum fyrirtækisins um að flytja verksmiðjuna. Hús- ið sem brann var bvgat ip'r og þá var það fyrir u'm > inn. — Hvað hefði skeð ef e,,! urinn hefði k^mI-‘ ( -r.rvv'- smiðjuna? — Ég treyst’i mér ekki ti! þes* að svara þvf, en það hefði getaö farið mjög illa. En svo heppi- lega vildi til að vindáttin stóð ekki að verksmiðjunii. Einnig tel ég að mikið hafi þurft að ske til þess að eldur hafi getað orðið magnaður í súrstöðinni, því fíð port er milli húsanna og einnig viðgerðarverkstæði. Þó er ekki hægt að segja annað en að við vorum heppnir að ekki varð meira úr þessu, fyrst svona fór. Mesti eldsvoðinn -pRÉTTAMAÐUR Vísis hitti Jón Sigurðsson, slökkviliðs- stjóra þar sem hann stjórnaði liði sínu fyrir framan ísaga í nótt. — Þetta er langversti eldur af þessu tagi sem við höfum átt við. Það var síðast á strfðsár- unum þegar um verulegan eld var að ræða f sambandi við gas, en þessi eldsvoði er mun meiri, mér Iiggur við að segja miklu meiri, en þá var. Hér á staðnum starfa 50 slökkviliðsmenn og við erum hér með 7 bfla og tvær dælur. Vatn er hér nóg og góð- ur þrýstingur er á því. Starf okkar beindist fyrst að því að verja gasstöðina frá súrstöðinni, og einna bezt virtist aðstaðan að norðan til siökkvistarfsins. Ég vil sérstaklega geta þess að öll stjórn lögreglunnar á staðn- um er mjög góð og hefur það flýtt mikið fyrir slökkvistarf- inu. Skátarnir stóðu sig vel pLESTIR af yfirmönnum lög- reglunnar mættu á staðnum og hitti fréttamaður Vísis Erling Pálsson snöggvast að máli. — Allt lögreglulið borgarinn- ar var boðað út. Strax og okk- ur barst tilkynningin um brun- inn hé’.du allir okkar talstöðva- bilar á vettvang og það leið ekki langur tímj þar til mestur hluti ,!ð-.ins var mættur. Það ber að geta þess sérstaklega að skáti arnir hafa staðið sig mjög ve) hér. Frímann Helgason verkstjóri í ísaga sést hér til vinstri á myndinni, ásamt Þorsteini Jóhannssyni, sem hélt til inni í súrstöðir.ni meðan eldur Hir mestur í gasstöðinni. Mikið lán réði því að Sigurbjörk varð ekki fyrlr hylkinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.