Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Mlðvikudagur 24. júlf 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: Afkoma ríkissjóðs árið (Greinargerð þessi var flutt í fréttaauka útvarpsins í gær- kvöldi). Rfkisreikningurinn fyrir árið 1962 hefur nú verið gerður upp. Tekjur umfram áætlun. Tekjur ríkissjóðs voru áætl- aðar f fjárlögum 1752 milljónir. Pær urðu 2062 milljónir og fóru þannig 310 milljónir fram úr áætlun. Gætir þar mest aðflutn- ingsgjalda af innfluttum vörum, en það eru verðtollur, vöru- magnstollur, innflutningsgjald, innflutningssöluskattur og bif- reiðagjald. Pessi aðflutnings- gjöld urðu samtals um 214 millj- ónum hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stafar þetta af því, að inn- flutningur tii landsins varð miklu meiri en reiknað var með, þegar fjárlög voru samin. Tekju- og eignarskattur varð 24 milljónir umfram fjárlög, og tekjur af ríkisstofnunum 11 miHjónir umfram. Niðurgreiðslur, launa- hækkanir og verklegar framkvæmdir. Otgjöld rfkissjóðs voru áætluð í fjárlögum 1749 milljónir. Þau reyndust 1871 milljón króna efia 122 milljónum hærri en fjárlög ráðgerðu. Orsakir þess eru eink- um þrjár. I fyrsta lagi urðu niður- greiðslur á vöruverði innan- lands og uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur samtals 378 milljónir umfram fjárlög. Þegar fjárlögin voru samin, stóð yfir ræklleg athugun fyrirkomulags á niðurgreiðslum og gerðu menn sér vonir um, að unnt væri að lækka þessi útgjöld verulega. En það reyndist ekki fært. í öðru lagi var í fjárlögum reiknað með 4% launahækkun frá 1. júní 1962, eins og stéttar- félög höfðu þá samið um. En vegna frekari almennra kaup- hækkana fengu rfkisstarfsmenn 7% launahækkun til viðbótar. Kostnaður við þær launahækk- anir, sem fjárlögin höfðu ekki gert ráð fyrir, hefur numið yfir 20 milljónum. í þriðja lagi urðu framlög til samgöngumála, þ. e. vega, brúa, flugvalia og samgangna á sjó rúmlega 20 milljónir yfir áætl- un. Vaxtabyrðin 6 milljónir undir áætlun. Nokkrir útgjaldaliðir fjáriag- anna urðu undir áætlun. Einn þeirra skal nefndur hér. Það eru vaxtagreiðslur rfkissjóðs. Áætl- að var f fjárlögum, að vaxtabyrð in yrði rúmar 9 milljónir, en hún varð aðeins 2.8 millj., eða rúm- lega 6 milijónum lægri en áætl- að var. Stafar þetta einkum af hagstæðari stöðu rikissjóðs gagn vart Seðlabankanum en áður. Lausaskuldir engar. Lausaskuidir voru engar f árs- lok 1962 og er það annað árið í röð. Auk tekna og gjalda sam- kvæmt fjárlagaliðum eru ýmsar útborganir og innborganir hjá ríkissjóði, sem hafa áhrif á greiðslujöfnuðinn. Eru það hreyfingar á geymslufé, aukið rekstrarfé ríkisstofnana, veitt lán, fyrirframgreiðslur o. fl. Greiðsluafgangur 162 millj' Þegar öll þessi atriði eru upp- gerð, er greiðsluafgangur ríkis- sjóðs á árinu 1962 162 milljónir króna. 