Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 2
Vann KR(b) með 9:2 i Bikarnum í gær
FRÁ UTANFÖR KR
Myndimar em frá utanför KR fyrir skömmu. Sýna þær leiklið HEMA,
sem er meistaraflokkslið og vanrt KR-Jiðið 3:1, en þáð var 2. fl. KF
sem lék við þá. tfri myndin eí af uppstillingu fyrir leikinn. sem
var hátíðlega settur, en neðri myndin er úr leiknum sjálfum og ei
KR í sókn og boltinn svífur fyrir markið. Einhver sagði: — að sjaldar
hafði svo stór flokkur komið heim með jafn lítið. Þetta er ekki rétt
KR-flokkurinn kom heim með 7 sigra 7 jafntefli og 6 töp. Til gamans
Hópurinn fór með 750 félagsmerki KR og 20 fána sem allt var gefii
erlendum vinum.
Hrafnhildur setti nýtt
met á NM í sundi
Guðmundur dæmdur úr leik
Þróttur vann KR í gar-
kvöldi í bikarkeppni KSÍ
með 9:2. Þetta var auglýst
sem leikur KR(b) og Þrótt-
ar(b), en sannleikurinn var
sá að Þróttarliðið var lið,
skipað beztu leikmönnum
félagsins. Þó voru mættir
til leiks allir b-liðsmenn
félagsins og ekkert að van-
búnaði. Voru menn að von
um nokkuð hvekktir á
þessu ,bragði‘, sem er ekki
nýtt, því tvívegis áður hef-
ur b-Iið Þróttar verið betra
lið félagsins í þessari
keppni.
' ÍÞröttarar skoruðu snemm'a í
leiknum en KR jafnaði um miðbik
hálfleiksins. Upp úr því náðu Þrótt-
Bjamleifur Bjarnleifsson tók
þessa mynd í Keflavík meðan
á verkfalli blaðamanna stóð. —
Myndin sýnir markvörð Kefla-
víkur grípa fimlega inn í leik-
inn_ Knattspyrnan er nú óðum
að komast í gang eftir utan-
farir og sumarfrí og um næstu
helgi fara að komast hreinni
linur í deildarkeppnina.
<_________________________________/
arar öruggum tökum og léku sér
að KR-liðinu sem var að lang-
mestu leyti skipað komungum
leikmönnum. Úrslitin urðu 9:2, en
af mörkunum skomðu mest Hauk-
ur Þorvaldss.on 3 og Axel Axels-
son 2.
Er við sp-urðum formann Þrótt-
ar.um ástæðuna fyrir því að sterk-
ara liðið er látið inn á síðustu
stundu, sagði hann: „Við áttum
að senda a-lið okkar til Vest-
mannaeyja um næstu helgi, en við
komumst að því á síðustu stundu
að varla helmingurinn af leik-
mönnunum gat fjárhagslega lagt í
svo dýra ferð, því leikmenn borga
öll ferðalög sjálfir og hafa nýlega
orðið að standa straum af kostn-
aði við ferð til Siglufjarðar. Það
var þess vegna sem við ákváðum
að senda betra liðið sem b-Iið en
reyna heldur að senda lakara liðið
til Eyja um næstu helgi, enda þótt
.yjð. séurn ekki vongóðir um það
megi takast“.
Engar reglur munu kveða á um
mál sem þetta, enda ekki kært út
af þvf, en heldur er þetta leiðin-
legt og ekki sýnir það mikinn
íþróttaanda að gera hluti sem
þessa, jafnvel þó að erfiðleikar
séu á veginum. Ekki síður er þetta
heimskulegt fyrir Þrótt. í kvöld
Ieikur sama lið Ieik sem er vissu-
lega áhrifamikill, leikurinn við
ísafjörð í 2. deild. Verði leikþreyta
í liðinu má búast við að Þróttur
missi af strætisvagninum upp f I.
deild, en til þess að ná þeim á-
fanga verða þeir að vinna ísafjörð
og síðan umkeppnina við Hafnar-
fjörð og Siglufjörð.
