Vísir - 19.07.1963, Blaðsíða 6
6
V í S I R . Föstudagur 19. júlí 1963,
I
i
I
Vinningar í
Happdrættis-
láni ríkissjóðs
Fyrir þremur dögum var dreglð
í B-flokki Happdrættislána ríkis-
sjóðs. Birtir blaðið hér í dag hæstu
vinningana. Um 1 og 2 þús. krónu
vinninga og enn lægri vísast til
Lögbirtingarblaðsins eða sérstakr-
ar vinningaskrár sem fáanleg er i
fjármálaráðuneytinu og hjá bæjar-
fógetum og sýsiumönnum.
75 þúsund krónur — 137.105
40 þúsund krónur — 146.794
15 þúsund krónur — 15.212
10 þúsund krónur — 16.879
63.922 — 67.321
5 þúsund krónur: 13.823 —
50.900 — 102.926 — 108.996
123.199.
1
S.I. sunnudag var hald-
in fyrsta almenna guðs-
þjónustan í hinni nýju
kirkju Klakksvíkinga í
Færeyjum. Kristjáns-
kirkjan er kennd við
Kristján tíunda Dana-
konung og reist að
miklu leyti fyrir fé sem
gefið er úr sjóði til minn
ingar um konunginn.
Kirkjan tekur um 900 manns
i sæti, 500 á gólfi og fjögur
hundruð á svalir. Hæðir kirkj-
unnar eru tvær auk gólfsins.
Hægt er að draga fyrir svalim-
ar þegar kirkjusóknin er ekki
mikil.
Fyrir enda kirkjunnar, yfir
altari, ris mikið og voldugt
listaverk, „Hin heilaga kvöldmái
tíð“ eftir Joakim Skovgaard,
frægt listaverk f Danmörku,
sem hefur í mörg ár verið á
Lisasafni ríkisins I Kaupmanna-
höfn. Gamall áttæringur hefur
verið settur upp undir þak
kirkjunnar. Skírnarfonturinn er
víkingagripur frá 11. öld, gefinn
af Þjóðminjasafninu..
Kirkjan er byggð að nokkru
leyti úr færeysku basalti,
Sagt frá hinni nýju
og fögru Kristjáns-
kirkju í Klakksvík
gluggar háir, hvítmálaðir, þakið
klætt flísum. Kirkjan er talin
hafa heppnazt með afbrigðum
vel. Arkitekt Ivar Peter Koch,
sem kynnti sér kirkjubyggingar
á Færeyjum, fór margar ferðir
á sjó og landi til að kynnast
kirkjustæðinu, las um Færeyjar
og Færeyinga í skáldsögum
þeirra og fræðibókum, leitaðist
síðast en ekki sízt við að fella
kirkjuna inn í umhverfið, með
þvf að taka fullt tillit til nátt-
úrulegra kringumstæðna.
Kirkjan kostaði tvær milljónir
danskra króna.
Helminginn greiddi sjóðurinn
sem stofnaður var til minning-
ar um Kristján X, dansk-fær-
eyski menningarsjóðurinn gaf
allt sem þurfti £ kirkjuna að
innan, Listasjóður danska rík-
isins greiddi fyrir mósaikgiugga
eftir dönsku listakonuna Ulriku
Marsen, þingið iagði fram pen-
ingaupphæð og kunnur skip-
stjóri og kona hans gáfu veru-
Iega upphæð til byggingarinnar.
Færeyingar eru mjög ánægðir
með þessa nýju kirkju. Um 1500
manns voru viðstaddir þegar
vígslan fór fram.
unni
Kirkjan er úr færeysku basalti, tréverk er tjargað og þakið er lagt norskum skífum.
Hið mikla verk Joakim Skovgaard, „Hin heilaga kvöldmáltíð, stend-
ur fyrir enda kirkjunnar. Málverkið ákvarðaði stærð kirkjunnar.
í portúgölsku Guineu
KROSSGATU-
VERÐLAUN VÍSIS
Innrás
Landvamaráöherra Portúg:
segir innrás hafa verið gerða
Portúgöisku Guineu í Vesti
Afríku, bæði að sunnan- og noi
anvcrðu frá, en aðallega að sunna
Vegna sumarleyfa hafa orðið
nokkrar tafir á þvl að dregið
hafi verið úr réttum lausnum í
verðlaunakrossgátu Vísis og eru
lesendur beðnir velvirðingar á
þvL Eftirtaldir hafa hlotið 5J0
kr. vertmrm íyrir fjórar siðustu
krossgáturnar, 1. júni, 15. júní,
22. júní og 29. júni:
Sigurður Amgrímsson
Stigahlfð 32.
Oddur Ólafsson, Seljavegi 39.
Hörður Ágústsson,
Litlanesi, Skerjafirði.
Ámi ^rnason,
Giisbakkavegi 13, Akureyri.
Verðlaunahafarnir geta vitjað
500 krónanna á skrifstofu Vlsis,
Laugavegi 178.
Telur hann að um 15% af flat-
armáli landsins séu á valdi innrás-
arflokka sem forðist átök við vam-
ariið Portúgala. Að norðanverðu
er aðallega um skyndiárásir smá-
flokka frá Senegal sé að ræða og
talið, að þær árásir séu gerðar í
truflunarskyni.
Kunnugt er, að liðflutningar eiga
sér stað frá Portúgal til nýlend-
unnar og til viðbótar miklu liði
sem fyrir er munu nú vera ný-
lagðir af stað þangað 200 hermenn.
Portúgal' hefir tekizt að halda
innrásarflokkum i nýlendum sínum
í skefjum, síðan er átökunum miklu
Iauk í Angola, en manntjón var
mikið í þeim á báða bóga.
Það veldur einkum áhyggjum
nú, að innrSsarflokkarnir sem
ráðizt hafa inn i P. Guineu að
sunnanverðu frá em vel vopnaðir
og sennilega þjálfaðir af kommún-
istum, sem sendir hafa verið þeirra
erinda til nágrannalanda P. Guineu
frá kommúnistalöndunum austan
tjalds.
Innrásin er vafalaust einn liður
í baráttu blökkuþjóðanna til að
hrinda nýlenduveldi Portúgals í
Afríku í rúst. Ekki verður enn séð
hvort hér er um að ræða nema
aðgerðir til þess að vekja athygli
á þessari baráttu, rétt fyrir fund
Öryggisráðsins um nýlendur
Portúgals og stefnu Portúgals
þær varðandi — eða annað meira,
þ. e. árásir ekki aðeins á þessa
nýlendu Portúgalsmanna heldur
og aðrar nýlendur þeirra í. álf-
unni.