Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 24. júli 1963. leik / í gærdag kom meist- araflokkur Vals heim úr keppnisferðalagi frá Noregi. — Liðinu gekk mjög vel í ferðinni. Alls l léku Valsmenn sex leiki, fimm í Noregi og einn leik í Danmörku. Sigr- uðu þeir fimm leiki og gerðu einn jafntefli. Vísir hafði í gærdag samband við Ægi Ferdinandsson, form. knattspyrnudeildar Vals og spurði hann um gang ferðarinn- ar. Eins og skýrt hefur verið frá áður hér á síðunni, sigruðu Valsmenn fyrsta leikinn 1.2, ei' gerðu slðan jafntefli við úrval úr Blomdal, sem var eini leik- urinn, sem þeir sigruðu ekki i í ferðinni. Þriðji leikur Vals i ferðinni var gegn úrvalsliðinu Kongs- vinger. Fór sá leikur fram í sól og nokkuð mikium hita. Þeim ieik lauk með sigri Vals, 5:3. Því næst var haldið til Trysil, sem er um fjögur þúsund manna bær. Þar var leikið við Trysil Gutterne og sagði Ægir að það hefði verið sterkasta liðið sem þeir léku við, m. a. hafði liðið verið styrkt með fjórum góðum I. deildar leikmönnum og voru þrír af þeim frá hinu kunna norska liði, Skeið í Osló. En svo fór, að Valur sigraði iiðið með þremur mörkum gegn engu. Bergsveinn Alfonsson skoraði öll mörkin og var hann mjög markheppinn í flestum leikjum. Stuttu eftir ieikinn í Trysil kepptu Valsmenn við gestgjafa þeirra í Hamar, en liðið leikur í norsku III. deildinni. Lauk þeim leik einnig með sigri Vals, 5:3. í leiknum meiddist Magnús Snæbjörnsson og þurfti hann að letta læknis til þess að láta sauma saman skurð, er hann fékk á enni. Leikurinn var vel leikinn af báðum aðiíum, enda er völlurinn einn sá bezti þar í landi. Eftir dvölina hjá Hamar héldu Valsmenn til Osló, stigu þar á skipsfjöl og héldu til Kaup- mannahafnar og dvöldu þar í 3 daga. I Lyngby, einni af útborg Kaupmannahafnar, léku Vals- menn og sigruðu 5:4. Frá Kaup- mannahöfn var haldið aftur til Noregs og komið þaðan með flugvél. Ægir kvað ferðina hafa geng ið mjög vel og allir voru ánægð ir. Einnig kvaðst hann vona að meistaraflokkur félagsins mætti nú ákveðnari og samstilltari tii leiks í I. deild íslandsmótsins. Vormóti í knattspyrnu í Hafnarfirði lokið Vormóti í knattspyrnu í Hafnar- firði er nýlokið. Leikar fóru þannig: 1. fl. Haukar: F.H. 3:2, 2. fl. Hauk- ar:F.H. 2:1, 3. fl. HaukanF.H. 7:2. 4. fl. HaukanF.H. 1:0. 5. fl. F.H.: Haukar 2:1 Haukar tóku þátt í mi.ðsumars- móti 1. fl. í Reykjavík. Þeir unnu Val með 4:1, unnu Þrótt með 6:0, gerðu jafntefli við K.R. 1:1, en töp- uðu fyrir Fram með 1:0. Núverandi stjórn Hauka skipa eftirtaidir: Óskar Halldórsson form. Egiil Egilsson varaform., Jón Eg- ilsson gjaldkeri, Rut Guðmundsd. ritari, Þorsteinn Kristjánsson fjár- málaritari. Meðstjórnendur eru: Guðsveinn Þorbjörnss., Jón Pálma- son og Bjarni Jóhannesson. Þá eiga sæti í stjórninni formenn sérdeilda, en þeir eru: Garðar Kristjánsson form. knattsp.deiidar, Víðir Símon- arson form. handknattleiksdeildar og Sigurður Jóakimsson form. frjálsíþróttadeildar. Það er ekki lengra en ár síðan að það hlakkaði í flestum knattspyrnuliðum, En hvað hefur gerzt? kunna margir að spyrja. Við ræddum fyrir nokkru við þjálfara Breiðablik.s,:Guðmund Guð mundsson, én aílir sem til {i'ekkja eru á einu máli um að hann eigi stóran þátt í velgengni liðsins. — Ástæðan er einfaldlega sú, að strákarnir hafa mætt vel á æfing- Framh. á bls. 3. Handknattleiksmótið ab Hörbuvöllum í gærkvöldi fóru fram tveir leikir í íslandsmót- inu í handknattleik utan húss. Annar leikurinn var í meistaraflokki karla, en hinn í meistarafl. kvenna. Fyrri leikurinn var milli ÍR og Víkings, en kvenna- íeikurinn milli FH og Vík- ings. Víkingarnir byrjuðu ákveðnari á móti ÍRingum og ekki var liðin mínúta er Björn Bjarnarson skor- ar fyrir Víking af línu. Það var ekki fyrr en Víkingar höfðu skorað 4 mörk, þegar IR tekst að skora. í fyrri hálfleik höfðu Víkingar tveggja tii þriggja marka forystu og er hálfleik lauk stóð 9:6. — í seinni hálfleik byrjuðu ÍRingar að sækja meira á og stuttu áður en ieik lauk stóð markatala 17:16. Var bá einum liðsmanni Víkings vísað af velli. Hugðust ÍRingar rétta hlut sinn og ná yfirhöndinni með því "ð byrja að leika maður á mann. "n svo illa tókst til fyrir ÍR, að bað voru Víkingar, sem skoruðu tvö mörk áður en dómarinn, Birgir Björnsson, flautaði af. 1 heild má segja um leikinn, að hann var nokkuð skemmtilegur, en bó aldrei spennandi fyrr en undir lokin. Víkingarnir notuðu hornin betur en ÍRingar og var spil þeirra betra. Hjá ÍR mátti sjá skemmti- iegar sendingar á línu. ÍRingar hafa nú endurheimt eina af sínum gömlu kempum, Pétur Sigurðsson og átti hann góðan leik, en tvímælalaust var Gunnlaugur bezti maður liðsins. Langbeztur Víkinganna var Þórður Ingi og einnig átti Helgi í markinu góðan leik, en eklii bar mikið á landsliðsmanninum Rósmundi. leikinn á Hörðuvöllum í gær og Á eftir leik karla sigruðu FH- var það heldur ófögur sjón að sjá stúikurnar Viking með 8 mörkum leikmenn skjálfandi og bláa i fram- gegn 3. — Kuldi setti sinn svip á I an af kulda. B. Þrisvar sinnum á alls 130 sek. hafði Patterson verið sleg- inn í gólfið áður en dómarinn taldi hann út. En þrátt fyrir þessa slæmu útreið ætlar Patterson ekki að hætta. „Ég er ákveðinn í að æfa og slást í þriðja sinn við Liston“, segir hann. — En allir eru á sama máli um að Patterson hafi ekkert í Liston að gera. I j«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.