Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 11
V í S IR . Miðvikudagur 24. júlí 1963. 11 Þeir eru líklega orðnir fleygir núna þessir, enda er það eins gott 1 þessum kulda. Þeir eru hálffúlir á svipinn, þó að sól hafi verið Fyrsta ferðin verður næstkomandi sunnudag kl. 10 fyrir hádegi. Farið verður frá Lindargötu 50 Nokkrir stúdentar verða farar- stjórar og leiðsögumenn í ferðum þessum. Öllum er heimil þátttaka. Næsta ferð Litla ferðaklúbbsins, verður um verzlunarmannahelg- ina. Verður farið í Þórsmörk, og verður þar margt unglingum til skemmtunar. Tilkyiming Úrslit í bílagetraun Vikunnar eru nú kunn. Eins og kunnugt er var getraun þessi í 10 blöðum, og vinningurinn Volkswagen eða Land-Rover bifreið, eftir vali vinn anda. Alls bárust 2000 lausnir, og var dregið úr þeim á skrifstofu Borgarfógeta hinn 19. þ.m. Upp kom nafnið Unnur Bergsveins- dóttir, Langagerði 56, Reykjavík. Unnur er gift Ævari Þorgeirssyni stýrimanni, og eiga þau tvö ung börn. Blöð og tímarit Nýlega kom á markaðinn lítið kver sem heitir „Hvernig hætta á að reykja“ eftir Herbert Brean. Gengið Reikningskr. 120.28 42.95 39.80 120.58 43.06 39.91 vöruskiptal. 99.86 100.14 Reikningsp. Vöruskiptal. 120.25 120.55 £ U.S. dollar Kanadadollar Söfnin Dönsk kr. 622.29 623.89 Norsk kr. 601.35 602.49 Nýtt f. mark 1.335.72 1.339.14 Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Fr. franki 876.40 878.64 er opið alla daga í júlí og ágúst Belg. franki 86.16 86.38 nema laugardaga frá kl. 1,30 til 4. Svissn. franki 993.97 996.52 Listasafn Einars Jónssonar er Gyllini 1.193.68 1.196.74 opið daglega frá kl. 1,30 til kl. Tékkn. kr. 596.40 598.00 3,30. V-þýzkt m. 1.078.74 1.081.50 Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla Líra (1000) 69.08 69.26 virka daga nema laugardaga kl. Austurr. sch. 166.46 166.88 13—19. Peseti 71.60 71.80 Þjóðskjalasafnið er opið alla og hlýtt, þegar myndin var tekin, og líklega ekkert skilið i hvað þessi náungi var að flækjast i kringum þá. (Ljósm. VIsis I.M.) Heiti kversins gefur innihald þess til kynna. Tilvitnanir á bakhlið bókarinnar vitna um hvernig það hefur tekizt í ýmsum tilfellum sbr. þessa: ,,Ég hlusta næstum allrei á vitnisburði manna, en nú get ég sjálfur ekki orða bundizt. Þetta fór alveg eins og þér sögð- uð. Ég er hættur reykingum ...“ eða „Ég hef reykt tvo pakka á dag um 40 ára skeið, en bók yðar hefur hjálpað mér til að hætta algjörlega". ðxti 'iKj jngi'i uu.LL «. Bókín ér rituð í léttúm- tdn, spjaílað um hinar ýmsu hliðar þess vandamáls margra hvernig þeir eigi að leggja niður reyking- ar og loks gefin ákveðin ráð til þess að ná því takmarki. Utgefandi kveðst reiðubúin til að endurgreiða andvirði bóka1-- innar ef kaupanda tekst ekki að hætta að reykja, eftir að hafa lesið hana vandlega. Minningar sp j ölö Miimingarspjöld Blindrafélags- ins ifást að Hamrahlíð 17, ,simi 38160 og öllum lyfjabúðum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. Hrúturinn, 21. marz til 20. april: Þú ættir að láta það eftir þér að gleyma skyldustörfunum öðru hverju núna. Eyddu skemmtilegum tíma í félagsskap makans eða náins félaga. Róman tíkin er allsstaðar. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú getur verið hreykinn af vel heppnaðri vinnu, þar eð þú hef- ur lagt þig svo mikið fram. Not- aðu tækiíæri, sem gefast, til að fegra heimilið. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þér tekst oft bezt upp, þegar mikið liggur við, að af- kastað sé miklu. Það er góður grundvöllur fyrir því, að góð- um hugmyndum skjóti upp hjá þér núna. Krabbinn, 22. júli til 23. júlí: Þetta gæti einmitt verið rétti "••tTÍiffái'-til 'að kaupa einhveria hluti til heimilisins eða handa meðlimi fjölskyldunnar. Þú ætt- ir að reyna að skemmta ein- hverjum. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættj rað geta haft það ró- legra í dag og leggja á ráðin um á hvern hátt surharfríinu verður bezt varið, ef þú hefur ekki þegar tekið það. Félagar þínir gætu orðið ráðhollir. