Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 13
VÍSIR . Miðvikudagur 21. ágúst 1963. 13 Þú bláfjaílageimur — // // Frh. af bls. 7: Og hrein sé vor ást eins og himinn þinn blár, sem heiðir um jöklanna tinda. Vér heitum þann níðing, sem hæðir þín tár og hendur á móður vill binda, og ánauð vér hötum, því andinn er frjáls, hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls! Og einkennilega er þeim ís- lendingi farið innan brjósts, sem þessi drengilegu og djarfyrtu er- indi hita ekki um hjartarætur, þegar hann les þau eða heyrir kvæðið sungið, sem vitanlega nýt ur sín bezt í heild sinni. Góðu heilli, er lokasigurinn löngu unn inn f íslenzkri sjálfstæðisbaráttu með endurreisn lýðveldisins þ. 17. júní 1944. En í rauninni heldur sjálfstæðisbaráttan alltaf áfram í einhverri mynd. Réttilega hefir sagt verið, að eilíf árvekni sé það verð, sem frelsið er keypt við. Þess vegna eru spakleg orð Steingríms skálds jafn tímabær nú og þegar hann orti kvæðið. Og vissulega mun óskin hjarta- heita í lokaerindi kvæðisins halda áfram að vekja bergmál í hjört- um góðra íslendinga, hvar sem þeir eiga dvöl: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norð- Ijósa log og ljóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klett- ótta strönd. ^ sömu strengi heitrar og djúpr- ar ættjarðar- og frelsisástar er slegið í mörgum öðrum kvæð- um skáldsins, má af þeim nefna „Island“ (Eykona hvít við dimm blátt djúp), „Þúsund ára sól- hvörf“ (1874), „Þjóðhátíðarsöng- ur ú Þingvöllum" (1874) og „Sú var tíðin fyrr, þá frelsið reisti". Hvergi tjáir skáldið þó djúpstæða ættjarðarást sín með meiri hrifn- ingu og flugi í ljóði heldur en í kvæðinu „Eg elska yður, þér íslandsfjöll“, sem bæði er þrótt- mikið og sérstaklega sönghæft, enda hafa vinsældir þess orðið að sama skapi. Kvæði Steingríms til Jóns forseta Sigurðssonar, sem hann dáði og studdi af alefli í frelsisbaráttunni, bera enn frem- ur ættjarðar- og frelsisást skálds ins glöggt vitni. Þá þarf það heldur ekki að koma neinum á óvart, að hann skilgreinir flestum betur, hvað ættjörðin er I raun og veru, í vísunum slnum gullfallegu „Föð- urland": Föðurland sem hjartahringur hlutast manni. Þar er vaggan, þar er leiði, þar skín fegurst sól í heiði. Andans hringúr veit ég vist er víddar meiri. Ættjörð samt er innst í honum. endurminning krýnd og vonum. Þetta talar einnig kröftuglega til okkar íslandsbarna, sem bú- um utan stranda þess. Þótt við eigum ei beinin að bera í ættar- moldinni, þá hvíla feður og mæð- ur þar, og rætur okkar liggja þar djúpt í jörð ætternislega og menn ingarlega. Ekki getum við ís- lendingar, sem erlendis dveljum, síður tekið heilum huga undir þessi orð skáldsins: Þú elskar fold, sem barn þig bar, hjá bláum mar, þú henni gefur hjarta þitt og hún þér sitt. Náttúrulýsingar Steingríms eru mikill og merkur þáttur í kvæð- um hans, einkum eftir að hann hvarf heim til islands frá Dan- mörku árið 1872. Hann unni og dáði náttúrufegurð islands heit- um huga, og söng henni lof i fjölmörgum kvæðum, yndislegum og tilfinningaríkum. Islenzk vor og sumur snertu djúpa strengi í sálu hans, eins og fagurlega Iýsir sér í kvæðum hans um þau efni. Eitthvert hið fegursta þeirra og heilsteyptasta er „Svanasöng- ur á heiði", löngu þjóðareign og mikið sungið meðal islendinga beggja megin hafsins. En Stein- grímur hafði einnig glöggt auga fyrir sérstæðri haust- fegurð íslands, eins og kvæðið „Haustkvöld" ber ótvírætt vitni, eitthvert hljómþýðasta og feg- ursta kvæði hans. Fagurlega og spaklega mælist skáldinu, er hann segir: Endasleppt er ekkert hér, alvalds rekjum sporið. Morgun ei af aftni ber og ei af hausti vorið. Oflof valið æsku þrátt, elli sæmd ei skerði, andinn getur hafizt hátt, þó höfuð lotið verði. Æska, ég hef ást á þér, fyr elli kné skal beygja, fegurð lífs þó miklist mér, meira er hitt: að deyja. Elli, þú ert