39 milljónum króna af greiðsluafganginum hefur þegar verið varið til þess að greiða upp gamla skuld rfkissjóðs við Seðlabankann. Eins og nú er ástatt i efna- hagsmálum, framkvæmdir mikl- ar, atvinnulíf blómlegt og víða skortur á vinnuafli, er ekki rétt að verja neinu af greiðsluaf- gangi rfkissjóðs til aukinna fram kvæmda nú. 1962 Hundrað milljónir í Jöfnunarsjóð ríkisins. Fyrir rúmum þrem tugum ára voru sett lög um Jöfnunarsjóö rfkisins. Samkvæmt þeim iðg- um skal leggja í þann sjóð tekjuafgang ríkissjóðs, þegar hann fer fram úr tiltekinni upp- hæð. Fé úr þessum sjóði má aðeins nota til þess að lækka skuldir ríkisins, mæta tekjuhalla rfkissjóðs, ef svo ber undir, en fyrst og fremst skal nota fé sjóðsins til þess að auka atvinnu og framkvæmdir þegar atvinnu- brestur verður og afturkippur f framkvæmdum. Þessi Iög hafa aldrei verið framkvæmd. En þau standa enn í góðu gildi. Rfkisstjómin vill nú láta þessi merku lög koma til fram- kvæmda og hefur þvf ákveðið að leggja f Jöfnunarsjóð rfklslns eitt hundrað milljónir af greiðslu afgangi rfkissjóðs á árinu 1962. Rögnvaldur Hannesson Hér birtist bréfkafli eftir ungan stúdent Rögnvald Hann- ess'on. Hann ritaði þetta bréf frá Siglufirði til Ólafs Gunnarssonar sálfræðings eftir að hafa hlýtt á fyririestur hans um vandamál æskunnar f útvarpinu fyrir skömmu. Mikið er rætt og ritað um vandamál æskunnar en það er ekki oft sem rödd æskumanna sjálfra heyrist, og þá jafn skelegg og hér. Birtir Visir kafla úr því með ieyfi höfundar. Eins og fram kemur í bréfinu dvaldist Rögnvaldur árið 1962 f bandarískum menntaskcfa, en hann vann verðlaun f ritgerðar- samkeppni New York Herald Tribune, sem árlega er haldin. Rögnvaldur starfar f sumar á síldarsöltunarstöð á Siglufirði: Ágæti vinur. Ég fékk þá hugmynd að hripa þér nokkrar ifnur héðan úr grútarbænum eftir að ég hafði hlýtt á hið sköruglega erindi þitt í útvarpinu sl. mið- vikudagskvöld. (Aldrei fór þó svo að ekki væri hlustandi á okkar alræmda Ríkisútvarp). Napurt háð og blákaldar stað- Bréf frá ungum manni: Uppeldismálin eru í óviðunandi hrærigraut reyndir hittu sannarlega f mark. Mér hefur fundizt að uppeldis og menningarmál okkar tslend- inga væru f óviðunandi hræri- graut. Ég segi hrærigraut, vegna þess að framkoma eldri kynslóðar við okkur hina ungu menn, er sannarlega grátleg. A. m. k. við sem erum orðnir átján ára og eldri erum algjörlega settir á bekk með hinum eldri f þjóðlffinu f raun og þá sér- staklega f atvinnulífinu og ýms- um borgaralegum skyldum og réttindum svo sem skattar og önnur opinber gjöld heimilis- stofnun o. s. frv. I sumum atrið- um t. d. sem varða kosningarétt og áfengiskaup, erum við laga- lega séð útilokaðir enda þótt réttlætistilfinning aHs þorra manna fyrir hinu síðarnefnda sé engin til. T ái mér það hver sem vill þótt ég segi að hér hlýtur að skapast ósamræmi sem hinn ungi maður sættir sig ekki við. Við verðum að horfast í augu við það, að þjóðfélagshættirnir nú á dögum gera ungt fólk þroskaðra og diarfara til ills eða góðs en áður var. Mér finnst að annað hvort verðum við að umgangast ungt fólk eins og unglinga, eða hreinlega við- urkenna að það sé fullþroska og sjálfstætt, og þá um leið á- byrgir einstaklingar. Og enn annað. Við íslending- ar virðumst ekki hafa tíma né þekkingu til að ala okkar fólk upp. Skólar okkar eru ýmist réttarsalir, þar sem sakborn- ingur er tekinn til yfirheyrslu og Iátinn