Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 4
V í S I R . Miðvikudagur 24. júlí 1963. X&UHKZft -K ÞaO er orðin nokkuð vinsæl heimilisprýði nú til dags að hafa gullfiskabúr f stofunni. Og eins meðal krakkanna, að kaupa fiska til að Ieika sér að. Að vísu er ekki hægt að Ieika sér ýkja mikið við fiska, en það er hægt að horfa á þá tfmunum saman. Þeir eru margir fallegir gull- fiskamir og tegundirnar ótal margar. Það er nokkuð dýrt fyr irtæki að kaupa þá, ef búrin eru stór, og fiskamir. en öneitanlega miklu skemmtile"-' CSI Sérstök meðferð. Það er ekki vandalaust að eiga gullfiska, þvf þeir þurfa alveg sérstaka meðferð, og eru mjög viðkvæmir. Mesta hættan virðist í þvf fólgin, að þeir séu fóðraðir of mikið, en af því drepast þeir engu síður en úr hungri. Ef Milljónafiskurinn og afkomendur hans. Fiskar í heimahiísum körin eru stór og fiskamir marg- ir, er vissara að hafa súrefnis- dælu, sem sér þeim fyrir nægu súrefni. Annars, þótt einkenni- legt megi virðast, dmkkna þeir. Þetta er þó álls ekki alltaf nauð- synlegt og alger óþarfi, þar sem að eins em 4—5 litlir fiskar, ef þá karið er sæmilega rúmt. Gullfiskaeigendur hafa lengi fundizt hér á landi, en ekki hafa þeir þó verið vemlega margir. Nú fjölgar þeim stöðugt. Æ fleira fólk virðist verða hrifið af fiskunum, og áður en varir verður þetta sjálfsagt orðið tízkufyrirbrigði. Margar tegundir. Af gullfiskunum em til ótal- margar tegundir og stærðir. Það em tii dæmis, eins og þeir heita á nágrannamálum: „ökse- fisk‘‘, „Sverddrage“, „Black Molly", „Mundruger" o. fl. — „Mundmgerinn" er nokkuð sér- stæður fiskur að því leyti, að kvenfiskurinn klekur seiðunum út í munninum. Ef þeir svo 1 uppvextinum verða einhverrar hættu varir, þá flýja þeir, ekki f fangið á mömmu, heldur í munninn á henni. Vinsælastur. Einn sá vinsælasti og algeng- asti nefnist Guppi. Hann er vin- sælastur meðfram af „ökonom- iskum“ ástæðum, því hann er lítill, ódýr og þarf ekki mjög stórt búr. Guppi hefur auknefnið millj- ónafiskurinn, vegna þess hve mörg afkvæmi hann eignast. Flestir kjósa fremur fiska, sem eignast lifandi afkvæmi. Við hina, sem leggja egg, er miklu meira umstang, m. a. þurfa seið in sérstakt fóður og nákvæma umönnun. Ein algengasta stærðin, sem keypt er af glerbúrum, er 10— 12 Iítra, og eru það aðallega börn og unglingar, sem kaupa þau. Búr, sem nota á til skreyt- ingar í stofu, þurfa hins vegar að vera heldur stærri. í búrin er svo settur alls konar gróður og skeljar, og þau svo lýst upp. Er þá ákaflega fallegt að sjá fiskana skjótast um þaragróður- inn, sérstaklega ef þeir eru lit- ríkir. Álategund, Kyli áll, er nokkuð vinsæl að hafa í búri með gullfiskum, eða eina sér. Þeir eru grannir, sívalir og mjög snarir f snúningum. Það eru ekki eingöngu álar og fiskar, sem hafðir eru i búr- um, það eru einnig margs konar önnur dýr, Þau eru fremur sjald gæf hér, nema kannski skjald- bakan. Hún er mjög skemmti- legt dýr og mikil eftirspum eftir henni. ISi Frá Danmörku og Svíþjóð. Gullfiskar eru ræktaðir víða um heim, en hingað koma þeir frá nágrannalöndunum, aðallega frá Danmörku og Svíþjóð, fn þar eru stór fyrirtæki, sem rækta þá. Þeir era upphaflega veiddir í sjónum, en svo fá sér- fræðingar þá til meðferðar og rækta ýmis konar heppileg og falleg afbrigði. Fæstir þeirra, sem seldir eru, hafa því verið f söltum sjó. Stærstu búrin, sem hérna fást, taka um 200 litra, og það þykir gullfiskaeigendum hérna all- sæmilegt, meira að segja anzi stórt. Það er líka ágæt stærð til þess að hafa í heimahúum, en líklega myndi mörgum þeirra þykja sín búr heldur lítil ef þeir einhvem tíma heimsæktu t. d. Field Museum of National History, sem er í Chicago, eða gullfiskabúrin þeirra £ Washing- ton eða Florida. Þau búr taka mörg tonn af vatni, Þar eru allir veggir úr gleri, og innan við þá svamla risastórar lúður, hákarl- ar, sverðfiskar og jafnvel kol- krabbar. Engum skyldi þó ráðlagt að hafa slíkan félagsskap á heimili sínu. Sjólfstæðis- Minjasafnið á Akureyri keypti þetta hús á s.l. ári. Það ber nafnið Kirkjuhvoll. manna nð Heiiu 27. júií Minjasafn á Akurevri opnað LTA«nXf)MtAé- CiAlffiémK«nH«nnnQ Dqnnif ffrnllnnVrelli i ^ ® Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður haldið að Hellu Iaugardaginn 27. júlí n. k. kl. 9 síðdegis. Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri, og Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli, flytja ræður. Leikaramir Ámi Tryggvason og Klemenz Jónssoi. skemmta. Ennfremur syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, með undirleik Skúla Halldórssonar pfanóleikara. Dansað verður um kvöldið. Minjasafnið á Akureyri hefur I verið opnað í Aðalstræti 56. Hefur | undanfarin ár staðið yfir söfnun iminja I Eyjafirði og á Akureyri. Snorri Sigfússon námsstjóri, Ragn- * ar Ásgeirsson ráðunautur og Helgi (Eiríksson bóndi önnuðust söfnun- |ina að miklu leyti. Kaupfélag Ey- , firðinga, Akureyrarbær og Eyja- fjarðarsýsla stóðu straum af söfn- hinna kunnu Ryel-hjóna á Akur- uninni. Snorri Sigfússon var fram- an af formaður nefndar þeirrar er skipuð var til að undirbúa stofn- un safnsins, en eftir að hann flurt- ist frá Akureyri, tók Jónas Krist- jánsson forstjóri við formennsku og hefur hana nú á hendi. Minjasaf lið keypti á s.l. ári hús 1 safnsins. eyri og hefur nú komið sér þar fyrir með miklum glæsibrag. Var safnið opnað formlega fyrir síðustu helgi við hátíðlega athöfn. Meðal viðstaddra voru dr. Kristján Eld- járn forstjóri Þjóðminjasafnsins, er veitt hafði aðstoð sína við myndun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.