ekki þung, anda guði kærum: Fögur er sál er ávallt ung undir silfurhærum. Tl/rargar ágætustu náttúrulýsing- ar er að finna í ferðakvæð- um Steingrims. Gott dæmi þess er kvæðið „Laugardalur"^gnjjpaf.., fallast lýsing náttúrunnar og sveitalífsins mjúklega í faðm: Vér riðum und kvöldsól í Laugardals lönd, hún ljómaði af rauðbrúnu felli um engjanna grasflæmi geysivítt þönd, um glampandi, silfurskær vatnanna bönd, og bláfell við biómgaða velli. Á logbjörtu kvöldi, við lóunnar söng, vér liðum á vegbrautum fríðum, í lífgandi skógblæ um laufrunna göng með Laugardals algrænu hlíðum. Vér fórum með byggðum, þar fólk var við slátt, og fellt lá þar kafgras í slægjum. Um fjallbrekkur hópaðist kvíaféð kátt, í kvöldlogni þyrluðust bláreykir hátt, og bjarkilminn lagði frá bæjum. Og hinzta lék sólbros um sveitalífs ró, er sjónina þýðlega dvaldi, en áfram var haldið, því eftir var nóg, unz aftur oss skógurinn faldi. Hafið hefir sýnilega heillað huga Steingríms, því að hann yrk- ir um það f hinum andstæðustu myndum: — sofandi sólu kysst á logndegi að sumarlagi, stynjandi þungt við strönd, eða þjótandi, stormi knúð, með háreistum, hvít- fextum öldum. Merkilegt dæmi sjávarlýsinga hans er hið alkunna og mikið sungna kvæði hans „Við hafið ég sat“, en yfir því hvílir sá mildi blær, með undirstraum angurværðar, sem ósjaldan svip- merkir Ijóð skáldsins, og i þessu kvæði hans sameinast yrkisefninu og ljóðforminu á áhrifamikinn hátt. Ástarkvæði Steingríms eru oft I svipuðum tón, fáguð að formi, slá á næma strengi tilfinninganna, og spegla þrá og trega manns- hjartans. Hins vegar gat hann, þegar því var að skipta, hellt úr skálum vonbrigða sinna í ástum í beiskum og hárbeittum bitur- yrðum, eins og í kvæðinu „Kveðja", en eigi leynir sér þar heldur undiralda einlægrar sakn- aðarkenndar. Sú tilfinning klæðist búningi harmþungrar örvæntingar í kvæðinu „Þið sjáist aldrei fram- ar“. Eitt af tilkomumestu kvæðum Steingríms er hið sögulega kvæði hans „Gilsbakkaljóð". Ástin, sem er þar megin yrkisefni, fléttast fagurlega inn í náttúrulýsinguna. Hér endursegir skáldið á aðlað- andi hátt harmsögu þeirra Helgu fögru og Gunnlaugs ormstungu, á grundvelli sögu hans, með svip- tigna náttúrufegurð Borgarfjarðar að bakhjalli. Gérstaklega athyglisverðar eru ferskeytlur Steingríms og aðr- ar lausavísur hans. Kjarnyrtar og spakmálar hitta þær tíðum ágæt- lega í mark, enda lifa þær góðu lífi í minni og á vörum margra landa hans. Hann var gæddur ríkri kímnigáfu, sem oft varð þó að nöpru háði, eins og í visunni alkunnu um oflofið: Með oflofi teygður á eyrum var hann, svo öll við það sannindi rengdust. En ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann, það voru aðeins eyrun, sem lengdust. í þessari vfsu gætir mest ádeil- unnar, þó að hún geymi einnig sígildan sannleika. En spakleg hugsun skáldsins lýsir sér beinna og betur í „Sorg og vizka": Ei vitkast sá, er verður aldrei i.........:----- hryggur. þíyerj; yizkubarn á sopgarbrjóstum liggur. Á sorgarhafs botni sannleiks- perlan skín, þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. Honum léku einnig dýrir hættir og alþýðlegir í höndum, þegar hann greip í þann streng Ijóða- hörpunnar, eins og þessar snjöllu stökur hans sýna ljóslega: Grundin vallar glitruð hlær, glóir á hjalla og rinda, sólarhalla blíður blær blæs um fjallatinda. Látum skotið fari á flot á fagran græði, vindur lotinn varpar mæði, varla er brot á Ránar klæði. Ekki sætir þá neinni furðu, að Steingrímur kunni svo vel að meta Sigurð Breiðfjörð, að hann yrkir um hann langt kvæði, sam- úðar- og skilningsríkt („Á ferð fram hjá Grímsstöðum í Breiðu- vík“), og kemst þar, meðal ann- ars, þannig að orði: Hans á tungu Ijóðið lék svo létt og glaðan. Auðug ríkir yndis laðan í því bezta, sem að kvað hann. Hér að framan hefir verið stikl- að á stóru, því að af svo miklu er að taka, þar