Vísir - 19.08.1963, Blaðsíða 2
V í SIR . Laugardagur 17. ágúst 196?.
2
Fram kærir leikinn
við Hafnarfjörð
Tvö ný andlit sáust í kappliði Vals og Akraness í gær. Gunnlaugur Hjálmarsson, handknattleiks-
maður úr ÍR, lék í marki Vals og Þórður Þórðarson lék miðherja hjá ÍA. Báðir settu svip á leik-
inn og hér sjást kappamir kljást um knöttinn.
Á föstudagskvöMið léku Fram B
og Hafnarfjörður síðari leik sinn
£ fyrstu umferð bikarkeppninnar.
Fyrri leikurinn endaði jafntefli 2:2
eftir framlengingu, en þá flautaði
dómarinn leikinn af í stað þess
að hefja vítaspymukeppnina, en
samkvæmt nýjum lögum um bikar-
keppnina, skuiu liðin sem eru jöfn
eftir framlengingu 2x15 taka 5 víta-
spyrnur, sem séu teknar af jafn-
mörgum leikmönnum liðanna. Þetta
var ekki gert í leik Fram og iBH
og varð þvf að leika leikinn að
nýju.
Leikurinn var illa leikinn en fjör
ugur, bæði liðin áttu fjölda tæki-
færa í leiknum, en þeim tókst ekki
að gera mark í fyrri hálfleik. Það
var ekki fyrr en 20 mín. voru liðn-
ar á síðari hálfleik að Bergþór gerði
1. mark IBH með fallegu skoti.
Fram skoraðj sjálfsmark stuttu síð-
ar og ÍBH bætti 3. markinu á list-
ann með marki frá Ásgeiri á síð-
ustu mínútu leiksins.
Fram gerði að vísu mark í leikn-
um, sem línuvörðurinn og dómar-
inn sáu hvorugur. Hár svifbolti
kom á mark og í pressu fór bolt-
inn langt inn fyrir línu, en mark-
verðinum tókst að slá hann út.
Akumesingar eiga enn
von eftir sigur gegn Val
Akranes vann Val 3:1
Það voru „gömlu menn-
imir“ í liði Akraness, sem
fyrst og fremst hófu liðið
upp til sigurs í leiknum
gegn Val í 1. deild á Laug-
ardalsvelli í gærdag, því
enda þótt enginn þeirra
væri í 1. flokks ástandi
varðandi æfingar, var ótví
rætt mikil stoð í þeim fyr-
ir hina yngri menn liðsins.
Með 3—1 sigri Akraness,
hafa þeir enn möguleika á
sigri i mótinu, en sigur KR
er þó að flestra áliti lík-
legri, enda hefur liðið sýnt
hvað bezta leiki að undan-
fömu.
Það var rok og af og til rign-
ingarúði á Laugardalsvelli í gær-
dag, er leikurinn fór fram. Þetta
setti svip sinn á leikinn sem von-
legt var og snörp gola af suðri
veitti liðunum byr sinn hvorn hálf-
leikinn. Þannig áttu Valsmenn jafn
an lei'k gegn Akranesi í fyrri hálf-
leik, þar sem Akurnesingar réðu
lögum og lofum í þeim síðari.
★ ★ Valsmenn höfðu reynt í
aðeins 10 mínútur, er þeir skor-
uðu fyrsta og eina mark sltt.
Bergsveinn Alfonsson skoraði þá
Iaglegt og óvænt mark af víta-
teigslínu. Hanil fékk óvæntan
bolta í færi sem leit út fyrir að
vera saklaust. Hann notfærði sér
þetta til hins ýtrasta og sendi
boltann í bláhorn marksins, en
Helgi var of seinn niður og
boltinn rann undir hann í net-
ið. Ógurleg öskur kváðu við í
stúkunni, ekki sízt frá Agli rak-
ara, sem menn spurðu hvort
hann hefðl skipt um félag, cn
eins og vitað er hefði sigur Vals
í þessum Ieik ásamt sigri KR
i kvöld þýtt að KR hefði fengið
íslandstignina í kvöld og ferðin
til Akureyrar n. k. sunnudag því
orðið „Iystireisa“, þar eð stigin
hefðu ekki breytt neinu fyrir
KR. Sú varð þó ekki raunin.
Bæði lið áttu hættuleg færi
í fyrri hálfleik, — Akumesingar
þó fleiri og í eitt skipti hefði
Haukur Óskarsson, annars góð-
ur dómari þessa ieiks, átt að
dæma vítaspymu fyrir grófa
hindrun Áma Njálssonar á Þórð
Þórðarson innan vítateigs.
Jöfnun Akraness var að þakka
siglingafræðiskyni hins ágæta
innherja Skúla Hákonarsonar,
sem þarna bætti við markatölu
sína, en hann er nú markhæstur
í I, deild. Skúli komst £ þokka-
legt færi rétt innan vítateigs og
notfærði vindinn, boltinn þaut
gegnum loftið í stórum boga,
stefndi framhjá útréttum hönd-
um Gunnlaugs Hjálmarssonar í
Valsmarkinu og beygði upp í
hægra hornið í stöngina og inn,
stórfallegt mark og vindurinn
notaður skynsamlega.
