Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 16
Miövikudagur 24. júlí 1963. ^m^mm^^^—mm~—mmmm 80 KR-ingar fnra uton 80 kátir KR-ingar héldu til Danmerkur í morgun til keppni í knattspymu. Er þetta stærsta keppnlsför sem farin hefur ver- iö. Ljósmyndari Vfsis B.G. tók þessa mynd af hópnum áður en hann steig inn f flugvélina. Fjérír verkfræðingar ráða ir á grundvelli Kjaradáms Stéttarfélag verkfræðinga reynir að ómerkja Kjaradóm með kæru til Félagsdóms. Nú er útrunninn frestur til að sækja um stöður verkfræðinga, sem auglýstar voru hjá Vega- málastjóminni. Fjórir verkfræð- ingar sóttu og vom allir ráðnir, en þeir taka laun sín að sjálf- sögðu samkvæmt Kjaradómi. Samkvæmt honum em föst laun almennra verkfræðinga, sem em f 22. launaflokki, 13 690 kr. eftir 3 ár, og Iaun deildarverk- fræðinga, sem em f 24. flokki, em 15 240 krónur eftir 3 ár. Ráðning þessara fjögurra verk- fræðinga gerist á sama tíma og stéttarfélag verkfræðinga er f verkfalli og hefir haft stór orð um þá aðila rfkisvaldsins, sem lögum samkvæmt auglýsa eftir verkfræðingum f lausar stöður á gmndvelli Kjaradóms. Hinrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri stéttarfélagsins, sagði eftirfarandi í viðtali við Vísi í morgun: „Við teljum ráðningu verk- fræðinganna hjá vegamálaskrif- stofunni verkfallsbrot og brot á vinnulöggjöfinni og munum Framh. á bls. 5 • ■ > v:. Kvöldsal- ar mynda samtök Kvöldsalar í Reykjavfk hafa f hyggju að stofna með sér sam tök á næstunni. Var fyrsti fund ur þeirra haldinn í gær og á- kveðið að fresta formlegri féiags stofnun til annars fundar á næstunni. Félagsstofnun þessi er komin til vegna þess að kvöldsalar telja hagsmunum sínum hætt vegna fyrirhugaðra breytinga á lokunartíma sölubúða og kvöld- sölubúða, en kvöldsalar telja hagsmuni sína verða skerta ef fyrirhugaðar breytingar á lokun- artíma ná fram að ganga. Bræla á miðunum VR KVARTAR YfíR ÞREM VERILUNUM Verzlunarmannaféiag Reykja- víkur hefur mótmælt kvöldsölu á kjöti og öðrum matvamingi úr þremur verzlunum í Reykja- vfk. Er um að ræða verzlanir, sem hafa fengið leyfi til sölu á mjólkurvarningi og lftur Verzlun armannafélagið á sölu á öðrum varningi sem brot á samningum Kaupmannasamtakanna og fé- lagsins, auk þess sem það sé lögbrot. Guðmundur Garðarsson, for- maður Verziunarmannafélags Reykjavíkur, sagði Vfsi í morg- un, að umrædd kvöldsala væri brot á samningum vegna þess að í þeim væri gert ráð fyrir ákveðnum vinnutíma, og fælust ekki í þeim vinnutíma störf á helgidögum f verzlunum sem þeim er kærðar hafa verið. Þá sagði hann, að í lögum væri bann við umræddri verzlun með matvörur alla helgidaga, og þar á meðal sunnudaga. Guðmundur kvað Verzlunar- mannafélagið vita um fleiri verzlanir, sem stunduðu óleyfi- leg viðskipti á sunnudögum og væri mál þeirra f athugun. Ef okkur verður ekki sinnt, sagði Guðmundur, munum við grfpa til hvers kyns ráðstafana sem við teljum nauðsynlegar til að hindra frekari brot á samning- Leiðinda bræla hefur verið á síldarmiðunum og var veiði léleg. Síld- arleitin á Raufarhöfn vissi af um 20 bátum, sem höfðu fengið ein- hvem afla í nótt og í morgun. Höfðu flestir bátanna verið á veiðum norðan í Digranesflaki, Héraðsflóa og á Seyðis- fjarðardýpi. Mest mun síldin hafa farið til Vopnafjarðar. Þessir bátar höfðu tilkynnt síldarleitinni á Raufarhöfn um afla: Grótta 500, Sigurður Bjarnason 900, Snæfell 200, Sæ- fari AK 500, Arnarnes 200, Stein grímur trölli 500, Þráinn 200, Helga Björg 600, Skagaröst 200, Andrés 200, Sigurfari Ak. 180, Guðmundur Þórðarson 100, Gull ver 100, Jón Guðmundsson 160, Mánatindur 200. Einnig vissi síldarleitin um fimm önnur skip sem fengið höfðu afla. Ægir leitaði síldar sunnan 1 Digranesflaki og lóðaði hann á síld þar. Hvorki Fanney né Pét- ur Thorsteinsson höfðu orðið síldar vör í morgun. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna í V.-Skaftafellssýslu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Vestur-Skaftafellssýslu verður haldið að Eyrarlandi í Mýrdal sunnudaginn 28. júlí n.k. kl. 8.30 síðdegis. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra og Steinþór Gests- son bóndi, Hæli, flytja ræður. Leikaramir Ámi Tryggvason og Klemens Jónsson skemmta. Enn fremur syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, með undirleik Skúla Halldórssonar píanó- leikara. Dansleikur verður um kvöldið. um. Laxveiðin glæðist óðum Laxveiðin hefir glæðzt mjög upp á síðkastið í ám Stangaveiði félags Reykjavíkur. Samkv. upplýsingum frá Ó. J. Ólasyni form. SVFR, hefir lax- gengd verið mikil í Elliðaánum að undanförnu, er nú kominn meiri lax í gegn um teljarann en s.l. sumar og hefir veiðin verið mjög góð undanfamar vik- ur, t.d. veiddust þar 25 laxar nú á mánudaginn. í Laxá í Kjós hefir einnig ver- ið mjög mikil ganga að undan- förnu og lax kominn upp alia ána, allt upp fyrir Hækingsdal, svo og í Bugðu og Meðalfells- vatn, en þar hafa þegar veiðzt nokkrir laxar, þ.á.m. einn 16 punda. Á laugardaginn var veidd ust á neðra svæðinu einu 33 lax- ar. Norðurá hefur verið með bezta móti í sumar. Laxinn var kominn þar strax þann 1. júní, og hefir veiðin verið góð alltaf síðan, en nokkuð misjöfn eftir vatni og veðri. Þann 20. þ.m. höfðu veiðzt þar 520 laxar, hefir 3 daga veiði oft komizt yfir 50 laxa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.