Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Pímmtudagur 15. ágúst 1963. Skoðanir BARRY GOLDWATER í viðtali við brezkan blaðamann Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Barry Goldwat- er er þekktasti talsmaður í- haldsmanna í Republikana- flokki Bandaríkjanna. Einkum hefur vegur hans farið vax- andi síðustu mánuðina á sama tíma sem stjama Nelson Rockefeller, ríkisstjóra í New York hefur Iækkað, en þessir tveir menn eru um þessar mundir taldir líklegastir fram- bjóðendur Republikana í for- setakosningunum, sem fram eiga að fara í Bandarikjunum á næsta ári. — Eftirfarandi er útdráttur úr viðtali, sem blaða- maður brezka stórblaðsins Sun day Times, Henry Brandon, átti við Barry Goldwater fyr- ir skömmu. -K Brandon: Eins og þér vitið er talsverður munur á íhaldsstefn- unni i Bretlandi og þeirri ihalds- stefnu, sem þér hafið tekið. Að okkar áliti þarfnast ihaldsstefn- an endurskoðunar í samræmi við breytta tíma, íhaldsmenn hafa verið sakaðir um að vera of hlynntir kaupsýslumönnum og að hugsa minna um „mann- inn á götunni". Goldwater: Ég er ekki sam- mála þessu. Samkvæmt þeim í- haldskenningum, sem ég held á lofti, viljum við ekki að rikis- stjórnin skipti sér af því sem einstaklingar geta gert betur upp á eigin spýtur. En þegar einstaklingunum er eitthvað um megn verður ríkisstjórnin að framkvæma það. Lítum á tryggingarmálin. Ef ríkisstjórnin aðeins vildi skapa einstaklingum tækifæri til að framkvæma þau, t.d. með skatta lækkunum, mundi það verða gert. í Bandaríkjunum njóta 75% þjóðarinnar sjúkratrygginga og eftirlauna. Þar er þátttaka í tryggingarstarfsemi ekki skylda. Þess vegna verður þátttakan aldrei 100% vegna þess að marg ir kæra sig ekkert um það. Hjá fyrirtæki, sem ég stjórna, nýtur starfsfólkið eftirlauna, fullra sjúkralegutrygginga og líftrygg- ingar. Þeir þurfa ekki að greiða eyri, ég borga allt saman. Þetta er í samræmi við skoðanir í- haldsmanna eins og þær horfa við mér. Þegar ríkisstjórnin sér um þetta er það ekki mann- legt — eins og það hefur ver- ið kallað — þvert á móti, því að það sviptir fólk aðstöðu til að velja og hafna, m. ö. o. frelsi til ákvörðunar. Brandon: Hver er skilgreining yðar á frelsi? Goldwater: Sjálfsákvörðunar- rétturinn er einn af langþýðing- armestu þáttum frelsisins — frelsi til að velja lækni, velja sjúkrahús, frelsi til að ákveða hvernig framkvæma eigi hlut- ina. En þegar þarf að sækja til ríkisstjórnarinnar, sama hver hún er, þá er verið að leggja hömlur á okkur. Brandon: Þar verða hömlur — en einnig öryggi. Goldwater: Ef aðeins er verið að leita að öryggi höfum við tapað. Þá er jafngott fyrir okk- ur að sitja og láta kommúnista gleypa sig með húð og hári, vegna þess að kommúnistar bjóða okkur upp á öryggi. Stað- reyndin er sú, að það er þeirra helzta auglýsingaatriði. Brandon: Já, en berjumst við ekki gegn kommúnistum með því að skapa það öryggi, sem fullnægir okkur um leið og við reynum að skapa frelsi, sem einnig er okkur nægilegt. Goldwater :Við getum ekki fengið hvorttveggja. Við verð- um að gera okkur það ljóst. Fyrr eða sfðar lætur annað und- an. Þetta er ekkert nýtt. Róm- verjar leituðust við að skapa fólkinu öryggi en glötuðu frels- inu og síðar föðurlandi sínu. Hér