Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Míðvikudagur 21. ágúst 1963. 7 Skáld tveggja svana Eftir Halldór Laxness k fimtugustu ártíð Steingríms Thorsteinssonar hefði verið gaman að vera staddur vestur á Snæfellsnesi því þar er hel- grindahjarnið og dyn'hamraborg- in. Margt í ljóðum þessa ástsæla náttúruskálds og húmanista renn- ur ekki ljóslega upp fyrir lesanda hans fyren vestur á Arnarstapa — þar brimaldan stríða við ströndina svall; eða jafnvel vest- ur við Lóndránga; Jötnum líkir loftið I Skaga dimmir drangar Lóns Dauðalega við ský. Þó er hann framar öllu öðru skáld sveitasælunnar, fullur há- bókmenntalegrar náttúruskynjun- ar sem er kynjuð alla leið frá grikkjum, með viókomu í þýskri rómantlk — og hjá Jónasi Hall- grímssyni. Þetta er sú sveit þar sem fjárbóndinn eða sauðamaður- inn heitir hjarðsveinn og er glað- ur og vitur og slær hörpu og dreymir fagurfræðilega drauma. Hjörðin hefur svip af guðvfsri ró, enda er hún ímynd friðar á jörðu: „Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sól- s'kinsbrekku smalinn horfir á.“ En svo samrunnin er klassisk hámentun evrópsk og íslenskur upprunaleiki með nið af súgandi brími og ilm úr sveitum f skáld- skap þessa meistara, að mann varðar ekki um fyrirmyndir hans. Það heyrist stundum kvartað yfir því að Steingrímur sé ekki nógu sléttkvæður. Auðvitað má finna þeim orðum stað. Mörg bestu skáld lslands, reyndar hvarvetna í heimi, hafa til að vera stirfin. En ó'brigðull slétt- leiki í orðalagi og kveðandi, leikni hins fullkomna hagyrðfngs, skyld leikni línudansarans, er ekki það sem skiftir máli, heldur áslátturinn teingdur andagift þess manns sem fer með hörpuna. Það kemur fyrir Steingrím, einsog Grím Thomsen og jafnvel Jónas sjálfan, að slá skakka nótu. Það gerir ekkert til ef hljóðfærið sjálft er ekki falskt; og skökk nóta er gleymd um leið og hún er slegin ef áslátturinn er réttur. Steingrímur hefur þann áslátt sem tekur heima í sérhverju næmu hjarta og hljóðfæri hans er einlægt í konsertstillíngu. Þegar þess er gætt að tónn Stein- gríms er ævinlega stiltur í hæstu leyfilegri hæð, þá er undravert að honum skuli ekki fatast oftar. Mál hans er umfram alt skáld- legt á sama hátt og verið hefur hjá hofgoðum í fyrri tfð, þegar þeir voru að fórna. Það er oft svimhátt fyrir ofan hvunndags- mál, og reyndar oftast á miklu hærri tónum en mál sem notað er í ljóðagerð á okkar dögum. Þegar komið er í þessa hæð þá er afrek að ná þrem línum sam- felt án þess flugið daprist. Það eru ófáar hendíngarnar hjá Stein- grími þar sem skáldið dregur arnsúg í flugnum alla vísuna út. Þó ekkj hafi viðrað vel fyrir Steingrími í bókmentum um skeið, mun þó hver sá maður sem geingur honum á vit í ein- lægni, og eyru hefur að heyra, skynja í ljóði hans morgun þjóð- arævinnar meðan íslenskt líf var enn hómerískt þó eykonan vekti hrygg við forna hauga, einsog skáldið kemst að orði; þann morgun þegar tveir svanir kváðu, „annar um minnfng frá hetjulífs heim, hinn um vonina blíða“. ísland nítjándu aldar var sann- kallað morgunland í fátækt sinni. í þúsund ár, eða frá því