Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Miðvikudagur 21. ágúst 1963. — 181. tbl. STROKUHESTUR í REYKJAVÍK Siæmar horfur um kartöfluuppskeru Talsverð hætta er talin á Iélegri kartöfluuppskeru í landinu í suniar og haust. Hins vegar mun rófu- uppskeran verða allmildl, enda | komu þær mjög snemma á markað- ' inn og hafa reynzt ágætar. Vísir talaði við forstjóra Græn- 1 metisverzlunar landbúnaðarins f ' morgun, og kvað hann allar er- 1 lendar kartöflur búnar hjá Græn- metisverzluninni, og sennilega að miklu leyti uppseldar hjá smásöl- um. Hefur verð á kartöflum vsrið hækkað allmikið til að fá bændur til að taka upp íslenzkar kartöílur. Hins vegar hefur sú verðhækkun, sem átt hefur sér stað á sumar- uppskerunni leitt til þess að sala Grænmetisverzlunarinnar á kartöfl- um hefur minnkað um allt að helm- ing og stundum meira. Núverandi sumarverð á íslenzkum kartöflum er 13.90, en búast má við að það lækki fljótlega. Framh. á bls 5 25 þús. máí og tunnur veiddust sJ. sólurhr. Vatnadreki til samgöngubóta 1 morgun lagði Pétur Krist- jánsson, langferðabílstjóri upp með vatnadrekarm áleiðis aust- ur á sanda. Vatnadrekanum var komið fyrir á tengivagni aftan í einum kraftmesta trukki vega gerðarinnar. Vonast er til að hægt verði að koma drekanum alla Ieið austur í Álftaver f dag. Framh. á bls. 5 ............ ................. ■ ■ ■■'-....... Sfldveiði var all sæmileg síð- astliðinn sólarhring, 42 skip fengu 24.960 mál og tunnur. — Síldin er nú komin mun nær Iandi eða rúmar 40 mflur SA af Dalatanga. Áður þurftu skipin að sækja 120 mílur út, eða hálfa leið til Færeyja. Þessi skip hafa tilkynnt afla: Gunnar 1300, Þorbjöm 400, Eldey 1000, Sólrún 500, Guð- mundur Þórðarson 1500, Mána- tindur 600, Einar Hálfdáns 200, Gizur hviti 1000, Runólfur 1400, Sæfaxi 300, Mummi GK 350, Guðný ÍS 350, Leifur Eiríksson 900, Vörður 300, Freyfaxi 300, Smári 250, Kambaröst 300, Sig- urður Bjarnason 600, Héðinn 600, Jón Guðmundsson 350, Gull ver 400, Skarðsvfk 500, Jón Garðar 800, Dofri 800, Hoffell 500, Oddgeir 300, Hafþór RE 1000, Áskell 450, Steingrímur trölli 250, Hannes Hafstein 700, Bára 1200, Baldvin Þorvaldsson 250, Sæþór 250, Hafrún 250, Náttfari 300, Gnýfari 350, Helga Björg 550. Mummi II, 1400, Framnes 300, Sigurpáll 1200, ^Margrét 300, Rán 400. Blaðið i dag BIs. 3 34tonn i nefið. — 4 Kvikmyndin Kleopatra. — 7 Halldór Laxness lit- ar um Steingrfm Thorsteinsson. — 9 Grein fjármálaráð- herra, Gunnars Thoroddsen. Verðlækkun ásíld- armjöHhmanlamls Strokuhestur var á ferli niðri í Miðbæ snemma í morgun. Hann hljóp víða um borgrna og urðu árrisulir ökumenn undr- andi að sjá hann koma á móti sér, hlaupandi eftir malbikuð- um strætunum. Þessa mynd tók Ijósmyndari Vísis af honum á Skúlagötunni f allrj umferðinni. Rauður gamli kunni ekki um- ferðarreglur og sést hér fara eftir hægri hlið götunnar móti umferðinni. Áður hafði hann sézt fara nið- ur eftir Hverfisgötu f öfuga átt við umferðina og á Klappar- stfgnum. Enn bárust tilkynning- ar til lögreglunnar um að hann hefði verið uppi í Hlíðum og á Flókagötuni. Þegar lögreglunni bárust til- kynningar um hestinn gerði hún Jónasi dýragæzlumanni bæjarins viðvart og náði hann í hestinn og flutti hann inn að Elliðaám. Framh. á bls. 5 Stjórnarskipti l/k- leg / N0REGI Verð á síldarmjöli á inn- anlandsmarkaði lækkar nú allverulega miðað við það verð, sem var í fyrra. Það var þá 540 kr. pr. 100 kg. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú ákveðið, að verðið verði (á innan- landsmarkaði) kr. 500,00 pr. 100 kg. fob. verksmiðju höfn ,og er þetta verð mið að við 1. nóvember. Einar Gerhardsen, for- sætisráðherra Noregs, hef- ur lýst yfir, að hann muni biðjast iausnar verði sam- þykkt vantraust á hann og stjórn hans út af Kings Bay málinu, sem nú er til umræðu í stórþinginu og miklum deilum veldur. — Enn eru margir þingmenn á mælendaskrá. Riðlist flokksfylgi ekki er fyrir- sjáanlegt, að stjórn Gerhardsens er fallin, þar sem þingmenn Sociaiistaflokksins munu greiða atkvæði með vantrausti, en gera verður ráð fyrir, að þeir geti það báðir, þar sem formaður flokksins sagði í gær f þingræðu, að stjórn Gerhardsens yrði að fara frá. Verkalýðsflokkurinn, flokkur Ger- hardsens, hefir 74 atkvæði, og borgaraflokkarnir samtals einnig 74, svo að atkvæði Socialistiska flokksins ráða úrslitum, nema eitt- hvað óvænt gerist. Er hér miðað við, að flokksfylgi riðlist ekki og allir mæti á úrslitastundinni. Blaðið Verdens gang ræðst all- snarplega á Gerhardsen í morgun og segir, að honum hljóti að finnast nú, að „lífsverk hans sé í Framh. á bls. 5 Nærri drukknaður Maður féll út af Togarabryggjun um við Reykjavíkurhöfn í nótt, en Iögreglumenn fengu bjargað honum og fluttu hann í Slysavarðstofuna til aðhlynningar. Það mun hafa verið bílstjóri frá Hreyfli sem varð var við það þegar maðurinn datt í sjóinn kl. rúmlega 1 eftir miðnætti. Gerði hann lög- reglunni strax aðvart og voru lög- regluþjónar sendir á staðinn. Köst- uðu þeir bjarghring til mannsins, er náði honum og hélt sér'l hann, en þá var af honum dregið svo hann fékk sér ekki veitt frekari björg og urðu tveir lögreglumenn að fara í sjóinn sjálfir til að hjálpa honum upp. Hann var þá dasaður orðinn og var hann fluttur í slysavarðstof una þar sem honum var hjúkrað í nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.