Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 16
Flugvélin
er komin
ÞaS gerSist allt samdægurs, það
er í gær, að FlugféJag lslands fékk
öll nauSsynleg leyfi til Færeyja-
flugs og flugvélina, sem á að halda
uppi þessu flugi I sumar. Þaö er
brezk leiguflugvél, Dakotavél, og
lentl hún á flugvellinum í Vogey
í Færeyjum á Ieiðinni hingað til
iands.
Flugstjðrinn, Jón Ragnar Stein-
dórsson, lætur hið bezta af flug-
vellinum f Færeyjum, sem að vísu
er aðeins ein 1100 metra löng
Hugbraut, en hún er mjög slétt.
Lendingarljósum hefir verið komið
bar upp og radíósiglingavitum, og
fleira gert til undirbúnings Fær-
eyjaflugi Flugfélagsins. Það hefst
n. k. þriðjudag og verður flogið
í viku hverri til Færeyja, þaðan til
Bergen og Kaupmannahafnar, þá
aftur til Færeyja, frá Færeyjum til
Hlasgow og loks aftur til Reykja-
''íkur. Með þessum ferðum komast
væreyjar í beint flugsamband við
'íögur lönd. Flug þetta átti upp-
haflega að hefjast f maí, en af
vmsum ástæðum gat það ekki
hafizt fyrr. Flugvélin hefir verið
tekin á leigu til septemberloka.
Það er undir ýmsu komið hvort
unnt verður að halda flugi þessu
áfram, en mestu ræður þar um
hver flutningaþörfin verður og
hvort unnt reynist að stækka flug-
völlinn f Færeyjum. Færeyski
sýslumaðurinn í Vogey bauð ís-
lenzku flugmönnunum upp á kaffi
og kökur meðan þeir höfðu við-
dvöl þar f gær.
Það virðist upplýst,
hverjar voru orsakir
brunans í ísaga í gær-
kvöldi. Magnús Eggerts
son lögregluvarðstjóri
tók skýrslu af Jóni Þor-
valdssyni, starfsmanni
ísaga, er var að störfum
í verksmiðjuhúsinu þeg-
ar eldurinn kviknaði, og
sagði hann frá á þessa
leið:
Jón vann að áfylllngu gas-
hylkja og notaði sérstakan iykii,
pfpulykil til að loka hyikjunum.
Lykillinn var orðinn of rúmur
svo að erfiðlega gekk að loka
hylkjunum. Jón brá sér þess
vegna út f smiðjuna hjá ísaga
til að Iagfæra hann. Þar varð
Jón að hita lykilinn þangað til
hann var orðinn næstum glóandi
og slá hann saman. Að þvf loknu
sneri Jón aftur inn f áfyllingar-
salinn en varð þegar í stað var
við að gas lak úr einu hylkinu.
Þrjú hylki voru í áfyllingu og
lokaði Jón fyrir þau. Síðan
sneri hann sér að hylkinu sem
lak, brá heitum lyklinum
og ætiaði að
að
skrúfa
Fréttamenn Vfsis voru á staðnum, áður en Slökkvi liðið kom á vettvang. Ljósmyndin er tekin, þegar
eln sprengjan sprakk, og má sjá þakplötur splundr ast og þeytast f Ioft upp. Ljósmyndari Vísis, Bragi
Guðmundsson, tók allar myndimar, sem birtast af brunanum.
brá
Iokanum
hann fastar.
Við snertingu glóðhitaðs
jámsins og gassins skipti eng-
um togum að eldur kviknaði á
augabragði. Hár Jóns og föt
sviðnuðu.
