Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 6
f 4». V í SIR . Miðvikudar»ur 21. ágúst 1963. —gg—c—r»annii nuiii—a^— ATHUGÁSEMD - S Framnald al bls 2 teljum við okkur óviðkomandi, en yfirdómari yfirgaf völlinn, og við héldum mótinu áfram. Að fram- kvæmdanefndin hafi stuðlað að þessu fráviki yfirdómaráns, er þess vegna ímyndun íþróttafréttaritar- ans eða rangar upplýsingar sem honum hafa verið gefnar. Þegar leiðréttar eru missagnir íþróttafréttamanns Vísis, verður I þessu tilliti að benda honum á, að í leikreglum FRÍ segir svo um yfirdómara: „5. grein. Dómnefnd (yfirdómari). Skipa skal sérstaka dómnefnd (eða yfirdómara), og skulu henni sendar allar kærur, sbr. 23. gr. Úrskurður dómnefndar er fulln- aðarúrskurður“. í 23. gr. eru taldar kærur varð- andi þátttökurétt íþróttamanns, svo og kærur, sem fram kunna að koma í keppni. Það er því auðséð, að yfirdóm- ara ber eingöngu að fjalla um þau kærumál, sem til hans er vísað. Þess vegna er nauðsyn að benda iþróttafréttamanni Vísis á það, að í verkahring yfirdómara felast eng- in afskipti af framkvæmd mótsins, nema þá að kæra berist til hans, en í þessu tilfelli höfum við ekki fengið vitneskju um neina slíka. FASTEIGNAVAL .... .... ■ t**i TvTÍmii I II m | Tfl sölu m. a.: 2 — 5 herb. íbúöir I Hlfðunum. 4 herb. íbúð á hæð i Austur- bænum. Einbýlishús f Vestur^ bænum (skipti koma tii greina á 4 —5 herb. íbúð). 3 — 4 herb. íbúð við Langholts- veg og ICleppsveg. Nýjar 5 herb. fbúðir í Skipholti og við Sólheima. Fokheldar 6 herb. fbúðir í Kópa vogi og einbýlishús og íbúðir f smfður á Seltjarnamesi. Höfum kaupendur að 2 — 6 herb. fullgerðum og f smfður f Reykja vík og nágrenni. Miklar útborg- anir. Lögfræðiskrifstofa og fasteignasala. Skólavörðustfg 3A, III Sfmi 14624 og 22911 JÓN ARASON GESTUR EYSTEINSSON Bílur til sölu: Opel Kapitan ‘57, fallegur, útborgun samkomulag. Opel Rekord ‘56, sem nýr. Fiat 1400 ‘57, mjög þokkal., lítið keyrður. Volkswagen ‘59, — 80 þús. Volkswagen ‘57 — 65 þús. Ford ’55, góðir greiðsluskil- málar, skipti möguleg. Chevrolet ’55, góður blll, skipti á nýrri. Chevrol. ’52, 6 cyl. sjálfsk. - BfLAR FYRIR ALLA. — SKILMÁLAR við allra hæfi. Og kaupin gerast hjá okkur. RAUÐARÁ SKÚLAGATA 5S — SÍMI (3812 í grein sinni 16. ágúst gerir I- þróttafréttaritari Vísis sig svo ber- an að því, að gera ekki greinar- mun á yfirdómara og leikstjóra frjálsíþróttamóts, en leikstjóri hef- ur, skv. reglum FRÍ, allt vald um framkvæmd móts, eftir að það er hafið. Við verðum þvl að óska þess, að íþróttaritari Vlsis, sem hefur að mörgu leyti sýnt það, að hann hafi þá kosti til að bera, sem einn slík- an mega prýða, gæti þess I fram- tíðinni að kynna sér tvö sjónar- mið, sem alltaf eru á hverju máli, áður en hann ákveður hvaða af- stöðu hann tekur til þess máls, sem hann á að skrifa um. Stjórn frjálsíþr.d. KR. Það var ekki ætlun mín að gera „brottrekstrarmál“ yfir- dómarans á Mf að efni f blaða- deilu. í fréttum af þeim atburð- um, sem barna áttu sér stað eru staðreyndirnar einar og eru til- skrif KR-inga hér á undan í hæsta máta Iélegt yfirklór. Við skulum bara horfast