Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . MiSvlh r<nr 21. ð*?st r emákaHmsmomim-1.—■’vs^zasmsrr-^ WllfeSlBlí! nsa Franihald at bls 16 70—30 gr. og ætti því meðal- þungi hennar að geta tvöfald- azt. Bæði væru þá fleiri tonn dregin í land og síldin sjálf yrði seljanlegri. Er þetta „ökonim- iska“ hlið málsins, en allir sjá líka, að slæmt getur verið að ganga á síldarstofninn áður en hann hefur ávaxtað sig, og með- an síldin er enn að vaxa. Það kemur ekki að sök, með- an aðeins fá skip eru við veið- arnar, en eftir því sem þeim fjölgar, þvf alvarlegra er málið“. „ ikki Ssikfsri síld en eystrn## Meðal þeirra skipa sem fengu góðan .afla á Selvogsbanka f fyrri- nótt var m.s. Ársæll Sigurðsson II frá Hafnarfirði, sem landaði 1100 tunnum. Vegna umræðna um að síldin á Selvogsbanka væri millisild ókynþroska, og væri þvf um hugsanlega rányrkju að ræða, sneri fréttamaður blaðsins sér til Sæmundar Sigurðssonar skip- fctjóra á m.b. Ársæli Sigurðssyni og ræddi þessi mál við hann. Hvað vilt þú segja Sæmundur um álit Egils Jónssonar starfs- manns Fiskideildar, um að stór- felld veiði á þessari síld sé rán- yrkja vegna þess, að um sé að ræða blandaða sfld sem ekki hefir hrygnt. Ég álft, að þessi síld sem við erum með, sé ekki lakari en sú síld sem við veiddum á sínum tíma í reknet og snurpunót hér við Flóann, og mun stærri en við höfum fengið fyrir Austfjörðum undanfarin haust, enda nota ég núpa norðanlands-nót, sem er 32 mösbvar á alin, én slíka nót var ekki hægt að nota fyrir austan í fyrra, því að síldin ánetjaðist. Telurðu að bann eða takmörkun á að veiða þessa síld sé réttlætan- leg? Ég áh't að svona sfldveiðar sé ekki hægt að takmarka úti á hafi, en við vorum á Selvogsbanka í vestur frá Eyjum ca. 25 sjómilur. En öðru máli gegnir með veiðar innfjarða ,eins og í Eyjafirði og ÁTTRÆÐ Áttræð er í dag Margrét Jósefs- dóttir frá Siglufirði, fyrrum hús- freyja á Hólum í Hjaltadal. Hún er nú til heimilis í Miðtúni 11, Reykja- vfk. cft ú ::Sum á »jstfjörðum, þar se:n menn vita fyrirfram að þeir eru aö kasta á smásíld. Hefir verið athugað, hvort síld- in er frystingarhæf? Já, það komu hér menn sem voru að athuga gæðin, og þeir töldu hana ekki yerri en þá sfld sem oft hefir verið fryst á haust- in. Er fleira, sem þú vildir taka frgm í þessu sambandi? Ég vil ennfremur taka fram, að ég sé ekki ástæðu til fyrir okkur íslendinga að taka upp bann á að fiska millisíld og hálfvaxna síld. Ég hefi séð í Esbjerg og viðar landað 1 stórum stíl til bræðslu, smásíld, sem er mikið smærri en sú síld sem við veiðum núna. Neyðaróp — Framhald af bls. 16. Maður sá, sem hér um ræðir, var leigjandi í forstofuherbergi á 2. hæð hússins. Talið er að hann muni hafa verið rakur í gærkveldi og nótt og líklegast að hann hafi sofnað út frá log- andi vindlingi, þótt það mál sé ekki i|íllilega upplýst. í morgun, rétt um sjöleytið vaknaði maðurinn, var herberg- ið þá fullt af reyk og eldur kom inn í tvo legubekki sem lágu hvor aftur af öðrum við sama vegg herbergisins, Þegar slökkviliðið kom á vett- vang litlu sfðar var annar bekk urinn brunninn til