Vísir - 19.08.1963, Blaðsíða 8
8
VISIR . Mánudagur 19. ágúst 1963.
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Bráðabirgðalögin
Bráðabirgðalögin í verkfræðingadeilunni, sem gef-
in voru út í fyrradag, binda loks enda á það öngþveiti,
sem ríkt hefir í kjaramálum verkfræðinga. Þar hefir
gengið á ýmsu síðustu misserin og er skemmst að
minnast þess, er stéttarfélag verkfræðinga stefndi
vegna ráðningu fjögurra meðlima sinna hjá ríkinu.
Sú ráðning var engan veginn ólögleg, heldur einmitt
hið gagnstæða, þótt félagið væri á annarri skoðun.
Síðan 27. júní hafa stéttarfélagsverkfræðingar
verið í verkfalli og krefjast verulegra kauphækkana,
almennt hærri en laun sambærilegra starfsmanna sam-
kvæmt kjaradómi. Ef þeim kröfum er haldið til streitu
þá er öllu samræmi milli launa hjá ríkinu og öðrum
aðilum stefnt í hættu og nýju launakapphlaupi boðið
heim. Það er til þess að fyrirbyggja slíkt, að bráða-
birgðalögin skipa svo fyrir að gjörðardómur skuli út-
kljá þessa langvarandi vinnudeilu og ákveða sann-
gjamt kaup í samræmi við sambærileg störf hjá ríkinu.
Það hefir þegar komið í ljós, að verkfræðingar em
fúsir til þess að ráða sig til verkfræðistarfa á þeim
gmndvelli, og því verður ekki trúað að óreyndu að
meðlimir stéttarfélagsins geti ekki unað við þessa
lausn hinnar löngu deilu.
Þreklaus bióð?
Ummæli Benedikts Jakobssonar iþróttakennara
um þrek íslendinga — eða öllu heldur þrekleysi, hafa
vakið mikla athygli. Sumir hafa bmgðizt reiðir við
en fleiri munu þó hafa hugleitt, að eitthvað mundi
bogið við líkamsrækt þjóðarinnar, ef tölur Benedikts
gefa rétta heildarmynd af þjóðinni. Víst er að orð
hans hafa verið í tíma töluð, hvort sem íslendingar
ganga næstir Bandaríkjamönnum í þrekleysi, eða ekki.
íþróttir em hér allnokkuð stundaðar, en það vill
brenna við, að það er ekki nema tiltölulega fámennur
hópur unglinga, sem þar á hlut að máli. Sá hugsun-
arháttur er hér of landlægur, að íþróttir séu aðeins
til þess að taka þátt i keppnum og vinna sigur. Hins
vegar skortir enn mjög á að fjöldinn taki þátt í létt-
um íþróttum og útivist með það í huga að það er heilsu
og líkamsræktin, sem hér er aðalatriðið.
Hér bíður mikið verkefni fyrir íþróttahreyfinguna
og skólana. Við getum litið til nágrannalandanna, t.
d. Svíþjóðar og Bretlands, þar sem skólamir skipu-
leggja hópíþróttir af mestu prýði. Það verkefni er
miklu mikilvægara að vel verði Ieyst en að íslend-
ingar fái nokkmm stigum hærra en nágranninn í milli-
ríkjakeppni, þá sjaldan það kemur fyrir.
Námabærinn á Svalbarða, þar se m slysin urðu.
1| >
;
Námuslysin og erfiðieikar
norsku ríkisstjórnarinnar
Ctjórnmálin í Noregi hafa sann
arlega verið á dagskrá í
sumar, og það þrátt fyrir, að
engar þingkosningar séu í vænd-
um — og verða ekki hvað sem
á gengur. Stórþingið verður að
sitja f fjögur ár skv. stjórnar-
skrárlögum, og forsætisráðherr-
ann getur ekki rofið þing og
efnt til nýrra kosninga eins og
hægt er hér, í Danmörku og í
Svfþjóð, ef hann hefur minni
hluta í þinginu.
Slys það sem varð í kolanám-
unum á Svalbarða og skýrslur
rannsóknamefndarinnar sem
rannsakaði orsakir slyssins, hafa
valdið Gerhardsen forsætisráð-
herra miklum erfiðleikum.
A® s'íðustu þingkosningum f
Noregi loknum, missti Jafn-
aðarmannafiokkurinn sinn
nauma meirihluta, fékk þá 74
þingmenn af 150 þingmönnum
alls Hinir svokölluðu borgara-
flokkar fengu samtals 74 þing-
menn og Socialiski þjóðarflokk-
urinn fékk 2 fulltrúa. Síðast-
nefndi flokkurinn bauð þá fram
f fyrsta skipti, en hann hefur
verið í andstöðu við rfkisstjórn-
ina þetta kjörtímabil. Spurning-
in er nú aðeins sú, hvort þessi
sócialistaflokkur þorir að fylgja
gagnrýni sinni eftir þegar til
vantraustsatkvæðagreiðslunnar
kemur. í haust fara fram bæjar-
stjórnarkosningar í Noregi og
hvað munu launþegarnir segja
og hvaða afstöðu munu þeir
taka til launþegafiokks, sem
verður þess valdandi að ríkis-
stjórn fulltrúa launþeganna verð
ur að hrökklast frá eftir sam-
fleytt 28 ára völd.
