Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 24.07.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Miðvikudagur 24. júlí 1963. I Bridgeþáttur VÍSIS .... Ritstj. Stefán Guðjohnsen Leikur Islands vid Þýzkaland Spilið í dag er frá leik íslands við Þýzkaland á Evrópumótinu í Bad- en-Baden. Spil nr. 6, austur gefur og a-v eru í hættu. Hjalti 4 Á-K-D 4 D-10-9 ♦ Á-G-10 5-2 4> 8-6 Rammensee 4» 10-7-4-3 4 Á-G-6-2 4 K-6-3 *D-5 Ásmundur 4 9-6 VK-4 4 D-8-4 4> Á-K-G-9 4-2 4 G-8-5-2 V 8-7-5-3 4 9-7 <4 10-7-3 Deneke Sagnir £ opna salnum hjá Hjalta og Ásmundi voru: Austur Vestur 1 G 2 4 2 4 3 4 3 4 3 G 4 4 4 4 5 * 6 4 P. Þetta er 50% slemma, miður lá trompkóngurinn öfugt. Á hinu borðinu fann austur ekki laufaásinn og sagði því þass í upp- hafi. Makker hans opnaði síðan í þriðju hendi á 1 4 og þá sá hann sinn kost vænstan og stökk í þrjú grönd, sem urðu lokasögnin. Eng- getur sagt hvort þeir hefþu farið í tapslemmuna, ef austur hefði opn að, en eins og sagnir gengu var engin hætta. Leikurinn var mjög illa spilaður hjá okkur og lyktaði 129:86 fyrir Þýzkaland. Martelli starfar áfram í Bretlandi Dr. Gduseppe Martelli, ítalski kjamorkuvisindamaðurinn, sem sýknaður var af ákæru um að hafa búið sig undir að njósna fyrir kommúnista, heldur sínu fyrra starfi á Bretlandi. Hann starfaði sem kunnugt er á vegum kjarnorkurannsóknanna brezku, lánaður til þeirra starfa af Evrópu kjarnorkustofnuninni — EURATOM, Kjarnorkustofnunin, sem dr. Martelli starfar fyrir vinn- ur að rannsóknum á kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Dr. Martelli og geimrannsókna- fræðingurinn Pamela Rothwell eru nú í sumarleyfi. Hún er brezk — og barnsmóðir hans. Eiga þau þriggja ára dóttur. — Martelli og kona hans, búsett á Ítalíu, hafa ekki búið saman um mörg ár. Fullur skilnaður kemur ekki til greina, vegna þess að hún er ka- þólsk. Martelli og Pamela, barnsmóðir hans, *7 Leigh Hunt, formaður Skydiving Inc. stekkur á andstæðing sinn (með byssuna) í 12 000 feta hæð. í 10 000 feta falli, sem á eftir Stokkið úr 12 þús. feta hæð fer, fylgir myndatökumaðurinn, sem hangir á vængnum. rT'ómt ,,blöff“ segir fólkið í kvikmyndahúsunum þegar hetjan stingur sér til sunds til þess að drepa krókódílinn eða til að frdmkvæma eitthvað álíka frægðarverk. Þetta gildir lika um sjónvarpið. Þegar eitthvað ótrúiegt sést á skerminum, horf- ir fólkið á það sem dáleitt, og svo þegar það hefur gripið and- ann á lofti, og jafnað sig svo- lítið segir það „Bölvuð vitleysa er þetta“. Það er rétt, að tæknin kemur oft til aðstoðar á margan hátt, annars væri áreiðanlega búið að éta marga glæsilega leikara upp til agna. Þó skyldi enginn ætla það hættulaust að leika í kvik- mynd eða sjónvarpi. Til dæmis þar um má nefna sjónvarpsþátt, er nefnist „Ripcord". Upphafsmenn vikulegra Rip- cord-þátta voru tveir skarpir sjónvarpsmyndaframleiðendur, sem byggðu á kenningu Sir Newtons um þyngdarlögmálið. Þeir reiknuðu út, að það tæki mannslíkama heila mínútu að falla úr 12.000 feta hæð, niður í 2000. Þetta lét vel í eyrum, og allt sem þeir nú þörfnuðust voru nokkrir svalir náungar sem væru tilleiðanlegir að „detta“ 10.000 fet, með um það bil 200 km. hraða. Tjótt ótrúlegt megi virðast, voru þeir .ekki í neinum vandræðum að finna menn, sem voru fúsir til að gera þetta. Og þessir piltar stofnuðu