Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 19. júlí 1963.
39RP
íbúðabanki verði stofnaður
og byggingar verulega auknar
í september og október s.l. dvaldist hér norskur banka-
stjóri, Johan Hoffman að nafni, og kannaði skipulag á ís-
lenzkum húsnæðismálum. Greiddi Tækniaðstoð S.þ. kostn-
aðinn af dvöl hans hér, en hann naut fyrirgreiðslu Hús-
næðismálastjómar. Er hann bankastjóri Húsnæðisbanka
norska ríkisrns.
Nú hefir hann samið skýrslu með umbótatillögum sfnum
f íslenzkum húsnæðismáium og birtist hér í heild síðasti
kafli hennar, niðurstöðurnar. Er hér um hinar merkustu til-
lögur að ræða, sem aliir sem áhuga hafa á byggingarmálum,
ættu að kynna sér.
_>f Auka verður
byggingar.
7
Tjó að allar áætlanir um íbúða-
þörfina hljóti að vera ótrygg-
ar, vi ður að álíta að auka verði
mjög íbúðabyggingar á yfir-
standandi áratug, ef unnt á að
vera að fullgera sennilegri aukn-
ingu á eftirspurn og hóflegum
kröfum um húsnæði banda al-
menningi. Það virðist hófleg og
um leið raunhæf byggingaáætl-
un að gera ráð fyrir, að lokið
verði smíði á ca. 14—15000 í-
búðum á árunum 1961—1970,
en þessa áætlun er tæplega hægt
að framkvæma nema takmörkuð
yrði nokkuð meðalfjárfesting á
hverja íbúð. Ef gert er ráð fyr-
ir talsvert hagkvæmari bygging-
arframkvæmdum, ætti þessi á-
ætlun að geta staðizt, þó að
hlutur íbúðafjárfestingarinnar
af heildarfjárfestingunni lækk-
aði nokkuð smám saman.
>f íbúðabanki verði
stofnaður.
Til að leysa af hólmi þá starf-
semi, sem hið opinbera hefur nú
með höndum á sviði fjáröflun-
ar til íbúða, ætti að setja á stofn
íbúðabanka ríkisins, er veiti
fyrsta veðréttar lán til verulegs
hluta þeirra íbúða, sem byggðar
eru við hóflegu verði. Fé ætti
að útvega með aðstoð ríkisins
eða með rikisábyrgð af spari-
fé opinberra og einkaaðila, það
er að segja með sköttum og
álögum og með lánum gegn veöi
hjá bönkum, sparisjóðum, lífeyr-
issjóðum o. s. frv. Til viðbótar
fyrsta veðréttar lánum Ibúða-
bankans komi lán frá einstökum
lánveitendaum og bæjarfélögum
eftir þörfum hvers lántakanda
og innan þeirra takmarka, sem
íbúðabankinn setur Er þá geng-
ið út frá því, að bankar, spari-
sjóðir og Iffeyrissjóðir taki þátt
í þessari lánastarfsemi. Settar
verði regluj- til hliðsjónar vegna
lánaútreikninga og kjara á þess-
um viðbótarlánum, sem íbúða-
bankinn getur ábyrgzt, eftir því
sem nauðsynlegt þykir. í þess-
ari fjáröflunarskipan hljóta
fyrstu veðréttar lánin að vera
aðalatriði. Gengið er út frá því
íbúðabankans og ábyrgðir skuli
veta. Þetta verður að ákveða til
lengri tíma, t. d. til eins árs í
senn. Innan þessa ramma verð-
ur Ibúðabankinn að velja úr
lánaumsóknunum eftir þeim regl
um, sem ákveðast af fjárhags-
legum og félagslegum aðstæðum
og stefnunni í byggingamálum
og þess sé gætt, að lánunum
sé af sanngirni skipt milli hér-
aðanna.
>f Vextir lækkaðir.
Smám saman verður að Iækka
útlánsvexti verulega og er þá
gengið út frá því, að verðgildi
peninga haldist að mestu stöð-
ugt. Vextir af útlánum Ibúða-
bankans verða að vera óháðir
skammvinnum sveiflum á hinum
almenna lánamarkaði. Ef nauð-
syn krefur, verður ríkið — a.m.
k. um skemmri tíma — að
greiða mismuninn á hærri inn-
lánsvöxtum og lægri útlánsvöxt
um. íbúðabankinn verður að
gera þann fyrirvara að hækka
megi vextina eftir ákveðnum
reglum, ef verðgildi peninganna
lækkar að tilteknu marki. Þenn-
an fyrirvara mætti tengja breyt-
ingum á launavísitölu bygginga-
kostnaðar. Draga mætti úr þörf-
inni fyrir „undirvexti" með því
að koma á, eftir því, sem þurfa
þykir, aðstoð fyrir sérstaka
hópa íbúanna, t.d. barnmargar
ef verðgildi peninganna rýmar
að tilteknu marki.
^f Byggingarkostnaður
lækkaður.
íbúðarbankinn verður að beita
sér fyrir þvl að takmarka bygg-
jngákostnað Ibúðanria, en til
þess þarf eftiriit með .gerð húss
ins, byggingaraðferðum, nýtingu
lóðar, kostnaðaráætlun og auk
þess með flatarmáli íbúðanna,
rúmmáli og skipulagningu.