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Þegar þú hefur einu sinni kom- izt að réttri niðurstöðu á sviði fjármálanna, sem þú álítur að hægt sé að treysta, þá ættirðu að framfylgja henni á rólegan hátt. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það virðast allar hendur vera út- réttar til að veita þér aðstoð, að þvf tilskyldu, að þú sért fús til að hefjast handa. Sjáðu ekki eftir smá fórn. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Það lítur út fyrir að þú hafir unnið til þess, að taka lífinu svolítið með ró núna, í stað þess að standa í stríðasta straumnum. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Það gæti verið ágætt tæki- færi til að taka sér frf núna og leggja upp f smáferð. Heim- boð vina og kunningja eða að- gerðir þeirra verða þér til mik- illar ánægju. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú þarft nú að halda big nánar að skyldustörfunum en að vanda lætur. Hentugra að starfa eftir viðurkenndum leið- um en brjóta upp á nýjungum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Utlitið væri betra ef báð- ir aðilar gætu komið sér saman um, hvað gera skal til úrlausn- ar vandamálinu. Losaðu þig við hugmyndir, sem hindra fram- farir þínar. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Það væri hagkvæmast fyrir nána félaga að koma sér saman um ákveðnar starfsað- ferðir til verndunar fjárhagslegu öryggi. Sameiginlegt átak þýðir framför. FRÆGT FQLK í litla enska bænum Heath- ford kom 75 ára gamall mað- ur, Reginaid Thompson að nafni, auga á Iélega eftirlík- ingu af styttunni Venus frá Milo í glugga fornsala nokk- urs. Reginald, sem var mikill listunnandi, kunni þessu ákaf- lega illa, og varð ver og ver við í hvert skipti sem hann varð að fara framhjá glugga fornsalans. Síðast þoldi hann ekki við lengur, fór inn til forn salans og bað hann um að fjarlægja styttuna úr gluggan- um. Fornsalinn neitaði. Regin- ald keypti þá styttuna og mölv aði hana ínélinu smærra. Fór hann síðan heim til sín og leið mun betur. Viku seinna fékk hann bréf frá fomsalanum, þar sem stóð: Kærl herra, mér veitist sú ánægja að tilkynna yður p/S ný Venus frá Milo skreytír nú glugga minn, og bíður yðar heiðruðu heimsókn- ar. - í * Árið 1905 gerði leikstjórinn Edwin Porter mynd sem hét Lestarránið mikla. Hún öðlað- ist nokkra frægð, og var sýnd víða um heim. Fyrir stuttu síð- an léku svo þrír piltar á aldr- inum 14—16 ára aðalhlutverk- ið i lestarráni í Brooklyn, en í þetta skipti var ekki um neina kvikmynd að ræða, og byssurnar voru ekki hlaðnar með púðurskotum. Fimmtán farþegar, sem í lestinni voru, urðu að afhenda alla sína fjár- muni og skartgripi. Þetta er .fyrsta lestarránið síðan á dög- um villta vestursins, en allt getur skeð í Brooklyn. Ránið var framið að að kvöldi til og síðast er til fréttist, var ekki búið að hafa upp á hinum ungu byssubófum. Þú vinnur hratt, herra fyrrver- andi lögreglumaður. Hvenær leggj um við af stað? Eins fljótt og hægt er. Láttu þjónustustúlkuna pakka niður fyrir ykkur báðar. Náðu I demantana Ming, við Fan höfum dálítið að gera. Rip og Fan fara i vagni um borgina, og fyrir framan leikfangabúð, nemur Rip staðar, og segir: Jæja, þá erum við komin. Danny Kaye hefur að undan fömu verið á ferðalagi um Sovétríkin. Þegar hann kom heim aftur, sagði hann meðal annars: Manni finnst eins og Rússarnir þurfi að hugsa fjór- um sinnum áður en þeir tala við útlending. Þeir gera sér hins vegar augljóslega grein fyrir því, að það verða böm þeirra, sem koma til með að stjóma f framtíðinni, og þeir þjálfa þau og ala upp i sam- ræmi við það. Frú Kennedy á ekki von á þriðja barni sínu fyrr en seint f ágúst. Samt eru gjafirnar byrjaðar að streyma inn. For- setafrúin hefur fengið sendar hringlur í hundraða tali, þús- undir af pelum, og yfirleitt allt, sem bam getur þurft.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.