Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 15.08.1963, Blaðsíða 6
V1 S IR . Fimmtudagur 15. ágúst 1963, 6 'eimdðUw* Gjör rétt — Þol ei órétt Ritstjórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson Islenzkar kvikmyndir á erlendum markaði? Hvenær þrýstir Mao á hnappinn? Rabbað við Lúðvík Karlsson kvikmyndagerðarmann Nýlega er kominn frá London ungur og þekktur Heimdelling- ur, Lúðvik Karlsson. Hann hef- ur lagt stund á kvikmyndagerð við London School of Film Technique um skeið. Siðunni þótti forvitnilegt að rabba örlítið við hann um nám- ið og kvikmyndagerð. Telur þú, Lúðvik, að grund- völlur sé fyrir ísienzkan kvik- myndalðnað? „Já, það er ég sannfærður um. Við íslendingar eigum afbragðs góða leikara, leikstjóra á heims- mælikvarða, yndislegt landslag og hvað getur maður óskað sér meir?“ En hvað um markaðs- og r'jár hagshliðina? „Ef við tökum fjárhagshiið- ina fyrst þá er okkur í hag að vera að byrja á kvikmyndagerð, þegar tæknihlið málsins hjá öðr um þjóðum er komin svo langt, að við getum Iært ómetanlega lexíu af þeirra mistökum og þurfum ekki að eyða tíma og peningum í að gera mistökin sjálfir. Sorglega hlið málsins er sú, að ekki virðist vera mikil trú á því hér heima að við ís- lendingar getum gert leikara okkar og land að fjárhagslegri tekjulind með öflun gjaldeyris. Sem dæmi um gjaldeyristekjur af kvikmyndaiðnaði má nefna, að Brigitte Bardot hin franska gefur állka mikinn gjaldeyri af sér og allur bílaiðnaður í því ágæta landi. Um markaðshliðina vil ég það eitt segja, að öðrum hefur tek- izt að afla markaða fyrir mynd- ir slnar og því skyldi okkur ekki takast það líka. En við erum nú ekki nema 180.000, sem tala okkar ylhýra mál á móti öllum þeim milljón- um, sem tala móður mál Brigitte Bardot gerir það ekki strik í reikninginn? Lúðvik Karlsson „Nei, alls ekki! Grískar, ítalsk ar, þýzkar og franskar myndir eru almennt sýndar í Bretiandi og á Norðurlöndum með skýr- ingartextum. Myndir með ensku tali, sem sýndar eru I Þýzka- landi og ítalfu, eru „dubbaðar" þ. e. talið er sett inn á máli þeirra þjóða, þar sem myndin er sýnd. Þannig efast ég ekki um að Þjóðverjar og Italir láti sér lynda að horfa á fslenzkar jafnt sem enskar myndir með þýzku og ítölsku tali. Kostnað- urinn við að „dubba" er hverf- andi þegar þess er gætt, hve Veiðiferð í Reyðorvotn n.k. Inugnrdng Laugardaginn 17. ágúst efnir Heimdallur F.U.S. til veiðiferðar í Reyðar- vatn. Lagt verður af stað frá Valhöll við Suður- götu 39 kl. 2 e. h. og kom ið til baka að kvöldi sunnudags. Leiðin að Reyðarvatni liggur um Þingvelli og Uxahryggjaveg og er um 1 Vz tíma akstur þangað. Að öllum jafnaði er mikil veiði í vatninu, en veiðileyfum verður mjög stillt í hóf. Nánari upplýsingar um ferðina í síma 17100 -18192. Heimdallur F.U.S. stóran markað myndin kemst inn á. Norðurlönd myndu eflaiut samþykkja okkar kvikmyndir jafnt sem annarra þjóða með skýringartextum“. Viltu þá ekki leggja orð í belg um 79 af stöðinni eins og flestir aðrir hafa þegar gert? „Aðstandendur þeirrar mynd- arhafa sýnt og sannað betur en rakið verður f st./.tu blaðavið- tali hvað hægt er að gera ef áhugi og fjármagn er fyrir hendi. Um kvikmyndasöguna vil ég sem fæst segja en mitt álit er, að hin tekniska hlið mynd- arinnar hafi ekki verið nýtt ens og möguleikar voru til. Listræna túlkun var þar ekki að finna." Hver eru tengsl milli kvik- myndagerðar og töku fyrir sjón- varp? „Eg mundi gizka á, að meira en helmingur dagskrár beztu sjónvarpsstöðvanna sé kvik- myndaður fyrst og sýndur sið- an f sjónvarpi af filmum. Lög- mái fyrir kvikmyndatöku f sjón varpsskyni eru að mestu Ieyti hin sömu og lögmál kvikmynda- töku fyrir kvikmyndahús. Hugsanleg tilkoma íslenzks sjónvarps hlýtur þvf að vekja miklar vonir og eftirvæntingu og verða lyftistöng fyrir kvik- myndagerð. Sjónvarp mundi geta veitt þeim, sem leggja vilja stund á kvikmyndagerð hér á Iandi atvinnu fyrstu og erfið- ustu árin og einmitt á milli verkefna, þvf það á sennilega nokkuð Iangt f land að menn geti unnið fyrir sér með kvik- myndagerð eingöngu, sökum þröngsýni og áhugaleysis