íbúðabankinn verður að synja
um lán, þegar framkvæmdaáætl
un fullnægir ekki kröfum um
hagkvæma skipulagningu. Ekki
má veita lán til byggingar, sem
hafin er smíði á, áður en loforð
um lán er fyrir hendi. Ein lána-
umsókn verður að vera með
heil Jarkostnaðaráætlun fyrir
hvert hús eða byggingarfram-
kvæmd. Aðein má veita eitt
lán til hvers húss eða fram-
kvæmdar. Þó getur bygginga-
félag — ef það æskir þess —
skipt niður láni íbúðarbankans
á hvern íbúðareiganda, en félag-
ið verður að bera ábyrgð á
öllu láninu. Þá ætti að mega
veita annars veðréttar lán hverj
um einstökum íbúðareiganda.
Hagkvæmast væri að útvega
byggingalán á þann hátt, að
bankar á staðnum og sparisjóð-
ir veiti byggingalán að fengnu
Skýrslsa sérfræðiitgs Efiísnæðismálastiórnar
að lagt sé fram töluvert eigið
fé, en kröfuna um framlag af
eigin fé verður að lækka frá
því, sem nú er. Skylda verður
lifeyrissjóðina til þess að koma
verulegum hluta af tiltæku fé
sinu — t. d. 2/3 — fyrir í ríkis-
lánum eða lánum með ríkisá-
byrgð, en að lífeyrissjóðirnir
geti ráðstafað afgangsfé sínu
sem beinum íbúðarlánum til fé-
lagsmanna sinna, m. a. sem ann
ars veðréttar lánum með ábyrgð
íbúðabankans. Rílrisstjórnin.
með umboði Alþingis, verður að
kveða á um, hversu mikil útlán
fjölskyldur og gamalmenni. Slíkt
aðstoðarfyrirkomulag á félags-
legur.. grundvelli er alla vega
æskileg framkvæmd á sviði
byggingamála.
_>f Löng lán.
Lán Ibúðabankans eiga að
vera til langs tíma, og er þá
gert ráð fyrir stöðugu verðgildi
peninganna. Afborganir vérða
lágar fyrst f stað, enda gert ráð
fyrir, að þær hækki smám sam-
an. Auk þess sé fyrirvari um
sérstaka hækkun á afborgunum,
loforði íbúðabankans um lán.
íbúðabankinn ætti að hafa sam-
ráð við bæjar- og sveitarstjórn-
ir um skiptingu og val á lána-
umsóknum eftir héruðum eða
öðru leyti. Auk þess ætti bank-
inn að hafa trúnaðarmenn á
staðnum eða eigin starfsmenn,
sem kunnugir eru staðháttum í
hverju einstöku héraði. Bankinn
• tti sj álfur að ákveða lánsupp-
hæðir, eftir eigin mati, en ekki
veita lán eftir kostnaði íbúðar-
innar f hverju tilfeili, rúmmáli
eða flatarmáli. Mati á lánveit-
ingum verður að beita til þess
að hafa áhrif á íbúðabyggingar
eftir þvf, sem hagkvæmt þykir
að móta stefnuna í húsnæðis-
málum.
Lán sé fengið fyrir
^yggingu.
Eftir tiltekinn dag verða að-
eins veitt lán samkvæmt hinum
nýju lánskjörum til bygginga,
sem ekki hefur verið byrjað á
og ekki hafin smfði á, fyrr en
loforð eru fyrir hendi um lán.
Lán samkvæmt hinum eldri kjör
um séu aðeins veitt til bygg-
inga, sem þegar var byrjað á
fyrir þennan tiltekna dag. Leit-
azt verði við að takmarka lán
samkvæmt eldri kjörum og þvf
sett takmörk, hve lengi sú skip
an gildir.
Leitazt verði við að breyta
stuttum lánum f löng lán f spari
sjóðum, lífeyrissjóðum o.s.frv.
Jafnframt verði reynt að fá
bankana til þess að taka að sér
byggingalán f samræmi við lof-
orð um breytingu á lánum.
_>f Lagðar undir
bankann.
Ibúðabankinn taki við starf-
semi Húsnæðismálastofnunar
ríkisins, stjórnar byggingasjóðs
verkamanna svo og fjármála-
ráðuneytisins að þvf, er snertir
ábyrgð á annars veðréttar lán-
um. Að líkindum væri réttast
að Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins starfaði áfram sem sérstök
stofnun, en til greina ætti að
koma að breyta lánskjörum og
öðrum starfsháttum í samræmi
við það, sem verður f lbúða-
bankanum. Bankinn verður að
hafa eigin stjóm, sem ber á-
byrgð á rekstri bankans innan
þess ramma, sem markast af
lögum, þeirri stefnu, sem Alþingi
og ríkisstjóm ákveður og þeim
útlánareglum, sem gilda á hverj
um tíma. Nærtæk lausn virðist
vera að endurskipuleggja Veð-
deild Landsbankans, en þannig,
að hún verði sjálfstæð stofnun
með eigin stjóm.