með sér félag sem þeir nefndu „Sky Diving inc“. Formaður þess var kosinn Leigh Hunt. Þó að þessum áfanga væri náð, var ýmislegt eftir, og öllu erfiðara viðureignar. Ekkert tryggingafyrirtæki í allri Kali- forníu fékkst til þess að tryggja þessa „skýjaglópa". Seint um síðir tókst þetta þó, og um leið keyptu fallhlífa- mennirnir sér tryggingu, til þess að geta borgað skaðabætur þeim sem þeir kynnu að „Ienda“ á. Og á daginn hefur komið, að þessi trygging er hin þarfasta. Hún hefur meðal annars borg- að nýtt þak á sportbíl, há- spennustrengi fyrir heilt þorp, og nokkrar beljur. Þetta með kýrnar var sérstaklega leitt ó- happ. Nautahjörð sem var á beit á björtum sólskinsdegi, varð viti sínu fjær af skelfingu þegar einn fallhlífarliðanna kom svíf- andi í áttina til hennar fyrir góðum byr. Þutu beljurnar í allar áttir, enda varð það sum- ra þeirra bani. Þrátt fyrir þetta hefur enginn faílhlífarliðanna slasazt ennþá, þó að oft hafi legið nærri. Margt af því sem þeir taka sér fyrir hendur er svo fifldirfskulegt, að venjulegt fólk svimar við það aðeins að hugsa um það. j einu atriði varð hetjan að L stökkva niður í brennandi skóg til þess að bjarga litlum dreng, og ekki nóg með það heldur varð hann líka að hafa hund drengsins með sér. Það var Leigh Hunt sem tók þetta að sér. Á leiðinni niður var hundurinn hinn rólegasti, þótt hann auðsjáalega væri hálf ruglaður og máttfarinn. Þegar niður kom, sýndi hann þó skjót batamerki. Hann beit .Hunt. I öðru atriði þurfti hetjan að láta sig síga úr sinni flugvél og niður á stélið á flugvél bófans. Eftir nokkrar tilraunir tókst þetta með þeim árangri að báð- ar vélarnar kollsteyptust. Flug- maður Ripcordvélarinnar hopp- aði þegar út, og bjargaði sér þannig f fallhlíf. Fyrir hinn var það ekki eins auðvelt. Hann hafði að vísu fallhlífina með sér, en hafði trassað að festa hana á sig. Hann gerði því það næst bezta, og stökk út með fallhlíf- ina í hendinni. Hann féll sprikl- agi og bjargarlaus fleiri þúsuud fet, meðan hann barðist við að festa á sig fallhlífina. Á síð- ustu stundu tókst honum það, og að opna hana, og kom niður án þess að fá eina einustu skrámu. Þó að þetta kostaði fyr- irtækið tvær flugvélar, voru framleiðendurnir í sjöunda himni. Einn þeirra myndatöku- manna sem var á flugi þar ná- Iægt, hafði nefnilega flýtt sér til að taka mynd af lendingu félaga sins! \ þessu má sjá, að það er ekki eintómt grin, að vera leikari. Og ef einhver ætlar að halda fast við það eftir sem áð- ur, ætti hann að prófa að fara með flugvél í 12.000 feta hæð, og hoppa þar út. Eftirsóttar farþegaþotur American Airlines, eitt af fjór- um mestu flugfélögum Bandarikj- anna í innanlandsflugi, hefir pant- að „111 bus-stop“ farþegaþotur frá brezku flugvélaverksmiðjunum BRITISH AIRCRAFr CORPORA- TION. Um er að ræða 15 flugvélar að verðmæti 14 millj. stpd. — og er þriðja mesta pöntun á þessari gerð flugvéla enn sem komið er — og stærsta ameríska pöntunin. Félagið ætlar að koma sér upp flota af slíkum flugvélum, samtals 40. — Talið er að kanadiska flugfélagið TRANS’ CANADA muni panta 50 flugvélar af þessari gerð. — Flug vélar þessar flytja 74 farþega og eru taldar henta hið bezta til inn anlandsflugs í stóru löndunum. — Flugvélarnar eiga að afhendasl 1965. r*p

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.