Vísir - 19.08.1963, Síða 9

Vísir - 19.08.1963, Síða 9
VlSIR . Mánudagur 19. ágúst 1963. 9 „Aðalatriðið Málverk, málverk, málverk, hvert sem lit- ið er. Þau liggja í hrúg- um á borðum og stólum og gólfum, hanga á veggjum, sums staðar mörg hvert ofan á öðru. Landslagsmyndir, Reykjavíkurmyndir, mannamyndir, abstrakt- myndir, allt hvað innan um annað. Mann sundl- ar að horfa á þetta fjöl- breytta litskrúð, það þarfnast rúmgóðra sýn- ingarsala. „Æ, ég veit ekki, hvernig ég á að komast yfir að innramma þetta allt saman“, dæsir lista- konan. Hún krýpur á gólfinu með úfið hár og mátar mynd- irnar við ijósa ramma. Sumir eru of stórir, aðrir of litlir, nokkrir mátulegir. „Tíminn er svo fljótur að líða, hver dag- urinn floginn, áður en maður veit af“. Það er Nína Tryggvadóttir, einn af okkar frægustu listmál- urum, sem komin er til lands- ins og ætlar að opna yfirlits- sýningu á verkum sínum í Lista- mannaskáianum 1. september. „Yfirlitssýningu á 25 ára starfi, er mér víst óhætt að segja“. Hún reiknar í huganum og kinkar kolli. „Já, eitthvað þar um bil. Hér eru myndir frá öllum mínum tímabilum. 1 svona yfirlitssýningu kemur f Ijós sérstakt að gefa, vissan grunn- tón, sem kemur fram í öllum hans verkum. Það er hans fram- .lag til lisfcarinnar, og af þvl má hann aldrei missa sjónar, ef hann á að geta gefið eitthvað frá sjálfum sér“. „Líkar þér betur að mála ab- strakt en fígúratívt?" „Það eru alltaf sömu lögmál- in, sem gilda í allri list, hvort heldur hún er kölluð abstrakt eða fígúratív Ég mála ekki bara til að skýra frá því, sem ég sé, heldur reyni ég að gefa heild- armyndina, sem ég fæ, áhrifin, sem ég verð fyrir. Ef þú ætlar að lýsa herbergi, þarftu ekki endilega að iýsa hverjum ein- asta hlut, sem inni í þvf er — nei, þú lýsir heildarmyndinni, eins og hún verkar á þig, and- rúmsloftinu, áhrifunum ... ég reyni alltaf að setja myndina upp eins einfalt og ég get. Ab- straktmynd er eins og tónverk. Músíkin þarf ekki að lýsa neinu, en hún hlítir engu að síður viss- um lögmálum. Að mála abstrakt er eins og að semja tónverk, nema hvað litir koma f stað tóna Byggingin er jafnþýð- ingarmikil og f fígúratívum myndum, og aðferðin er f raun- inni sú sama“. Málverk fyrir tannviðgerðir „Sérðu myndina fyrir þér, áð- ur en þú byrjar á henni, eða skapast hún smám saman, með- an þú vinnur við hana?“ „Það er ýmist. Stundum hef ég hana áður í huganum, og stundum verður hún til, meðan ég er að vinna. Þegar maður er búinn að fást við þetta svona Mæðguraar fyrir framan eitt af nýrri málverkum Nínu. Við giftum okkur tveimur árum seinna". „Og ertu kannske orðin banda rískur ríkisborgari?“ „Nei, nei, nei“. Hún hristir höfuðið ákveðin. „Ég verð alltaf ísiendingur, alltaf íslenzkur rík- isborgari". Rétt f þessu kemur dóttirin þjótandi inn. Hún er 12 ára göm- ul og heitir Una, og hún talar reiprennandi ensku, frönsku og íslenzku. Hún leikur sér af kappi og æfir sig í íslenzkunni með krökkunum f nágrenninu Von bráðar er hún aftur hlaupin út. Henni finnst alltaf gaman að koma til íslands. „Una er í frönskum skóla í New York“, segir móðir hennar. „En hún lærði frönskuna í Parfs, þar sem við bjuggum nokkur ár. Maðurinn minn stundaði vís- indarannsóknir í Evrópu, svo að við vorum lengi í París og London, en núna búum við í New York. Það er ekki lítið menntandi að eiga heima f þess- um þremur stórborgum. Mað- ur kemst f tengsl við svo ótal- margt, fylgist með menningar- lífinu og kynnist listafólki af öllum þjóðum“. Myndlist og blóðrannsóknir „Hefur maðurinn þinn mynd- listina að tómstundaiðju eða er hann jafnt listamaður sem vísindamaður?