Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 9
VISIR . Fimmíudagur 15. ágúst 19«3. y Biskupsritari sr. Ingólfur Asfmurs- son ritur um heimsmót lútherstrúur- munnu í Helsingfors vegar var borgin fánum skreytt. Hvltblámi Finnlands biakti mjúkt í hreinleika sin- um, en þar gat og að líta fjöl- marga þjóðfána við stærstu stræti og verzlunarhús. Allsherjarþingið fer að mestu fram í veglegum húsakynnum há skólans uppi á háskólahæð. Þar stendur dómkirkjan, fögur, björt og stílhrein bygging með hvolf- þökum. Finnlandsforseti hafði mót- tökuathöfn fyrir fuiltrúa á þriðjudag, en um kvöldið hófst þingið með hátíðarguðsþjónustu í dómkirkjunni kl 8 e. h. Fyrir guðsþjónustuna söfnuð- ust allar sendinefndir hinna mörgu þjóðema saman í einu stórhýsi háskólans og skipuðu sér í fylkingar, hver þjóð og hver kirkjudeild fyrir sig. Var þaðan gengið í skrúðfylkingu, þjóð eftir þjóð, frá öllum álf- um heims, fulltrúar 60—70 kirkjudeilda frá 40 þjóðlöndum, prestar í embættisbúningum, biskupar með gullkrossa á brjósti, konur sumar hverjar í þjóðbúningum, — menn með sérkenni sinnar þjóðar í ándlits- falli, vaxtarlagi og litarhætti, gulir, brúnir, dökkir, svartir, hvltir, — allir þó ein heild sam- einaðir I einni játningu trúar, kirkjuna og þjóðin öll fylgdist með í útvarpi og sjónvarpi. Á miðvikudag 1. ágúst fór þingsetning fram. í setningar- ræðu fómst forseta þess, dr. Fry, m. a. orð á þessa leið: Einn ávinningurinn við þátt- töku í slíku allsherjarþingi er sá, að vér fáum að heyra nýjar sannanir fyrir lífsmætti fagnað- arerindisins í dag og standa frammi fyrir þeim staðreyndum. Sums staðar er vöxturinn ör, þar sem sálir hefur hungrað og þyrst og þá hlotið næringu og svölun af að taka á móti fagn- aðarerindi Drottins. Á öðmm stöðum hefur andstöðu orðið vart, en trúarlíf hefir dýpkað og hugrekkið vaxið við harðsnúna andúð. Og fagnaðarerindið hef- þeirri er Lúther endurvakti: hjálpræði Guðs í Kristi, réttlæt- ing Guðs af náð fyrir trúna á Jesúm Krist, Son Guðs, — Sola fides. Þúsundir borgarbúa höfðu safnazt saman í i-irrð og varma kvöldsins á strætum þeim, er skrúðfylkingin gekk til þess að sjá þessa miklu og margbreytilegu fylkingu þjóð- anna undir einu merki, og I einum anda: Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: Göng- um I hús Drottins. Skrúðgöngunni var sjónvarp- að og kirkjuathöfninni einnig. Mér telst svo til, að opinberir sendimenn, er tóku þátt í skrúð- göngunni muni hafa verið á 7. hundrað, en auk þeirra sitja þingið fjölmargir aðrir þátttak- endur til áheymar og andlegrar uppbyggingar, án þess að vera hiutgengir þátttakendur f störf- um þingsins. Hugurinn hvarflar til Skál- holts. Þar var einnig skrúðganga til kirkju fyrir rúmri viku. Mik- il stund Iítillar þjóðar, ógleym- anlega hátíðleg og mikilvæg. Það er þakkarefni að mega taka þátt f slfkum athöfnum, hverfa f fjöldann en vera þó með í heildinni, þátttakandi f þeirri játningu, sem þar er gjörð, því að slfk skrúðganga í Guðs hús er játning trúar og þakkargjörð til Drottins, er vér göngum á hans fund til lofgjörðar og til- beiðslu. Forseti Finnl&nds, dr. Urho Kekkonen, og frú hans tóku þátt f guðsþjónustunni. Erki- biskupinn dr. Ilmari Talomies prédikaði. Mikill mannfjöldi stóð í strætunum fyrir utan Erkibiskupinn f ræðustólnum. Merki allsherjarþingsins. ir staðizt eldraunirnar fyrir hans mátt, sem er skapari þess og inntak, Jesús Kristur, Drott- inn vor. ' Mætti hann einnig leiða hugs- anir vorar og styrkja fyrirætlan- ir, sem hér verða teknar, er vér komum hér saman í hans nafni. Uppörvun og von um að svo mætti verða felst í einkunn arorðum, er vér höfum gert að yfirskrift þessarar samveru og einkunnarorðin: Kristur í dag. Hlutverk vort næstu tólf daga er að gefa þessum orðum inni- hald, að forðast að þau verði slagorð ein, lifa þau sem veru- leika, sem þrengir sér inn í merg og bein samlífs vors hér í Helsingfors. Ef vér gætum þeirra með gaumgæfni munum vér ekki villast af leið. Hve Framh. á bls. 10. Ungverjar gengu á undan okkur og Indverjar á eftir. Undir þessu kjörorði safnast nú til þinghalds fulltrúar lútherskra kirkjudeilda frá öll- um heimsálfunum fimm í Hels- ingfors, höfuðborg Finnlands. Þetta er fjórða allsherjarþing Lútherska heimssambandsins (L. W. F.) og stendur frá 30. júlí til 11. ágúst. Stofnþing heimssambandsins var haldið í Lundi 1948. Varð fyrsti forseti þess hinn víð- kunni sænski guðfræðingur, Dr. Andrés Nygrén biskup. f Hann- over var 2. allsherjarþingið háð, og varð þá Lilje biskup forseti sambandsins. Þriðja allsherjarþingið fór fram f Mineapolis 1957 og var þá kjörinn núverandi forseti sam- bandsins hinn glaði, fjörmikli starfsmaður dr. Franklin • Fry, forseti lúthersku kirkjunnar í Ameríku. íslenzka þjóðkirkjan hefur tekið þátt f þessu samstarfi lútherskra kirkna frá upphafi, og átt fulltrúa á öllum þessum allsherjarþingum. f Helsingfors eru aðaifulltrúar hennar tveir: biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson og séra Jakob Jónsson, form. prestafé- lagsins. Auk þeirra eru fimm aðrir opinberir þátttakendur þjóðkirkjunnar: varaforseti Kirkjuráðs, síra Þorgrímur Sig- ina, þegar við lentum hér flest- ir fulltrúarnir íslenzku saman í þotu frá Finnair á mánudags- kvöld því að tekið var að skyggja. Hver hraðaði sér sem mest hann mátti á sinn gisti- stað til hvíldar. En morguninn eftir, þegar litazt var um f borg hinna mörgu fögru stórbygginga duldist ekki, að Helsinki hafði þegar búizt hátfðarklæðum. Víðs Dómkirkjan urðsson, síra Gunnar Árnason ritstjóri Kirkjuritsins, síra Ólaf- ur Skúlason æskulýðsfulltrúi, Guðmundur Benediktsson lög- fræðingur, stjórnarráðsfulltrúi og síra Ingólfur Ástmarsson biskupsritari. Auk þess er frú Þóra, kona sfra Jakobs skráð sem gestur þingsins og erum við þvf 8 íslendingarnir. Við sáum ógjörla höfuðborg-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.