Jóni varð fyrst fyrir að
hlaupa út f nærliggjandi súrefn-
isverksmiðju og hringja á
slökkviliðið en því næst út f
Framh. á bls. 5
cms 06 i loftarás
— sögðu núgrunnurnir
Milljónatjón hefur orðið í ísagabrunanum
— bruna, sem varð fyrir óheppni og gáleysi tvítugs
pilts, eins og skýrt er frá annars staðar í blaðinu
í dag. Ekki vildu eigendur verksmiðjunnar láta
það uppi í morgun, hve hátt hún hefði verið vá-
tryggð. Er Ijóst, að mesta mildi var að ekki kom
til slysa í þessum mikla bruna, og að því var forð-
að að eldurinn læsti sig í aðra hluta verksmiðj-
unnar og nálæg hús. Ber þar að þakka ötulu starfi
slökkviliðsins og kyrru góðviðri.
I
Ibúamir í öllum nálægum húsum flýðu híbýli
sín. Fólkið þusti út á götu með smábörn, margt
fáklætt, en eðlilegur ótti greip um sig í hverfinu
umhverfis verksmiðjuna. Rúður í 20 húsum brotn-
uðu í mél.
Klukkan hálf fjögur urðu vegfarendur varir við tvo fugla, sem sloppið
höfðu út úr búri sínu og sátu á gluggakappa, en rúðan var brotin.
Lögregluþjónn kom til hjálpar og veiddi fuglana f hjálm sinn. Fugla
þessa á ekkja Halldórs Ólafssonar,
Það var laust eftir' kl. 11 f
gærkvöidi sem eldur gaus út um
glugga á gasstöð Isaga h.f. við
Rauðarárstíg. Stuttu á eftir
heyrðist sprenging og kolsvart-
an reykjarmökkinn Iagði upp í
loftið. Skömmu sfðar heyrðist
skerandi væl sfrena og úr öll-
um áttum komu þjótandi
slökkvibifreiðir, lögreglubifreið-
ir og sjúkrabifreiðir. Húsið var
á svipstundu alelda. — Hver
sprengingin kom á fætur annarri
og það brá fyrir björtum, skær-
um gáslogum.
Um kl. 11.15 hringdi einn af
starfsmönnum ísaga niður á
slökkvistöð og tilkynnti um
eldsvoða. Slökkviliðið kom þeg-
ar á vettvang, einnig fjölmennt
Iið lögreglu og skáta. Gffurlegur
eldur var f húsinu. Járn og
steinflykki flugu langar leiðir
frá byggingunni og rúður brotn-
uðu í nærliggjandi húsum og
hús léku á reiðiskjálfi.
Eftir klukkustund var húsið
brunnið að mestu.
Nokkrar skemmdir urðu af
völdum eldsvoðans á húsum í ná
grenninu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá slökkviliðinu brotn-
uðu rúður í tuttugu húsum. í
sumum þeirra er ekki til heil
rúða hvorki á fram- né bakhlið.
Langmest varð tjónið af
sprengingu sem kom 10 mfn.
fyrir 12. Voru þá flestir íbúanna
búnir að flýja hús sín. Engin
slys urðu á mönnum, en þrír
menn voru í vinnu í ísaga. Svo
gífurlega sterkar voru sumar
sprengingarnar að rúða sprakk
í húsi Egils Vilhjálmssonar, önn-
ur uppi á Háteigsvegi og nokkr-
ar á Snorrabraut. Einnig hrundi
veggur í húsi á horni Rauðarár-
stfgs og Njálsgötu.
Ég kallaði á mömmu
k STUTTU tímabili rak hver
stórsprengingin aðra f verk-
smiðjuhúsi ísaga og þegar
sprengingarnar voru kröftugast-
ar flugu langar leiðir járn og
steinflykki. Lengst flaug gló-
andj gasdunkur, sem lenti á
girðingu að Vffilsgötu 3, braut
upp úr henni og lenti síðan 6 m
til baka. Litlu munaði að ekki
hlauzt slys af, því ung stúlka
hljóp út úr húsinu í geðshrær-
ingu og kom gasdunkurinn fljúg
andi rétt fyrir framan hana. —
Fréttamenn Vísis hittu stúlkuna,
Framh. á bls. 3.