gera grein fyrir hvort hann hefur lært (helzt utan að) það sem kennaranum þóknaðist að setja honum fyrir, eða þá þeir eru kumbaldar utan um Ieiðindi, þar sem rfkir mismun- andi miskunnsamur (og sæmi- lega menntaður) einvaldur, beit- andi ýmsum refsingum ef nokk- ur dirfist að vera upp á kant við hann. g fullyrði ekki að engar undantekningar séu til, en ég hefi aldrei heyrt haft hátt um fslenzkan skóla, þar sem nemendum þætti gaman að vinna, eða áhugi þeirra fyrir námi örvaðist til muna. Þegar ég var f U.S.A. í fyrra, kynntist ég fyrirmyndarskóla (sá var einn af þremur er ég heimsótti). Mér þótti andrúmsloftið þar innanveggja reglulega gott og ólíkt því sem ég átti að venj- ast. Þrælsóttinn, þetta lffsspurs- mál íslenzkra menntastofnana virðist í litlum hávegum hafður. Studum mátti vart á milli sjá, hver hefði völdin í skólastof- unni, kennarinn eða nemendur- ir því að þeir voru ófeimnir við að spyrja um námsefnið og kennslan var í sumum greinum að verulegu leyti samræður milli kennara og nemenda. Sem sagt, kennsla var samvinna byggð á áhuga beggja. Skyldu svo ekki þessir fram- hleypnu unglingar gerast að- sópsmiklir útí frá? Því er fljót- svarað neitandi. Þeir skemmiu sér á óþvingaðan og frjálsmann- Iegan hátt. Það virðist engin telj andi innibyrgð gremja þeirra á meðal, sem þyrfti að fá útrás í taumlausri brennivínsdrykkju eða neinum skemmdarverkum. Þetta fólk var gott f umgengni, kurteist, og að því er virtist til- litssamt. eir voru unglingar með sína lifnaðarhætti og venjur, en ekki fullorðið fólk, og ekki í þeirra félagsskap sem slíkt, og virtust ekki hafa til þess brenn- Deilur Flæmingja og Vallona í Belgíu hafa harðnað að undan- förnu. Allmargir Belgar hafa ný- lega kært til mannréttindanefndar Evrópuráðsins vegna reglna'þeirra, sem gilda um það, hvort franska eða hollenzka skuli notuð við kennslu f skólum, en reglur þess- ar eru allflóknar og byggjast á því, hvernig fbúar skiptast eftir tungumálum á viðkómandi skóla- svæði. Kærur þær, sem borizt hafa eru frá fólki ,sem býr í nágrenni andi löngun á þessu stigi, enda skólaskylda til 18 ára aldurs og unglingavinna eins og hér, ekki til. Nú veit ég að ég lýsi bezta hluta bandarísku þjóðarinnar. En einhver skyldi nú halda að við hefðum f fullu tré við þá, svona á hátíðis- og tyllldögum, þegar þjóðarrembingsræðurnar um fornar súlur og frjálsa menn eru fluttar. Annars hefi ég ekkert á móti því að unglingar á lslandi verði snemma að mönnum, og taki þátt í atvinnulífinu. En við verðum þá að haga okkur sam- kvæmt því, og gera þá að þrosk uðum, ábyrgum mönnum í tíma. Briissel, svo og á svæðunum við Antwerpen og Ghent. Telja kær- endur, að stjórnvöldum sé skylt að halda uppi kennslu á frönsku í héruðum þessum, og krefjast bóta, þar sem það hefur ekki ver- ið gert. Þá krefjast þeir þess, að belgiskri löggjöf um tungumála- notkun f skólum verði breytt, þar sem hún fái ekki samrýmzt mann- réttindasáttmála Evrópu. Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins mun fjalla um kærurnar 25. og 26. júlf. Deilur harðna í Belgíu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.