Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 8
8 V1 SIR . Miðvikudagur 24. júlí 1963. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gúnnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. . 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 Ifnur). '°'-<»ntsmiðj8 víeis. — Edda h.f. Verzlunarfrelsi Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að heyja harða og langa baráttu til þess að koma á verzlunarfrelsi. Fram- sókn hefur löngum verið fylgjandi höftum þegar hún hefur farið með völd og staðið fast gegn öllum til- lögum í frelsisátt. Nú upp á síðkastið þykjast Fram- sóknarmenn hins vegar vilja verzlunarfrelsi, eftir að aðrir hafa komið því á og almenningur hefur fundið mismuninn frá því sem áður var. Fólk var á tímabili orðið svo samdauna haftaástandinu, að margir voru hættir að trúa því að það gæti öðruvísi verið, enda höfðu sumir ekki kynnzt öðru frá æsku og fram á full- orðinsár. Kommúnistar eru svamir andstæðingar verzlunar- frelsis, enda hafa þeir leynt og ljóst unnið að því að beina viðskiptum okkar sem mest í austurveg, þótt flestar vörur þaðan séu bæði dýrari og verri en frá Vesturlöndum. Á krepputímunum og stríðsárunum bjuggu fléstár þjóðir við höft, en strax upp úr styrjöldinni síðari tóku vestrænar lýðræðisþjóðir upp stefnu fyrir auknu frelsi og eðlilegu viðskiptaástandi. Sú stefna átti erfitt upp- dráttar hér á Islandi vegna harðsnúinnar andstöðu Framsóknar og kommúnista. Þó miðaði nokkuð í rétta átt á ámnum 1950—1955, en þegar vinstri stjómin kom til valda 1956 seig allt á ógæfuhliðina aftur á þessu sviði sem öðmm. Þá fóru utanríkisviðskiptin að mestu fram á grundvelli jafnvirðiskaupa og beinna vöru- skipta. Þá ríkti í þeim skiptum að miklum hluta falskt útflutningsverðlag og uppsprengt innflutningsverðlag og oft lélegar vömr. Þeir sem muna þá tíma — og það gera margir — vilja ekki skipta á írelsinu, sem nú ríkir, og því ó- fremdarástandi, sem þá var. Þegar viðreisnarstjórnin kom til valda, einsetti hún sér að afnema höftin og allt það ófrelsi og tjón, sem þeim fylgdi. Til þess að svo mætti verða, þurfti að taka upp rétta gengisskráningu og afla bráðabirgða- lána hjá alþjóðastofnunum, til þess að komast yfir þá örðugleika, sem hlutu að verða breytingurini samfara fyrst í stað. Hinar almennu efnahagsráðstafanir tóku gildi í febrúar 1960 og í framhaldi af því voru sett lögin um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. Innflutningur á vömm til landsins var gefinn frjáls, nema annað væri ákveðið í sérstökum lögum eða reglugerð. Innflutn- ingsskrifstofan var lögð niður. Útflutningsnefnd sjáv- arafurða var lögð niður og afnumdar fjárfestingar- hömlur, sem gilt höfðu frá 1947. Árangurinn er, að 85,3% innflutningsins er nú al- gerlega frjáls. Rachman og kona hans. í kjölfar Rachman- hneykslisins Eins og að líkum lætur varð niðurstaðan sú £ umræðunni í neðri málstofu brezka þingsins, um vantrausttillögu jafnaðar- manna út . at' ljýsa)eim^|krigu,, og ómannúðlogri me leigjendum, áð -*‘stjóráin*hÚIt velli. Jafnaðarmenn vildu kenna húsaleigulögunum ríkjandi á- stand, — héidu því fram að í skjóli þeirra hefði spillingin þróazt, spilling slík sem kom í ljós í sambandi við uppljóstran- ir í hinu svonefnda Rachman- máli, og var því haldið fram af hálfu stjórnarinnar, að húsnæð- málalöggjöfin frá 1961, veitti bæjar og sveitarstjómum næga heimild til aðgerða gegn hús- eigendum, sem beittu Ieigjend- ur kúgunum og notuðu sér húsnæðisskortinn sér tií fram- dráttar. ★ En sú staðreynd stendur ó- högguð, að mikil spilling hefir áttj sér stað. Rachman, er eink- um nefndur £ þv£ sambandi en Christine Keeler, sem svo mjög hefir komið við sögu í máli Stephen Ward’s læknis, var um tfma ástmey hans, svo sem hún bar fyrir rétti, bjó með honum f einni íbúð hans, og tók við fé af honum sér til viðurværis. En það er svo að sjá, eftir blöð- unum að dæma, að Rachman