“ „Hann tekur listina alvarlega og helgar sig hvoru tveggja. Hann er prófessor við New York Medical College og stundar m. a. blóðrannsóknir, en jafnframt málar hann og heldur oft sýn- ingar. Listamannsnafnið hans er Alcopley". „Haldið þið hjónin stundum samsýningar?" „Nei, yfirleitt ekki. Við hof- um haldið eina, og það var f vor. Við höfðum alls ekki hugs- að okkur það, en fyrir tveimur árum komum við inn á KB að fylgja sinni innstu sannfæringu" heildarmynd listamannsins, þá fyrst er hægt að kynnast hon- um og gera sér grein fyrir, hvort hann er einhvers virði eða einskis". „Álfturðu sjálf, að þú hafir orðið fyrir miklum áhrifum af ríkjandi listastefnum á þessum ýmsu fcímabilum?" „Ja, auðvitað hef ég orðið fyrir áhrifum af ýmsum stefn- um og straumum, en eins og þú sérð af þessum myndum, hef ég alltaf haldið minni eigin lfnu. Þegar bornar eru saman myndir frá gamalli og nýrri tfð, má sjá, að viss lína gengur í gegn- um breytilegt ytra form. Upp- bygging og litasamsetning hef- ur haldizt". Sömu lögmál gilda í allri list Hún bendir á landslagsmynd með Reykjanesfjöllin í baksýn. „Sjáðu, þetta fannst fólki mjög abstrakt á sínum tíma, en nú verkar það natúralistískt. Ef þú berð saman húsin á þessari mynd og ferhyrningana á ab- straktmyndunum hér, sérðu, að uppbyggingin er enn f megin- atriðum sú sama. Ég held, að hver listamaður hafi eitthvað lengi, fylgist að hugsun og vinna“. „Þú átt við, þegar tæknin er fengin?" „Já, þegar viss undirstaða f tækni er fengin, er hægt að vinna hugmyndimar beint á lér- eftið. Þá verður sambandið milli hugans og efnisins miklu nánara en áður“. „Hvenær byrjaðirðu að mála?“ „Ja, sem krakki var ég alltaf teiknandi og málandi. Ég held, að ég hafi verið um fermingu, þegar ég fór að nota olfuliti. En ég byrjaði ekki fyrir alvöru, fyrr en ég kom á Kúnstakademí- ið f Kaupmannahöfn. Þá var ég rúmlega tvítug. Ég lærði þar fimm ár“. „Og hélztu sýningar f Dan- mörku?“ „Já, ég sýndi með hinum nem- endunum á Charlottenborg og víðar og seldi svolftið. Danir eru einstaklega áhugasamir um myndlist, og það er algengt í Danmörku, að ungir listamenn borgi fyrir hitt og þetta með verkum sfnum. Til dæmis vildi tannlæknirinn minn miklu held- ur málverk eftir mig en peninga fyrir tannviðgerðimar. Og þann ig er það með margt fleira. Fólk ið vill gjaman hjálpa ungum listamönnum, og svo er aldrei að vita nema einhver þeirra verði frægur seinna. Þessi siður virðist enn vera við lýði, því að eftir Louisiana sýninguna í fyrra, fékk ég bréf frá dönsk- um kaupmanni, sem langaði að eignast málverk eftir mig og bauð mér varning í skiptum fyr- ir það. Mér finnst svona vöm- skiptaverzlun skemmtileg, og hvergi hef ég vitað hana jafn- algenga og f Danmörku". Lífið keðja af tilviljunum „Hvað gerðirðu, þegar þú komst af Kúnstakademfinu?" „Kom hingað heim, hafði sýn- ingar og vann hér nokkur ár til að safna mér fyrir nýrri ut- anför. Ég kenndi teikningu í þremur barnaskólum samtímis. Svo fékk ég ferðastyrk og fór til Bandaríkjanna. Þetta var á strfðsáranum, svo að ekkert var hægt að ferðast nema til Am- eríku. Annars hefði ég sjálfsagt farið til Parísar. Svona geta ytri aðstæður breytt öllu lífi manns. Lífið virðist stundum eins og keðja af tómum tilvilj- unum“. „Varstu lengi í Bandaríkjun- um?“ „Ég var ein fjögur ár í New York þá. Það gekk bara vel, ég hélt sýningar og seidi heilmikið. Haustið 1945 sýndi ég f New Art Circle. Við opnunina var ég kynnt fyrir dr. Alfred Copley, bandarískum vfsindamanni og lækni, sem hafði mikinn áhuga á myndlist og málaði sjálfur. gallaríið f Oslo, og þegar ég skrifaði nafnið mitt í gestabók- ina, könnuðust þeir við það og fóru að spyrja, hvað ég væri að gera í Noregi o. s. frv. Það varð úr, að við voram beðin að hafa sýningu' þar saman, og hana héldum við núna í vor í haust ætlum við að hafa samsýningu | í Þýzkalandi, f Galerie Parnass, f Wupperthal". „Þú hefur auðvitað sýnt víða um lönd?“ | „Já ,ég hef sýnt í mörgum i; borgum. Það er talsvert þreyt- f andi að standa í.sýningum, en j alveg nauðsynlegt. Samkeppnin er gífurleg, og ef maður er ekki ’ alltaf að sýna, er maður bara ; ,dottinn upp fyrir'. Það er slft- 5 andi, traflar vinnuna og tekur '■ á taugarnar, og það kostar ótrú- jj legt umstang. Líttu á allar þess § ar myndir, sem ég verð að ‘i ramma inn fyrir sýninguna ? hérna. Það er óskapleg vinna, | sem hefur tiltölulega lítið með list að gera, en þetta fylgir I með“. fi „Hvernig er þér innanbrjósts, | þegar þú selur myndirnar þínar? Saknarðu þeirra ekki stundum?" | „Jú, það kemur oft fyrir, enda t Framh. á bls. 10. Rabbað við frú Nínu Tryggvadóttur listmálara

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.