ösku, en hinn meira og minna brunninn. Aðrar brunaskemmdir urðu ekki í her- berginu, nema hvað það hafði nokkuð sviðnað að innan, en hinsvegar talsverðar skemmdir bæði af vatni og reyk. Reyk hafði einnig lagt út í ytri for- stofu hæðarinnar og hún ó- hreinkazt. í gærdag kviknaði eldur út frá potti með feiti á þriðju hæð húss ins nr. 21 við Holtsgötu. Tals- verðar brunaskemmdir urðu í eldhúsinu og m.a. brann allt í kringum eldavélina og vfðar hlauzt af tjón. Fyrir hádegi í gær var slökkvi liðið kvatt að Landsbankahúsinu í Austurstræti. Þar hafði lyftu- mótor brunnið yfir, en starfs- fólk bankans rauf rafmagnssam- bandið við lyftuna þegar í stað og eldur kviknaði þar enginn, en reykur nokkur. Lyftuútbúnaður inn varð óvirkur á eftir, en um annað tjón var þar ekki að ræða. Framhald af bls. 1 Þessi mikli vatnadreki er Iceyptur hingað til lands á veg- um samgöngumálaráðuneytis- ins. Er honum ætlað að bæta úr samgöngum á Öræfum. Mun drekinn verða notaður sem ferja á Jökulsá á Breiðamerk- ursandi. Þessi mikli vatnadreki var keyptur hingað til Iands frá Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið notaður af hernum. Eftir að vatnadrekinn kom hing að til lands var hann fyrst geymdur á svæði Vegagerðar- innar fyrir ofan Elliðaár, en síðan var hann fluttur að bif- reiðaverkstæði Norðurleiða á Grímstaðaholti. Þar voru fram kvæmdar nokkrar nauðsynlegar breytingar á vatnadrekanum og getur hann nú flutt talsvert magn af vörum. Vatnadrekanum verður ekið austur á Fossfjöru, en Ijóst er að nauðsynlegt verður að taka drekann af vagninum á tveimur stöðum á leiðinni, því hann er of breiður, bæði yfir brúna á Markarfljóti og á Jökulsá á Sól heimasandi, einnig er álitið að Víkurgil sé of þröngt. Síldin — Framhald af bls. 16. vegar er fyrirsjáanleg löng lönd unarbið, tveir þrfr sólarhringar, og hefur það valdið þvf, að nokkrir bátar eru farnir að tín- ast austur aftur. Ástæðurnar geta líka verið aðvaranir Egils fiskifræðings. Vitað er um þrjá báta, Helga Helgason ,Víðir SU og Engéy, séni komnir eru aftur austuf.' Síldin, sem veiðist í nótt og verið er að veiða, fer að mestu í bræðslu. Löndunarstöðvun er ennþá í Vestmannaeyjum vegna útskip- unar á mjöli. I Keflavík hefur eitthvað óhapp komið fyrir, sem veldúr stöðvun verksmiðjunnar þar, og í Reykjavík, Akranesi og Hafnarfirði er takmarkað hægt að taka á móti. Telja kunnugir, að þessi stöðvun og tafir við löndun valdi því að bátarnir haldi aust- ur aftur, enda er þar hin þokka- legasta veiði þessi dagana, auk þess sem nægur fjöldi hafna er þar, til að taka á móti síld- inni. Slæsmar liorfur — Framhaid -.1 bls. I. Sex-manna nefndin, sení ákveður kartöfluverðið í haust og vetur hefur ekki rætt saman, en hún mun væntanlega ákveða um helmingi lægra verð en nú er á kartöflum. Ef að líkum lætur verður mjög takmarkað framboð af kartöflum í haust og ekki sennilegt að birgðir af íslenzkum kartöflum endist lengi. Næsti mánuður sker úr um það. Rófur komu óvenjulega snemma á markaðinn og hafa verið mjög góðar. Búizt er við miklu framboði af þeim og að það muni verka í verðlækkunarátt með