Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963. Efnahagsmála- rannsókn hafín Ólafur Ketilsson, var að leggja upp í afmælisferðina til Laugarvatns, þegar myndin var tekin f morgun (Ljósm. Vísis B.G.) ÓLAFUR KETILSSON sextugur í dag Verklýðssamtökin og samtök atvinnurekenda hafa nú skipað nefndir til þess að fjalla um rann- sókn þá f efnahagsmálum í sam- bandi við kaupgjaldssamninga sem samkomulag varð um fyrr í sumar. 1 nefnd Alþýðusambandsins eiga sæti Björn Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Ak- ureyri, Hjalti Kristgeirsson hag- fræðingur og Sigurvin Einarsson alþingismaður. í nefnd atvinnurek- enda eru Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, Helgi Bergs framkvæmdastjóri frá Vinnumála- sambandi samvinnufélaga og Þor- Friðrik — Framhald af bls. 16. „Þú hlýtur að vera ánægður með þennan árangur, er það ekki?“ „Jú, mikil ósköp, þetta hef- ur verið min bezta frammistaða f langan tíma“. „Er ekki erfitt að samræma taflið og Iögfræðinámið?" „Það er alls ekki hægt að samræma það. Og nú ætla ég að snúa mér að náminu fyrir alvöru — það er annað hvort nú eða aldrei" „Og fórna skákinni?" „Ja, kannske um tíma. Ég gæti teflt eitt mót yfir sumarið, en ekki miklu meira“. „Geturðu haldið þér í æfingu hérná heima?“ „Nei, eiginlega verður maður að fara út til þess“. „Og á hverju lærirðu mest? Að tefla skákirnar aftur upp f huganum, eftir að mótinu er lokið?“ „Mest lærir maður á töp- unum, finnst mér. Maður þarf líka að læra að tapa og taka því réttilega“. 4#6 milljónir Jafnað hefur verið niður útsvörum og aðstöðugjöldum á Seyðisfirði. Jafnað var niður 3,6 milljónum í útsvör og 1 miilj. í aðstöðugjöld. Hæstu gjaldendur eru: Kaupfélag Austfjarða 234.000 kr„ Síldar- bræðslan h.f. 200.000 kr., Hafald- an h.f. 177.000 kr. og Ströndin h.f. 159.000 kr. varður Alfonsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenzkra iðnrekenda. Héldu nefndirnar fyrsta sameigin- lega fund sinn í fyrradag; í gær voru enn sameiginleg fundarhöld. S.A.S. — Pramhald af bls. 16 sagt ekki komið okkur óvart og þetta breytir engu fyrir Loftleiðir, sagði Kristján Guðlaugsson. Fallið hafði niður niðurlag frétt- arinnar um SAS, sem birt var í blaðinu í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir, að flogið verði á 13 klst. milli Bergen og New York en þaðan á 12 klst. til Osló. Flogið verður að næturlagi. Til samanburðar um flugtíma má geta þess, að flugvélar Loftleiða fljúga vanalega á 9 klst. milli Reykjavíkur og New York. HAMBORGARFERÐIR LOFTLEIÐA. Sú breyting er framundan hjá Loftleiðum, að fiugvélar félagsins hætti að hafa viðkomu í Hamborg. Þær hafa komið þar við tvívegis vikulega samkvæmt sumaráætlun- inni, og einu sinni f viku á veturna. Frönsk sfúlkn — Framhald A bls. 1. lá yfir Mývatnsöræfum á sunnu dagskvöldið. Var franská stúík- an þar á skemmtiferð í bifreið með íslendingi, sem ók bifreið- inni. Þau óku frá Mývatni yfir Mývatnsöræfin en ætluðu síðan að fara eftir Hólmatunguvegi fyrir vestan Jökulsá og niður í Axarfjörðinn. Þar var þokan mjög þétt og vegurinn slæmur, svo að samfylgdarmaðurinn fór út úr bifreiðinni til að athuga veginn. Hann hvarf út í þokuna og leið langur tími svo að hann kom ekki aftur. Stúlka sat í bílnum og gerðist óróleg. Loks fór hún að flauta bflflautunni, en það bar engan árangur. Þá gafst hún upp við biðina og gekk