á dögum Eddu, hafði ekki verið ort betur á fslensku en þá. Og óbundið mál íslenskt var eftilvill ekki á upphafsdögum sjálfra fornsagn- anna skrifað af meiri hámenníng- arbrag en á 19. öld, þó við höfum ekki borið gæfu til á þeirri öld að eignasf nein öndveigisrit skáldskapar f óbundnu formi. Steingrímur Thorsteinsson hef- ur fugl af því draumalandi sem margur stendur sig að því að líta til saknaðaraugum. Hann er það skáld á íslandi sem tfðkar sið grískra fornskálda, að læsa til- tekið nafngreint landslag, ásamt með hetjusögu þess og þjóðtrú, í lítið erindi. Stundum mætti segja að honum hætti til að hafa er- indin fleiri en þyrfti, en það henti víst grikki sjaldan á því tímabili þegar þeim tókst best upp. Oft hættir jafnvel góðu skáldi til að þrástagast á sömu hugsun, í erindi eftir erindi, þeg- ar hann er að leitast við að finna henni algilda tjáníngu. Það eitt gildir sem áheyrandinn geymir ó- sjálfrótt í hjarta sínu úr laungu kvæði. Stundum dugir ein hend- íng til að ná þessum tilgángi, kanski upphafsorðin ein. Ég man ekki eftir öðru skáldi sem gagn- taki hug manns þegar i upphafi kvæðis einsog Steingrímur Thor- steinsson. Hann kann að Ijúka upp heilu sjónarsviði með fáein- um samhljómum. Lítið stef hjá honum gefur útsýn yfir landið þar sem sálin fæddist og á heima. Ef kvæðið Sumarnótt væri ekki skíragull frá upphafi til enda þá væru þessi þrjú upphafsorð þess nóg kvæði útaf fyrir sig: Sólu særinn skýlir. Mætti ég minna á nokkur fleiri þvílík kvæðisupp- höf: Oft finst oss vort land einsog helgrindahjarn; Þú vorgyðja svíf- ur úr suðrænum geim; Svo fjær mér á vori nú situr þú sveinn; í birkilaut hvlldi ég bakkanum á; Þar fossinn I gljúfranna fellur þraung; 0 bliknuð mær I blóma hrein; Heiðstirnd bláa hvelfing nætur; Nú vakna ég alhress. En hann kann líka að smíða kvæði af byggíngarlist, jafnvel smákvæði, þegar hann vill svo við hafa, en það hefur oft viljað við brenna að íslensk kvæði megi lesa afturábak einsog áfram, ellegar byrja einhversstaðar inní miðju; efnið er kanski ágætt en alt ósmíðað og liggur útum hvippinn og hvappinn. Sem dæmi um þaulsmíðað kvæði vildi ég mega minna á Nafnið: Mitt nafn á hafsins hvíta sand þú hafðir eitt sinn skráð. Ég held þetta smákvæði sé frá flestum sjónarmiðum eitt af meistara- verkum í íslenskri ljóðagerð allra tíma. Og því má aldrei gleyma að það er ekki bókin, stór eða lítil, sem ræður úrslitum um það hvort skáld er gott, heldur þau fá stef úr bókinni, venjulega ör- stutt, sem lifa f brjóstum þjóðar- innar þegar tímar líða. Þeim sem finst Steingrímur ekki nógu sléttkvæður er gott að minnast þessara erinda sem flestir íslend- íngar hafa lært við móðurkné: Útum græna grundu Gaktu hjörðin mín; Yndi vorsins undu Ég skal gæta þín. Sól og vor ég sýng um, Snerti gleðistreng; Leikið, lömb, í kríngum Lítinn smaladreng. Steingrímur Thorsteinsson. „Þú, bláfjallageimur með heiðjökla hring“— |"'kfanskráð upphafsorð hins fagra og vinsæla kvæðis Steingríms Thorsteinssonar skálds, „Háfjöllin", verða mér sérstaklega rík í huga hér á sæv- arströndinni I Victoríuborg á Van