haustinu þeg- ar uppskeran er komin f fullan gang. Sfjórnorskipfi — Framhald at bls. 1. þann veginn að hrynja til grunna í kringum hann“ — á annan hátt verði ekki skilið hvernig bann lét tilfinningar sínar fá útrás í gær- kvöldi, er hann talaði eins og það væri þjóðarógæfa, ef stjórnarskipti yrðu. Vitanlega væri það áfall fyrir flokkinn, sem hafi verið við völd næstum lengur en menn muni, og vissulega hafi Gerhard- sen oft staðið í ströngu, en líklega myndi nú þjóðarskútan ekki sökkva þótt annar en Gerhardsen fengi stjórnvölinn í hendur, og skipt um áhöfn, — það gæti jafnvel orðið gagnlegt stjórnmálalegu lífi í landinu, jafnvel orðið bráðnauð- synlegt. Lögreglan skýrði Vísi frá því, að það væri ekkj algengt að skepnur væru á ferð í viðskipta- hverfum borgarinnar. Hins veg- ar er það mjög algengt, að hest- ar og sauðkindur gangi laus þeg- ar utar kemur í bæinn og berast fjölda margar kærur yfir því að þau fari í garða og skemmi þá. Þetta er óviðunandi ástand fyrir borgarbúa, sem hafa á síðari ár- um reynt að prýða bæinn með því að lækka eða taka burtu girðingar. Eigendur búfjár eiga að halda því í lokuðum girð- ingum, en þess virðist ekki gætt nógu vel. Eru margir þeirrar skoðunar, að þetta ástand myndi lagast, ef eigendur búfjár sem tekið er á almannafæri vperu látnir greiða meiri kostnað eða sektir. Framhald af bls. 16. Á mánudag var kafari fenginn frá ísafirði til þess að ná upp því sem hent hafði verið í höfn- ina, en áður hafi verið hægt að slá böndum um bílinn. Vísir átti í morgun stutt samtal við yfirlögregluþjóninn á ísafirðj. Sagði hann að pilt- urinn hefði setið tvo sólarhringa í gæzluvarðhaldi á ísafirði. Hefði hann verið yfirheyrður nokkrum sinnum, en ætíð þver- neitað að vera valdur að þess- um skemmdarverkum. Viður- kennir hann að hann hafi verið ölvaður um kvöldið, en segist muna glöggt eftir öllu sem hann gerði. Sfrokuliestur — Syndið 200 Fra.nh at 1 siðu Þangað getur eigandinn sótt hann og þarf að greiða 20 krón- ur í kostnað. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar JÓHIANN BERNHARD er andaðist föstudaginn 16. ágúst s.l. verður jarðsung- inn fimmtudaginn 22. ágúst kl. 3 e. h. Athöfnin fer fram frá Dómkirkjunni. Svava Þorbjamardóttir og dætur. metrana All taf fj ölgar VOLKSWAGEN ÁRGERÐ 1964 Verð er ca. kr. 126.300,00 með eftirtöldum búnaði: Miðstöð — Rúðaþvegl- ar — Varadekk á felgu — Varaviftureim — Verkfæri — Lyftari — Tvöfaldir stuðarar aft- an og framan. Innisólskyggni beggja megin — InnispegiII — Hliðarspegill bílstjóra megin — Eldneytismæl ir — Ljósamótstaða í mælaborði — Leðurlíki á sætum, hliðum og toppi — Hreyfanlegir stólar með stillanlegum bökum — Festingar fyr ir öryggisbelti. — Vagn inn er tvíyfirfarinn og tvístilltur. Bæði við 500 og 5000 km. Erum nú aö afgreiða sendingu af árgerð 1864 Áður en þér kaupið bíl, þá kynnið yður hvort varahlut- ir fást og hvað þeir kosta Tökum á móti pöntunum til afgreiðslu í september Komið og skoðið árg. 1964 H E K L A , Laugavegi Nýju híiarnir, árgerð 1964, tii sýnis að Laugaveg 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.