Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 11
VlSIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963. vm # # ^ STJÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir föstudaginn 15. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. aprll: Straumarnir eru mjög hag- stæðir varðandi persónuleg mál- efni á sviði ástamálanna. Hins vegar gæti eldri vinur þinn oið- ið þér til einhverra óþæginda. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Eldri persóna gæti orðið til ó- þæginda innan fjölskyldu þinnar nakir krafa um skyldurækni þína. Pað er sennilega ekki ann að að gera fyrir þig en fara að boðum hennar. Tvíburarnir, 22. mal til 21. júní: Þú kannt að sjá gamla draum þinn rætast, fyrir tilstuðl an góðviljaðs kunningja. Hins vegar gætirðu átt í erfiðleikum við einhverja persónu í fjarlægu landi. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Það eru góðir straumar rlkjandi á sviði fjármálanna og yfirmað- ur þinn mun hafa sín áhrif í þv£ sambandi, hins vegar hefur gamall lánardrottinn augastað á þér. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ætir mjög auðvelt með að gera áætlanir til frambúðar, en þú þarft jafnframt að taka fullt tillit til skyldna þinna gagnvart maka þínum og nánum félögum. Meyjan, 24. ágúst til 23. nept.: Þú átt velgerðarmann, sem ekki vill láta nafns síns getið og hann mun greiða götur þínar að ein- hverju leyti í dag. Einhverjir erfiðleikar steðja að á vinnu- stað. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Vinir þfnir geta orðið þér að miklu liði 1 dagð, sérstaklega þeir, sem skipa einhverjar meiri háttar stöður í þjóðfélaginu. Þú ættir að leita til þeirra ef þann- ig stendur á. Drekinn, 24. okt. til 22. .nóv.: Ef þú hefur staðið vel í hlut- verki þínu að undanförnu, og sýnt fulla ábyrgðartilfinningu þá er umbun erfiðis þíns skammt undan. Bogamaðurinn, 23. nóv. ti 121. des.: Góðar fréttir í væntum frá aðilum, sem dvelja í fjar- lægum landshluta eða erlendis. Hyggilegt að sinna þeim bréfa viðskiptum sem dregist hafa á langinn til þessara aðila. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Mjög góðar horfur á gangi mála heima fyrir og innan fjöl- skyldunnar, sakir hagstæðrar út komu á fjárhagssviðinu. Leitaðu álits maka þíns eða náinna fél- aga. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Maki þinn eða nánir félag ar munu koma mjög náið við sögu hjá þér í dag og gera hann ánægjulegan. Smá ferð gæti haft góð áhrif í þessu sam- bandi. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Persónuleg fjármál eru undir óvenju hagstæðum áhrif- um í dag og kemur þar til ár- angur viðleitni þinnar að undan- förnu. Ökumaður sá, er jeppanum ók þennan rigningardag hefur ekki gefið umferðarmerkjum nægan gaum er hann snaraði sér upp Bankastræti. Til allrar hamingju kom á móti athugull leigubifreiðastjóri sem stanzaði, sté út og hefur hann sjálfsagt veitt ökumanni jeppans góðar leiðbeiningar. Ymislegt Föstudaginn 9. ágúst var hinu nýja flutningaskipi Hafskip hf., gefið nafn og heitir það SELÁ. Heimahöfn skipsins verður Sigufjörður. Frú Guðný Þorsteins- dóttir, kona Sigurðar Njálssonar, forstjóra Hafskip hf., gaf skipinu nafn. Selá er þriðja skip félagsins og er að stærð 1750 tonn og byggt hjá skipasmíðastöð D.W. Kremer Sohn, Elmshorn, Vestur-Þýzka- landi. Skipið verður væntanlega af hent félaginu í októberbyrjun n.k. Minningar sp j öld Minningarspjöld Blómasveiga- sjóð Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerðj 17, Guðfinnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stfg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lárusar Lúðvíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Minningarspjöld styrktarsjóðs starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fást á eftirtöldum stöðum: Borgarskrifstofum Austurstræti 16, Borgarverkfræðingaskrifstof- um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla- tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á- haldahúsinu við Barónstlg, Hafnar skrifstofunni, Bæjarútgerðinni skrifstofunni, Hitaveitan Drápu- hlíð 14, Strætisvagnar Reykjavík- ur Hverfisgötu 115 og Slökkvi- stöðin Tjarnargötu 12. Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvlkurkirkju fást á eftirtöld- um stöðum: Hjá Vilhelmínu Bald- vinsdóttur Njarðvíkurgötu 32 Innri Njarðvík, Guðmundi Finn- bogasyni Hvoli Innri Njarðvík, og Jóhanni Guðmundssyni Klappa stíg 16 Ytri-Njarðvík. Söfnin Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið alla daga I júlf og ágúst nema laugardaga frá kl. 1,30 til 4 Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. Þjóðskjalasafnið er opið alia virka daga kl. 10—12 og 14—19. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opin alla virka daga kl. 10—12. 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Ot- lán alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á • sunnudögum er opið frá kl. 2—7. Veitingar i Dillons- húsi á sama tlma. Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins er opið daglega frá kl. 1,30 til 16. nning Áskrifendaþjónusta VÍSIS. Ef Vfsir berst ekkj með skilum til áskrifenda eru þeir beðnir að hafa samband við áskrifendaþjón- ustu Vísis, síma 1-16-60. Þar er tekið á móti beiðnum um blaðið til kl. 20 á hverju kvöldi, og það sent, strax til allra þeirra, sem gera viðvart fyrir þann tfma. Kirby lætur sem hann sé að kynna sig fyrir Fan. Höfum við ekki hitzt einhverntíma áður? Jú, svarar Fan, það var í negra- hverfi í Brooklyn. Ég vona, segir Fan, að ef við komum þessari sendingu í gegn, þá sé það sú síðasta. Nú? Og hvers vegna, spyr Rip. Ég vil fara að hætta þessu og lifa eins og venjulegt fólk. FRÆGT FÓL í Nýlega var valin fegurð drottning á draumaeyjin: Tahiti. Franska kvikmyndastjarn Martine f arol, sem á búst á eyjunni var í dómnefndin ;! í Martine Carol þangað til hún rauk burtu fússi. Og ástæðan var sú skjólstæðingi hennar sem þátt f keppninni var vfsað f vegna þess að framferði hen ar í einkalífinu væri ekki fyrirmyndar ef farið væri athuga það nánar. Þegar Martine skrifaði m mælabréfið sagði hún m. ,Við erum ekki komin hér sa an til að velja engil dyggð innar heldur til að velja fegi.u ardrottningu". Þarna er annað hljóð strokknum en í brezku rétt- sölum um þessar mundir. ☆ Gabrielle Chanel hin tra tidkudrottoing i Parfs skríð ekki beinlfnis fyrir viðskipt vinum sínum ef marka má i mæli þau sem höfð voru ef henni í viðtali fyrir nokkru: — Jú vfst eru margir af v skiptavinum mfnum forrfldr en þeir borga ALDREI rei; ingana sfna svo að eiginle er hægt að segja að þarna um vissa tegund af ráni ræða. Og verstir allra e nokkrir prinsar, sem við sk; um ekki ræða nánar um. I ☆ Hann Adenauer kanslr virðist hafa meiri trú á kv fólki en margir félagar han Nýlega var hann f boði > eftir að hafa sopið vel á Rín vfni sagði hann: ■I — í öll þau ár sem ég h haft afskipti af stjórmálu ■I hafa tryggustu stuðningsmet ij mfnir verið meðal kvenna. ;■ ekki væri svo komið að ■I ætlaði að draga mig f hlé !■ haust væri ég ekki frá þvi Ji gera miklar breytingar á fyi >1 komulagi kosninga þannig r I* atkvæði kvenna giltu helmin ■I meira en atkvæði karla. ■■ Ef til vili er þetta gott u j’ hugsunarefni fyrir eftirmí*' •; minn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.