hafi alls ekki verið versti húsa- leiguokrarinn, sum halda því fram, að hann hafi verið „leppur" annarra, og er mikið talað um „Mr. X“, sem standi þarna á bak við, og einnig er talað um „Mr. Z“. Þess er að geta, að ekkja Rachman’s birti yfirlýsingu rétt fyrir umræðuna í málstofunni, og bar sakir af manni sfnum, — neitaði al- gerlega, að hann hefði stundað okur eða þau félög, sem voru tengd nafni hans. Blöðin hafa átt sinn þátt í að fletta ofan af spillingunni. Þau ræða nú samtök og baráttu leigjenda sér til varnar. Eitt þeirra birtir ummæli síra H. R. Stringers sóknarprests £ Padd- ington-hverfi. Hann starfaði í framkvæmdanefnd félagsskapar l^jgjenda þar (Tenants’ Associa- tjon> og )Dáð, sem hann segir — eh stöðu hans vegna ætti vitn- isburður hans að vera mikils virði — um ástandið er ófagurt. ★ Sóknarpresturinn kemst m. a. að orði á þessa leið: Húsaleigu- lögin (The Rent Act) frá 1957 breyttu ástandinu mjög til hins verra. Leigjendur, oft fólk sem ekki máttu vamm sitt vita, áttu allt undir kenjum húseigenda. Það er hneyksli, að slfkt ástand skyldi vera þolað. Ég get að gins vonað, að það verði gert að lagaskyldu að skrásettir séu hin- ir raunverulegu húsnæðiseig- endur. Það mundi koma f veg fyrir öll þessj undanbrögð og feluleik. Lítill hópur Rachman- leigjenda gerðu með sér sam- tök, sem eru athygiisverð. Þeir börðust fyrir rétti sínum. Og með nokkrum árangri. En það voru þúsundir manna f Rachman-„veldinu“ (The Rachman Empire), sem ekki börðust fyrir rétti sínum. Það kom til átaka í tugatali, sem aldrei voru kærð fyrir lög- reglunni, sem þannig gafst ekki tækifæri til þess að láta til sín taka þeirra vegna, en það er staðreynd, að f þesáum borgar- hverfum þar sem skammarlegir atburðir gerðust, var lögreglu- vörður ekki aukinn, og yfirmað- ur Lundúnalögreglunnar (Metro politan Police Force) Sir Joseph Simpson verður þar að svara fyrir sig. Og eins verður hús- næðismálaráðherrann Sir Keith Joseph að svara fyrir sig. En það hlýtur að vekja kvíða hve margir leigjendur létu kúga sig, lyppuðust niður vegna þeirra aðferða, sem Rachman beitti gegn þeim. í bréfi til mín frá manni fæddum í Svfþjóð, en hann er nú brezkur borgari segir svo: Ég hefi litið á þetta Iand sem heilagt land manna sem barizt hafa fyrir frelsi ein- staklingsins, ekki aðeins f þágu Breta, heldur allra þjóða, en ég er smeykur um, að þegar til einstaklingslegra aðgerða kem- ur gagnvart húseigna-spekú- löntum, séu margir Bretar heiglar. Eitt Lundúnablaðanna, News of the World, mikið hneykslis- málablað, en útbreiddasta blað Bretlands, segir að eins og „Rachman-þakið“ hafi hrunið, en það gerðist að vísu ekki fyrr en hann var dauður, muni þökin hrynja yfir þá, sem voru félag- ar hans f húsaleigubraski. Þeir keyptu húseignir, þegar þær fengust lágu verði, hröktu burt góða leigjendur, leigðu svo blökkufólki fyrir okurleigu, og fjölda mörg hús í hverfum þeim, sem þeir áttu eignir f, urðu hóruhús. ★ Hvað átti sér stað kemur fram f umsögn Mrs. Kathlyn Farr, formanns Leigjendafélags- ins í St. Stephens-skóla, Padd- ington, þar sem Rachman setti á stofn fyrstu „kJúbba" sfna og hóruhús 1955. „Hann kom hingað 1954. Ég man eftir honum, er hann kom akandi í bifreið sinni til þess að rukka inn húsaleigu. Þá bjó hann í einu herbergi með vændiskonu. Hann komst yfir eignina Stephen’s Garden og hún varð bækistöð hvers kyns bralls og lasta. Kjallarar húsanna voru teknir í notkun fyrir „klúbba” hans og blökku- menn frá Vestur-Indium og hvftar stúlkur komu f hverri bifreiðinni af annarri. Hávað- inn var ótrúlegur, þama var slegizt, æpt, allt brotið og bramlað og menn stungnir hníf- um. Heiðarlegir leigjendur kvörtuðu, en þvf var ekki sinnt. ★ Að lokum báðum við um lög- regluvemd, maðurinn minn og ég, og yfirmaður f lögreglunni lofaði að koma. Ég lét það berast til leigjenda sem vildu Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.