Staðan i
I. deild
Staðan og markhæstu menn í
I. deild:
K.R. 8 5 1 2 20—13 11
Akranes 9 5 1 3 22—16 11
Fram 8 4 1 3 9—12 9
Valur 8 3 2 3 16—17 8
Keflavík 10 3 1 6 15—19 7
Akureyri 9 2 2 5 15—20 6
Skúli Hákonarson, Akranesi, 8
Ellert Schram, K.R., 7
Bergsveinn Alfonsson, Val, 6
Sigþór Jakobsson, K.R., 5
Skúli Ágústsson, Akureyri, 5
Steingrímur Björnsson, Akureyri, 5
NÆSTU LEIKIR:
Á sunnudag:
Akranes — Valur.
Á mánudag:
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
setti í gærkvöldi nýtt íslenzkt met
1 200 metra bringusundi á tíman-
um 3.03.5 en norsk stúlka Ida
Bjerke setti norskt met í sama
sundi á sama tíma. Hrafnhildur
varð 4. í sundinu en Bjerke í 5.
sæti.
Guðmundur Gíslason tók þátt í
200 metra flugsundi en var dæmd-
ur úr leik. í 200 metra baksundinu
varð hann hins vegar 6. á 2.34.7
mín. en Svíinn Jan Lundin vann á
2.21.8. Guðmundur Harðarson var
í eldinum í gærkvöldi og varð 7. í
1500 metrum, frjáls aðferð, fékk
tímann 19.35.0, 57 sek. lakara en
Sven Göran Johanesson, Svíþjóð.
ÞRÖTTUR—ÍSAFJÖRÐUR í
2. deild á Melavellinum kl. 20.
Leikurinn sker úr um hvort
Þróttur kemst í aukaúrslit með
Siglufirði og Hafnarfirði. Má
því búast við spennandi leik,
enda er sagt að ísfirðingar muni
selja sig dýru verði.
í 100 metra sundi, frjáls aðferð
varð Guðmundur 8. á 1.06.2, er
Per-Ola Lindberg vann á 56.2 sek
Hrafnhildur
K.R. — Fram.
■v
DÓMARINNVÁR
REKINN HBM
í gærkvöldi átti fimmtarþraut M.I. að fara fram á Laugardals-
vellinum í Reykjavík. Ekki varð af þrautinni, þrátt fyrir ákvæði
reglugerðar um að svo skyldi vera. Var þetta fyrir gjörræði nokk-
urra famámanna KR, sem þarna lögðu sitt af mörkum í hinu
„kalda stríði“ frjálsíþróttanna, sem er rétt um það bil að frysta í
hel þessa ágætu íþróttagrein. Er þarna um alvarlegt mál
að ræða og er vart á bætandi eftir sumarið í sumar svo endasleppt
sem það er.
KR mun hafa farið fram á frestun við FRf, en ekki fengið
endanlegt svar og jafnvel verið heldur neikvætt. Yfirdómari keppn-
innar í Laugardal gat ekki fallizt á að fresta keppni, enda voru
keppendur mættir, þ. a. m. einn frá Selfossi. Er keppendur voru
beðnir að mæta sauð upp úr en áður hafði andrúmsloftið verið
sprengihætt. Einn ungur framámaður KR kallaði svívirðingar að
yfirdómara jg sagði að hann ætti að koma sér burtu hið snar-
asta, „ellegar að honum yrði kastað burtu“. Sá hánn sitt óvænna
og yfirgaf starf sitt og vallarmannvirkin.
Keppni var haldið áfram(!) þrátt fyrir þetta og 4x400 metra
boðhlaup og fimmtarþraut kvenna fóru fram, en enginn yfir-
dómari var þó tiltækur. Kannski fáum við í framtíðinni að sjá
knattspyrnuleiki þar sem leikmenn eða æstir forystumenn hafa
rekið dómarann heim, en dæma sjálfir eftir eigin höfði!
Málið mun sennilega sent dómstóli FRÍ. Blaðið hafði tal af
framkvæmdanefnd mótsins og skýrði hún sína hlið málsins. (Sjá
5. síðu).