Clysið sem átti sér stað f nóv-
ember í kolabænum á Sval-
barða er ekki það fyrsta á þeim
stað í sögunni. Námagröfturinn
er stundaður af einkafyrirtæk-
inu „Store Norske“ og ríkinu,
og það er ríkið sem hefur orðið
fyrir barðinu á fjórum fyrri
meiriháttar slysum þarna. 1943
fórust 15 menn í námunum, 1952
fórust 9 og 1953 19. Strax á
þeim árum voru uppi harðorðar
kröfur um auknar varúðarráð-
stafanir.
Nú þegar síðasta slysið átti
sér stað, þar sem 21 maður
fórst, urðu háværar raddir uppi
um það, að þessar varúðarráð-
stafanir hefðu aldrei komizt í
framkvæmd
Og sá orðrómur fékk byr und
ir báða vængi. Allir vita að
slíkar ráðstafanir eru kostnað-
arsamar en námagröfturinn hins
vegir gekk erfiðlega. Eftir stríð
hefur verið samtals nær 34.6
millj. d. kr. halli á námunum.
sett var á laggirnar rannsókn-
arnefnd og oftar en einu sinni
var spurzt fyrir um skýrslu
hennar í Stórþinginu.
Einar Gerhardsen.
J vor átti sumarfri þingmanna
að hefjast 21 júni. 18. júní
barst væntanleg skýrsla enn í
tal í þinginu og þá var því lýst
yfir að hún lægi enn ekki fyrir.
Sama kvöld voru blaðamenn
hins vegar á ferli — og þeir
leituðu álits þingmanna á
skýrslu nefndarinnar! Upplýst
varð, að skýrslan hafði verið
send til blaðanna áður en hún
var látin í hendur Stórþings-
manna — og þá varð eldurinn
Iaus. Stjórnarandstaðan hélt því
fram að ætlunin hefði verið að
halda skýrslunni leyndri þar til
þingi var lokið, en ríkisstjórnin
bar af sér þær ásakanir. Endir-
inn varð sá, að þinghléi var
frestað um óókveðinn tíma, eða
þar tii skýrslan hafði fengið með
ferð í þinginu.
Meðan á þessu stóð, lýsti iðn-
aðarmálaráðherrann, Kjell Hol-
ler, því yfir, að hann vildi segja
af sér, en Gerhardsen tók af-
sögnina ekki til greina og sagði
að annað hvort færi öll stjórnin
eða enginn, Eins og óttazt var,
kom í ljós, að varúðarráðstaf-
anirnar voru ekki sem beztar,'
m. a. var loftþrýstingurinn ekki
þannig útbúinn, að hann gæti
útilokað sprenginguna, en það
var einmitt sprenging, sem olii
slysinu.
Stjórnin heldur því nú fram,
að málið skuli fá réttarlega með-
ferð fyrir dómstólum landsins,
og fyrst þegar dómsúrskurður
hefur verið kveðinn upp, segist
ríkisstjórnin geta viðurkennt að
slysið hafi verið bein orsök
slælegra varúðarráðstafana.
Jðnaðarmálaráðherrann, Holler,
hefur sagt af sér, en sagt
er að hann hafi verið duglegur
og hæfur í sínu embætti. 1 stað
hans sem iðnaðarmálaráðherra
kom Trygve Lie, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sem nú hefur nýiega tekið
fullan þátt í stjórnmálum í Nor-
egi að nýju.
Stjórnarandstaðan er ákveðin
í að bera fram vantrauststillögu
á ríkisstjórnina. Skipting flokk-
anna er: Jafnaðarmenn 74,
Hægri flokkur 29, Miðflokkur
16, Kristilegi þjóðarflokkurinn
15, Vinstri menn 14.- Sem sagt
74 á móti 74. En svo er það
sócíaliski þjóðarflokkurinn, sem
hefur tvo menn. Þeir komast
ekki hjá því að greiða atkvæði,
því í Noregi er það ekki til sem
heitir að sitja hjá. Þar er það
annað hvort eða.
Ef flokkurinn breytir sam-
kvæmt gagnrýni sinni á ríkis-
stjórnina, verður hann að
greiða atkvæði gegn ríkisstjórn-
inni Hins vegar er erfitt fyrir
sócialistana að styðja þá flokka
í atkvæðagreiðslu, sem gagnrýna
ríkisrekstur.
Cú aðstaða getur skapazt, að
stjórnin fari ekki fram á
traustsyfirlýsingu, því hana
mundi sócialiski þjóðarflokkur-
inn aldrei samþykkja, heldur
láta sér eingöngu nægja að
greiða atkvæði gegn vantrausts-
yfirlýsingunni, því þá mega þeir
vænta stuðnings sócialiska þjóð-
arflokksins. Hins vegar væri það