í augu við staðreyndirnar. Milli ÍR og KR er sjúklegt ástand, — baráttan (algjörlega óopinber) um meist- aratitlana. Nú vill svo til að skipting þeirra verður mjög jöfn ef kvennadeilurnar eru taldar með (sem hefur oftast verið gert). Þannig er enn óút- séð hvemig þeirri keppni lýkur, er þær greinar eru eftir, sem stjórn FRÍ hefur ákveðið að Iáta fara fram aftur. í grein KR-inganna segir m. a. að „fordæmi séu fyrir“ o. s. frv. Barnaskapur að álíta að JKSBlS "«gi Wgbrot af því að einnver annar hehir gert sama. Tilfærslur og frestanir eru af- ár síáemar í íþróttum, ekki eru vellirnir of margir og Iaus kvöld á völlunum gerast æ færri, þess vegna er mikils virði að hægt sé að komast hjá slíku. Þegar getið er um tilfærslu á tugþraut og fleiri greinum, er réttilega tekið fram „enda var það gert að beiðni stjórnar FRÍ“. Leyfi FRÍ lá hins vegar ekki fyrir í þetta skipti og því átti þrautin að fara fram skv. reglugerð, ekki sízt vegna þess að utanbæjarmenn voru mættir til keppni. Hvað myrkrinu I Laugardal viðvíkur er það að segja að „II menn voru skráð- ir“, en bæta má við að 7 vom mættir. Þegar þrautin fór fram hófst hún að vísu klukkutíma fyrr, en henni Lauk á 2 y2 tíma, rúmum klukkutíma áður en fór að rölckva. Myrkrið getur ekki talizt ástæðan fyrir því að menn voru svo umfram um að fresta. Hver var þá ástæðan? Ein- faldlega sú að hinn góðkunni íþróttamaður Valbjörn Þorláks- son átti að safna 9 meistara- stigum en til þess að svo mætti fara var mjög óæskilegt að 4X100 og 4X400 metra boð- hlaup færu fram svo til sam- tímis, því þannig er framkvæmd in, þeim er skotið inn f en ekki eins og Iátið er í skína að þau fari fram, þegar eklcert annað gerist á vellinum. Ég þakka svo að lokum hrós- yrði í minn garð og tek undir þau ummæli KR-inga, „að kynna sér tvö sjónarmið, sem alltaf eru á hverju máli“. Þetta mætti jafnvel verða ein af gullvægu reglunum í frjálsíbróttunum, bvf það eru tvær hliðar eða fleiri á öllum málum, eklci ÍR- hlið og KR-hlið eins og stund- um mætti ætla. Læt ég úrskurð st'órnar FRÍ því tala í þessu máli. — jbp — Nýja höfnin á Búðareyri við Reyðarfjörð. Veghefill sést jafna hafnarbakkann nýja, en hópur manna fullkomnar verkið með járnhrífum. Seinna verður steypt þekja á allan bakkann. — Fremst á mynd- inni er Iöndunartæki fyrir sfld, sem komið hefur verið fyrir á hafnarbakkanum. Hafnarframkvæmd- Nýlega er lokið byggingu ágætrar hafnar er ríkið hefur látið gera á Búðareyri við Reyð- arfjörð. Bætir þessi höfn úr brýnni þörf sem skapazt hefur vegna ört vaxandi vöruflutninga um þennan stað til og frá hinum frjósömu héruðum Austurlands. Síðan hin gamla bryggja Kaup- félags Héraðsbúá varð ónothæf hefur aðeins verið unnt að af- greiða eitt skip f einu. Samtímis hafnargerðinni var "d am*' ‘i OMtimBBi -n«B8 «v tabla abnkilln byggð ríkisverksmiðja til fiski- mjölsvinnslu úr síld og fiskúr- gangi og eru nú sköpuð þarna ágæt skilyrði til hvers kyns út- gerðar á stórum skipum jafnt sem smáum, þar sem Kaupfélag- ið hefur nýlega látið byggja ágætt frystihús, sem hingað til hefur skort verkefni. í hinni nýútgröfnu kví