Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 10
1C I I Framkvæmdir hafa staðið yfir allt þetta ár við byggingu Hall- grímskirkju á Skólavörðuhæð. Unnið er eftir nýgerðri fram- kvæmaáætlun Teiknistofu húsa- meistara ríkisins og Verkfræði- stofu Sig. Thoroddsen. Sam- kvæmt þeirri áætlun verður neðsti hluti allrar turnbygging- arinnar reistur á næstu 2 ár- um, en gólfflötur þeirrar bygg- ingar er um 610 ferm., cða þrefalt meiri en í kapellu kirkj- unnar, sem verið hefur í notkun s.I. 15 ár. Við framhaldsbyggingu sjálfs kirkjuskipsins kemur að því að kapellan raskast og verður ónot- hæf til guðsþjónustuhalds. Þess vegna er ákveðið að fullgera í hinni væntanlegu turnbyggingu nýtt húsnæði fyrir Hallgríms- söfnuð ,sem leyst getur kapell- una af hólmi, þegar þar að kem- ur, auk þess sem þar verður innréttað félagsheimili fyrir söfnuðinn og skrifstofur fyrir sóknarprestana. Um framhald byggingu Hall- grímskirkju á Skólavörðuhæð hefur húsameistari og verk- fraeðingur kirkjunnar nýlega gert — til athugunar fyrir for- ráðamenn kirkjubyggingarinnar — heildaráætlun um byggingu kirkjunnar í áföngum á næstu 11 árum, þannig að hún geti orðið fullgerð á 300. ártíð sr. Hallgríms Péturssonar árið 1974. Kannaðir eru nú ýmsir mögu- leikar á því að tryggja árlega nægilegt fjárfxamlag til fram- kvæmdanna til þess að hægt verði að vinna eftir hinni ný- gerðu áætlun að því að Hall- grímskirkja verði fullsmíðuð 1974. Hallgrímskirkju í Reykjavík berast nú margar góðar gjafir: Kr. 250.000.00 barst gjaldkera kirkjunnar nýverið frá Kvenfé- lagi Hallgrímskirkju I tilefni 20 ára starfsemi félagsins. Kr. 10.000.00 afhenti Guð- mundur Guðlaugsson frá ó- nefndri konu — minningargjöf um 100 ára afmæli foreldra hennar. Kr. 10.000.00 hefur Oddný Ól- afsdóttir, Hverfisgötu 92 B, Reykjavík gefið kirkjunni tii minningar um foreldra sína, önnu Guðbrandsdóttur og Ólaf Jónsson. Kr. 11.828.00 hefur gjaldkera kirkjunnar enn fremur nývenð borizt sem gjafir og áheit til Haligrímskirkju frá 40 öðrurn gefendúm Kr. 450.000 00 hefur verið út- hlutað af borgarfé úr Kirkju- byggingasjóðj Reykjavíkur til Hallgrímskirkju á þessu ári. ■ V í S * R . Miðvikudagur 24. júíl 1963. Nætur og helgidagavarzla frá 20. til 27. júií er f "esturbæjar *I Apóteki. Útvarpið Miðvikudagur 24. júlí JÍ Fastir liðir eins og venjulega. ": 20.00 Tónleikar: Léttir söngvar í* eftir Cole Porter. *: 20.15 Vísað til vegar: Um Keldu- «: hverfi (Einar Guðjohnsen). 20.30 Píanótónleikar. ■: 21.00 Alþýðumenntun, III. erindi Ij Um lýðskóla og lýðmennt- un (Vilhjálmur Einarsson »: kennari). í* 21.25 Frönsk ljóðalög. :« 21.45 Upplestur: Ðaníel Benedikts «; son frá Kirkjubóli í önund- arfirði flytur frumort kvæði ÍJ 22.10 Kvöldsagan: „Keisarinn í jl Alaska“ eftir Peter Groma, •J XVI. (Hersteinn Páisson). íj 22.30 Næturhijómleikar: Sumar- j! músík. :• 23.05 Dagskrárlok. ■:------------------------------- •: Sjónvarpið jl Miðvikudagur 24. júli :• 17.00 What’s My Line? ■; 17.30 Sea Hunt •: 18.00 Afrts News :• 18.15 The Screen News Digest ■í 18.30 The American Civil War / 19.00 My Three Sons :« 19.30 Frontiers Of Knowledge •: 19.55 Afrts News Extra :■ 20.00 Bonanza JÍ 21.00 The Joey Bishop Show I; 21.30 I’ve Got A Secret ;• 22.00 Fight Of The Week £ 22.55 Afrts Final Edition News I; 23.00 Northern Lights Playhouse *: „The Silver Star“ Ferðalög Litli ferðaklúbburinn, hefur í samráði við Æskulýðsráð skipu- lagt grasa og steinasöfnunarferð, sem jafnframt verður kynningar- ferð um nágrenni Reykjavíkur. BMM Einhvemveginn hefi ég á til- finningunni, að okkur muni ekki koma sem bezt sarnan við þessa nýju skrifstofustúlku. Hún kann að vélrita líka. í BLOÐUM i; FLETT Meyjabönd eru mjúk og smá mörgum samt þau halda. Að slíta hönd þeim fjötrum frá fæstir mega valda. Sigurður Breiðfjörð. Víðar brunnu íslenzkar bækur og handrit en hjá Áma Magnús- syni. Þegar Englendingar skutu á Kaupmannahöfn, árið 1807, kom upp eldur í orginni og brann þá mikið og merkilegt safn Gríms Thorkelín Ieyndarskjalavarðar, sem nam 4500 bindum að sögn, og hafði að geyma stórmerkileg íslenzk handrit, auk prentaðra bóka. Þá brann og orðabókin ís- lenzka, sem Jón Ólafsson Svefn- eyingur hafði unnið að í þrjátíu ár — var búið að prenta af henni 20 arkir. en prentsmiðjan og hand ritið og það sem prentað var, brann til ösku. EINA SNEIÐ... .. ég get ekki neitað því, að á stundum á ég örðugt með að sætta mig við einstök orð, eink- anlega þessi nýyrði, sem alltaf eru að skjóta upp kollinum öðru hverju... t. d. hugvísindi... ein- hvem veginn finnst mér, sem það sé gert og notað til vísindalegr- ar sundurgreiningar á visindum .... með öðrum orðum, að til séu tvenns konar vísindi, að minnsta kosti .... vísindi, sem krefjist nokkurrar hugsunar og önnur, sem ekki krefjist neinnar hugsunar, eða þá svo sáralítillar, að ekki taki því að minnast á það ... þetta er efaust rökrétt hjá þeim, maður skyldi sfzt væna þá, sem að þessu standa, um hug- takabrengl eða annað þess hátt- ar... og þegar maður athugar þetta betur, þá er ef til vill þarna fundin skýringin á því, hvað nið- urstöður vísindamanna virðast oft vanhugsaðar... STRÆTIS VAGN- HNOÐ Mæðir nú á oss margur vandi, sífelld árgæzka á sjó og landi, engin verkföll, á svo strandi — og Krusthov orðinn Kínafjandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.