Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 1
v. .••;VV ■'> ,.' •• ‘ •>•vi.. VISIB 53. árg. — Fimmtudagur 15. ágúst 1963. — 176. tbl. Frönsk stúlka villt í þoku á Mývatnsöræhm Frönsk stúlka, sem dvalizt ur, lenti i ævintýri á Mývatns- hefur hér sem snyrtisérfræðing- öræfum, villtist þar í þoku frá bíl sem hún var með og varð að ganga um 15 km. Ieið áður en hún mætti öðrum bíl, sem tók hana upp í og flutti hana að Reynihiíð við Mývatn. Þetta gerðist í niðaþoku, sem Framh. á bls. 5 Utanríkisráðherra í morgun: CNGAR KAFBÁTA CBA HCR■ SXIPASTÖD VAR í HVALFIRÐI — Það er tilhæfulaust með öllu að í ráði sé að gera herskipa- og kaf- bátastöð í Hvalfirði, sagði utanríkisráðherra Guðmundur í. Guð- mundsson í viðtali við Vísi í morgun. Blaðið snéri sér til ráðherrans vegna forsiðufregna í Tímanum og Þjóðviljanum í morgun þar sem greint er frá því að slík á- form séu á döfinni. Ráðherrann skýrði Vísi svo frá að hér sé eingöngu um að ræða byggingu olíugeyma fyrir Nato, sem á verði geymdar vara birgðir. Atlantshafsfloti banda- lagsins muni ekki taka olíu í Hvalfirði fremur en hingað til og skipaferðir munu ekki auk- ast vegna þessara framkvæmda. Einu skipaferðirnar sem verða um fjörðinn í þessu tilefni eru olíuskip sem flytja olíuna til og frá geymunum. Engin breyting verður á olíu- stöðinni önnur en sú að þar verður unnt að geyma meira magn en hingað til hefir verið sagði ráðherrann. Allar fuilyrð- ingar um herskipastöðvar og kaf bátalægi f þessu sambandi cru gripnar gjörsamlega úr lausu lofti. Á geymunum verður geymd • olía og benzín eins og verið hef ir hingað til í Hvalfirði. Birgðirn ar hafa venið geymdar þar sem varabirgðir nokkur ár, en síðan fluttar burtu og endumýjaðar. Þeir geymar, sem nú em f firð- inum og Olíufélagið á, em orðn ir gamlir og hyggst félagið sjálft nú endumýja þá. Auk þessa er um byggingu hinna nýju geyma að ræða fyrir At- lantshafsbandalagið, en Vfsir greindi frá því f gær að þeir myndu verða 20-28 talsins. Þá verður væntanlega byggð olfu- bryggja við geymana og legu- færi í firðinum. Um engar aðrar framkvæmdir er þama að ræða og eins og fram kemur f áðurgreindum ummælum utanríkisráðherra breytist hlutverk birgðastöðvar innar ekki á neinn hátt við fram kvæmdirnar. Þar er einungis um stækkun hennar að ræða. Segjast ekki hafa ætlað að fremja tryggingarsvik Piltamir þrír sem gerðu tilraun til að sökkva þilfarsbátnum Guð- rúnu á Skagafirði fyrir nokkrum dögum neita því ákveðið að þeir hafi verið að gera tilraun til vá- tryggingarsvika. Þeir gefa þá skýringu, að þeir hafi verið ráð- villtir og niðurdregnir vegna þess hve Iftið þeir báru úr býtum af veiðum á bátnum og hafi þeir bara i hugsunarleysi ætlað sér að losna við hann með einhverjum hætti. Guðrún er um 6 tonna þilfars- bátur og piltarnir, sem fluttu ný- lega f héraðið og búa á bæ einum f Laxárdal gerðu hann út frá Sauðárkróki. En reiðileysi var á þeirri útgerð og afli lítill sem enginn. Þeir eiga ekki bátinn, heldur bróðir eins þeirra. Hann hefur einnig verið yfirheyrður og neitar því að hafa átt nokkurn þátt í gerðum þeirra Báturinn er tryggður hjá vél- bátatryggingu ísafjarðar og mun tryggingarupphæðin vera um 150 þúsund krónur. Skömmu áður en atvik það gerðist, sem nú komst upp um hafði honum verið bjargað af vélbátnum Andvara Þá var um vélarbilun að ræða og var Guðrúnu þá að reka upp við Selnes. Hugs- anlegt er, að þá hafi einnig verið um tilraun að ræða til að granda bátnum. Nú krefjast bæði Andvara- menn og Adams-menn, sem björg- uðu bátnum í seinna skiptið björg- unarlauna. Málið hefur verið sent saksókn- aratil athugunar. Frú Gestrún Gestsdóttir við gluggann, sem stolið var úr. Til hægri sést hurðin, en glerið var skorlð úr henni með glerskerara. Stórborgarbragur reykvískra þjófa skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar Ölaðíð í dag Síða 3. Þórsmörk. 4. Viðtal viö Barry Goldwater 8. Lestarránið mikla. 9. „Kristur i dag“. Biskupsritarí skrifar frá Helsingfors. Innbrotið í „Það var enginn viðvanings- bragur á þessu“ sagði frú Gest- rún Gestsdóttir um innbrotið, sem framið var f skartgripa- verzlun Jóns Sigmundssonar að Laugavegi 8 fyrir tæplega hálf- um mánuði. Hún hefur unnið þar við afgreiðslustörf sl. 17 ár og sagði, að aldrei hefði neitt þvílíkt komið fyrir áður. „Málið er í rannsólui og lítið hægt um það að segja að svo stöddu“, hélt hún áfram. „En þetta hefur verið geysilegt tap, líklega eitthvað á fimmta hundr- að þúsund krónur að verð- mæti“. „Hverju var stolið?" „öllum úrum, sem til voru í verzluninni — 89 nýjum og u. þ. b. 80 viðgerðum — og ennfremur miklu magni af fixo-flex keðjum fyrir bæði dömur og herra, en verðmæti þeirra er metið á ca. kr. 100,000.00“. „Voru engir skartgripir teknir?“ „Nei, ekkert annað en þetta“. „Hver uppgötvaði þjófnað- inn?“ „Það var einn úrsmiðurinn okkar, Símon Ragnarsson. Hann kom um hálfníuleytið til vinnu og varð litið fram i búðina og Framh. á bls. 5 l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.