Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 16
Fimmtuðagur 15. ágúst 1963 Héraðsmót Sjélf- stæðismanna í Vestur Barða- strundasýslu Héraðsmót Sjálf stæðismanna í Vestur Barða- strandasýslu verður haldið á Bíldudal laugar- daginn 17. ágúst kl. 9 síðdegis. Jónas G.Rafnar, alþingismaður og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins flytja ræður. Leikararnir Árni Tryggvason og Jón Sigurbjörnsson skemmta. Enn fremur syngur Guðmundur Guð- jónsson, óperusöngvari, með undir leik Skúla Halldórssonar, píanóleik ara. 2 Akraneshátar fengu3000 tunn- ur siídar / nótt á Selvogshanka Tveir Akranesbátar, sem eru að koma að norðan, sunnan fyr ir Iand fengu 3000 tunnur síld- ar I nótt á Selvogsbankanum, Höfrungur II. 2000 tunnur og Kellir 1100 tunnur. — Liklegt er, að fitumagn síldarinnar té 16-20% og að hun sé hæf oæði til frystingar og fiökunar, en ekki að svo stöddu hægt að segja hvort hún er hæf tii sölt- unar. Síldarútvegsnefnd hefir beðið um sýnishorn, þegar er bátarnir eru komnir inn. Frá þessu skýrði fréttaritari Vísis á Akranesi blaðinu í morg un, og kvað hann sjómennina á fyrrgreindum bátum telja að um 10-20 bátar hafi verið á bankanum í nótt, eftir ljósun- um að dæma. Ver, sem kom fyrir tveimur dögum að norðan, einnig sunnan megin, kom með 200 tunnur síldar. Fréttaritarinn sagði ,að fleiri Akranesbátar myndu nú verða kvaddir heim að norðan. Þá^ kvað hann síldar hafa orðið vart innarlega í Isafjarðardjúpi og væri verið að kanna það frek- ara. Það mun ekki hafa gerzt um mörg ár, að svo góð síldveiði fengist á Selvogsbanka á þess- um tíma, sem að ofan greinir. Sýnishorn af síld þeirri, sem -^Ver fékk, mun hafa skemmzt, og er beðið niðurstöðu rann- sóknar á þeirri síld, sem nú veiðist á bankanum. Landskjálffar Landskjálftar urðu í morgun snemma i Japan og Sibiriu. í Japan urðu landskjálftar á Fukushimasvæðinu um 200 km. norður af Tokio. Á landskjá'lftamælum í Berkeley í Kaliforniu varð vart mikilla jarðhræringa og virtust upptökin vera i austurhluta Sibiríu. — NTB. an sem stækkaði Það varð skyndileg fjölgun í bændafjölskyldu einni norður í Fnjóskadal á mánudagskvöidið. Þá eignuðust þau hjónin Valtýr Kristjánsson oddviti að Nesi og kona hans Kristín Sigurðardólt- ir þríbura og barnahópurinn stækkaði úr fimm í átta. Fæðingin gerðist á Fjórðungs sjúkrahúsinu á Akureyri og gekk allt vel. Fréttaritari Vísis, Sigurbjöm Bjarnason tók þessa mynd þegar faðirinn og þrjú eldri bömin komu í heimsókn til að skoða þetta skemmtilega undur. ______ - SAS-áformin um vetrarflug breyta engu fyrir Loftleiðum Fyrirætlanir SAS um ó- dýrari flugferðir vetrartím ann milli Norðurlanda og New York breyta engu um tilhögun eða annað varð- andi flugferðir Loftleiða. Kristján Guðlaugsson, formaður Loftleiða, sem Vísir spurði um þetta í morgun, sagði, að það hefði verið vitað að SAS myndi byrja þessar ferðir í haust samkvæmt heimild frá IATA, og að félagið hefði unnið að og ynni að undir- búningi þeirra. Þetta hefir sem Framh. á bls. 5 —0g nú er það lög- fræðin fyrir alvöru Eitt mesta afrek sem íslend- ingur hefir nokkru sinni unnið var frammistaða Friðriks Ölafs- sonar stórmeistara á alþjóðlega skákmótinu í Los Angeles. Þar gerðist það ævintýri að fulltrúi frá einni smæstu þjóð veraldar varð i einu efsta sætinu i „heilans mestu þraut“ eins og skákin hefir oft verið nefnd — og munaði mjóu að hann yrði þar sigurvegari. Friðrik Ólafsson var hinn á- nægðasti með úrslit Piatikovsky skákmótsins í Los Angeles, er Vísir spurði hann frétta í morgun. Enda mátti hann vera það, því að hann var í 3.—4. sæti með 7% vinning ásamt Najdorf, en Petrosjan og Keres voru efstir með 8l/2 vinnfng hvor. „Ég bjóst alls ekki við svona góðu, því að ég hef ekki getað teflt nógu mikið upp á síðkast- ið“. sagði Friðrik. „Það er betra að búast ekki við of miklu; þá verður maður síður fyrir vonbrigðum“ Framh. á bls. 5 ———

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.