Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 11
V1S IR . Miðvikudagur 21. ágúst 1963. 77 Fundarhöld Haldnar hafa verið kynninga- fundir og stutt námskeið í starfs íþróttum — starfsfræðslu — í fimm héraðssamböndum undan- farnar vikur á vegum Ungmenna félags íslands. Stefán Jónsson og Vilborg Björnsdóttir hafa leið- beint. Framkvæmdastjóri UMFÍ hélt nýlega fundi með forustumönn- um í Héraðssambandi Suður-Þing eyinga og Ungmennasambandi Eyjafjarðar. Einkum var rætt um næsta landsmót, sem haldið verð- ur að Laugarvatni 1965. Seinna í sumar mun framkvæmdastjóri heimsækja Ungmenna- og iþrótta aamband Austurlands og fleiri sambönd, ef tími vinnst til. Ymislegt Verklýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins hefur ákveðið að efna til fræðslunámskeiðs um atvinnu- og verkalýðsmál að Búðum á Snæ- fellsnesi fyrir vikuna í september. Á námskeiðinu verða fluttir fyr irlestrar um ýmis þau efni er sérstaklega varða málefni laun- þega og samtök þeirra. Einnig verða sýndar fræðslukvikmyndir og haldnir málfundir. Þeir sem vilja taka þátt í nám skeiðinu tilkynni það sem allra fyrst skrifstofu Verkalýðsráðs í Valhöll við Suðurgötu, símar 17100 og 17807, en þar verða gefn ar allar nánari upplýsingar um til högun námskeiðsins. Minningarsp j öld Kanadadollar Dönsk kr. Nýtt f. mark 39.80 622.29 1.335.72 39.91 623.89 1.339.14 Kvenfélag Hringsins. Norsk kr. 601.35 602.49 Fr. franki 876.40 878.64 Minningarspjöld bamaspítala- Belg. franki 86.16 86.38 sjóðs Hringsins fást á eftirtöldum Svissn. franki 993.97 996.52 stöðum: Skartgripaverzlun Jó- Gyllini 1.193.68 1.196.74 hannesar Norðfjörð, Eymundsson- Tékkn. kr. 596.40 598.00 arkjallaranum, Verzl. Vesturgötu V-þýzkt m. 1.078.74 1.081.50 14, Verzl. Spegillinn, Laugavegi Líra (1000) 69.08 69.26 48, Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61, Austurr. sch. 166.46 166.88 Vesturbæjarapóteki, Holtsapóteki, Peseti 71.60 71.80 og hjá Sigríði Bachmann, Lands- Reikningskr. • spltalanum. vöruskiptal. 99.86 100.14 # # # STJÖRNUSPÁ # SPáin gildir fyrir fimmtudag- inn 22. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú mátt ekki reikna með því að nokkur taki það trúanlegt að þú sért sá eini sem hefur hugmyndaflugið og ert frumleg- ur. Nautið, 21. aprll til 21. maí: Starf þitt getur stundum verið leiðinlegt, en það er ekki næg ástæða til þess að þú sýnir kæruleysi eða vítavert skeyting arleysi. Stattu vel við heiður þinn. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní; Þeir tvíburamerkingar, sem ráðið geta hvaða störf þeir taka sér fyrir hendur í dag virðast hafa úr nógu að velja. Láttu erf- iðarj verkefni eiga sig. Krabbinn, 22. júnl til 23. júlí: Láttu ekkert fara fram hjá þér órannsakað þangað til þú hefur fundið það sem þú vilt. Of mik- ið sjálfsöryggi gæti valdið því að þér yfirsæist. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Hlífðu ekki hugarheimi þínum þar eð hann virðist nú vera vel fær um að glíma við mál- efni á breiðum grundvelli sem og smáatriðin. Ljáðu tillögum annarra eyra. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Það væri ekki óskynsamlegt af þér að ryðja öllum minniháttar verkefnum úr vegi, svo þú getir beitt óskiptum kröftum að því sem stærra er I stykkjunum. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Vera kann að þú neyðist til að segja fullkomlega álit þitt á hlutunum, ef aðrir hafa spennt taugar þínar svo að þær séu í þann veginn að bresta. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Það gæti verið hyggilegt að draga sig nokkuð í hlé frá aðal bardagasvæðinu, til að endur- byggja lífsorkuna og leita nýrra vina og kunningja. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að ræða vendilega við þá einstaklinga, sem þú veizt að . hafa - staðgóSa. jþgkkibgu á hlutunumog gætttgefið þér gó^ ar ráðleggingar.---- ' ' 1 ■ "• Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú þarft að einbeita þér að smáatriðunum og undirbúningi hlutanna. Slíkt auðveldar þér aftur að framkvæma meiriháttar átökin, þegar að því kemur. Vatnsberinn, 21. jan. ti! 19. febr.: Hugur þinn hefur tilhneig ingu til að reika frá einu við- fangsefninu til annars. Það virð- ist vera jákvæðara að vinna ein göngu að einu málefni eins og málum er háttað. Fiskarnir, 20. ferbr. til 20. marz: Þú ættir að koma fjármál um þínum og efnahag á örugg- ari kjöl, heldur en verið hefur að undaförnu. Hæfileikar þlnir eru þau atriði, sem þú verður að byggja mest á. Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvíkurkirkju fást á eftirtöld- um stöðum: Hjá Vilhelmínu Bald- vinsdóttur Njarðvlkurgötu 32 Innri Njarðvík, Guðmundi Finn- bogasyni Hvoli Innrj Njarðvík, og Jóhanni Guðmundssyni Klappa stíg 16 Ytri-Njarðvík. Minningarspjöld Blómasveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lárusar Lúðvíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. irmm Ijljpifingafspjöld styrktarsjóðs c{ /starfsfflannafélags Reykjavíkur- borgar fást á eftirtöldum stöðum: Borgarskrifstofum Austurstræti 16, Borgarverkfræðingaskrifstof- um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla- tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á- haldahúsinu við Barónstíg, Hafnar skrifstofunni, Bæjarútgerðinni skrifstofunni, Hitaveitan Drápu- hlíð 14, Strætisvagnar Reykjavík- ur Hverfisgötu 115 og Slökkvi- stöðin Tjarnargötu 12. Söfnin Gengið £ U.S. dollar 120.28 42.95 120.58 43.06 Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið alla daga I júli og ágúst nema laugardaga frá kl. 1,30 til 4. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30. Tæknibókasafn IMSl er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 og 14—19. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opin alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Út- Ián alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudögum er opið frá kl. 2—7. Veitingar 1 Dillons- húsi á sama tíma. Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins er opið daglega frá kl. 1,30 til 16. Tilkynning Áskrifendaþjónusta VlSIS. Ef Vísir berst ekkj með skilum til áskrifenda eru þeir beðnir að hafa samband við áskrifendaþjón- ustu Vísis, slma 1-16-60. Þar er tekið á mótj beiðnum um blaðið til kl. 20 á hverju kvöldi, og það sent strax til allra þeirra, sem gera viðvart fyrir þann tlma. f. FRÆGT FÓLK Borgarstjórinn á Kaprl hefur nú lagt blátt bann við að fólk taki með sér transistortæki á ströndina, þvl þangað eigi það að koma til að hvila sig. Sé þessi skipun hans brotin verð ur viðkomandi að greiða sek' í ☆ Hinn frægi Picasso hefur í mörg ár ekki þurft að borga einn einasta eyri á veitingahús um Rivierunnar, því að þjón- arnir hafa mikið heldur viijað fá iitla teikningu eftir hann en peninga. Eigandi hins þekkta útiveit- Picasso ingahúss „Sénequier“ i Saint- Tropez fékk nýlega að vita að yfirþjónn hans hafi fengi-3 teikningu I greiðslu fyrir veit- ingar. Hann kallaði á þjóninn og skammaði hann og sagði: — Hér á ekki að greiða með teikningum. Biðjið herrr. Picasso um að koma og borga reikning sinn. Piccasso kom — í Rolls- Royce — borgaði og tók teilui inguna aftur. — Þér skulið ekkj vera leið- ur yfir þesu, sagði hann við yfirþjóninn. Nú borga ég bara Itolls-Roycinn með ttikning- unni. ☆ Oiíukóngurinn og milljóna- mæringurinn Aristoies Onassis hefur áhuga á fleiru en pening um og kvenfólki — hann er mjög áhugasamur um skák. Nú hefur hann Iátið skartgripa sala I New York útbúa handa sér skákborð, sem er skreytt smarögðum og eru reitimlr : markaðir með gullstöngum. Og verðið — eitthvað á þriðju milljón íslenzkra króna. ☆ Við komumst örugglega í gegn, segir Fan. Ég sé engan, sem lítur grunsamlega út. Við skulum vona að þú hafir á réttu að standa, svarar Kirby, sem ekki er alveg eins bjartsýnn. Bíðið þið hér, ég skal finna leigubíl og senda hing- að eftir farangrinum. En hættan er nær en Rip grunar. Óvíða er knattspyrna eins hátt skrifuð og á Ítalíu. Róm hefur nú verið komið á námskeiði — fyrir konur, sem giftar eru knattspymuleikur- um. Þeim eru kennd öll orð og orðatiltæki í sambandi við knattspyrnu svo að þær geti að knattspymuleik loknum rætt „skynsamlega“ við eigin menn sína um leikinn. En það, sem mörgum finnst það bezta við þessa fræðslu er: að þarna er þeim kennt hvern- ig áhorfandi á með réttu að hegða sér á knattspymuleik — en það er hlutur, sem ítalir (af báðum kynjum) hafa hing að tii ekki hugieitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.