sem eru frumort kvæði Steingríms Thorsteinsson- ar. En þó að þau kvæði hans séu merkileg bæði um efni og með- ferð þess, þá eru þýðingar hans í bundnu máli og óbundnu stórum umfangsmeiri og að sama skapi þungar á metum að listgildi. Fremur flestum íslenzkum skáld- um, fyrr og síðar, auðgaði hann bókmenntir vorar með þýðingum meiriháttar erlendra snilldarverka og ljóðperlum eftir öndvegisskáld margra þjóða að fornu og nýju. (Sjá Ritsafn I—II, 1924—’26, sem Axel Thorsteinsson rithöfundur, sonur skáldsins, bjó til prentun- ar). En um þýðingar Steingríms í heild sinni leyfi ég mér að vfsa til ritgerðar minnar um þær, sem prentuð var í Vísi og tímaritinu Rökkri f tilefni af aldarafmæli skáldsins 1931. Steingrímur Thorsteinsson var um annað fram rómantískt skáld, er unni þvf, sem göfugt var, hreint og fagurt, þótt hann snúi einnig stundum upp ranghverfu hins framantalda f ádeilum sínum, sem ber því frekar vitni, hve djúp ar rætur ástin á göfgi, hreinleik og fegurð, átti sér í hjarta hans og hugsun allri. Hugsjónaást hans lýsir sér fagurlega f ómþýðu og efnismiklu kvæði hans „Hug- sjón“. Þá er það hreint engin tilviljun, að hann Iofsyngur sönglistina, græðandi og göfgandi mátt henn- ar, í samnefndu snilldarkvæði, og hyllir hana eigi síður f snjöllu og fögru kvæði sínu „Hörpu minni“ (Heil þú, dásöm drottning meðal lista). ÖIl yfirborðsmennska var hon- um hvimleið. Vegur hann djarft að henni, og geigar ekki ör frá marki f vísunum „Menntaprjál": Menntaprjálið mér er leitt manns á ytri hlið, þar anda og hjarta íillt er sneytt og ekkert hærra mið. Mín er þetta meining full, maður, vel það heyr: Heldur leirugt gef mér gull en gylltan leir. Ekki hittir ádeila hans á yfir- borðsmennskuna lakar í mark f kvæðinu „Staðlaust og staðfast", sem jafnframt er áminning um það að snúa baki við því rótlausa og hverfula og*beinathuganum að varanlegum verðmætum: Að tigna það staðlausa — hispur og hjóm, það hjörtun æ gerir svo snauð og svo tóm. En eilífðar hugsjón, sem eygist f trú, býr andanum huggun og sæll verður þú. Hið staðlausa flýðu og trúð’ ei á tál, en tem þig við guðdómsins eilífðarmál. Og treystu hið staðfasta stöðugur á, sem styrkleikur enginn má taka þér frá. TTátt flýgur skáldið f lofsöngn- um „Guð, hæst í hæð“, og fara þar saman andrfki og mál- snilld, enda á sálmur þessi að verðugu sinn fasta sess í ís- lenzku sálmabókinni. En f „Lifs- hvöt“ er Iffsskoðun skáldsins færð f faguryrtan og minnisstæð- an orðabúning: Trúðu’ á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, guð f alheims geimi, guð í sjálfum þér. Allt frá einni skundar anda sól í heim Allt að einum stundar undrakrafti þeim. Ást hins eilífsanna efld með frelsis dug, einlæg ást til manna örfi guðdómsflug. Þannig ber að þreyja, þessu stefnt er að: Elska, iðja’ og deyja, allt er fullkomnað. Lff er herför ljóssins, lff er andans stríð. Sæk til sigurhróssins, svo er æfin fríð. Með ættjarðarkvæðum sínum og náttúrulýsingum opnaði Stein- grímur Thorsteinsson áreiðanlega augu margra landa sinna fyrir fjölbreyttri og svipmikilli fegurð fslands, og að sama skapi opn- aði hann þeim nýja heima með þýðingum sínum og glæddi ást þeirra á fegurð, fögru máli og ritsnilld. \ Með hinum f jölmörgu söngtextum sínum, sem enn skipa mikið rúm í íslenzkum 'söngbók- um, auðgaði hann einnig drjúg- um íslenzka söngmennt og menn- ingarlíf þjóðar vorrar almennt. Við, sem ólumst upp á fslandi um aldamótin síðustu og upp úr þeim, eigum honum og samtíðar þjóðskáldunum sérstaka þakkar- skuld að gjalda. Þetta greinarkorn á 50 ára dánarafmæli Steingríms Thorsteinssonar er ofurlítil greiðsla upp í þá skuld greinar- höfundar við hann. Richard Beck. MISSLYN naglalakk 25 litir MISSLYN varalitur 10 litir SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 78 — Sfmi 12275 hringunum. m 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.