couvereyju við Vesturströnd Canada, þar sem við hjónin dvelj- um í sumarfríi og þessi grein er rituð. En handan sundsins, sem skilur eyjuna og meginlandið. blasa við himin bláfjöll með snæviþöktum tindum, og fer það því að vonum, að þetta svipmikla umhverfi snerti streng í brjósti heimaalins íslendings og veki upp í huga hans þá sönnu og minni- stæðu mynd ættjarðarinnar, sem Steingrímur skáld bregður upp í framanskráðri Ijóðlínu sinni. Ekki verður hér rakinn langur og gagnmerkur ævi- og rithöf- undarferill þjóðskáldsins ástsæla á sinni tlð, sem enn á djúpstæð og vlðtæk ítök I hugum landa sinna austan hafs og vestan. Þess ari stuttu grein er það eitt hlut verk ætlað, að minnast skáldsins I tilefni af 50 ára dánarafmæli .hans 21. ág. I ár. Þegar hann lézt, rúmlega áttræður, þ. 21. ágúst 1913, harmaði íslenzka þjóðin hann sem skáld, kennara og föð- urlandsvin, enda hafði hann um »neir en hálfrar aldar skeið verið ein af skærustu stjörnunum á bókmenntahimni hennar, og sam tímis mikill og göfgandi áhrifa- valdur I menningar- og andlegu lífi þjóðarinnar. Hinar mörgu út- gáfur Ljóðmæla hans og úrvais úr þeim bera varanlegum vinsæld um hans fagurt vitni. Ekki þart heldur langt að leita að ástæð- unum fyrir vinsældum Stein- gríms. Hann var maður víðmennt aður, gæddur öruggum bók- menntasmekk, snjallt ljóðskáld, er orti um efni ,sem greiða leið eiga til mannhjartans: — ættjarð- arást, hina ytri náttúru (ekki slzt um bjartari og mildari hliðar hennar og skapbrigði) og um ást- ina. Mörg af ættjarðarkvæðum Steingríms Thorsteinssonar voru, eins og alkunnugt er, ort á Kaup- mannahafnarárum hans, mitt I harðsóttri stjórnfrelsisbaráttu Is- lendinga og undir áhrifum henn- ar, bera þau eðlilega merki þess uppruna slns. í þeim logar djúp ættjarðarást, og þá ekki síður brennandi frelsisást og framsókn arhugur. Hvatningin er þar bæði uppistaða og Ivaf, I þeim eggjar skáldið landa sína lögeggjan til dáða I sjálfstæðisbaráttunni. Ort á fögru og kjarnmiklu máli, hljómmikil og spakmálum þrung- in, fundu kvæði þessi næman hljómgrunn I eyrum og hugum Islendinga. Gamlir og ungir, og sérstaklega hinir síðartöldu lærðu þau, vitnuðu til þeirra og sungu þau. Þessi kvæði voru framlag skáldsins til íslenzkrar stjórn- frelsisbaráttu, og mikilvægur skerfur, því að með þeim söng hann sterkari ættjarðarást inn I hjörtu landa sinna og glöggvaði þeim skilning á hugsjónum Jóns Sigurðssonar og annarra foringja þeirra I stjórnfrelsisbaráttunni. Glæsilegt dæmi ættjarðarkvæða Steingrlms er hreimmikil „Vor- hvöt“ hans, þar sem lýsingin á fjölbreyttri og svipmikilli nátt- úrufegurð Islands og eldheit ætt jarðarást og frelsisást skáldsins renna eftirminnilega I einn farveg og sameinast I kröftugum vakn- ingarorðum og eggjan til fram- sóknar: En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð, af beisku hið sæta má spretta, af skaða vér nemum hin nýcustu ráð, oss neyðin skal kenna það rétta. Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð I sannleiks og frelsisins þjón- ustugerð. Frimhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.