af stað frá bílnum. Hún mun hafa gengið langan veg um kvöldið, senniiega um 15 km. leið og nokkuð eftir þjóðveginum yfir Mývatnsör- æfi, þegar önnur bifreið kom akandi eftir veginum og tók hana upp. Var hún orðin þreytt eftir gönguna. Þegar kom til Reynihlíðar var kominn morg- un. Fóru leitarmenn þá af stað til að leita að manninum. Hann hafði þá fundið bflinn aftur þegar þokunni létti með morgn inum og kom akandi móti leit- armönnum. Innbrot — Framhald at bls. 1. sá þá, að tjöldin höfðu verið dregin frá glugganum og gler- hillur teknar niður. Honum datt helzt f hug, að það hefði komið jarðskjálfti, en þá tók hann eftir, að glerið hafði verið skorið úr hurðinni og úrin voru Iiorfin öll með tölu. Hann lét eiganda verzlunarinnar strax vita, og Jón Sigmundsson kall- aði í flýti á lögregluna“. „Sáust engin fingraför eða neitt slíkt?“ „Nei, það var eins og at- vinnumaður hefði verið að verki. Hann gekk mjög snyrti- Iega um“. „En hvers vegna skyldi hann hafa tekið niður glerpiöturnar í glugganum? Var það ekki 6- þörf fyrirhöfn? „Ja, það finnst manni nú. Okkur, sem þurfum stundum að taka þær niður, finnst það alveg nógu erfitt, þó að við séum vanar því“. „Þið eruð búin að fá ný úr í búðina, eins og sjá má“. „Já, það voru strax keypt ný“. „Var þetta ekki tryggt?“ „Jú, en vandinn er að bæta gömlu úrin. Það er varla hægt að bæta persónulgga muni, sem fólk er búið að eiga árum sam- an óg þykir kannske vænt um“. „Eru ekki númer á öllum úr- unum?“ „Við setjum alltaf númer á öll úr, sem gert er við hér, svo að það verður enginn hægðar- leikur fyrir þjófinn að losa sig við þau. Eins eru númer á öll- um dýrari tegundum, en á ó- dýrum úrum er oft sama númer á mörgum“. „Hvað segja eigendur úranna um þetta?“ „Þeir eru auðvitað farnir að spyrjast fyrir um þau, en af þvi að málið er enn í rannsókn, er ekki búið að meta viðgerðu úr- in til verðs“. „Þið verðið að fara að fá ykkur þjófabjöllu og svoleiðis hluti“. „Já, það er auðséð. Þetta hefur allt verið vel undirbúið — það er að koma stórborgar- bragur á reykvíska þjófa!“ Einn kunnasti sérleyfishafi landsins, Ólafur Ketilsson, bif- reiðastjóri ,er sextugur í dag. Hann er búinn að aka lang- ferðabifreiðum í 35 ár og eng- inn bilbugur á honum enn þá, — Hvað ætlarðu að aka lengi ennþá, spurðum við Ólaf, þegar við hittum hann í morg- un, nokkrum mínútum áður en hann lagði af stað austur að Laugarvatni. — Ég ætla að hætta áttræð- ur. — Hvers vegna áttræður? — Saga lífsins og manna seg- ir mér það. Að vísu varð örvar Oddur 300 ára, en þá var líka styttra í árinu en á vorum dög- um. — En segið þið annars sem allra minnst. Ákkúrat, sem allra minnst. Þið hittið mann líka þegar maður er að fara. — Hefurðu ekið stöðugt í 35 ár? — Já, aldrei lagt niður ferð, allan tímann — ég minnist þess ekki. — Verður þér aldrei mis- dægurt? — Ég lá einu sinni í tvo daga og þá datt ofan á mig allmikið af stórgrýti. Ólafur vildi gjarnan ræða um vegina, en sagðist annars ekki hafa tíma til þess, því hann væri alveg að fara af stað. — Við óskum honum til ham- ingju með daginn og þykjumst vita að lesendur Vísis taka ein- róma undir með okkur, enda á hér í hlut maður sem er með eindæmum vinsæll. ÁRGERÐ 1963 ER UpúSeU! Argerð 1964 væntonleg í þessum mdnuði — Fjölbreytt og fullegt litavnl — Tökum d móti pöntunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.