innan hafnargarðsins verður ákjósan- leg aðstaða fyrir smábáta, því að þangað leggur aldrei kviku af hafi. Þeir Héraðsmenn, er- á útgerð hyggja, ættu því ekki að þurfa að leita til Suðurnesja hér eftir, þvi að óneitanlega er friðun fiskimiðanna farin að láta segja til sín, einnig við Austurland. Auk hins 100 m langa grjót- garðs, sem fyrir þremur árum var byggður austan til á Búðar- eyrinni fram á stórstraums f jöru borð er hafnhrbakkinn úr upp- fyllingu milli stálþilja, sem rekin voru með 20 m millibili. Héraismát Sjálfstæðis- manna í V - Húnavatnssýslu Héraðsmót ■ Sjálfstæðismanna í Vestur-Húnavatnssýslu var haldið að Laugarbakka sunnudaginn 11. Úfsvesrsskrá BoiungavÉkur Útsvarsskrá hefur verið lögð fram í Bolungarvík. Jafnað var nið- ur útsvörum og aðstöðugjöldum að upphæð kr. þrjár milljónir sjö hundruð og fimmtíu þúsund, á 300 einstaklinga og fyrirtæki. Af fyrirtækjum bera hæstu gjöld: íshúsfélag Bolungarvíkur h.f. kr. 281.000.00, Verzlun E. Guðfinnsson- ar kr. 210.000.00, Græðir h.f. kr. 118.000.00. Af einstaklingum bera hæstu útsvör: Hálfdán Einarsson skipstjóri kr. 60.000.00, Jón F. Ein- arsson byggingameistari kr. 51 þús. og Jakob Þorláksson skipstjóri kr. 40 þús. Jafnað var niður samkv. lögboðnum útsvarsstiga. Elli- og ör- orkulífeyrir var undanþeginn út- Svarsálagningu. Útsvör einstaklinga lækkuðu um kr. 800.00 og veittur var 36% afsláttur. ágúst. Húsfyllir var og fór mótið ágætlega fram. Samkomuna setti og stjórnaði síðan Bjarni Guð- mundsson, bóndi, Staðarbakka. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngvara undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Þessu næst flutti Óskar Levi, bóndi, r::ðu. Þá söng Þórunn Ól- afsdóttir, einsöng, undirleikari Ól- afur V. Albertsson. Næst flutti Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- ! herra ræðu. Að lokinni ræ^u Bjarna ' sungu þau Kristinn Hallsson og Þórunn Ólafsdóttir tvisöng við undirleik Ólafs V. Albertssonar. — Þar næst flutti Brynjólfur Jóhann- esson gamanþátt. Síðan sungu þau Þórunn og Kristinn aftur tvisöng og að lokum söng Brynjólfur Jó- hannesson gamanvísur. Ræðumörinum og listafólkinu var mjög vel tekið. Mótinu lauk svo með dansleik. Héraðsiméf SiúlfstæiiS' inanna í Árnessýslu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Árness. var haldið fyrir nokkru að Flúðum. Mótið var mjög fjöl- sótt og fór ágretlega fram. Sam- komuna setti og stjórnaði síðan sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hruna. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngv- ara, undirleik annaðist Ólafur Vign ir Albertsson, píanóleikari.- Þessu næst flutti Sigurður Óli Ólafsson, alþingismaður ræðu. Að lokinni ræðu Sigurðar söng Sigurveig Hjaltested, óperusöngkona einsöng. Þá flutti Bjarni Benediktsson, dlir.s málaráðherra ræðu. Næst sungu þau Kristinn Hallsson og Sigur- veig Hjaltested tvísöng, við und- irleik Ólafs V. Albertssonar. Síðan flutti Brynjólfur Jóhannesson ieik- ari gamanþátt. Ræðumönnum og listafólki var ágætlega tekið. Mót- inu lauk svo með dansleik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.