Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Föstudagur 19. júlí 1963. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgréiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 l(nur). '^’-entsmiðja '7teis. — Edda h.f. íbúða banki Skýrsla hins norska bankastjóra um íslenzk íbúða- mál er í senn nokkur áfellisdómur um íslenzk bygg- ingamál síðustu áratugina og einnig vísir fram á veg- inn til bættra aðgjörða. Bankastjórinn bendir réttilega á að ekki hefir verið nægilegt aðstreymi lánsfjár til íbúðabygginga, vextir af íbúðalánum hafa verið óeðlilega háir og lán- veitingar hafa verið illa samræmdar. Á öll þessi atriði hefir verið drepið hér í Vísi, og orsakimar einnig rakt- ar, sem að baki liggja, því enginn skyldi halda, að þessi atriði hafi ekki fyrr verið ljós. En skýrsla banka- stjórans undirstrikar nauðsyn þess að úr þeim sé bætt sem allra fyrst, og gefur hún því máli góðan byr. Tillögur hans til úrbóta em hinar athyglisverðustu, og þá fyrst og fremst tillögur um breytt skipulag í byggingamálunum. Þær verða tiltölulega auðveldlega framkvæmdar, en hitt er aftur erfiðara, að finna í einni svipan mjög aukið fjármagn til íbúðabygginga. Kjaminn í tillögunum er stofnun íbúðabanka, sem taki að sér hlutverk Húsnæðismálastjómar og lána- sjóðanna sumra. Norðmenn hafa tekið upp þessa skip- an hjá sér og telja hana hafa reynzt vel. Aðalkostur- inn er að lánin yrðu þá á einni hendi og einnig yrðu væntanlega settar strangari reglur um hagsýni í bygg- ingum, en þær skortir nú mjög, eins og nýlega var bent á hér I forystugrein. Á næstunni verða þessar tillögur til umræðu. Þær munu koma róti á þessi mál og er það vel. Lækkun byggingarkostnaðar er ein raunhæfasta kjarabót al- mennings. Það má ekkert til spara svo hún verði sem víðtækust. , _ Lifandi kirkja Á sunnudaginn heldur þjóðin enn Skálholtshátíð og nú verður hin nýja dómkirkja vígð. Allt teiknar til þess, að í hugum þeirra þúsunda, sem þangað koma eftir tvo daga, verði hátíðin þó fyrst og fremst sögulegs eðlis, frémur en trúarleg. Þjóðkirkjan á sorglega litlar rætur í hugum þjóðar- innar. Þjóðin og kirkjan hafa smám saman verið að fjarlægjast á undanförnum áratugum, illu heilli. Nokk- ur merki þess hafa þó sézt upp á síðkastið, að hér sé að verða breyting á. Æskulýðsstarfsemi þjóðkirkjunn- ar er hér heilbrigður vottur og einnig styrkara og ein- arðara starf margra þjóna hennar úti á meðal fólksins. Það færi vel ,ef vígsla Skálholtskirkju gæti orðið upphafið að endurvakningu í þessum efnum. Kirkjan þarf að vera lifandi afl og laga sig að kröfum hinna nýju tima, ef hún á að ná til þjóðarinnar. Enda kennir sjálf kirkjan að trúin sé ávallt ný. Þar í er fólgin lyk- illinn að huga þjóðarinnar. Sumarhótelið að BUÐUM Nú þessar vikumar, þegar Reykvíkingar í sínum sumarfríum og helgarferðum leggja leið sína út úr borginni í leit að fögrum stöðum, í leit frá allri mannþrönginni, TVTú er þetta ekki skrifað í áróðursskyni fyrir þá Snæ- fellinga, enda hafa þeir vfst hug á flestu öðru en auknum ferða- mannastraumi. Staðreyndin er einfaldlega sú, að Snæfellsnesið hrífur hvern þann sem þangað kemur. Ofan á þetta bætist, að mitt í allri fegurðinni, innan um ætíð hefur verið fullsetið hvert rúm í hótelinu, og auk þess hef- ur þar matazt fjöldi fólks, sem búið hefur í tjöldum í nágrenn- inu. A llt frá 1956 hefur Lóa Krist- jánsdóttir, kona Friðsteins Jónssonar veitingamanns, verið Sumarhótelið að Búðum. þá verður það að teljast í meira lagi undarlegt, hversu þeim ferðum er hagað og hvert haldið er. Yfirleitt er straumur- inn suður á bóginn, þ. e. Þingvellir, Laugarvatn, Álftavatn, ellegar aðrir staðir í grennd við höf- uðstaðinn. En ef Reyk- víkingar legðu á sig tveggja tíma keyrslu til viðbótar, þ. e. ækju í fimm tíma, Hvalfjörð- inn, Borgarfjörðinn og upp Mýramar, síðan vestur Snæfellsnesið, þá uppgötvuðu þeir ekki að eins hentuga helgarferð, heldur einnig eitt falleg- asta hérað landsins. — hentugur og skemmti- legur gisti- stuður hraunborgirnar, með Faxaflóann á aðra hönd og Snæfellsnesfjöll in á hina, stendur lltið heimilis- legt hótel — sumarhótelið að Búðum. AF SNÆFELLSNESI Hótel hefur verið þarna á staðnum allt frá árinu 1948, en það er ekki fyrr en seinni árin sem augu fólks hafa opnazt fyrir þvl, hversu ákjósanlegur staður Búðir eru til gistingar. Hefur svo verið síðustu sumrin, að hótelstýra að Búðum og rekið hótelið með miklum myndar- skap. Þegar Vísismenn gistu hótelið 1 síðustu viku, sagði Lóa, að það sem af væri sumrinu hefði ávallt verið fullt hjá henni og mikil eftirspurn eftir gistingu I allt sumar. Við höfum hótelið opið í tæpa þrjá mánuði í sum- ar, frá 20. júní til mánaðamót- anna ágúst—september. Tekur hótelið 30—40 manns, en alls eru þar 15 herbergi. Eru mörg herbergjanna þannig útbúin, að hentugt er fyrir fjölskyldur að búa í hótelinu. Mest er þetta sama fólkið sem kemur hér aft- Frh. á bls. 7. * 'i* Gamla „búðin“ Clausensverzlunarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.