ráð- andi aðila". Hvemig væri að við lcæmum nú að þvi, sem við hefðum átt að byrja á að tala um, þ. e. hvemig náminu við skóiann var hagað? „Krafizt er prófs samsvarandi fsl. stúdentsprófi til inngöngu í skólann, en þð munu hafa verið veittar örfáar undanþágur. Ég komst inn aðallega vegna prófs sem ég lauk frá Cambridge-há- skólanum og þeirrar undirbún- ingsmenntunar, sem ég hafði áð ur fengið f Englandi. Skólinn hafði á að skipa nokkrum 16 mm. kvikmynda- tökuvélum og þremur eða fjór- um 35 mm. vélum, talsverðu magni af sviðsljósum, eigin „studio", myrkvastofum, „klipp ingarstofu" og eigin sýningar- sal. Við vorum fyrst leiddir f gegnum undur þeirrar tækni, sem gerir fært að festa myndir á filmu og sýna þær sfðan á tjaldi fólki til ánægju og me.tr- ingarauka. Síðan kom nokkur skammtur af„litteratur“ og kvikmyndasögu. Þá gafst mönn um kostur á æfingu og þjálfun Framh. á 10. sfðu. Rauða-Kína undirbýr nú hvað óðast fyrstu atómsprengjutilraun sína. Sérfræðingar halda þvf fram að það sé aðeins spuming um nokkra mánuði hvenær fyrsta tilraunin verður gerð. Það sem Kínverjar binda mest- ar vonir við til að byrja með eru áhrif sprengjunnar, sem þeir hyggjast notfæra sem sálfræðilegt og stjórnmálalegt vopn sér til framdráttar í Asfu og innan kommúnistablokkarinnar. Þá er einnig talið að þeir hyggist með þessum auknu áhrifum troða sér inn f samtök Sameinuðu þjóðanna. Erfitt er þó að sjá hvaða erindi slíkir stríðsæsingamenn eiga með- al Sameinuðu þjóðanna og ekui verða Kínverjar sannir sjálfum sér er að undirritun sáttmála S. þj. kemur, en þar segir m. a.: „Vér, hinar Sameinuðu þjóðir, er- um staðráðnar í að bjarga kom- andi kynslóðum undan hörmung- tun ðfriðar. .sem tvisvar á einum manrisaldri hefur leitt ósegjanleg- ar þjáningar yfir mannkynið" — Svo sannarlega samrýmist petta ekki yfirlýstri stefnu Kfna um að kommúnisminn hljóti að útrýma hinu vestrænu þjóðskipulagi með strfði. Þrátt fyrir áframhaldandi til- raunir Kínverja telja sérfræðingar litla ástæðu til að óttast, að minnsta kosti fyrst um sinn. — Rauða-Kína er nærri tveimur ára- tugum og 40.000 sprengjum að baki Bandaríkjunum f vígbúnaði og mestar Iíkur á að þeim tak- ist ekki að ná Bandaríkjunum og Rússum. Talið er að vígbúnaður Kín- verja komi til með að fylgja eftir- farandi tfmaáætlun: 1963: Fyrsta kfnverska atomsprengju- tilraunin gerð, svipuð þeirri, sem Bandarfkin sprengdu fyrir 18 árum f Alamogordo. 1970: Verða búnir að koma sér upp atómvopnabirgðum á borð við það sem Bretland hafði komið sér upp fyrir þó nokkuð mörg- um árum sfðan. 1975: Koma til með að eiga kjam- orkusprengjur og meðallang- drægar eldflaugar. — Árið 1975 verða þeir þó langt frá því marki, sem Rússar hafa náð í dag. 1980: FuIIkomið kjamorkuvopnabúr með langdrægum eldflaugum. — Bandarikin munu á því stigi hafa fullkomin vamarvopn gegn eldflaugum á borð við þær kfnversku og hafa yfir að ráða ýmiss konar geimvopnum. Mao Af þessari tímaáætlun má draga þá niðurstöðu, að ekki þurfi beint að hræðast tilraunir Kínverja. hvað snertir yfirlýsta stefnu þeirra að grafa hið vest- reena þjóðskipulag f rústum atóm- styrjaldar. — Enn eru þeir mörg- um árum á eftir Frökkum hvað þá annað. Fylgjast verður þó nákvæmlega með gangi mála í Rauða-Kfna og hafa verður hugfast að ef kjam- orkuvopn á borð við vopn Rússa væru til staðar í Kína myndu þeirra skv. yfirlýstri stefnu sinni leggja út í 3. heimsstyrjöldina „f nafni friðar og til alræðis öreig- anna“. Margsinnis hefur það komið fram f blöðum í Kína, þar á með- al í Rauðu stjömunni, málgagni stjómarinnar, að Kfnverjar þurfi ekkert að óttast hvað atómstyrj- öld snertir, því aðeins 400.000.000 (FJÖGUR HUNDRUÐ MILI.JÓN- IR) öreiga myndu láta iífiðl! Jú, og eftir væru þá 300 milljónir Kínverja, er vill segja, að bvf óbreyttu verði Kína eina stórveldi heimsins og geti á rústum hins vestræna þjóðskipulags hafið byggingu hins eina og sanna kín- verska kommúnisma. Kínversk sprengja mun ekki útrýma vestrænu þjóðskipulagi fyrst um sinn, þrútt fyrir fullan vilja Mao's og féSaga hairs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.