Vísir - 19.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 19.08.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Mánudagur 19. ágúst 1963. — 179. tbl. Bráðabirgðalögin til lausnar verk- Á Iaugardaginn gaf For- seti íslands út eftirfarandi bráðabirgðalög: FORSETI ÍSLANDS gjðrir kunnugt: Ríkisstjórnin hef- ur tjáð mér, að algert verkfall hafi staðið yfir hjá meðlimum Stéttar- félags verkfræðinga, frá 27. júnf s.l. Frá 1. júlí þ.á. hafi tekið gildi nýtt launakerfi opinberra starfs- manna samkvæmt kjaradómsúr- skurði, en launakröfur Stéttarfélags verkfræðinga, sem félagið hafi hald ið fast við, séu almennt verulega hærri en laun sambærilegra starfs- Framh. á bls. 5 1 kynnisför aðalfundar Skógræktarfélags íslands í Vaðlaskógi gegnt Akureyri. — Á myndinni eru m. a. frá vinstri Guðmundur Marteinsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, Ágúst bóndi á Hofi í Vatnsdal, Hákon Guðmundsson, form. Skógræktarfél. Isl. og Hákon Bjarnason skógr.stj. Nær20 tímastím ámiiin en prýiileg síldveiði áti / vorkuldunum r Ur erindi Hákonnr Bjnrnasonnr skógræktarstjóra Sæmilegasta síldveiði var sfð astliðinn sólarhring og reyndar Biadið í dag Bls. 3 Hátíð í Árbæ — 4 Ungir athafnamenn: Birgir Ámason. — 8 Námaslysið og norska stjórnin —• 9 Nína Tryggvadóttir ræðir um myndlist. nú yfir helgina, og var síld sú, er veiddist, stór og feit og fór að mestu leyti í salt. 46 skip fengu samtals 31260 mál og tunnur, en gallinn er sá einn, hversu Iangt er að sækja á mið in. Veiðisvæðið er um 110 mílur S-A af Norðfjarðarhorni og fyr- ir þau skip, sem fara þurfa Iengst með sfldina, sbr Vopna- fjörð, sem ekki er óalgengt, er um 18 tíma stím á miðin. Veður hefur verið hið ágæt- asta, en einhver þokuslæðingur mun þó hafa verið yfir í morg- un. Þessi skip tilkynntu um afla sinn til Seyðisfjarðar s. 1. sólar- hring: Garðar EA 200, Friðberg Guð- munds Skarðsvfk 800, Akurey 400, Þorlákur 1S 900, Mímir 500, Hannes Hafstein 550, Páll Pálsson 550, Bragi 950, Sigur- björg 600, Skagaröst 900, Eldey 700, Kópur 500, Björn Jónsson 1000, Helgi Flóventsson 1900, Loftur Baldvinsson 1600, Gull- Framh. á bls. 5 í nótt, rétt um miðnæturleytið, varð harður árekstur á mótum Suð urlandsbrautar og Álfheima. Menn sluppu raunar að mestu við meiðsli, en bílarnir skemmdust báðir stór- lega og er talið að annar sé ónýtur eftir áfallið. Það var seint í gærkveldi að tveir menn fóru á bifreið upp að Úlfarsfelli að sækja kunningja sína sem höfðu verið á útreiðum um daginn, en skilið hestana eftir þar efra. Voru þeir 5 saman f bifreið- Á aðalfundi Skógræktarfélags Islands á laugardaginn flutti Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri erindi um trjáskaðana hérlendis á s. 1. vori. Svo sem kunnugt er, var vet- ur mjög mildur um allt land frá því f janúar og fram í aðra viku aprflmánaðar, einkum á Suður- og Suðvesturlandi. Skall þá skyndilega á norðan hvassviðri með miklum kulda, og varð t. d. í Reykjavík 22,5 stiga hitamis- munur á 12 tímum. Kvað Hákon ekki hafa átt sér stað svo snögg ar hitabreytingar í aprílmánuði síðan 1920, eftir því sem hann hafði aflað sér upplýsinga um frá Veðurstofunni. Og áleit hann líklegt. að slík hitabylgja hefði aldrei átt sér stað að vorlagi á þessari öld fyrr en nú. ALASKAÖSPIN. Slíkt áfall hlaut að sjálfsögðu að valda talsverðum skemmdum á trjágróðri, og sagði skógrækt- arstjóri, að mestar skemmdir hefðu orðið á Alaskaösp, sitka- greni og þingvfði, nokkrar skemmdir á reyni og birki, en að f'lestar aðrar trjátegundir hefðu sloppið að mestu ó- skemmdar og sumar alveg. inni til baka og komu um mið- nættið til Reykjavíkur. Þegar bif- reiðin var á leið vestur Suður- landsbraut og komin á móts við Álfheima, ætlaði ökumaðurinn að beygja til hægri og inn á Álfheim- ana. Um leið gaf hann stefnuljós, en dró úr ferðinni m. a. vegna þess að bifreið kom á móti, en stanzaði þó ekki með öllu. En í þessum svifum kom geysi- þungt högg aftan á bifreiðina og ökumaður og farþegar i henni vissu Alaskaöspina kvað hann hafa orðið harðast úti, þótt segja mætti, að þingvfðirinn, sem rækt aður hefur verið hér síðan fyrir síðustu aldamót, hefði aldrei áð- ur goldið slfkt afhroð. Sitka- grenið, sem flutt hefur verið hingað til lands frá Alaska, hef- ur staðið sig misjafnlega vel — verst hefur farið það greni, sem á upphaf sitt að rekja til staða nálægt Kenaivatni, en hið suð- rænasta staðið sig bezt. BIRKIÐ. Skaða þá, er orðið hafa á öðr- um trjátegundum en þessum, taldi Hákon lítilfjörlega. Nokkr- ar fjallafurur visnuðu ofan til f Múlakoti, toppbrum fór af nokkrum stafafurum á Stálpa- stöðum, og einstaka rauðgreni visnaði upp, en það hefur komið fyrir áður, svo að ekki er vfst, að kuldakastið hafi grandað þvf. Skaðar á birki og reyni væru yfirleitt þannig, að trén næðu sér aftur, þar eð þau ættu hægt með að setja ný brum. Þó gætu sum þeirra kræklazt og bæklazt af bessum skemmdum. Ýmsar trjátegundir kvað Há- kon ekki hafa látið á sjá við Framh. á bls. 5 ekki fyrr til en þeir köstuðust upp í þakið og hlutu allir meira eða minna höfuðhögg. Ekki meiddust þeir þó að ráði, en einn þeirra hlaut kúlu á hvirfilinn. Bifreiðin sjálf hentist margar bíllengdir á- fram, kastaðist skáhallt yfir Suð- urlandsbrautina og inn á Álf- heima. Þar staðnæmdist hún og er talin ónýt að mestu eða öllu. Meðal farþega f bifreiðinni var Kristmundur Sigurðsson yfirmaður Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.