í Bandaríkjunum höfum við skaðað okkur á því að byrja á slíku. Það er augljóst alls stað- ar í landinu. Bandaríkin eru ekki lengur land, þar sem býr harð- gerð, staðföst þjóð, sem getur mætt hvers konar ógnunum. Við erum í dag þjóð, sem reynir að forðast klípurnar, forðast að taka ákvarðanir. Brandon: Já, en vandamálin eru orðin svo stórbrotin, að ein- staklingurinn getur ekki lengur skilið eðli þeirra hvað þá ráðið við þau. Þess vegna er nauðsyn sterkrar rfkisstjórnar, sem get- ur veitt leiðsögn. þá tekst okkur ekki að afla vina. Brandon: Hvaða dæmi viljið þér nefna um það? Goldwater: T. d. hluta af Mexico. Þar höfum við veitt tæknilega aðstoð með góðum árangri. Við höfum hagað okk- ur réttilega í ýmsum Suður- Amerfkurfkjum. Brandon: Hef ég tekið rétt eftir, að þér séuð andvígur samn ingum við Sovétríkin? Goldwater: Ég er ekki and- vígur samningum við Sovétrík- in. En ég er andvígur samning- um við þá sem ráða rfkjum þar í dag. Við höfum gert við þá fimmtfu og tvo formlega samn- inga og þeir hafa brotið alla nema tvo. Ég álít að þeir séu ekki heiðarlegir. Ég tel að þeir séu að reyna að sigra í heim- inum, með öllum tiltækilegum ráðum. Við höfum tapað á öll- um fundum æðstu manna, vegna þess að það eina, sem við höf- um getað samið út frá er frelsi þjóðanna. Brandon: Það er hins vegar ómótmælanleg en óþægileg stað Andvígur samningum Goldwater: Það hefur alltaf verið þörf fyrir sterka stjórn, en vandamálin f dag eru lík því sem þau voru fyrir þúsund ár- um. Kjarnorkuvopnin eru ekki vandamál, heldur hitt, hvað menn gera við þau. Ef þeim verður beitt skynsamlega fer heimur batnandi, en verði þeim beitt á versta hátt, hefur það í för með sér endalok heims. Engin lög, engin rfkisstjórn get- ur haft stjórn á þessu. Brandon: Hvernig teljið þér, að tengsl Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu eigi að vera? Goldwater: Sem allra sterk- ust. Þau verða að vera það. Brandon: Þér greidduð at- kvæði með Atlantshafsbandalag inu? Galdwater: Já. Brandon: En þér greidduð at- kvæði gegn, skulum við nefna, Efnahags- og framfarastofnun- inni? Goldwater: Já, ég er andvíg- ur því að markaðirnir séu skipu- lagðir. Ég tel að við eigum að hafa frjálsa samkeppni á mörk- uðunum, en tengjast þeim mun sterkar á hernaðarlega sviðinu. Brandon: Þér hafið greitt at- kvæði gegn efnahagsaðstoð ...? Goldwater: Hún hefur engan árangur borið. Við missum vini alls staðar. Brandon: Ef það er rétt, held ég að efnahagsaðstoð skipti ekki miklu máli í því sambandi. Goldwater: Vissulega gerir hún það. Þar sem við höfum farið rétta leiðina í efnahags- legri aðstoð, sem sé með því að veita tæknilega aðstoð, höf- um við aflað okkur vina. En þegar við komum og segjum: „Hér eru nokkrar krónur. Gerið við þær hvað sem þið viljið," reynd, að rússneska stjórnin er til og ræður yfir allmiklu lands- svæði... Goldwater: Of stóru lands- svæði. En ég vil minna á, að þeir hafa náð þessu landssvæði að mestu leyti með samnirigum við okkur, Teheran, Yalta, Pots- dam ... við látum af hendi frelsi tvo þriðju hluta allra íbúa jarð- arinnar. Ef að þeir segja hins vegar: „Við skulum gefa þessari þjóð frelsi og draga heri okkar út úr landinu ...