Það lá nú i loftinu að Skaga-
menn áttu að sigra og því hlaut
citthvað fleira að gerast á
markatöflunni. Ingvar skoraði á
21. mín. Þetta var fyrir Iaglegan
Ieik Akraness upp h. megin og
laglegt spil innan teigsins.
Ingvar fékk boltann frá Þórði
Þ. og var í ágætu færi, skotið
þó ekki nema miðlungsgott, en
þarna komu tveir Valsmenn til
Sótt að marki ÍA. Hfelgi bjargar.
hjálpar, Þorsteinn bakvörður og
Bjöm miðvörður flæktust fyrir
Gunnlaugi markverði og boltinn
rann milli þeirra í netið, 2:1.
Eftir þetta áttu Akumesingar
fjölmörg tækifæri, einkum Rík-
arður, en honum tókst ekki að
notfæra sér þau, virtist ekki
geta skotið af þeirri hörku sem
honum var lagin f eina tíð. Þó
áttu Akurnesingar eitt mark enn
í pokahorninu og það var ekki
af verri endanum. Þetta mark
kom á 29. mín. og það var Þórð
urÞórðarson sem skoraði mark-
ið. Hann fékk háan bolta inn
á markteig frá Sveini Teitssyni
og enda þótt markvörðurinn
hefði lagt hendurnar fram yfir
Þórð var uppstökk hans hárná-
kvæmt og boltinn hrökk af helj-
arafli á narklínuna og í netið.
Laglega gert.
Akurnesingar luku þarna við síð-
asta þátt sinn £ Islandsmótinu £
knattspyrnu £ ár og verða nú að
bíða átekta, en nánar er rætt um
möguleika þeirra annarsstaðar hér
á siðunni Lið þeirra lék þarna góð
an Ieik, einkum i seinni hálfleik.
Beztu menn ÍA i gær voru þeir
Helgi Daníelsson, þegar á hann
reyndi, Sveinn Teitsson og Jón
Leosson, sem höfðu tkki mikið
fyrir að ná völdum á miðjunni og
Skúli Hákonarson f framlfnunni.
Rfkarður Jónsson var duglegur
sóknarmaður, en mætti láta bolt-
ann vinna meira fyrir sig. Þórður
Þórðarson var og ágætur og mark
hans sérlega skemmtilegt.
Langbezti maður Valsliðsins var
hinn ungi Hermann Gunnarsson, v.
útherji liðsins. Undarlegt finnst
flestum að hann skuli ekki valinn
„einn af tuttugu" i sambandi við
Fram kærði leikinn strax eftir
leiks'lok á þeim forsendum að báðir
lfnuverðir leiksins voru án dómara-
prófs, en það er skylda i öllum
1. fl. og mfl. leikjum. Þetta er 3.
þýðingarmikla kæran, er kpmur
fyrir dómstólana. Hinar eru I 2. fl.
ÍBK kærði leikinn á þeim forsend-
um að enginn línuvörður hafi verið
í leiknum og engir hornafánar á
vellinum, en í lögum stendur að
skylt sé að þeir séu á öllum íþrótta
vöílum. Þriðja kæran er frá Þrótti
á móti KSS, en Siglfirðingar not-
uðu of ungan leikmann I ieik aðil-
anna fyrir norðan.
Með Fram B lék hinn kunni
knattspymumaður Rúnar Guð-
mundsson, en þetta er fyrsti leikur
hans eftir meiðsli er hann hlaut
fyrir þrem árum síðan Vonandi fá-
um við að sjá hann með mfl. næsta
sumar.
Margir
möguleikar
Margir möguleikar eru á énda-
lokum mótsins, t.d.:
1) KR getur unnið í kvöld og
tapað á Akureyri á sunnudag-
inn kemur. Það mundi þýða að
Akranes og KR væm jöfn. Það
mundi einnig þýða fall Kefja-
víkur í 2. deild.
2) KR getur unnið í kvöld eða gert
jafntefli og unnið á Akureyri.
Það mundi þýða sigur KR í
mótinu jafnframt. Einnig mundi
það þýða að Akureyri væri fall-
ið í 2. dcild.
3) Fram getur unnið KR í kvöld
og Val á sunnudaginn. Það
mundi gefa Fram 13 stig. Vinni
KR Akureyri mundu 3 lið vera
jöfn í keppninni.
4) Jafntefli Fram og KR í kvöld
mundi eyðileggja möguleika
Fram. KR getur aftur á móti
unnið með þvf að sigra Akur-
eyringa.
I dag
Fram. Leikurinn getur orðið til
þess að svipta Fram allri von um
að verja titil sinn, en Fram, KR
og Akranes hafa öll von um að
geta náð titlinum, en KR þó mesta.
Staðan í mótinu:
Valur—Akranes 1:3.
Akranes 10 6 1 3 13 25:17
KR 8 5 1 2 11 20:13
Fram 8 4 1 3 9 9:12
Valur 9 3 2 4 8 17:20
Keflavík 10 3 1 6 . 7 15:19
Akureyri 9 2 2 5 6 15:20
Næstu leikir;
KR—Fram í kvöld kl, 19,30.
Fram—Valur næsta sunnudag.
Akureyri—KR næsta sunnudag.
landsleikinn við Breta. Mætti
landsliðsnefnd athuga hvort ekki
er þarna á ferðinni maður fyrir
hana, ekki er of mikið af efni-
viðnum.
Dómari var Haukur Öskarsson
og dæmdi vel.
— jbp —