“ þá miðar samning- um áfram, en Rússum dettur ekki í hug að segja þetta. Okkur á Vesturlöndum geng- ur erfiðlega að skilja, að Rúss- ar eru að gera tilraun til að geta síðan endurskipulagt líf manna á jörðinni, eftjr sfnu^ höfði. Og þeim, sem reyna að koma í veg fyrir það, verður ekki hlíft. Þegar ég stend and- spænis óvini sem þessum reyni ég að nota hans eigin aðferðir. Ég tel að Bandaríkin munu áð- ur en langt um líður móta sér þá stefnu að ekki verði umbor- inn nokkur árás kommúnista hvar sem er í heiminum, og þá álít ég að við munum stöðva kommúnismann. Brandon: Álítið þér að Banda- ríkin hafi yfir nægilega miklum liðstyrk að ráða til að berjast á vígstöðvunum frá Laos til Berlínar. Goldwater: Já, ef við notum flugherinn á réttan hátt. Ég held að Rússar hefðu ekki farið i strið vegna Ungverjalands. Ég held ekki að þeir hefðu farið í stríð þótt við hefðum gert innrás í Norður-Kóreu og Rauða-Kína. Brandon: Eitt af vandamálun- um er að Bandarfkin myndu neyðast til að beita kjamorku- vopnum strax. Goldwater: Það er ekki víst. Ég er sannfærður um að hvor- ugur hefur áhuga á því að beita kjarnorkuvopnum, eins og við hugsum okkur þau, þessar stóru kjarnorkusprengjur, sem við mælum í megatonnum. Til eru minni kjarnorkuvopn, sem kunna að reynast hættuminni fyrir almenning, en engu að síð- ur áhrifameiri en venjuleg vopn. Brandon: En ef þér mynduð neita að semja við Sovétríkin, myndi þá ekki skapast það á- stand að hlutlausum ríkjum fjölgaði, að almenningsálitið myndi færast til hlutleysisaf- stöðu gagnvart ykkur annars vegar og Sovétríkjunum hins vegar. Goldwater: Það er þróunin i dag, vegna þess að ríkin vita ekki hvað Bandaríkin myndu raunverulega gera ef til styrj- aldar drægi. En ef við notum flugherinn á líkan hátt og Eng- lendingar beittu sjóhernum á sínum tíma, beittum flughernum í ógnunarskyni við Sovétríkin, ef þau ætla að færa sig upp á skaftið, væri ljóst hvað við hygðumst fyrir. Við myndum segja við Rússa: „Ef þið viljið frið, þá skulum við halda frið- inn, við viljum ekki stríð, en við erum ekki reiðubúnir til að þola ykkur innrás í hvert landið á fætur öðru“. Þetta á að vera okkar afstaða. Ágætt héraðsmót Sjált- stæðismanna á Flateyri Fyrir nokkru síðan efndu Sjálfstæðismenn í Vestur-ísafjarð- arsýslu til héraðsmóts, er haldið var á Flateyri. Var mótið vel sótt og fór hið bezta fram. Mótið setti og stjórnaði Rafn A. Pétursson framkvæmdastjóri, Flat- eyri. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngvara, undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Þá flutti Jóhann Hafstein, bankastjóri, ræðu. Að ræðu Jó- hanns lokinni söng Sigurveig Hjaltested, óperusöngkona, ein- söng. Þessu næst flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður, ræðu. Kristinn Hallsson söng sfðan nokkur lög öðru sinni. Næsta atriði á dagskránni var leikþáttur, er Brynjólfur Jóhannes- son, leikari, fór með. Síðan sungu þau Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested tvísöng við undirleik Ólafs V. Albertssonar. Að lokum fór Brynjólfur Jó- hannesson með smellinn gaman- vísnasöng. Var ræðumönnum og listafólkinu mjög vel fagnað. Lauk síðan þessu móti með því að stiginn var dans fram eftir nóttu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.